Morgunblaðið - 11.12.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Það hefur sýnt sig að þegar stór-
atburðir verða sækir fólk inn á
mbl.is,“ segir Soffía Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri mbl.is. Í síðustu
viku sóttu 540 þúsund notendur
fréttavefinn heim. Það er næst-
mesta notkun á vefnum frá stofnun
hans fyrir 15 árum.
Notkunin mánudaginn 2. desem-
ber réð úrslitum um góða aðsókn
þótt vikan í heild hafi verið sterk,
líkt og undanfarnar vikur. Þess má
geta að um nóttina og morguninn
var lögreglan með umsátur við fjöl-
býlishús í Árbæjarhverfi vegna
byssumanns. Þann dag sóttu rösk-
lega 258 þúsund stakir notendur
mbl.is og náði fjöldinn hámarki á
milli klukkan ellefu og tólf. Á þeirri
klukkustund voru rösklega 43 þús-
und notendur á vefnum. Óvenju-
snemma morguns var umferðin
orðin viðlíka og um miðjan venju-
legan dag. Flettingar á vefnum
fóru yfir 2,5 milljónir þennan sólar-
hring. Á hefðbundnum mánudegi
eru 185 þúsund notendur á mbl.is
og 1,6 milljónir flettinga.
„Vefurinn hefur sýnt að hann er
öflug fréttaveita sem hefur verið í
fararbroddi fréttaflutnings á þeim
fimmtán árum sem hann hefur ver-
ið rekinn,“ segir Soffía.
Aðsóknarmet á mbl.is var sett í
maí 2011 þegar gaus í Gríms-
vötnum. Þá sóttu 584 þúsund not-
endur vefinn og voru innan við 60%
þeirra á Íslandi. Í síðustu viku voru
hins vegar 82% umferðarinnar frá
Íslandi og er það í takt við venju-
lega umferð. helgi@mbl.is
Fólk sækir inn á mbl.is
þegar stóratburðir verða
540 þúsund notendur í síðustu viku Næstmest í 15 ár
Notendur á mbl.is 2. des.
á hverri klst.
50
40
30
20
10
0
00-01 11-12 23-24
þús.
Nú standa yfir framkvæmdir í skíðabrekkunni í
Ártúnsholti og samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg er hugmyndin að breikka
brekkuna og fylla upp í dæld efst í henni. „Krakk-
arnir runnu allir á einn punkt efst í brekkunni og
með þessu er verið að koma í veg fyrir slysa-
hættu,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsinga-
fulltrúi borgarinnar. Kostnaður við framkvæmd-
ina er áætlaður fjórar milljónir króna.
Fylla upp í dæld til að koma í veg fyrir slys
Morgunblaðið/Golli
Framkvæmdir í skíðabrekkunni í Ártúnsholti
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Til stendur að skera niður þróunar-
aðstoð, vaxtabætur og á aðalskrif-
stofum ráðuneyta í fjárlögum ársins
2014 til þess að rýma fyrir tæplega
fjögurra milljarða króna aukningu í
framlagi til heilbrigðismála, að sögn
Bjarna Benediktssonar, fjármála-
ráðherra. Horfið hefur verið frá
áformum um lækkun barnabóta.
Bjarni segir að til standi að skera
niður um 460 milljónir til þróunarað-
stoðar. „Það verður samt sem áður
þannig að framlögin verða mun
hærri en árin 2011 og 2012, bæði sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu og í
krónutölu,“ segir Bjarni
Skorið verður niður um 500 millj-
ónir af vaxtabótum. „Við ákváðum að
leggja til lækkun á vaxtabótum hjá
tekjuhæstu einstaklingunum,“ segir
Bjarni spurður um útfærslu á skerð-
ingu vaxtabóta. Hann segir að nið-
urskurður á aðalskrifstofum ráðu-
neytanna sé um 5%. Bjarni segir að
þetta séu þrír stærstu niðurskurð-
arliðirnir en bendir jafnframt á að
fjárlaganefnd eigi eftir að klára um-
fjöllun um málið. Á hann von á því að
hún muni skila lokaútfærslum að
breytingartillögum á fjárlögum
næsta árs á morgun. Í framhaldinu
verður tillaga að fjárlögum fyrir árið
2014 sett í aðra umferð á þinginu.
