Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Reykholt Í fyrirlestri Heimis Pálssonar verður meðal annars rædd tilgáta um það hvers vegna einungis 56 erindi Háttatals eru í Uppsala-Eddu en ekki 102 eins og í öðrum handritum. Þetta er eitt af rannsóknaratriðum Heimis. sem hafi viljað fylla upp í eyður með alls konar drasli sem að vísu kemur Sturlungu við en svo sem engum öðr- um. Niðurstaða mín eftir tíu ár er alls ekki raunin. Hann hefur vitað ná- kvæmlega hvað hann var að gera,? segir Heimir. Niðurstaða hans er í grófum dráttum sú að ritari Uppsala-Eddu hafi verið að búa til betri kennslubók en hinar Eddurnar og er þá átt við Konungsbók (Codex Regius), Trekt- arbók og Wormsbók. Verk í vinnslu Edda er kennslubók Snorra í skáldskaparfræðum og þegar verkið er gefið út í dag er oftast notast við eitt handrit sem lagt er til grundvall- ar og það er Konungsbók. Kennslu- bókin Edda er í augum Heimis það sem kallast verk í vinnslu. ?Það er ekki til nein lokagerð af Eddu. Það er verið að skrifa Eddu enn þann dag í dag. Ég held það séu tveir eða þrír verðandi doktorar í Skáldskapar- málum, í bragfræði, við Háskóla Ís- lands. Þar er kannski ekki verið að endurskrifa Eddu en þetta eru grein- ar á sama tré,? segir Heimir. Rit- stjóri eða skrifari Uppsala-Eddu er kennari, eins og aðrir ritarar Eddu. ?Hann er að búa til kennslubók en hann gengur miklu lengra en hinir og hefur allt aðra skoðun á því hvernig kennslubók eigi að líta út en sá sem ritaði Konungsbók.? Ekki bara sögur um goðin Sem fyrr segir er það einmitt Konungsbók sem lögð er til grund- vallar því sem kennt er í mennta- skólum hér á landi þegar fjallað er um Eddukvæði. ?Það er því miður oftast ekkert annað en Gylfaginning og sögur úr Skáldskaparmálum en það segir ekki nema sáralitla sögu um hvers konar verk þetta er. Það er mun víðtækara en sögur um goðin eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er bók ætluð til notkunar við kennslu þegar verið er að þjálfa ung skáld,? segir Heimir og minnir á að Edda sé ekki um brag að öðru leyti en því að stór hluti af henni fjallar um orðaforða skáldskaparmáls. Býsna gott orðasafn Skáldskaparmálin sem svo eru kölluð eru í raun gríðarlegt orðasafn. ?Þar eru kenningar og þar eru heiti. Þetta eru nokkurs konar sam- heitasöfn sem búin voru til þarna. Þú færð lista yfir hvernig á að kenna Þór og síðan eru dæmi um hvernig hann er kenndur í skáldskap. Dæmalistinn og hinn listinn eru nákvæmlega eins, að heita má. Það má heita að dæmal- istinn fylli upp það sem er lofað um hvernig á að kynna Þór. En ef þú lít- ur hins vegar á kenningar Loka þá færðu langan lista sem er heldur lengri en listi Þórs, en þar er ekkert dæmi. Það var nefnilega sáralítið ort um Loka og sáralítið um að nafn hans væri notað í kenningum eða þvíum- líku.? Ástæða þess að Loki kemur hvergi við sögu er sennilega sú að hann er óvinsæl persóna. ?Hann er skúrkur. Hann er hrekkjalómur og sá sem kemur endalaust á leiðindum, hann er trixter. Hann er sífellt að koma öðrum í vandræði en hann leys- ir öll vandræðin sjálfur, að vísu til- neyddur í flestum tilfellum. En að það skuli vera til jafnlangur listi yfir Lokakenningar eins og Þórskenn- ingar er vegna þess að þegar þú lærir að yrkja þá færðu listana hversu skal kenna og þú átt að svara og lærir þetta utanbókar,? segir Heimir. Skáld verður til Eins og Skáldskaparmál líta út í Uppsala-Eddu, segir Heimir, eru þau hugsuð sem utanbókarlærdómur og þar með megi gera ráð fyrir að hún sé nemendabók. ?Þetta er eitthvað sem þú átt að tileinka þér og læra. Þegar þú ert bú- inn að læra öll dæmin, sem eru 150 í Uppsala-Eddu, þá er vaxið á þig brageyra og þá veistu hvernig á að búa til vísu og þarft ekki að læra neitt frekar um það hvar stuðlarnir eiga að standa eða höfuðstafurinn. Þú ein- faldlega veist það,? segir Heimir Pálsson um þetta mikla verk Snorra sem hann sjálfur hefur varið áratug í að rannsaka og skýra. Í kvöld klukkan 20.30 mun Heimir koma með nýja tilgátu í fyr- irlestri sem ber yfirskriftina Upp- sala-Edda. Klúður eða kennslubók? Fyrirlesturinn verður haldinn á við- eigandi stað, í Snorrastofu í Reyk- holti og ættu áhugsamir ekki að láta hann framhjá sér fara því það er ekki á hverjum degi sem nýju ljósi er varpað á Eddu og það hvers vegna Háttatal Uppsala-Eddu er aðeins 56 erindi en ekki 102 eins og í öðrum handritum. Allt um Uppsala-Eddu í Reykholti í kvöld. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 EINSÖNGVARAR: Þóra Einarsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran, Garðar Thór Cortes tenór, Kristinn Sigmundsson bassi Stjórnandi: GARÐAR CORTES ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK ásamt sinfóníuhljómsveit TÓNLEIKARNIR ERU HELGAÐIR MINNINGU MOZARTS OG ÍSLENSKRA TÓNLISTARMANNA SEM LÉTUST Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA: Sigurður Þórir Guðmundsson Þorkell Sigurbjörnsson Jón E. Hjaltason Pétur Bergmann Árnason Unnur Arnórsdóttir Júlíus Agnarsson Erling Blöndal Bengtsson Eiður Ágúst Gunnarsson Jóhann Georg Jóhannsson Rut Magnúsdóttir Sverrir Kjartansson Björg Hólmfríður Finnbogadóttir Vilhelm Jónatan Guðmundsson Miðasala: midi.is / sími 552 7366 / í Langholtskirkju 1 klst. fyrir tónleikana Miðvikudaginn 20134. des. Hús opið frá 23.50 - Tónleikar hefjast 00.30 Fyrir rúmlega þrjátíu árum hóf bókaflokkurinn um Goðheima göngu sína og hefur hann slegið í gegn hjá ungum lesendum sem áhuga hafa á goðafræðinni. Höfundur Goðheima er Peter Madsen. Bjarni Fr. Karlsson ís- lenskaði sögurnar. Sagan um Kark kom fyrst út á ís- lensku árið 1988 en hefur nú verið endurútgefin hjá Forlaginu. Sögu- sviðið er Útgarðar, samkomustaður jötna. Loki hinn lævísi er þar tíður gestur og í sögunni kynnast les- endur smájötninum Karki sem er til sífelldra vandræða. Í sögunni reynir á uppeldið í Útgörðum og það getur verið skrautlegt. Goðheimar: Sagan um Kark Jötunn Karkur birtist lesendum í endurútgefinni bók um Goðheima. Ný mynda- saga frá Útgörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.