Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 ✝ Guðrún Kjart-ansdóttir fæddist að Neista- stöðum í Villinga- holtshreppi 10. maí 1938. Hún lést á hjúkrunar og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 25. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Ása María Björnsdóttir frá Vík í Héðins- firði, f. 30.9. 1910, d. 2.6. 1956 og Kjartan Þorkelsson frá Ár- túni í Kjós, f. 19.11. 1892, d. 8.9. 1988. Guðrún ólst upp á Kjart- ansstöðum í Hraungerð- ishreppi í Flóa ásamt for- eldrum sínum og sjö systkinum til 12 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Birnhöfða, hjá- leigu í landi Ytra-Hólms í Innri-Akraneshreppi. Síðustu árin bjuggu þau að Suðurgötu 90 á Akranesi. Guðrún var næst elst í systkinahópnum en þau eiga hálfsystur samfeðra, Kristínu, f. 17.9. 1925. Hún ólst upp hjá móður sinni. Björn, f. 3.12. 1935, d. 15.11. 2005, Þor- kell, f. 16.2. 1940, Ásmundur, f. 17.2. 1943, Anna Lilja, f. 17.2. 1943, Ragnheiður, f. 24.11. 1944, Halldór, f. 31.1. 1947, d. 4.11. 2000, Svanborg, f. 29.12. 1960, börn þeirra eru a) Eyrún Sif, m. (óg.) Guðmundur Sig- urjónsson, dóttir þeirra er Hel- ena Sif. b) Tómas Ævar, m. (óg) Fríða Ísberg. c) Silvía Sif. 4) Ellert, f. 1.2. 1961. 5) Björn, f. 5.4. 1962, kvæntur Sigþóru Ár- sælsdóttur, f. 16.4. 1962, börn þeirra a) Heiðar Mar, m. (óg.) Sara Blöndal, hún á eina dótt- ur. b)Ársæll Ottó, m. (óg.) Hel- ena Másdóttir, dóttir þeirra er Lilja Fanney. c) Björn Þór. d) Brynja Rún, 6) Guðrún, f. 11.9. 1963, gift Róberti Jósefssyni, f. 26.10. 1962. Dætur þeirra eru a) Aldís Birna Róbertsdóttir, gift Ísólfi Haraldssyni, þau eiga Róbertu Lilju, Pálma Rún- ar og Aldísi Ingibjörgu. b) Stef- anía Sunna. 7) Ólafía Guðrún, f. 24.2. 1965, gift Kristófer Pét- urssyni, f. 15.12. 1959. Börn þeirra eru a)Guðrún Birna, m. (óg.) Reynir Sigmundsson, þau eiga Alexöndru Ósk. b) Pétur. c) Margrét Aðalheiður. 8) Hjör- dís Holm, f. 31.7. 1974, gift Inga Holm, f. 17.6. 1970, dætur þeirra eru Eldey og Ísabella. Sambýlismaður Guðrúnar til nokkurra ára var Gunnar Sölvi Sigurðsson, f. 5.4. 1934, d. 14.11. 2001. Guðrún vann við búskap í Akrakoti ásamt manni sínum Birni þar til hann lést 1984. Eftir það vann hún hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og Járnblendiverksmiðjunni að Grundartanga. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 3. desem- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 14. 1949. Guðrún giftist 31.12. 1963 Birni Ellertssyni, f. að Sólmundarhöfða í Innri-Akranes- hreppi. Foreldrar hans voru Ólafía Guðrún Björns- dóttir frá Reyni í Innri-Akranes- hreppi, f. 16.6. 1899, d. 16.6. 1981 og Ellert Jónsson frá Vatns- hömrum í Andakíl, f. 18.5. 1903, d. 16.11. 1985. Systur Björns voru Sigríður og Guð- björg, báðar dánar. Uppeld- issystir Erla Hansdóttir. Börn þeirra eru 1) Kjartan, f. 2.10. 1956, kvæntur Berglindi Guðnadóttur, f. 12.6. 1955. Börn hennar úr fyrra hjóna- bandi eru Guðni, Elísa og Júl- íus Davíðsbörn Butt. Hún á sjö barnabörn. 2) Ása María, f. 8.12. 1957, m. (óg.) Róbert Hólm Júlíusson, f. 28.11. 1948. Dætur hennar og Sigurðar Grétars Davíðssonar eru a) Dagrún Björk, f. 25.5. 1976, m. (óg) Sigurjón Pálsson, sonur þeirra er Grétar Páll. b) Sól- veig Margrét, f. 1.12. 1978, börn hennar eru Anna Jóna og Tristan Máni. 3) Ólafur Rúnar, f. 8.1. 