Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 ? Einar Sigurðs-son fæddist 23. september 1945 í Hafnarfirði. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 22. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafía Sigurð- ardóttir, f. 1925, d. 2013 og Kenneth Fallman d. 1945. Einar ólst upp frá fæðingu hjá ömmu sinni, Margréti Einarsdóttur, f. 1897, d. 1991 og manni hennar Helga Þórðarsyni, f. 1893, d. 1976. Á heimilinu voru líka börn Mar- grétar og Helga: Árni, f. 1926, d. 2013, Sólveig, f. 1928 og Guð- björg, f. 1940, þær eru búsettar í Hafnarfirði. Systkini Einars sammæðra eru: María Steins- dóttir, f. 1944, búsett á Selfossi, Roy, f. 1946, Peter, f. 1947, d. 2001, David, f. 1951, d. 2007, Evelyn, f. 1955 og Andrea, f. 1963, öll búsett í Kanada. Eiginkona Einars er Fanney Ottósdóttir, f. 8. apríl 1949. Þau giftust 28. september 1968. For- Eyrúnu Heklu, f. 2010 og Ingólf Odda, f. 2012. Fyrir átti Helga soninn Huga Baldvin, f. 2004. Einar lærði matreiðslu í Naustinu og lauk sveinsprófi í faginu 1966. Eftir það var hann bryti á skipum Eimskipafélags Íslands til ársins 1974, þá fór hann að vinna fyrir Hval hf. í Hvalfirði. Árið 1976 stofnuðu Einar og Fanney, ásamt hjón- unum Jóni Pálssyni svila Einars og Pálmeyju mágkonu hans, veitingahúsið Gafl-inn í Hafn- arfirði. Árið 1990 seldu Einar og Fanney hlut sinn í fyrirtæk- inu og fór Einar aftur til sjós sem bryti um borð í skipum Eimskipafélagsins til ársins 2008. Þá fór hann að starfa hjá Hafnarfjarðarbæ í þjónustu- miðstöð bæjarins. Þar starfaði hann þar til síðsumars er hann þurfti að hætta vinnu sökum veikinda. Einar gekk í Oddfellowregl- una á Íslandi árið 1974. Hann gekk í Þórstein, stúku nr. 5, en var síðan einn af stofnendum Bjarna riddara, stúku nr. 14, og gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum þar. Útför Einars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. desember 2013, og hefst athöfn- in kl. 13. eldrar hennar eru Halldóra M. Sæ- mundsdóttir, f. 1922 og Ottó Ragn- ar Einarsson, f. 1918, d. 1949. Stjúpfaðir Fann- eyjar hét Einar Einarsson, f. 1922 d. 2001. Einar og Fanney eignuðust þrjú börn: 1) Hall- dóra, f. 26. júní 1969, gift Hólmari Egilssyni, f. 1962. Fyrir átti Halldóra tvo syni: Þorleif Ottó, f. 1996 og Einar Gauta, f. 1998, saman eiga þau Hólmar Egil, f. 2010. Hólmar átti fyrir: Guðrúnu Erlu, f. 1982, gifta Eðvardi Atla Birgissyni, þau eiga tvö börn, Sigurbjörgu Elínu, f. 1986, Bjarna Viðar, f. 1989, Steinar Bjarka, f. 1995 og Guttorm Ein- ar, f. 1998. 2) Einar, f. 6. mars 1971, giftur Björgu Öss- urardóttur, f. 1971, þau eiga þrjár dætur: Berglindi, f. 1996, Fanneyju, f. 1999 og Katrínu, f. 2004. 3) Helgi, f. 8. ágúst 1983, í sambúð með Helgu Írisi Ingólfs- dóttur, f. 1978. Þau eiga saman Pabbi var einstakur maður, góður með mikið jafnaðargeð og hann var alltaf til staðar fyrir mann. Oft spurði hann mig hvort mig vanhagaði um eitthvað. Þeg- ar ég svaraði að svo væri ekki þá varð hann alltaf glaður. Þetta er svo lýsandi fyrir pabba, hann var alltaf að hugsa um aðra, hann mátti ekkert aumt sjá og var líka sannkallaður vinur vina sinna, enda sést það best af þeim fjölda vina sem hann og mamma eiga. Pabbi var mikið náttúrubarn og naut hann sín vel utandyra. Í æsku eyddum