Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í kaldranalegri tíð eins og nú ríkir er gott að klæða sig vel eins og þessir leikskólakrakkar sem voru á vappi á Laugavegi í gær vita mætavel. Ekki verður heldur vanþörf á að finna til eins mikið af hlýjum fötum og hægt er því næstu daga má búast við hörkufrosti eða frá og með miðri vikunni. Vel klæddir leikskólakrakkar á vappi í miðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hörkufrost framundan á landinu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útlit er fyrir að á þessu ári ljúki upp- boðsferli á hátt í 300 fasteignum á Suðurnesjum hjá sýslumanninum í Keflavík. Er það meiri fjöldi en verið hefur síðustu ár og hafa elstu málin verið í meðferð hjá Íbúðalánasjóði, bankastofnunum, sveitarfélögum og fleiri aðilum í um tvö ár, en þau yngstu eru frá því síðsumars. Í gær voru 14 eignir boðnar upp í Sandgerði og Garði og að óbreyttu verða yfir 60 eignir til viðbótar boðn- ar upp í vikunni á Suðurnesjum. Í hrinu uppboða á svæðinu í október skiptu yfir 70 eignir um eigendur. Í fyrra lauk 283 uppboðsmálum með útgáfu afsals hjá embætti sýslu- mannsins í Keflavík, 265 árið 2011 og árið 2010 lauk 283 nauðungarsölum með útgáfu afsals. Samkvæmt yfirliti frá embættinu í Keflavík eru 49,25 mál á bak við hverja þúsund íbúa á Suðurnesjum og 43,82 hjá embætti sýslumannsins á Selfossi og skera þessir staðir sig verulega úr. Í Reykjavík eru hins vegar 10,12 mál á bak við hverja þús- und íbúa frá árinu 2010 til 18. sept- ember á þessu ári. Málafjöldi í sex fjölmennustu embættunum var bor- inn saman eins og fram kemur í með- fylgjandi töflu. Samþykkisfrestur lengdur Íbúðarhúsnæði var áberandi í yfir 70 uppboðsauglýsingum sýslumanns- ins í Keflavík í síðustu viku, eða um 83% af auglýstum eignum. Ásgeir Ei- ríksson, staðgengill sýslumannsins í Keflavík, segir að ekki sé um það að ræða að fólk sem missi húsnæði í þessari viku verði borið út fyrir jól. Hann segir að t.d. hafi svokallaður samþykkisfrestur verið lengdur úr þremur vikum í sex vegna jóla og ára- móta og rennur því ekki út fyrr en í lok janúar. Hann felur í sér frest fyrir sýslumann til að kanna hvort upp- boðskaupandi geti staðið við tilboð sitt og uppboðsþoli geti nýtt þennan frest til að ná samningum við aðila. Hann gæti hugsanlega reynt að selja eignina eða reynt að ná auknum greiðslufresti þannig að uppboðið falli niður, að sögn Ásgeirs. Metfjöldi uppboða á Suðurnesjum  Yfir 70 eignir boðnar upp hjá emb- ætti sýslumanns í Keflavík í desember Nauðungarsölur á fasteignumY?rlit y?r nauðungarsölur á fasteignum sem lokið hefur verið með útgáfu afsals[1] í sex fjölmennustu sýslumannsumdæmunum, frá árínu 2010 til 18. september 2013. Endanlegu tölur eftir að búið er að draga frá þær sölur sem afturkallaðar hafa verið í samþykkis- fresti. Allar fasteignir eru innifaldar í þessum tölum, hvort heldur er íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, frístundahús eða annað. Samanlagður íbúafjöldi umdæmanna er u.þ.b. 82% íbúa landsins hinn 1. desember 2012. [1] Mál með stöðuna ?lokið með afsali? í nauðungarsöluker?nu [2] Ekki upp á dag sama dagsetningin hjá öllum embættum, en lýsir stöðunni nokkurn veginn ?eftir sumarfrí í ágúst? Heimild/Sýslumaðurinn í Ke?avík Íbúafjöldi Málafjöldi á Embætti / ár 2010 2011 2012 2013[2] Samtals 1.12.2012 1000 íbúa Ke?avík 283 265 283 213 1.044 21.242 49,25 Hafnarfjörður 246 191 142 118 697 40.188 17,34 Kópavogur 123 120 91 23 357 31.205 11,44 Reykjavík 376 341 414 207 1.338 132.201 10,12 Akureyri 62 106 157 57 382 22.130 