Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.
Lítill fiðraður ferðalangur frá Am-
eríku sást í Gróðrarstöðinni Þöll í
Hafnarfirði síðastliðinn laugardag.
Smáfuglinn hleypti miklu fjöri í
umræður í hópi íslenskra fugla-
áhugamanna. Spurningin var hvað
fuglinn ætti að heita. Tilefnið var
enda ekki lítið því þetta var í fyrsta
skipti sem fugl af þessari tegund
sást hér á landi og í fyrsta skiptið
sem hann fannst í Evrópu, að und-
anskildum Azoreyjum.
Latneskt heiti fuglsins er Mel-
ospiza lincolnii og á ensku heitir
hann Lincoln’s Sparrow. Hann er
kenndur við Thomas Lincoln,
ferðafélaga James Audubons í leið-
angri til Labrador 1833. Audubon
var fuglafræðingur og listamaður.
Verk hans Fuglar Ameríku (Birds
of America) með litmyndum af am-
erískum fuglum var tímamótaverk.
Að nefna tegundirnar
Gunnlaugur Pétursson, verk-
fræðingur og fuglaáhugamaður,
hefur tekið saman skrá yfir íslensk
fuglaheiti. Hann segir að til séu um
10.000 fuglategundir, þar af eiga
um 2.700 tegundir íslensk heiti.
Engin nefnd eða stofnun ber
ábyrgð á því að gefa fuglateg-
undum íslensk heiti.
„Skáldið Jónas Hallgrímsson
nefndi margar fuglategundir eins
og t.d. gráþröst og vepju,“ sagði
Gunnlaugur. Til eru Fuglaheita-
orðabók Páls Þorkelssonar frá 1916
og eins bókin Fuglar eftir Bjarna
Sæmundsson sem kom út 1936. Dr.
Finnur Guðmundsson fuglafræð-
ingur þýddi og staðfærði Fugla Ís-
lands og Evrópu, sem kom út 1962,
og bjó til íslensk heiti á fjölda fugla-
tegunda. Friðrik Sigurbjörnsson
þýddi Fuglabók Fjölva sem kom út
1971 og samdi ný fuglanöfn. Óskar
Ingimarsson var einnig ötull við að
nefna fuglategundir. Hann þýddi
og staðfærði Fuglabók Veraldar
ásamt Þorsteini Ó. Thorarensen, 4.
útgáfu Fuglabókar AB 1989 og
samdi sérstaka orðabók yfir dýra-
og plöntuheiti sem kom út 1989.
Atli Magnússon og Örnólfur
Thorlacius þýddu og staðfærðu
bókina Lífshætti fugla sem kom út
1999 og þar var nokkuð um ný
fuglanöfn. Þá hafa einnig birst ný
fuglanöfn í tímaritunum Blika og
eins í Náttúrufræðingnum.
Gunnlaugur á nokkur íslensk
fuglaheiti í bókinni European Bird
Names sem kom út 1990. Hann hef-
ur einnig skráð fuglaheiti sem
komu fram í sjónvarpsþáttum sem
m.a. Óskar Ingimarsson þýddi á
sínum tíma.
Ónefndur fugl á hugmyndaflugi
Amerískur smáfugl, Lincoln’s Sparrow, sást hér í fyrsta sinn í Hafnarfirði á laugardag Það var
í annað skiptið sem fuglinn sást í Evrópu Fuglaáhugamenn leita að íslensku nafni á fuglinn
Ljósmynd/Sindri Skúlason
Fuglinn Heitið brjósttittlingur hefur verið algengasta heitið í umræðunni um ameríska flækinginn í Hafnarfirði.
Mörgum hugmyndum að ís-
lensku nafni á fuglinum fágæta
sem fannst í Þöll í Hafnarfirði
hefur verið kastað fram. Hann
fékk raunar nafnið brjóst-
tittlingur fyrir ellefu árum. Þeg-
ar fugl af tegundinni kom til
landsins tóku hugmyndirnar
flugið. Meðal nafna sem stungið
hafa upp kollinum í umræðunni
eru: Barmtittlingur, bringu-
tittlingur, brjósttittlingur, garð-
tittlingur, kjarrtittlingur, mýr-
tittlingur, rákatittlingur, saur-
tittlingur, seyltittlingur, seylu-
tittlingur, sníputittlingur,
Tommatittlingur, þallar-
tittlingur og þrastittlingur.
