Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Y?r 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 ? 210 Garðabær ? Sími: 554 4300 ? Fax: 564 1187 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur ? 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur ? 0,25 ltr/mann Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins 2013 er 5,44 stig og er það er 0,7 stigum ofan meðaltals árin 1961 til 1990 samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar. Ef tíðarfar verður skaplegt í desember ætti árið að geta fengið góð eft- irmæli. Árið, það sem af er, er í 30. til 32. sæti hlýrra ára í Reykjavík (af 143), en það þriðja kaldasta á þessari öld (af 13). Á Akureyri er meðalhitinn á sama tíma 4,57 stig og er það 0,5 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, það fimmta kaldasta á þessari öld. Miklar hitasveiflur Tíð hefur verið býsna breytileg fyrstu tvo haustmánuðina, október og nóvember, samkvæmt yfirliti Trausta. Þurrt var á Suður- og Vesturlandi í október en úrkoma í nóvember var yfir meðallagi. Hiti var ekki fjarri meðallagi en hitasveiflur voru miklar. Með- alhiti í Reykjavík var 3,22 stig og er það 0,5 stigum ofan meðaltals árin 1961 til 1990 en 0,3 undir meðalhausti síðustu tíu ár. Á Akureyri var meðalhitinn í haust 1,6 stig og er það 0,3 stigum ofan meðaltals árin 1961 til 1990, en 0,4 undir meðallagi síðustu tíu ár. Er í 30. sæti hlýrra ára í höfuð- borginni af 143 mælingum FYRSTU 11 MÁNUÐIR ÁRSINS 2013 Morgunblaðið/Styrmir Kári Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tíð var rysjótt í nýliðnum nóvember. Venju fremur kalt var í kringum miðjan mánuð en síðasta vikan var mjög hlý og hífði upp meðalhita mánaðarins. Úrkoma var yfir með- allagi um meginhluta landsins, en náði þó ekki meðallagi sums staðar fyrir norðan. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Fram kemur hjá Trausta að meðalhiti í Reykjavík var 2,2 stig í nóvember. Það er 1,1 stigi ofan meðallags árin 1961 til 1990 en 0,1 stigi undir með- allagi síðustu tíu ár. Nokkru kaldara var í nóvember í fyrra heldur en nú. Meðalhiti á Akureyri var 0,5 stig, 0,8 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og 0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti 1,6 stig, 0,7 stigum ofan meðallags 1961 til 1990. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 1,9 stig og -4,0 á Hveravöllum. Hæstur var meðalhiti mánaðarins í Surtsey, 4,4 stig, og 3,9 á Garð- skagavita. Lægstur var meðalhitinn í Sandbúðum, -6,1. Í byggð var með- alhitinn lægstur í Möðrudal, -3,6 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga þann 26., 20,2 stig. Á mannaðri stöð mældist hitinn hæstur 19,0 stig hinn 27. á Dalatanga. Met sett á Dalatanga Lægsti hiti mánaðarins mældist -22,5 stig á Brúarjökli hinn 9. Í byggð mældist lægsti hiti -20,0 stig við Mývatn og á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 18. og á Grímsstöðum hinn 10. Lægsti hiti á mannaðri stöð mældist -19,5 stig í Stafholtsey hinn 9. og 10. Hitinn á Dalatanga hinn 27. er nýtt landsdægurmet (hæsti há- markshiti 27. nóvember). Eldra met var frá Skjaldþingsstöðum árið 1994, 14,5 stig svo bætingin er umtalsverð. Úrkoma var yfir meðallagi um mestallt land nema á Norðurlandi austanverðu þar sem hún var heldur minni en í meðallagi. Úrkoma mæld- ist 92,7 millimetrar í Reykjavík og er það um 28 prósent umfram með- allag. Þetta er svipað og í nóvember í fyrra og hittiðfyrra. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 87,3 mm og er það 30 prósent umfram meðallag. Á Ak- ureyri mældist úrkoma í nóvember 51,1 mm og er það í rétt tæpu með- allagi. Úrkoman á Höfn í Hornafirði mældist 136,7 mm. Sólskin í Reykjavík mældist í 35,4 stundir, 3 stundum færri en í með- alári. Alhvítt var fimm daga í Reykjavík og er það tveimur dögum undir með- allagi árin 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 23 og er það 7 dögum fleiri en að meðaltali í nóv- ember 1971 til 2000. Morgunblaðið/Golli Nóvember Mikið rigndi í höfuðborginni í nýliðnum mánuði og dimmt var yfir marga daga. Síðasta vikan hífði upp meðalhita mánaðarins  Tíð var rysjótt í nýliðnum nóvember Úrkoma víða mikil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.