Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Jólahladbord
í Perlunni
Velkomin á
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra, gerir að umtals-
efni í bók sinni, Ár drekans, Dagbók
utanríkisráðherra á umbrotatímum,
rimmu sem hann átti við Jóhönnu
Sigurðardóttur, þáverandi forsætis-
ráðherra, og Oddnýju Harðardóttur,
þáverandi fjármálaráðherra.
Deilur ráðherranna sneru að fyr-
irætlunum þeirra tveggja síð-
arnefndu um að draga úr fyrirhug-
aðri hækkun til þróunaraðstoðar úr
milljarði króna í 500 milljónir. Í bók-
inni lýsir Össur því hvernig þær hafi
stillt honum upp við vegg á síðasta
degi og látið hann standa frammi fyr-
ir orðnum hlut. Fallið var frá lækk-
uninni.
Jóhanna sammála Oddnýju
Oddný sagði í frétt á vefnum eyja-
n.pressan.is að „það hafi aldrei staðið
til í tíð vinstri stjórnarinnar að skera
niður framlög til þróunarmála, líkt og
haldið er fram í bók Össurar Skarp-
héðinssonar“. Þá sagði hún einnig:
„Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
hækkaði þróunaraðstoð um einn
milljarð á árinu 2013 í samræmi við
samþykkta þingsályktunartillögu,
um hvernig mætti í áföngum ná
markmiði Sameinuðu þjóðanna um
að 0,7% af vergri landsframleiðslu
fari til þróunaraðstoðar. [...] Aldrei
kom annað til greina en að hækka
framlag til þróunaraðstoðar og aldrei
um annað rætt í ríkisstjórninni, rá-
herranefnd um ríkisfjármál eða í
þingflokki Samfylkingarinnar.“
Á Facebook-síðu sinni tekur Jó-
hanna Sigurðardóttir undir með
Oddnýju. „Það er hárrétt hjá Odd-
nýju að aldrei hafi komið til greina að
lækka framlög til þróunaraðstoðar.
Hún var frábær fjármálaráðherra,“
skrifar Jóhanna.
Atburðirnir sem Össur rifjar upp í
bókinni áttu sér stað 3. og 4. júlí árið
2012 í því sem Össur lýsir sem al-
gjöru tímahraki. Hann segir Jóhönnu
hafa spurt sig hvað hann myndi gera
yrði ekki fallist á þá afstöðu hans að
hækka framlög til þróunaraðstoðar
um milljarð. Össur segist algjörlega
hreinskilinn mundu gera fyrirvara
við þá liði fjárlaga sem varða þróun-
araðstoð og áskilja sér rétt til að
styðja, eða flytja sjálfur og vinna
stuðning, við breytingartillögur við
fjárlagafrumvarpið á Alþingi. Hann
segir það vera stórt skref, sem nálg-
ist það að leggja fram vantraust á
sína eigin ríkisstjórn. Í framhaldi af
því gengur Jóhanna á hann um hvort
hann hyggist gera það opinberlega.
Því svarar hann óhikað játandi, eins
og segir í bókinni.
Ábyrgðin að fella
ríkisstjórnina
Össur segir forkastanlega fram-
komu og vinnubrögð í tengslum við
málið hafa komið mjög illa við sig.
Þannig hafi þáverandi fjármála-
ráðherra aldrei rætt fjárlögin við
hann, þrátt fyrir margítrekuð loforð
um hið gagnstæða. Eins segir hann
að þróunaraðstoðin sé mikilvægur
partur af erindi jafnaðarmanna í rík-
isstjórnir.
„Hvaðan kæmi þeim umboð til að
breyta henni og gera þróunarmál að
afgangsstærð?“ skrifar Össur. Enn-
fremur segir hann að forsætisráð-
herra hafi spurt hann hvort hann
hygðist taka á sig ábyrgðina af því
að fella ríkisstjórnina. „Það verða þú
og fjármálaráðherra sem bera
ábyrgð á því,“ svarar hann og bætir
við að sér verði ekki hnikað í þessu
máli.