við miklum tíma utandyra í sumarbústaðnum. Hann kenndi mér hvernig maður ætti að ganga um náttúruna og við jörðuðum látna fugla saman. Pabbi naut þess að koma sér fyrir í rjóðrinu og horfa yfir dalinn og hlusta á kyrrðina. Pabbi tók upp allt rusl sem hann sá. Hann var nefnilega einn sá mesti snyrti- pinni sem ég hef kynnst. Hann vildi hafa hreint í kringum sig og var hann svo sannarlega dugleg- ur að taka til hendinni. Á ung- lingsárum bar ég út Morgunblað- ið og hafði pabbi frumkvæði að því að vakna með mér hvernig sem viðraði þá morgna sem hann var í landi og taldi ekki eftir sér tveggja tíma göngutúr. Á síðari árum þegar pabbi og mamma komu í heimsókn til okkar til Dal- víkur var hann alltaf tilbúinn til þess að aðstoða okkur. Nú síðast í kringum afmæli mitt í ágúst þeg- ar hann undirbjó það ásamt því að passa börnin mín, ekki vissi ég þá að hann væri jafn veikur og átti eftir að koma í ljós. Samband foreldra minna er fyrirmyndarsamband, þau sýndu hvort öðru alltaf virðingu og ást og nutum við þess í uppeldi okkar og erum við systkinin ríkari fyrir að hafa átt þau sem foreldra. Vanþakklæti var ekki til í pabba, hann var alltaf glaður. Pabbi var mikið jólabarn og naut birtunnar sem þessum árstíma fylgir. Ég man þau jól sem hann var á sjó, þau tóku mikið á hann. Að sjá föður sinn veikjast svona mikið á stuttum tíma og að lokum kveðja er það erfiðasta sem ég hef gert. Það erfiðasta var að pabbi var ekki tilbúinn til þess að fara frá okkur, við áttum eftir að gera svo margt saman. Pabbi gafst aldrei upp á þeim 11 vikum sem hann fékk til þess að kveðja þennan heim, aldrei heyrði ég hann kvarta þrátt fyrir miklar kvalir. Hann var sann- færður um að honum myndi batna og hann gæti farið aftur til hins daglega lífs. Fyrir mánuði náði hann í stuttan tíma styrk sem veitti honum þau lífsgæði að hann gat farið yfir daginn út af spítalanum. Þá kom stundvísi pabba í ljós, eitt sinn sótti ég hann fimm mínútum eftir um- saminn tíma, þá spurði hann mig hvað klukkan væri, ég var seinn. Í dag mun ég kveðja pabba í hinsta sinn, ég get ekki sagt að ég sé tilbúinn til þess, langt í frá. En ég mun hugsa um og minnast föð- ur míns á hverjum degi og sjá til þess að börnin mín muni vita hvaða mann hann hafði að geyma, mann sem þau geta ávallt verið stolt af að hafa átt að. Þeim þótti nefnilega rosalega vænt um afa sinn. Elsku mamma, ég vona að góði Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku pabbi, takk fyrir allt saman, ég vona svo sannarlega að þú sért á góðum stað og líði vel. Þinn sonur, Helgi. Elsku pabbi. Ég er ekki tilbúinn að kveðja þig, en verð víst að gera það nauðbeygður. Þakklæti kemur helst upp í hugann þegar ég hugsa til þín, þar sem þú hefur reynst mér mjög vel sem og stelpunum mínum. Allt byrjaði ævintýrið í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, en þar voruð þið Maggi vinur þinn og okkar á dansleik og svo skemmtilega vildi til að mamma og Særún mættu á staðinn. Þær höfðu reyndar sagt mæðrum sínum að þær væru að fara á kvöldvöku hjá KFUM, en þær stálust á ballið og földu prjónadótið sitt í runna og skelltu sér á ballið. Ég er Særúnu æv- inlega þakklátur fyrir að hafa bent þér á að bjóða mömmu upp í dans, því það var dansinn sem varð upphafið að ykkar