Þessi tegund verpir gjarnan í
kjarri við votlendi. Sumar til-
lagnanna vísa til þess, t.d. fyrri-
hlutarnir saur-, seyl- og mýra-.
Fjöldi tillagna
að fuglsheiti
FÉKK HEITIÐ BRJÓST-
TITTLINGUR Á SÍNUM TÍMA
Nýrri neyðarmiðstöð Rauða kross-
ins á Íslandi er ætlað að samhæfa
betur neyðarviðbrögð félagsins á
tímum áfalla. Þar verða sameinuð
undir einum hatti verkefni Rauða
krossins í neyðarvörnum, skyndi-
hjálp, áfallahjálp og sálrænum
stuðningi og svörun í upplýsinga-
síma fyrir almenning í almanna-
varnaástandi stjórnað.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, opnaði neyðarmiðstöðina
formlega í gær. Hún er í húsi
Rauða krossins í Efstaleiti 9 í
Reykjavík.
Sólveig Ólafsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Rauða krossins, vekur at-
hygli á því að neyðarvarnir séu
stærsta verkefni Rauða krossins á
landsvísu. 750 sjálfboðaliðar fé-
lagsins um allt land eru til taks ef
hamfarir eða skyndileg áföll dynja
yfir. Þeir hafa verið þjálfaðir til að
setja upp fjöldahjálparstöðvar og
veita sálrænan stuðning, áfalla-
hjálp og skyndihjálp þegar mikið
liggur við.
Á þetta reynir ekki aðeins við
náttúruhamfarir og stórslys. Þann-
ig bendir Sólveig á að algengustu
verkefni viðbragðshóps félagsins á
höfuðborgarsvæðinu séu vegna
bruna, ekki síst í fjölbýlishúsum.
Sjálfboðaliðarnir taki á móti fólki í
strætisvagninum, hlúi að þeim með
teppum og fatnaði og útvegi gist-
ingu og áfallahjálp eða sálrænan
stuðning eftir þörfum. Þá hefur
óhöppum og slysum vegna fólks-
flutningabíla fjölgað og þar eru
önnur verkefni vegna þess að oft
eru útlendingar á ferð sem tala
mismunandi tungumál.
Við opnun neyðarmiðstöðvarinn-
ar í gær var undirritað samkomu-
lag um að fela Rauða krossinum
samhæfingu áfallahjálpar í skipu-
lagi almannavarna á Íslandi. Sól-
veig segir að með þessu sé verið
að staðfesta skipulag sem unnið
hafi verið eftir í raun. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Rauði Krossinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði neyðarmiðstöðina formlega í gær.
Betri samhæfing neyðar-
viðbragða í áföllum
Neyðarmiðstöð Rauða kross Íslands opnuð formlega
Rauði krossinn mun reyna að kenna
allri þjóðinni skyndihjálp á næsta
ári. Notaðar verða fjölbreyttar að-
ferðir til að ná til fólks, meðal annars
sérstakur vefur, skyndihjálparapp,
tónlist, teiknimyndir og stutt-
myndir.
Skyndihjálparátakið er mikilvægt
verkefni á afmælisári Rauða kross-
ins á Íslandi sem verður 90 ára 10.
desember á næsta ári. Ólafur Ragn-
ar Grímsson forseti opnaði vefsíðuna
skyndihjálp.is í gær. Þar kemur
meðal annars fram að með kunnáttu
í skyndihjálp sé hægt að aðstoða og
jafnvel bjarga lífi einstaklings í
neyð.
Skyndihjálparappið mun fólk geta
sett í síma og fartölvur. Það verður
gagnvirkt þannig að notendur munu
geta aukið þekkingu sína og prófað
kunnáttuna. Þá verða einfaldar leið-
beiningar um hvað beri að gera í
neyð.
Hægt er að ná í appið á vefsíðunni
skyndihjálp.is og þar eru aðgengi-
legar hagnýtar upplýsingar um
skyndihjálp og unnt að bóka sig á
námskeið. Rauði krossinn er með 12
tíma skyndihjálparnámskeið. Sól-
veig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi
Rauða krossins, segir að á afmæl-
isárinu sé fyrirhugað að bjóða einnig
upp á styttri námskeið.
Vilja kenna allri
þjóðinni skyndihjálp
Skyndihjálp kennd með appi og vef
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar