Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Rúmlega tólf hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæð- inu um helgina í sérstöku umferð- areftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Fimm ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyf- issviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörk- um, segir í tilkynningu frá lögregl- unni. Við umferðareftirlitið um helgina naut lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar félaga sinna frá embætti ríkislög- reglustjóra. Eftirlitinu verður framhaldið til jóla. Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Flestir ökumenn voru allsgáðir. Fimm voru ölvaðir Borgþór Magnússon, plöntuvist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands, flytur erindi sitt, Framvinda gróðurs og þróun vist- kerfis í Surtsey, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. desember kl. 15.15. ?Hið unga vistkerfi Surtseyjar gefur færi á áhugaverðum sam- anburði við aðrar úteyjar Vest- mannaeyja sem eru þúsundum ára eldri. Surtsey leysti gátuna um hvernig úteyjarnar mynduðust og lífverur námu þar land. Úteyj- arnar sýna hins vegar hver örlög Surtseyjar verða er ár og aldir líða,? segir í kynningu á erindinu. Hrafnaþing er haldið í húsa- kynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Framvinda gróðurs í Surtsey síðustu 50 ár Bresk-íslenska viðskiptaráðið efnir til morgunverðarfundar á Hótel Nordica kl. 8.15 á morgun, mið- vikudag. Paul Johnson, sérfræðingur hjá National Grid, mun þar fjalla um möguleg kaup Breta á raforku í gegnum sæstreng. Fyrirtækið er eitt helsta raforkufyrirtæki Bret- lands og hefur áratuga reynslu af lagningu og rekstri sæstrengja. Einnig flytja erindi Ragnheiður Elín Árnadóttir, Hörður Arnarson og Ásgeir Jónsson. Kaup á raforku Þórður Árni Hjaltested hefur verið endurkjör- inn formaður Kennarasam- bands Íslands til ársins 2017. Hann hlaut 2.883 atkvæði eða 43,2% en mót- frambjóðandi hans, Einar Þór Karlsson, kennari við Austurbæj- arskóla, hlaut 2.700 atkvæði eða 40,4%. Á kjörskrá voru 10.185. Af þeim greiddu 6.680 atkvæði eða 66,6%. Auðir seðlar voru 1.006 (15%) og ógildir 91 (1,4%). Framboðsfrestur vegna for- mannskjörsins rann út þriðjudag- inn 15. október. Kosningin fór fram skriflega meðal félagsmanna KÍ. Þórður var endur- kjörinn formaður KÍ Þórður Árni Hjaltested STUTT Tilraunum til að smala síld út úr Kolgrafafirði með því að henda smásprengjum í fjörðinn verður að óbreyttu ekki haldið áfram næstu daga. Súrefn- ismettun í firðinum er talin vera næg fyrir þau 60 þúsund tonn af síld sem áætlað er að séu þar. Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofn- unar, er nú í leiðangri þar sem verkefnið er að mæla stærð og útbreiðslu síldarstofnsins. Komi í ljós að síldin hafi að stærstum hluta fundið sér vetr- arstöðvar fyrir sunnan og suðaustan land er vand- inn ekki talinn eins bráður og áður var óttast. Stofn íslenskrar sumargotssíldar er nú talinn vera um 450 þúsund tonn og í fyrra mældust um 270 þúsund tonn í Breiðafirði, mest í Kolgrafafirði, þar sem yfir 50 þúsund tonn drápust í tveimur umhverfisslysum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, segir að eigi að síður verði áfram haldið áfram að þróa þær aðferðir sem not- aðar voru í síðustu viku við smölun síldar með smá- sprengjum. Þær hafi að mörgu leyti reynst vel, en sníða þurfi af þeim nokkra hnökra. Komi í ljós að grípa þurfi til slíkra kostnaðarsamra aðgerða aftur verði menn væntanlega betur tilbúnir til slíks. aij@mbl.is  Beðið eftir niðurstöðum úr mælingum á magni og útbreiðslu síldar  Sníða þarf hnökra af aðferðum Síldinni ekki smalað næstu daga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kolgrafafjörður Áfram er haldið að þróa aðferð- ir til að smala síld í firðinum með sprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.