sam- bandi. Við höfum alltaf verið mjög samrýnd fjölskylda og þegar kom að því að byggja Breiðvanginn, þá var Maggi náttúrlega fenginn til að byggja húsið og Jón og Pál- mey frænka áttu heima á efri hæðinni með Ottó og Jóni Páli. Við Dóra vorum því eiginlega með tvo bræður á efri hæðinni, frekar en frændur, því við vorum annað hvort uppi í lummum hjá Pálmeyju eða Ottó og Jón Páll niðri í kaffi eða mat. Ég man þeg- ar þú vaktir mig þegar Helgi bróðir fæddist, þú varst svo stolt- ur og við vorum öll svo glöð og löng biðin var þess virði þar sem Helgi var þægasta barn sem ég hef kynnst og hann gaf okkur öll- um svo mikið og gerir enn. Þú kenndir mér þegar ég var lítill að góðir vinir væru mjög verðmætir og án góðra vina væri maður ekk- ert. Þú barst svo mikla virðingu fyrir þínum vinum og Oddfellow- bræðrum og uppskarst virðingu þeirra. Ég hef haft þetta að leið- arljósi, enda er stór hluti vina- hópsins míns alveg frá því ég var í Kató með Benna vini mínum og svo þar til við kynntumst hinum töffurunum í ellefu ára bekk en þá kynntist ég einmitt Björgu konunni minni, þannig að þessi staðfesta sem þú kenndir mér hefur nýst mér vel í lífinu. Það var svo skemmtilegt þegar þú réðst þig í vinnu hjá gamla ná- granna þínum og vini af Álfa- skeiðinu, honum Kristjáni Lofts- syni í hvalstöðinni í Hvalfirði, því þá fengum við Dóra að flytja með ykkur mömmu upp í Hvalfjörð á sumrin. Í Hvalfirði eignaðist þú marga góða vini sem hafa fylgt okkur allar götur síðan og eru okkur eins og fjölskylda. Gulli og Steina voru þér einstaklega kær, sem og Ella á Skaganum eins og við kölluðum hana og gerum enn. Þegar þið Jón keyptuð Helga Pál, kynntist þú vinum sem voru þér einstaklega kærir og það var hann Viktor, blessuð sé minning hans, og Konni og Gauja sem hafa reynst ykkur mömmu svo vel. Elsku pabbi, ég kveð þig með trega, því þú áttir nóg eftir og ég vildi að þú hefðir ekki þurft að kveljast svona í lokin, en núna nær enginn verkur til þín. Ég mun gera allt sem þú baðst mig um að gera og mun halda ut- an um mömmu með okkar fjöl- skyldu og vinum svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég vil kveðja þig með orðunum sem þú kenndir mér: þú uppskerð eins og þú sáir og þú sáðir mjög vel, elsku pabbi minn. Elsku mamma, Dóra og Helgi, nú þurfum við bara að standa saman eins og alltaf og þannig finnum við styrkinn sam- an. Þinn sonur, Einar. Pabbi minn var algjör nagli, svo ég noti setninguna hennar Katrínar frænku minnar. Lífið lék ekki alltaf við hann pabba minn en alltaf var hann jákvæður og bjartsýnn. Hann sýndi það í þessari stuttu en erfiðu baráttu sinni, sárkvalinn en alltaf var hann góður ef hann var spurður hvernig honum liði. Pabbi var alltaf til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu og mátti aldrei neitt aumt sjá. Mamma sagði mér oft frá því þegar þau voru ung og hún var að leita að einhverju sem þau áttu eins og til dæmis fondúpotti og fann hann hvergi, þá sagði pabbi já, ég gaf vini hann, hann þurfti meira á honum að halda heldur en við. Svona var pabbi alltaf að gefa og gleðja aðra. Við ræddum það oft að ég væri með þín gen, en ég þarf aldeilis að fara að herða mig ef ég ætla að verða jafngóð og þú varst, elsku pabbi minn. Það var alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst, sem var oft. Við Hólmar erum svo glöð og þakklát fyrir það að vera flutt suður og hvað við höfum notað tímann vel saman með þér og mömmu. En við erum engan veg- inn tilbúin til að kveðja þig, elsku pabbi og tengdapabbi. Við gerð- um mikið saman og mikið var góð ferðin okkar í Viðey í sumar þeg- ar við fórum með strákana okkar og þú og mamma komuð með. Það er mjög stórt skarð hoggið í okkar hóp. Við verðum aldrei söm eftir þessa erfiðu reynslu. Góði Guð, hjálpaðu mömmu og okkur öllum á þessum erfiðu tím- um. Takk, elsku pabbi og tengda- pabbi, fyrir alla gleðina, hjálpina og samveruna. Elskum þig heitt og söknum þín sárt. Halldóra og Hólmar. Í dag kveðjum við hann elsku Einar sem ég hef verið svo hepp- in að eiga sem tengdaföður und- anfarin ár. Einar var góður mað- ur, einstaklega snyrtilegur og reglufastur og alltaf vel undirbú- inn fyrir allt sem hann tók sér fyrir hendur. Einar átti það til að vera skemmtilega stríðinn og hann bjó yfir þeim einstaka hæfi- leika að geta snýtt sér þannig að það heyrðist næstum til Kína. Hann fylgdist vel með þjóðmál- unum og því sem var að gerast í samfélaginu og maður kom aldrei að tómum kofanum hjá honum. Einar var hlýr maður og hafði mikinn og einlægan áhuga á öllu því sem fjölskyldumeðlimir hans tóku þátt í. Hann hringdi oft til okkar bara til að spyrja eftir því hvernig allt gengi, hvernig krakkarnir hefðu það og já, auð- vitað líka til að athuga hvernig veðrið væri. Huga, Eyrúnu og Ingólfi fannst alltaf gaman að tala við afa í símann og svo var náttúrulega allra skemmtilegast þegar við fórum suður í heimsókn til afa og ömmu í Hafnarfirði. Þá var nú stuð. Við eigum eftir að sakna afa Einars mikið. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjöl- skyldunni okkar. Við Helgi mun- um tala um hann við börnin okkar og sýna þeim myndir af honum til þess að þau muni eftir honum og viti hversu heppin þau eru að hafa átt svona frábæran afa. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona manni eins og Ein- ari tengdapabba mínum. Ég á eftir að sakna hans mikið. Helga Íris. Skilningsleysi, reiði, sorg og söknuður eru orðin sem hringlast um í kollinum á mér þessa dag- ana. Þú ert núna farinn frá okkur og kemur ekki aftur, elsku afi, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Þú gafst aldrei upp, ætlaðir að koma heim og halda líf- inu áfram, en meinið tók öll völd. En það þýðir ekki að velta sér upp úr hlutum sem maður getur ekki breytt, eins og þú hefur margoft sagt við mig: ?Við breyt- um því ekki.? En það breytir því ekki að ég sakna þín og elska al- veg óendanlega mikið. Ég hugsa mikið um stundirnar sem við átt- um saman, öll fjölskyldan og við tveir saman. Svo man ég eftir því þegar þið amma komuð austur til okkar. Þið tókuð líka þetta veður með ykkur, að ég hreinlega man ekki eftir öðru eins. Það stoppaði þig þó ekki. Fagridalurinn var ófær, en þú pantaðir samt ísbílinn alla leið frá Reyðarfirði. Svo voru keyptar ársbirgðir af ís. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af eftirréttum það árið. Ákveðinn vendipunktur í lífi mínu var þegar þið amma komuð austur til okkar, þá áttaði ég mig á því að lífið er ekki gefið og fólkið sem maður á vex ekki á trjám. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu heppinn ég er að eiga þessa fjöl- skyldu. Þá vorum við að spjalla, ég, þú, amma, mamma og Hólm- ar. Ég og þú fórum seinna en hin uppí, við sátum frammi og töluð- um um þegar ég átti við mín veik- indi að stríða. Sátum örugglega í tvo tíma að tala saman, þessi lýsing frá þér, þessi innlifun og þessi ást sem kom frá þér þegar þú sagðir mér frá þessu. Hvernig ég hljóp í fangið á þér af hræðslu við læknana, þá áttaði ég mig á því að það er ekki sjálfgefið að eiga svona fólk að sem elskar mann svona mikið. Það er allt þér að þakka, elsku hjartans afi minn. Svo hefur þú ósjaldan minnst á ferðina okkar upp í Kjós í Hval- firði þegar við heimsóttum Grjót- eyri með leikskólanum. Ég spurði þig hvort ég mætti ekki fara aft- ast með hinum krökkunum að djöflast, þú tókst það ekki í mál, eðlilega. Ég sagði bara allt í lagi, sat hjá þér allan tímann og sagði ekki orð. Svo þegar ferðinni lauk, þá sagði ég við þig: Þú kemur aldrei aftur með mér í svona rútu- ferð. Þér fannst þetta alltaf svo sniðugt og hlóst mikið að þessu. Ég gæti talið upp svo margar minningar, en margar mega líka bara vera í hjartanu, á milli okk- ar, þar sem þú verður að eilífu. Eins og ég sagði í byrjun, þá ertu farinn frá okkur. En við eig- um eftir að koma til þín. Ég trúi því að þú sért kominn á betri stað, og að það sé líf eftir þetta líf og að þú takir á móti okkur öllum þarna hinum megin. En sársaukinn nær ekki til þín núna, og það er það eina sem gleður mig. Þú finnur ekki lengur til, enda var komið meira en nóg og þú átt og áttir það ekki skilið að þjást eins og þú gerðir. Þú átt allt það besta skilið, ljósið mitt, þú sagðir alltaf ljósið mitt við mig. Núna ert þú ljósið mitt, lýsir mér veginn og tekur á móti okkur öllum þegar þar að kemur. Hlakka til að sjá þig á nýjum stað, þó að þú sért alltaf hérna hjá mér. Þinn dóttursonur, Þorleifur Ottó. Tilhugsunin um jólahald án þess að fara í sveppasúpu til afa á jóladag er mjög skrýtin. Með skrýtin á ég við þá tilhugsun að hann sé farinn frá okkur, svona snemma. Maður tekur lífinu allt- of oft sem sjálfsögðum hlut. Ég var ósjálfrátt farin að hlakka til þess sem fyrir mér er mjög ein- kennandi fyrir jólin, að fara í sveppasúpu til afa. Hann afi var einstaklega heppinn maður. Afi eignaðist nefnilega eina sterk- ustu, yndislegustu og góðhjörtuð- ustu konu sem um getur, þótt víða væri leitað. Enda hafði hann vit á því að halda í hana. Afi, ég trúi ekki að þú sért far- inn. Það var ömurlegt að horfa á þig kveljast og það særði mig gríðarlega. Ég veit að þú varst ekki tilbúinn að fara, enda barð- istu eins og hetja allan tímann. Ég vona af öllu mínu hjarta að þér líði loksins vel. Þetta hefur tekið mjög mikið á fjölskylduna og vini þína, því vil ég biðja þig að senda okkur allan þinn styrkn elsku afi. Einn daginn komum við öll til þín, vonandi ekki strax. Leyfðu ömmu að vera lengur hjá okkur, við þurfum á henni að halda. Ég lofa að passa hana rosa vel. Þín sonardóttir, Berglind Einarsdóttir. Jæja, elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur eftir langar 11 baráttuvikur. Ég sakna þín og myndi óska þess að þú værir hérna hjá okkur og gætir átt jólin með okkur. Ég gleymi því aldrei þegar mig vantaði hjól, ég man nú ekki hvað ég