Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Þingflokkur Vinstri grænnakynnti í gær hvaða leið hefði
verið farin í ríkisfjármálum ef flokk-
urinn hefði fengið stuðning í kosn-
ingunum í vor í stað þess að vera vís-
að úr stjórn ásamt samstarfsflokki
sínum.
Þessi kynning vargagnleg áminn-
ing um að vinstri
flokkarnir hafa ekk-
ert lært af þeim mis-
tökum sem þeir
gerðu á síðasta kjör-
tímabili og þeirri
stöðnun í hagkerfinu
sem stefnan olli.
Leið Vinstrigrænna er í
anda hótunar Stein-
gríms J. Sigfússonar í skattamálum,
„you ain’t seen nothing yet“, og ger-
ir ráð fyrir að áfram yrði haldið á
braut skattahækkana fengi flokk-
urinn einhverju ráðið.
Flokkurinn vill taka til baka ölláform um skattalækkanir á al-
menning með því að afnema fyrir-
hugaða skattalækkun á miðþrep
tekjuskattsins.
Þá vill VG hækka sérstakt veiði-gjald og halda þannig áfram á
þeirri leið að veikja undirstöðu-
atvinnuveg þjóðarinnar og þau fyr-
irtæki sem veita honum þjónustu.
Og VG vill framlengja svokallaðanauðlegðarskatt þrátt fyrir að
hafa aðeins lagt hann á tímabundið á
síðasta kjörtímabili. Sá tímabundni
skattur hefði orðið ótímabundinn ef
VG hefði fengið að ráða.
Stórfelldar skattahækkanir meðminni hagvexti eru áfram sú leið
sem VG vill fara. Hreinskilni flokks-
ins er þakkarverð.
Katrín
Jakobsdóttir
Þakkarverð
hreinskilni
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00
Reykjavík 1 snjókoma
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri 0 léttskýjað
Nuuk -10 skafrenningur
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 8 léttskýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 2 þoka
Helsinki 1 snjókoma
Lúxemborg 5 heiðskírt
Brussel 7 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 8 skýjað
París 7 heiðskírt
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg 7 þoka
Berlín 8 skýjað
Vín 5 alskýjað
Moskva -12 skafrenningur
Algarve 16 skýjað
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -25 skýjað
Montreal -5 skýjað
New York 1 snjókoma
Chicago -8 skýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:10 15:33
ÍSAFJÖRÐUR 11:54 14:59
SIGLUFJÖRÐUR 11:38 14:41
DJÚPIVOGUR 10:49 14:54
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
EKKI SKAFA
SKÍTINN
Rain-X verndar bílinn gegn frosti og tjöru
Rain-X sparar tíma við að skafa
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar
samþykkti í gær einróma ályktun
þar sem hún lýsir ánægju sinni með
ákvörðun stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur að undirbúa byggingu
nýs 6.000 rúmmetra heitavatns-
geymis til viðbótar við þann tank
sem fyrir er, sem tekur 2.000 rúm-
metra. Til stendur að ráðast í fram-
kvæmdir næsta sumar en bæjar-
stjórnin leggur áherslu á að þegar
verði hafist handa við að leita fram-
tíðarlausna í hitaveitumálum á Akra-
nesi. „Í því felst bæði að hefja til-
raunaboranir eftir heitu vatni í
nágrenni Akraness og að flýta end-
urbótum við Deildartunguæðina eins
og kostur er,“ segir í ályktun bæj-
arstjórnar.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
segir að nýi tankurinn muni brúa
ákveðið bil en leysi ekki úr þeim
vanda sem stafar af háum aldri og
takmarkaðri flutningsgetu Deildar-
tunguæðarinnar.
„Tilraunaboranir taka langan tíma
þannig að við viljum að sjálfsögðu
gera þetta samhliða. Það þarf að laga
Deildartunguæðina því sú hitaveitu-
æð er að þjóna öðrum en okkur og
það er mjög mikilvægt að hún sé tek-
in í gegn,“ segir Regína en af 70 km
langri æðinni eigi eftir að endurnýja
rúma 40 km og sú framkvæmd kosti
á bilinu 3-4 milljarða.
Á fundi sínum í gær ákvað bæj-
arstjórn Akranesbæjar að gjald-
skrár yrðu óbreyttar árið 2014, að
undanskilinni hækkun á sorphirðu-
gjöldum. holmfridur@mbl.is
Fagna byggingu nýs
heitavatnsgeymis
Gjaldskrár verða ekki hækkaðar