1959, kvæntur Kristínu Svöfu Tómasdóttur, f. 17.12. Kveðjuorð til þín, elsku mamma Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Þín Ása María. Elsku mamma, Þín verður sannarlega sakn- að, en sem betur fer á ég marg- ar góðar minningar um þig og get sagt stelpunum okkar sögur af þér eins og þú sagðir mér sögur af mömmu þinni, svo þær viti hversu stórkostlega ömmu þær áttu. Presturinn spurði okkur systkinin um daginn hvað þú hefðir kennt okkur sem við hefð- um tekið með okkur út í lífið, ég hef hugsað svolítið um þessa spurningu síðan. Af þér lærði ég óteljandi hluti um heimilishald, af þér lærði ég að vera vinnu- söm, nýtin, sjálfstæð, gera alltaf mitt besta og fleira lærði ég af þér, en umfram allt lærði ég af þér að lífið heldur áfram þó við lendum í áföllum. Þú varst alltaf svo jákvæð og glaðlynd jafnvel þó að oft á móti blési. Ég vona að ég muni þig alltaf eins og þú varst. Mjúk er móður höndin. Milt er móður hjartað. Sofðu rótt, mamma mín, Þín Hjördis. Að hafa fengið mömmu í happdrætti lífsins er yndislegt. Hún verður fyrirmynd okkar um aldur og ævi. Mamma kynntist því ung að árum að vinna hörð- um höndum, hún var aðeins unglingur þegar hún tók að sér heimili foreldra sinna í erfiðum veikindum Ásu Maríu ömmu okkar. Hún naut aðstoðar systk- ina sinna og föður eins og hægt var, en þrældómurinn í bland við sáran söknuð eftir móður sinni, sem dvaldi að berklaheim- ilinu að Vífilsstöðum, var erf- iður. Hún rifjaði oft upp þetta tímabil við okkur systkinin og svo fallega talaði hún um hana ömmu að við sáum hana í eng- ilsmynd. Við fengum aldrei að kynnast henni, hún dó þegar mamma gekk með Kjartan, elsta bróður okkar. Foreldrar mömmu fluttu frá Kjartansstöð- um að Birnhöfða, Innri-Akra- neshreppi, þegar mamma var 12 ára. Næsti bær var Akrakot, þar sem pabbi bjó ásamt foreldrum sínum þannig að það var auðvelt fyrir hann að ná í kvonfang yfir túnið. Þau trúlofuðu sig og mamma eignaðist sitt fyrsta barn 18 ára. Þau byrjuðu bú- skap hjá afa og ömmu í Akra- koti, fyrst í litlu herbergi, þar sem börnin urðu til eitt af öðru. Þau byggðu nýbýlið Teig 1959 og er foreldrar pabba hættu bú- skap, þá fluttu þau að Teig og mamma og pabbi tóku við bú- skap í Akrakoti. Pabbi vann mikið utan heimilis og því reyndi mikið á mömmu að reka búið og annast krakkaskarann. Annars vorum við öll farin að hjálpa til við bústörfin ung að árum þannig að það létti aðeins erfiðið á mömmu. Þegar mamma lá banaleguna hittumst við öll systkinin, sem við gerum ekki oft, og rifjuðum upp æskudagana í Akrakoti. Ýmislegt bar á góma og erum við að spá í að gefa út bók um æskubrek okkar, hver veit. Í minningunni var mamma sí- vinnandi og allt gert með mynd- arskap. Hún var jákvæð og brosmild, það hjálpaði henni oft í gegnum erfiðleika, einkum seinni árin. Hún var skipulögð og staðföst fram úr hófi, svo kenndi við þrjósku, enda fædd í nautsmerkinu. Mamma var frá- bær hlustandi enda átti hún marga vini háa sem lága. Gaf öllum tíma, hvernig sem stóð á hjá henni. Henni þótti gaman að ferðast innanlands og utan og eftir að hún lamaðist eftir heila- blæðingu 2007 fórum við syst- urnar með henni í ófáar ferð- irnar. Meira að segja fórum við til Tenerife með henni og auðvit- að lentum við í alls konar hremmingum, því ekki er auð- velt að ferðast lamaður til út- landa, því kynntumst við. En það vill til að við erum