17,29 Selfoss 229 196 87 154 666 15.198 43,82 1.319 1.219 1.174 772 4.484 262.164 17,10 Maðurinn sem lést þegar hann féll af þaki þriggja hæða húss í Þing- holtunum í Reykjavík aðfaranótt sunnudags hét Ríkharður Karlsson. Hann var 22 ára gamall, fæddur 23. maí 1991, og lætur hann eftir sig unnustu. Lést eftir fall af þaki húss í Þingholtum Íslendingurinn sem lét lífið í bílslysi í Taílandi í síðasta mánuði hét Pálmi Harðarson, 58 ára, fæddur 2. september 1955. Hann var ókvænt- ur og barnlaus. Pálmi var á ferð með erlendri konu þegar slysið varð og slasaðist hún í því. Lét lífið í umferð- arslysi í Taílandi Konan sem lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans á laug- ardag í kjölfar umferðarslyss á Reykjanesbraut 14. nóvember hét Berglind Heiða Guð- mundsdóttir. Hún var þrítug, fædd 31. ágúst ár- ið 1983. Lést í kjölfar umferðarslyss Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þörf er á 350 milljón króna auka- fjárveitingu úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði til að standa straum af hærri bótagreiðslum en áætlað var og til að fjármagna desemberuppbót. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist að- spurð ætla að beita sér fyrir auka- fjárveitingu fyrir desemberuppbót. ?Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr. Fjármagn í þennan lið var áætlað af síðustu ríkisstjórn. Nú hef- ur komið í ljós að þessi liður var van- áætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að beita mér fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn.? Uppbótin kostar 250 milljónir og er hún ekki tilgreind í frumvarpi til fjáraukalaga. Uppbótin er síðar á ferðinni en í fyrra en þá var greint frá henni um miðjan nóvember. Spurður hvers vegna uppbótinni hafi ekki verið tryggt fé segir Matt- hías Páll Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar, að skýringin sé sú að vinna við fjáraukalög sé nú síðar á ferð. Atvinnuleysi meira en spáð var Það þurfi jafnframt að tryggja 100 milljóna króna aukafjárveitingu vegna þess að atvinnuleysi var 0,1% meira í nóvember og 0,2% meira í desember en spár gerðu ráð fyrir. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir stofnunina hafa reynt að finna fjármagn fyrir upp- bótina innan gildandi fjárlaga. ?Það er óljóst hvort það næst. Þessi upp- hæð er um það bil 250 milljónir.? Gissur segir að nægilegt fé sé í At- vinnuleysistryggingasjóði eins og sakir standa en að þetta geti haft áhrif á frumjöfnuð ríkissjóðs. Uppbót verður greidd Atvinnulausir fá desemberuppbót að sögn ráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Laugaveg Þeir sem eiga bóta- rétt fá um 12-50 þúsund kr. uppbót. ?Ég get staðfest að starfsmanni IGS á Keflavíkur- flugvelli var sagt upp störfum í síð- ustu viku eftir að viðkomandi játaði að hafa stolið umslögum með gjafamynt frá far- þegum úr söfnun Vildar- barna,? segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. ?Eins og flestir flugfarþegar þekkja þá er hægt að styrkja lang- veik börn með því að gefa mynt um borð í vélum Icelandair. Eftir að far- þegi stingur mynt eða seðli í umslag til styrktar Vildarbörnum og af- hendir flugfreyju um borð, eru öll umslög í viðkomandi flugi sett í sér- stakan poka, og pokum úr öllum ferðum hvers dags er safnað saman af starfsfólki á flugvellinum áður en þeir eru afhentir í útibúi Lands- bankans daglega,? segir Guðjón og tekur fram að jafnan sé þetta smá- mynt. Lögregla rannsaki málið. Stal fé sem var ætlað langveikum  Starfsmaður IGS brást trausti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.