var gamall. Ætli ég hafi verið í 9 ára bekk. Mamma hringdi í þig og sagði að mig vantaði hjól, það var rétt áður en þú fórst út á sjó. Þú komst til baka með hjól fyrir mig sem þú hafðir keypt sérstaklega handa mér, beint frá Ameríku. Þegar ég fékk hjólið var mamma að vinna á leikskólanum og það fyrsta sem ég gerði var að fara til hennar og sýna henni hjól- ið. Ég hjólaði á því út um allan bæ, alla daga út og inn. Mér leið eins og ég væri aðaltöffarinn á Héraði. Ég notaði hjólið eins mik- ið og ég gat þangað til það bilaði. Það fannst mér afar erfitt og átti erfitt með að kyngja því, ég sá mikið eftir þessu hjóli. Við vorum nafnar, elsku afi. Við áttum margt sameiginlegt, þar á meðal að líða best heima í náttfötum horfandi á sjónvarpið. Svo fannst mér alltaf svo gaman þegar við spiluðum saman olsen olsen. Síðasta skiptið sem við spiluðum olsen olsen gleymi ég seint, við vorum uppi í bústað hjá frænku og Jóni. Mig minnir að við höfum tekið allavega 10 leiki og ég sagði; Jæja, afi, ertu tilbúinn að tapa? Þú glottir. Ég vann alla leikina nema einn, kannski tvo. Að leik loknum sagði ég við þig, þetta var snöggt. Þú glottir og sagðir bíddu bara. Ég gæti legið hérna og rifjað upp margar góðar minningar um þig, afi minn, en ég held að ég geymi það bara á milli okkar. Þótt þú sért farinn þá muntu allt- af verða til staðar í mínu hjarta. Ég elska þig, afi minn, af öllu hjarta og ég mun minnast þín alla ævi. Þinn nafni, Einar Gauti. Vinur minn, svili og samstarfs- maður til margra ára lést eftir harða baráttu við illvígt krabba- mein föstudaginn 22. nóvember. Í tæpa þrjá mánuði barðist Einar við sín veikindi og var það mjög sorglegur tími fyrir okkur öll. Okkar fyrstu kynni voru þegar við vorum að læra matreiðslu í Naustinu árin 1960-1965. Við byggðum hús saman í norður- bænum 1973 og þar varð okkar fyrsta fyrirtæki til í bílskúrnum, veisluþjónusta Jóns og Einars sf. Síðan í áframhaldi af þessu stofnuðum við veitingahúsið Gafl- Inn árið 1976. Við áttum saman bátinn Helga Pál og fiskuðum í soðið í nokkur ár, það var mjög skemmtilegur tími. Í apríl á þessu ári fórum við til Kaupmannahafnar með konum okkar, Fanneyju og Pálmeyju, og áttum saman mjög góðar stundir. Við hjónin þökkum fyrir frá- bærar samverustundir 8. ágúst á 30 ára afmæli hans Helga og ferð- ina til Siglufjarðar daginn eftir, sem og allar þær góðu samveru- stundir sem við fjölskyldurnar höfum átt saman. Við biðjum góðan Guð um að gefa Fanney, börnum hennar og barnabörnum styrk í sorginni. Þinn vinur, Jón Pálsson. Minn kæri bróðir, Einar Sig- urðsson, er fallinn frá. Mér er mjög minnisstætt þegar litli bróðir kom heim á Hvaleyrina ár- ið 1945, aðeins nokkurra vikna gamall. Ég var fimm ára og fannst auðvitað gaman að fá kornabarn á heimilið. Við Einar ólumst upp sem systkini. Einar var ljúfur og góður drengur og það var afskaplega kært á milli hans og pabba. Þeir náðu vel saman og brölluðu margt. Þegar mamma gaukaði ein- hverju góðgæti að Einari þá hafði Einar Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Takk fyrir allt, elsku afi, við elskum þig af öllu hjarta yfirmáta ofurheitt. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þínar afastelpur, Fanney og Katrín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.