Eftir mikil átök þennan dag á Öss-
ur samskipti um málið við nokkra
aðra ráðherra um málið, sem og
ráðuneytisstjóra sinn, Einar Gunn-
arsson, sem hann segir á sínu bandi í
málinu.
Jóhanna bendir á að ljóst sé orðið
að Össur ætli ekki að standa með sér
og ríkisstjórninni. Össur kveðst hins
vegar standa með sannfæringu
sinni, og samþykkt alþingis. Eigi
hann að velja þar á milli mætti rík-
isstjórnin fara hans vegna.
Daginn eftir er fjárlagafrumvarp
afgreitt á ríkisstjórnarfundi. Nið-
urstaðan er sú að sá hækkun fram-
lagsins til þróunaraðstoðar stendur
óbreytt í einum milljarði.
Vildu minni hækkun þróunaraðstoðar
Össur Skarphéðinsson segir frá deilu við Jóhönnu Sigurðardóttur og Oddnýju Harðardóttur um
þróunaraðstoð Vildu draga úr hækkun Össur hótaði stjórnarslitum væri dregið úr hækkuninni
Oddný
Harðardóttir
Össur
Skarphéðinsson
Þróunaraðstoð
» Össur Skarphéðinsson lýsir í
bók sinni hvernig Jóhanna Sig-
urðardóttir og Oddný Harð-
ardóttir vildu draga úr hækkun
til þróunaraðstoðar.
» Hótaði að bóka fyrirvara á
ríkisstjórnarfundi.
» Fékk að lokum í gegn
óbreytt framlög til málaflokks.
„Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér.
Því ákváðum við að eiga fund með
forystufólki í stjórnmálaflokkum
til ræða það hvernig við getum
tryggt jafnrétti í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninga. Það hefur
sýnt sig að ábyrgð flokkanna er af-
gerandi en ekki kjósenda,“ segir
Eygló Harðardóttir velferðarráð-
herra en hún hefur ásamt Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra boðað til fundar í dag um
jafnrétti í kosningum.
Boðaðir eru formenn og varafor-
menn stjórnmálaflokka, formenn
þingflokka, framkvæmdastjórar
þingflokkanna, forsvarsmenn
kvennahreyfinga stjórnmálaflokk-
anna og framkvæmdastjórar flokk-
anna.
Fundurinn er í samstarfi við af-
mælisnefnd 100 ára kosningaréttar
kvenna. Auður Styrkársdóttir, for-
maður framkvæmdanefndarinnar,
tekur einnig þátt í undirbúningn-
um.
„Það hefur sýnt sig að til að ná
sem mestum árangri skiptir veru-
legu máli hvernig flokkar raða upp
á listum sínum,“ segir Eygló.
Í þessu samhengi bendir hún á
að í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum voru karlar í efstu sætum í
75% tilfella en konur 25%.
„Konur eiga einnig erfiðara með
að ná til fjölmiðla. Þrátt fyrir að
atvinnuþátttaka kvenna hér landi
mælist mikil eru aðeins um 30%
viðmælenda í ljósvakamiðlum kon-
ur,“ segir Eygló.
Á fundinum verður farið yfir
þessa stöðu og mikilvægi þess að
flokkarnir beiti sér fyrir jafnrétt-
issjónarmiðum. Þrír flokkar eru
með kynjaákvæði í sínum lögum
og reglum; Vinstri-græn, Samfylk-
ingin og Framsóknarflokkurinn.
„Það skiptir miklu máli að
hvetja félögin til að huga að jafn-
rétti. Það ætlum við að gera,“ seg-
ir Eygló.
thorunn@mbl.is
Jafnrétti kemur
ekki af sjálfu sér
Eygló
Harðardóttir
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Funda með forystufólki stjórnmálaflokka