Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
Ég er búinn að halda upp á afmælið, hélt upp á það á sunnu-daginn, ásamt strákunum mínum tveimur sem voru fimm ogátta ára í nóvember. Það var mikið fjör,“ segir Ómar Líndal
Marteinsson tannlæknir sem verður fertugur í dag. Fyrir ári flutti
hann í Melahverfi við Akranes ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonu
sinni Ingibjörgu Maríu, dótturinni Maríu Björk og sonunum Mattíasi
Bjarma og Mikael Bjarka. Segja má að hann sé fluttur aftur á
heimaslóðir en hann ólst upp á Vestri-Leirárgörðum sem eru í ná-
grenninu. Ómar keypti nýverið tannlæknastofu á Akranesi. „Það er
æðislegt að vera kominn aftur heim þó okkur hafi liðið mjög vel á
Fáskrúðsfirði en við bjuggum þar síðustu sjö árin.“
Ómar er fjölskyldumaður og ver miklum tíma með henni. Á vet-
urna stundar hann skotveiði og skíði en alla jafna er badminton
hans helsta áhugamál. Þá er hann meðlimur í Íslensku Kristskirkj-
unni og tekur virkan þátt í kirkjustarfinu. Ómar ólst upp við mikla
hestamennsku á heimilinu. Hann fékk þó ekki „bakteríuna“ sem
systir hans og faðir eru með. „Ég á einn þriðja í graðhesti og læt það
nægja í bili,“ segir Ómar kíminn.
Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt og mikil tilhlökkun ríkir á
heimilinu. „Ég tek alla vega þátt í að borða afraksturinn af jóla-
bakstrinum.“ thorunn@mbl.is
Ómar Líndal Marteinsson er 40 ára í dag
Aftur heim Ómar Líndal ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Maríu.
Hann segir það æðislegt vera kominn aftur á heimaslóðirnar.
Sameiginleg veisla
með sonunum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Egilsstaðir Reynir Leo fæddist 19.
mars. Hann vó 4.275 g og var 56 cm
langur. Foreldrar hans eru María Go-
mez og Ragnar Már Reynisson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Karítas Ósk fæddist 7.
mars kl. 7.17. Hún vó 4.042 g og var 52
cm löng. Móðir hennar er Guðrún Olga
Haraldsdóttir.
B
Bjarni fæddist í Túni í
Flóahreppi 3.12. 1963
og ólst þar upp við öll
almenn sveitastörf á
blönduðu búi foreldra
sinna. Hann var í barnaskóla í Þing-
borg, Gagnfræðaskólanum á Selfossi,
stundaði nám við Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þaðan búfræði-
prófi 1985, stundaði framhaldsnám í
búfræði við Nordisk Landboskole í
Óðinsvéum á Fjóni og lauk þaðan
prófum í bútæknifræði og lauk sér-
námi í loðdýrarækt í Finnlandi 1989.
Bjarni kenndi við Bændaskólann á
Hvanneyri 1989-92 og var yfirkenn-
ari þar 1990-92. Hann hóf minka-
búskap í Langholti 1992 en bjó þó í
Túni og var loðdýraræktarráðunaut-
ur í hálfu starfi 1992-93.
Bjarni festi kaup á jörðinni Tún ár-
ið 1993, tók þar við kúabúskapnum
og hefur stundaði þar loðdýrarækt
síðan. Auk þess er hann með 45
mjólkandi kýr.
Bjarni Stefánsson, bóndi í Túni í Flóahreppi – 50 ára
Fjölskyldan í Túni: Stefán Narfi, Guðmundur, Birgitta Kristín, Jórunn Fríða, Bjarni og Veronika.
Fimmti bóndinn í Túni
í beinan karllegg
Hjónin Bjarni og Veronika fá sér eftirmiðdagskaffi í eldhúsinu í Túni.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isMOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavíks. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ekta íslenskt handgert konfekt.
Kemur í glæsilegum
gjafapakkningum.
Gangtu frá jólagjöfunum í dag,
hringdu og pantaðu
í síma 566 6145 eða á
mosbak@mosbak.is
Bragðgóða
r jólagjafir
Fyrir starfsfólk
og viðskiptavin
i