Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 3  288. tölublað  101. árgangur  HÁKON PÁLSSON VANN MEÐ ISAAC JULIEN HJALTALÍN MEÐ ÁTTA TILNEFNINGAR JANA BYRJAR AÐ HLUSTA Á JÓLA- LÖGIN Á HAUSTIN VERÐLAUN 2013 38 TÓNLEIKAR 10VERK Í NEW YORK 40 ÁRA STOFNAÐ 1913 Tugþúsundir Suður-Afríkubúa og nærri 100 þjóðarleiðtogar sóttu minningarathöfn um Nelson Mandela, fyrrver- andi forseta Suður-Afríku, á íþróttaleikvanginum í Soweto í gær. Viðstaddir létu úrhellisrigningu ekki á sig fá og sungu og dönsuðu til að heiðra ævi mannsins, sem samlandar hans kölluðu Madiba eða Tata, „föður“. Fjöldi fyr- irmenna ávarpaði viðstadda og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði meðal annars að Mandela hefði tekist látnum það sem honum tókst í lifanda lífi, að sameina fólk með ólíkar skoðanir. »24 Lofsungu hetjuna Madiba EPA Tugþúsundir minntust friðarleiðtogans Nelsons Mandela Afli línuskipa og togara hefur yfirleitt verið góður í haust og upp á síðkastið hafa mörg skipanna verið að veiðum norður af Horni. Gott verð fæst nú fyrir fersk flök í Bretlandi og Banda- ríkjunum og saltfiskmarkaðir hafa heldur rétt úr kútnum að und- anförnu, að sögn Gunnars Tóm- assonar, framkvæmdastjóra hjá Þor- birni í Grindavík. Hann segir að eftirspurn sé greinilega að aukast á Spáni og Ítalíu og áætlar að í ár verði saltfiskur seldur frá Íslandi fyrir um 30 milljarða króna. „Aflabrögð hafa verið mjög góð í haust og ekki betri í langan tíma,“ segir Gunnar. Línuskip fyrirtækisins landa nú yfirleitt á þriggja til fjög- urra daga fresti til að tryggja sem mestan ferskleika. Fyrst í haust var landað á Djúpavogi en síðustu vik- urnar aðallega á Skagaströnd. Aflan- um er síðan ekið til vinnslu hjá Þor- birninum í Grindavík. aij@mbl.is »18 Aflabrögð með besta móti í haust  Markaðir fyrir saltfisk á uppleið Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Á línuveiðum Um 45 þúsund krók- ar og 20 kílómetra lína er algengt.  Amerískur flækingsfugl, sem heitir Lin- coln’s Sparrow í Vesturheimi, hefur hleypt miklu fjöri í hug- myndaflug ís- lenskra fugla- áhugamanna. Fugl af þessari tegund sást í fyrsta skipti á Íslandi í Hafnarfirði á laugardaginn var. Það var einnig í fyrsta skiptið sem hann sást í Evr- ópulandi, að undanskildum Azor- eyjum. Fuglinn var nefndur brjósttitt- lingur fyrir 11 árum en þegar fulltrúi tegundarinnar kom til landsins skutu enn fleiri nafna- tillögur upp kollinum. Þeirra á meðal eru mýrtittlingur, rákatitt- lingur, seylutittlingur og þallartitt- lingur, svo nokkuð sé nefnt. »4 Leitað að nafni á nýjan landnema Fuglinn Margar til- lögur eru á sveimi.  Samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusam- bandsins stendur til að takmarka afl í ryksugum. Frá og með næsta hausti verður aflið tak- markað við 1.600 vött en algengt er að ryksugur til heimilisnota séu í dag á bilinu 1.800 til 2.000 vött. Þessar reglur ESB eiga svo aftur að breytast 1. sept- ember árið 2017 þegar hámarks- aflið verður minnkað niður í 900 vött. Tilgangurinn með þessu nýja regluverki er að stuðla að minni raforkunotkun. Í reglugerð ESB kemur fram að árið 2005 notuðu ryksugur í Evrópu árlega 18 tera- wattstundir af raforku, en til sam- anburðar er árleg raforkufram- leiðsla Landsvirkjunar um 12 terawattstundir. »6 ESB minnkar aflið í ryksugunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um síðustu mánaðamót var samn- ingum lokið hjá 806 einstaklingum í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara og lauk þar af 665 málum með 100% eftirgjöf skulda. Jafngild- ir það því að 82% þeirra sem hafa lokið samningi fái fulla eftirgjöf. Um er að ræða skuldir án veðs en fasteignalán heyra einnig undir greiðsluaðlögunina. Geta þeir sótt um greiðsluaðlögun sem ráða ekki lengur við afborganir lána og eru í verulegum greiðsluerfiðleikum. Til viðbótar hafa um 1.250 um- Allt að 100% afskrifað  Alls 665 umsóknum um greiðsluaðlögun hefur lokið með fullri eftirgjöf skulda  Umboðsmanni skuldara hafa borist alls 5.000 umsóknir um greiðsluaðlögun sækjendur fengið samning um greiðsluaðlögun sem gildir í að há- marki 36 mánuði. Renna nýjustu samningarnir því út í árslok 2016. Þessar upplýsingar fengust hjá umboðsmanni skuldara en alls hafa embættinu borist um 5.000 umsóknir um greiðsluaðlögun síðan árið 2010. Hundruðum mála lýkur 2014 Á næstu tólf mánuðum lýkur 628 samningum með ákveðnu uppgjöri skulda en á þeim tíma taka einnig gildi samningar þar sem tímabil greiðsluaðlögunar er ekkert eða styttra en tólf mánuðir. Af málunum 806 þar sem búið er að semja um málalok greiðsluaðlögunar voru 274 tilvik þar sem kröfur í fasteignaveð komu við sögu. Af þeim fóru 50 mál til sýslumanns og lauk 33 þeirra með niðurfellingu fasteignaveðkrafna. Var niðurfellingin að meðaltali 7,4 milljónir. Spurð hvaða áhrif boðuð leiðrétting á íbúðalánum muni hafa á eftirspurn eftir greiðsluaðlögun seg- ir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs- maður skuldara, að aðgerðin gagnist ekki öllum. Hins vegar skapi fyrir- huguð frestun nauðungarsölu skjól. Hún hafði heildarupphæð af- skrifta ekki á takteinum. MMargir bíða »6 Langflestir fá eftirgjöf » Hinn 30. nóvember sl. var 806 samningum lokið og af þeim eru 665 með 100% eftir- gjöf, 113 með hlutfallslega eftirgjöf og 28 með enga. » Meðallengd samnings um greiðsluaðlögun á árinu 2013 er 21,1 mánuður. » Það voru, til samanburðar, 30,5 mánuðir árið 2011 og 24,3 mánuðir í fyrra. Stekkjastaur kemur í kvöld www.jolamjolk.is dagar til jóla 13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.