allar mjög jákvæðar svo við hlógum bara að þessum vandræðum. Mamma fékk þrjár heilablæð- ingar, fyrst 2005 sem gekk til baka. Þá dreif hún sig í að selja íbúðarhúsið sitt í Akrakoti og kaupa sér íbúð á Akranesi. Árið 2007 fékk hún blæðingu sem leiddi hana í hjólastól og einnig mikið málstol. Þetta var reið- arslag og varð til þess að hún flutti á Höfða. Það voru erfið skref fyrir okkur systur að flytja hana þangað og hún sjálf ekki tilbúin. En á Höfða vinnur frá- bært starfsfólk og allir lögðust á eitt að gera henni lífið bærilegt og viljum við þakka það sér- staklega. Einnig eignaðist hún marga vini sem dvöldu þar. Við kveðjum þig, elsku, fal- lega mamma okkar, þínar dætur að eilífu, Guðrún og Ólafía. Ég kom inn í fjölskylduna þegar við Kjartan, elsti sonur Guðrúnar, hófum samband. Ég man fyrstu jólin, hvað allt var nákvæmt og fallega framborið og hvernig hátíðleiki fyllti heim- ilið, fjölskyldan stór og í kring- um Guðrúnu var glaðværð og fjör. Hún var höfðingi heim að sækja og vildi að öllum liði vel. Hún var kletturinn sem hélt ut- an um fjölskylduna og fylgdist vel með hverjum og einum. Á sama hátt ræktaði hún vina- tengsl. Amma Gunna lá hins- vegar ekki á skoðun sinni ef henni fannst eitthvað vanta uppá dugnað eða eljusemi hjá sínu fólki. Guðrún var verkstjóri yfir þrifum í Málmblendiverksmiðj- unni á Grundartanga síðustu 22 starfsár sín. Merkilegt þótti mér hvað hún komst yfir þess utan, komin af léttasta skeiði. Mynd- arskapurinn var ekki einleikinn, útsaumur, prjón, saumað á saumavél, bakað, sinnt heimilis- haldi og bústörfum. Henni féll aldrei verk úr hendi, húsmóðir og bóndi af lífi og sál, í samstarfi við mann sinn sem einnig var verktaki og sjómaður meðfram búskap. Það voru ekki margar stundir sem hún unni sér hvíldar að nóttu. Hún var vinnuþjarkur með einstakt og gott geðslag, alltaf árrisul, morgnarnir voru hennar besti tími og hún gekk jafnan síðust til hvílu að kveldi. Yndi Guðrúnar var að ferðast, einkum innanlands en lítið var hægt að ferðast með stóran barnahóp á þessum tíma, helst var það berjamór á haustin. Þegar börnin voru flogin úr hreiðri fór hún til Kanaríeyja á hverju ári með vinkonum og eignaðist góða vini. Fyrir hver jól fór húsfreyjan í Akrakoti ásamt bónda og börn- um í Hagkaup að kaupa föt á hópinn sem gekk í röð eftir aldri og beið stilltur eftir að röðin kæmi að þeim, Kjartan, aftastur til að hafa gætur á hópnum. Án fyrirvara reið áfall yfir í árslok 2005 er hún veiktist af heilablæðingu og gekkst undir stóra aðgerð en náði nánast full- um bata á stuttum tíma. Í kjöl- farið seldi hún Akrakot og flutti að Brúarflöt á Akranesi. Annað áfall 18 mánuðum síðar hafði al- varlegri afleiðingar og lamaði Guðrúnu mína. Eftir það átti hún mjög erfitt um mál. Erfið endurhæfing fylgdi og einsýnt var að Guðrún þyrfti mikla að- stoð við athafnir daglegs lífs. Hún fluttist þá á dvalarheimilið Höfða. Enn vann hún á hverri hindruninni á fætur annarri, saumaði og skrifaði með vinstri hendi. Guðrún tengdamamma fylgdist vel með þjóðlífinu. Gjarnan fór hún út í ferska loft- ið og þær voru indælar ferðirnar okkar niður í bæ eða á safn- asvæðið og meðfram Langa- sandi. Félagsskapur fólks og fjöl- skyldu var ríkur þáttur í per- sónuleika Guðrúnar. Með dygg- um stuðningi dætra sinna hér á landi, Gullu, Ólafíu og Ásu sótti hún mannamót og