Mishá framlög til stofnana
Segir hann að tillögurnar muni
skila upp undir fjórum milljörðum
króna, sem lagðar verði í heilbrigð-
ismál. „Við ákváðum að hreyfa ekk-
ert við barnabótum en þær hafa
hækkað verulega og eru langt um-
fram verðlag og þær verða miklu
hærri en þær voru árin 2011 og
2012,“ segir Bjarni.
Hann segir að hugmyndir um út-
deilingu fjár til heilbrigðisstofnana
verði unnar í samvinnu við heilbrigð-
isráðuneytið. Framlög til stofnan-
anna verði mishá en hann nefnir þó
sérstaklega heilbrigðisstofnanir á
landsbyggðinni í þessu samhengi.
Hallalaus fjárlög
„Aðalmálið tel ég vera að þrátt
fyrir stóraukin framlög til heilbrigð-
ismála erum við að standa við áform
um hallalaus fjárlög. Það er þrátt
fyrir að við höfum fyrr á árinu aukið
framlög til eldri borgara og öryrkja
um 6 milljarða, lækkað skatta á laun-
þega og sett 20 milljarða í skulda-
lækkanir,“ segir Bjarni.
Barnabætur lækka ekki
Þróunaraðstoð, vaxtabætur og aðalskrifstofur ráðuneyta stærstu liðir sem fara
undir niðurskurðarhnífinn í fjárlögum næsta árs Fjórir milljarðar í heilbrigðismál
Morgunblaðið/Ómar
Fjárlögin Bjarni Benediktsson vinn-
ur að breytingum á fjárlögum. Hin heimskunni bandaríski tón-
smiður og píanóleikari Philip Glass
kemur fram á tónleikum í Hörpu 28.
janúar næstkomandi, ásamt Víkingi
Heiðari Ólafssyni og japanska píanó-
leikaranum Maki Namekawa.
Glass, sem er 76 ára, er að mestu
hættur að koma fram á tónleikum en
mun flytja hér óútgefin píanóverk
eftir sig og er það frumflutningur í
Evrópu. Á efnisskránni verður flokk-
ur 20 etýðna fyrir einleikspíanó. Sex-
tán þeirra samdi hann á tíunda ára-
tugnum en síðustu fjórar samdi hann
í tilefni af 75 ára afmælinu og voru
þær frumfluttar í Ástralíu í febrúar.
Munu þau Glass, Víkingur og
Namekawa öll leika á hljóðfærið og
hafa gagnrýnendur og blaðamenn er-
lendra fjölmiðla þegar boðað komu
sína á tónleikana.
„Það er ómetanlegt tækifæri fyrir
íslenskt tónlistarlíf að fá þennan
virta listamann, sem er goðsögn í lif-
anda lífi, til að frumflytja óútgefin
verk nú þegar við loksins eigum hús-
ið til að taka á móti bestu listamönn-
um sem völ er á,“ segir Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri
Hörpu.
Glass og
Víkingur
í Hörpu
Víkingur Heiðar
Ólafsson
Ný tónverk Glass
Philip
Glass
Heildarfjárhæð vinninga í síðasta út-
drætti Happdrættis Háskóla Íslands
2013, sem fram fór í gærkvöldi, nam
rúmum 107 milljónum króna. Fimm
milljóna vinningur í aðalútdrætti kom
á trompmiða og hlýtur hinn heppni
miðaeigandi 25 milljónir en fjöldi
vinninga var alls 2.849.
Margra ára vinningamet happ-
drættisins, sem verður 80 ára á kom-
andi ári, var slegið í ár en heildar-
upphæð vinninga 2013 nam rúmum
1,1 milljarði króna. Ágóði happdrætt-
isins rennur til góðra nota en 22 há-
skólabyggingar hafa verið byggðar
eða keyptar fyrir happdrættisfé.
107 milljónir
í vinninga
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
Við erum byrjuð að taka á móti
pöntunum í síma 562 2772,
ostabudin@ostabudin.is
og á ostabudin.is
Hringdu núna og pantaðu