Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 19
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Atburðir helgarinnar eru bylmingshögg fyrir
Vodafone sem það mun ekki hrista af sér í
bráð. Fjárfestar kunna því illa þegar mikil
óvissa umlykur fyrirtæki á markaði, segir sér-
fræðingur við Morgunblaðið. Bréf félagsins
féllu um 12% í gær og nemur markaðsvirðið
8,9 milljörðum króna. Sagt er að lækkunin sé
býsna mikil og eigi sér ekki hliðstæðu frá því
að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur.
Annar bendir á að margir fjárfestar og sér-
fræðingar á markaði hafi ekki vitað hvernig
þeir ættu að bregðast við tíðindum helgarinn-
ar vegna þess að um sé að ræða atburð sem
eigi sér ekki fordæmi.
Aðfaranótt sl. laugardags var brotist inn á
heimasíðu Vodafone, þaðan var gögnum stolið
og þau gerð opinber á vefnum. Meðal þeirra
voru 79 þúsund SMS-skeyti, notendanöfn og
lykilorð að Mínum síðum og upplýsingum um
nöfn og kennitölur tiltekinna viðskiptavina.
Trúnaðarbrestur
Ljóst er að mikill trúnaðarbrestur hefur
orðið á milli viðskiptavina og fyrirtækisins
vegna lekans. Augu margra munu beinast að
hve marga og hve umsvifamikla viðskiptavini
fyrirtækið mun missa á næstu misserum. Við-
mælendur blaðsins segja að mikil samkeppni
ríki á fjarskiptamarkaði og auðvelt sé fyrir
viðskiptavini að skipta við annað fyrirtæki.
Sérfræðingar fullyrða að samkeppnisstaða
Vodafone hafi minnkað verulega til skemmri
tíma og að það hafi orðið fyrir miklum álits-
hnekki. Trúverðugleiki fyrirtækisins og við-
skiptasamband við viðskiptavini hafi skaðast.
Gengi félagsins á markaði hefur sveiflast
mikið frá því það var skráð í Kauphöllina í
desember. Hlutabréfin hafa fallið um 30%
miðað við hæsta og lægsta gengið frá skrán-
ingu. Frá því í lok maí tók gengi Vodafone að
lækka og það náði sér ekki á strik fyrr en á
seinni hluta september. En frá þeim tíma og
fram að helginni höfðu bréfin hækkað um
20%. Sérfræðingar á markaði rekja það til
þess að síðustu tvö uppgjör, og þá sérstaklega
nýjasta uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung,
þykja góð. IFS greiningar sagði að það nýrra
væri „dúndurgott“.
Slæmur tími fyrir byltu
Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, sagði
í tilkynningu með uppgjörinu að fjárhagsstaða
Vodafone væri afar sterk. „Eiginfjárhlutfallið
hefur aldrei verið hærra, handbært fé hefur
aldrei verið meira og skuldsetning félagsins er
hófleg,“ sagði hann.
Sumum þykir að umrætt bylmingshögg hafi
komið á óþægilegum tíma. Fjárfestar séu til-
tölulega nýlega farnir að öðlast aftur tiltrú á
félaginu og það styttist í að móðurfélag Sím-
ans verði skráð í Kauphöllina. Aðspurður hve-
nær það yrði sagði Orri Hauksson, nýráðinn
forstjóri Skipta móðurfélags Símans, í opnu-
viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins á
fimmtudaginn: „Það er ekki búið að ákveða
neitt á þessu stigi – það gæti orðið eftir tólf
eða átján mánuði – en ég held að það sé ljóst
að það verði að minnsta kosti innan næstu
þriggja ára.“
Bylmingshögg fyrir Vodafone
Morgunblaðið/Rósa Braga
Traust? Vodafone varpar ljósi á að það leggur ríka áherslu á traust í veggskreytingum.
Vodafone mun ekki hrista af sér í byltuna í bráð Gengið féll um 12% í gær og markaðsvirðið er
nú 8,9 milljarðar króna Samkeppnisstaða fyrirtækisins og samband við viðskiptavini hefur skaðast
LV er stærstur
» Velta með hlutabréf Vodafone námu
211 milljónum króna í gær.
» Lífeyrissjóður verslunarmanna er
stærsti hluthafi Vodafone með 13,1%,
Gildi kemur næstur á eftir með 9,3%
og svo MP banki með 8,7% hlut.
» Í apríl mánuði 2013 seldi Framtaks-
sjóður Íslands (FSÍ) 20% hlut sinn í fé-
laginu. Þegar félagið var skráð í dsem-
ber 2012 nam eignarhlutur FSÍ 79,7%.
» Gengi Vodafone var að ná sér á
strik eftir að hafa lækkað töluvert þeg-
ar fregnir helgarinnar felldu gengið
aftur.
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Presonus heimastúdíó
39.990
FenderCD60
þjóðlagagítarm. stillitæki
DVDo.fl. frá 26.990
Klassískir gítarar
frá 18.990
Landsinsmesta úrval
af trommusettumYAMAHAHljómborð
frá 39.990
Blásturshljóðfæri fráYAMAHAogOdyssey