þrátt fyrir hrakandi heilsu hélt hún mynd- arlega uppá 75 ára afmælið 10. maí sl. Þann 25. nóvember voru kraftar hennar þrotnir og hún fékk hægt andlát í faðmi fjöl- skyldu sinnar. Góða skapið leggur lið lífs á vegferðinni. Meðan hausinn hangir við held ég gleði minni. (Frímann Jónasson) Gleymdu ekki gömlum vin þó góðir reynist nýir. Þeir eru eins og skúraskin skammvinnir en hlýir. (Eignuð Jóni Ásgeirssyni) Eufemia Berglind Guðnadóttir. Elsku amma mín, það er kom- ið að kveðjustund. Allar ynd- islegu minningarnar sem voru geymdar en ekki gleymdar koma í hugann. Margar af mínum bestu æskuminningum átti ég heima í Akrakotinu. Þar var alltaf líf og fjör og fullt hús af fólki. Þar var hægt að gera svo margt og alltaf brallað eitthvað skemmtilegt og spennandi. Minn uppáhaldsstað- ur var háaloftið, fullt af gömlu drasli sem hægt var að róta í. Sveitalífið var svo skemmtilegt. Sauðburður og heyskapur var toppurinn á tilverunni. Þá gat maður þvælst um og byggt sér hús úr heyböggum, fengið far á vörubílunum og sest síðan niður með þreyttu fólkinu að vinnu lokinni, borðað og hlustað á sög- ur. Það voru forréttindi að alast upp við ömmuhús. Árið 1987 fórum við í mæðgnaferð til Spánar. Þú, Hjördís, mamma og ég. Það var svo gaman hjá okkur. Þú varst alltaf partíljónið, áttir svo auð- velt með að kynnast fólki að að- dáun var að. Jólaboðin þín á 2. í jólum voru skemmtilegust. Þú átt auðvitað bunka af börnum, heil 8 stykki, þannig að jólaboðin voru hálf- gerðar fermingarveislur. Með skemmtilegri stundum var að vera í kotinu þegar syst- ur þínar komu í heimsókn. Þá sat maður tímunum saman og hlustaði með aðdáun á ykkur. Þið voruð svo skemmtilegar. Elli og Kjarri bjuggu líka heima á þessu tíma og þeir voru uppá- halds, alltaf að stríða manni og veita manni athygli. Þegar kom svo að sláturtíð- inni þá var hátíð. Þú að setja í keppina, mamma og Ólafía að sauma og ég og Guðrún að setja í poka. Svo var öllu liðinu smal- að saman í fyrstu suðu. Þetta er hefð sem við mæðgurnar höld- um í og vonandi börnin mín. Ég man líka eftir ferðinni okkar til Húsavíkur í ferming- arveisluna hennar Ásu. Ég fór með þér og Gunnari, og á leið- inni fékk ég að heyra fullt af sögum sem tengdust ýmsum kennileitum, þessi ferð okkar lengdist síðan því við urðum veðurteppt hjá Önnu og Guð- mundi. Þegar ég fór að eldast og flutti burt úr Akrakotinu þá fækkaði ferðunum í hlýja húsið þitt. Svo kom að því að ég stofn- aði mína eigin fjölskyldu. Þú varst mikið að ráðleggja mér með hana Róbertu: „Bara setja hrein föt í skúffuna hennar og baða hana á hverjum degi, það er svo gott fyrir ungabörn að komast í vatnið“. Já, þú kenndir mér svo margt, elsku amma, m.a. byrjaði ég að þamba kaffi uppúr eins árs, reyndar hefur mér verið sagt að afi Bjössi hafi komið mér uppá lagið. Manstu svo hvað Elli sagði alltaf: „Þú hættir að stækka ef þú drekkur kaffi.“ Hann telur sig örugglega hafa rétt fyrir sér. Amma mín, þú varst dugnað- arforkur mikill, íslenska nútíma- konan á ekki roð í þig. Fæddir af þér 8 börn, varst með búskap og þurftir að sjá um heimilið. Þegar ég fer að vorkenna sjálfri mér hugsa ég til þín, hvernig fórstu að? Ef einhver átti skilið að lifa í vellystingum á efri árum þá varst það þú. En lífið er svo sannarlega ekki alltaf réttlátt. Ég trúi því að núna sértu heil, gangir frjáls um himnaríki og sjarmerar alla uppúr skónum með þinni einstöku nærveru. Ég þakka þér fyrir að hafa verið amma mín og gert barnæsku mína svo yndislega, við sjáumst seinna. Þín, Aldís. Elsku amma mín. Það sem ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þekkt þig í þessi 24 ár sem ég hef lifað. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Akrakotið góða og alltaf bauðstu upp á eitthvert góðgæti, búrið þitt hafði að geyma enda- laust af gúmmilaði og þar var sko gaman að koma inn. Ég á hlýjar minningar um þig við eld- húsborðið, leggjandi kapal og ég étandi kökur og kex. Ég gat spurt þig allt um lífið og til- veruna og þú hafðir alltaf góð svör, þrátt fyrir afar erfiðar spurningar. Lengi vel dáðist ég að bök- unarskúffunum þínum, þú geymdir sykurinn og hveitið laust í 2 stórum skúffum og ég lofaði sjálfri mér að svona yrði þetta hjá mér. Þú tókst mig svo í ófáar kennslurnar í að brjóta saman poka til þess að spara skápapláss, sem mér þótti svo sniðugt, þú varst svo úrræðagóð og fannst ávallt lausn á hlut- unum. Þegar ég vann í járnblendinu við Grundartanga þá voru allir svo duglegir að minnast á þig og þér var lýst sem algjörri goð- sögn, sem mér þótt ekkert skrít- ið, gleðin og brosið þitt gat lýst upp daginn og allir sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér hafa sömu sögu að segja. Rauða hárið fékk ég frá þér og mikið sem ég er þakklát fyrir það í dag, þó svo ég hafi ekki verið það á gelgjunni. Ég gleymi seint svipnum á þér þegar þú sást unglinginn mig, nýlitaða með kolbikasvart hár. Sem bet- ur fer óx ég upp úr þessu og ber þennan einstaka lit sem ég fékk frá þér, minni yndislegu ömmu, með stakri prýði. Þú kenndir mér að brosa, njóta lífsins og lifa lífinu í já- kvæðni. Elsku amma, það sem þú varst einstök og settir lit í líf fólks. Nú kveð ég þig en minn- ingin um þig mun lifa með mér að eilífu. Ég elska þig. Þín Stefanía Sunna. Okkur langar að minnast systur okkar með fáeinum orð- um. Gunna var dugleg og sér- staklega þolinmóð kona sem gott var að heimsækja og dvelja hjá enda var gestagangur oft mikill á heimili hennar. Ung að árum veiktist móðir okkar og reyndi þá mikið á styrk Gunnu í fjarveru hennar. Aðeins átján ára gömul flutti Gunna að heim- an að Akrakoti, heimili verðandi eiginmanns síns Björns, og var þá ófrísk að fyrsta barni þeirra, en þau urðu 8 alls. Þetta sama ár lést móðir okkar aðeins 45 ára að aldri frá 8 börnum og voru 5 okkar þá enn ófermd. Þá eins og svo oft áður fengum við ómetanlegan stuðning frá henni við fermingarundirbúning okk- ar. Gunna var mjög félagslynd og naut hún þess að sitja við eldhúsborðið og spjalla um heima og geima við þá fjölmörgu gesti sem heimsóttu hana. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig, kæra systir, með þakklæti í huga. Afkomendum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Þorkell, Ásmundur, Anna Lilja og Ragnheiður. Guðrún Kjartansdóttir ✝ Okkar kæri bróðir, mágur og frændi, ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON dömuklæðskeri og bankastarfsmaður, Grettisgötu 32, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi laugardagsins 23. nóvember. Bálför fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Guðjónsson, Barbara Stanzeit, Guðlín Kristinsdóttir, Jóna S. Sigurðardóttir, Helgi Þór Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.