Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
CRONUT
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Frá Bandaríkjunum til Evrópu og nú
hjá Reyni Bakara í Kópavoginum!
CRONUT er snilldar blanda af Crossant og Donut.
Nýbakaður og fylltur með vanillufyllingu
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Laugavegi 174
Sími 590 5040
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 12-16
Einstakt tækifæri til að eignast Audi eðalvagn
Við fjármögnum
bílinn fyrir þig
lykill.is
Milano
leðurinnrétting
Audi A4 2.0 TDI AT
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 35.500 km, sjálfsk.
Ásett verð
5.290.000,-
Audi A4 Avant 2.0 TDI
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 45.500 km, sjálfsk.
Ásett verð
4.790.000,-
Audi A4 2.0 TDI
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 57.000 km, beinsk.
Ásett verð
4.190.000,-
Audi A4 Avant 2.0 TDI AT
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 24.500 km, sjálfsk.
Ásett verð
6.250.000,-
Krossgátubók ársins 2014 er komin
í verslanir. Þetta er 31. árgangur
bókarinnar sem hefur ætíð notið
mikilla vinsælda hjá áhugafólki um
krossgátur.
Krossgátubókin er mikil að vöxt-
um, 68 síður, og eru gáturnar bæði
fyrir nýliða í fræðunum og þá sem
lengra eru komnir. Lausnir ann-
arrar hverrar gátu eru aftast í bók-
inni. Forsíðumyndin er að venju
eftir Brian Pilkington teiknara.
Hún er af þekktri persónu, Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni for-
sætisráðherra.
Krossgátubók ársins 2014 fæst í
bókaverslunum og öllum helstu
blaðsölustöðum landsins. Útgefandi
sem fyrr er Ó.P.-útgáfan, Granda-
garði 13, Reykjavík, en eigandi
hennar er Ólafur Pálsson. Prent-
tækni ehf. prentaði.
Krossgátubók árs-
ins 2014 komin út
Jólasveinarnir
byrja að tínast til
byggða í nótt og
sá fyrsti, Stekkj-
arstaur, mun
hitta börn í Þjóð-
minjasafninu í
fyrramálið
klukkan ellefu.
Bræður hans
munu síðan koma þar við daglega
til jóla og syngja og spjalla við
börnin. Grýla og Leppalúði komu í
Þjóðminjasafnið um síðustu helgi
og á laugardaginn mun Grýla
skemmta þar aftur ásamt Stúfi.
Dagskráin er öllum opin og er
aðgangur ókeypis.
Stekkjarstaur í
Þjóðminjasafninu
Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný
dögun, samtök um sorg og sorg-
arviðbrögð, efna til samveru fyrir
syrgjendur í Grafarvogskirkju á
morgun, fimmtudag, og hefst hún
kl. 20.
Þar verða sungnir jólasálmar og
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
flytur jólalög undir stjórn Þorgerð-
ar Ingólfsdóttur. Sr. Sigfinnur Þor-
leifsson sjúkrahúsprestur flytur
hugvekju og þá verður minning-
arstund þar sem kirkjugestir geta
tendrað ljós og minnst látinna ást-
vina.
Samverustund fyrir
syrgjendur
STUTT
Stefnt er að því að opið verði fyrir almenning á skíða-
svæðinu í Bláfjöllum í dag. Þegar rætt var við Magnús
Árnason, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, í gær
sagði hann að þokkalega liti út með skíðaveður næstu
daga og bæta myndi í snjóinn. Til þessa hefur aðeins
verið opið einn dag fyrir almenning í Bláfjöllum í
haust.
„Það getur orðið breytilegt veður á næstunni, en
snjórinn er ekkert að fara frá okkur,“ sagði Magnús.
Vonandi getum við haft sem mest opið næstu daga og
um jól og áramót,“ sagði Magnús.
Hann sagði að síðustu viku hefði bætt í snjóinn sem
fyrst settist í girðingar og manngerðar brekkur. „Þess-
ar brekkur eru núorðið opnaðar á undan þeim sem allt-
af voru fyrstar hér áður,“ sagði Magnús. aij@mbl.is
Opið fyrir
almenning í
Bláfjöllum í dag
Morgunblaðið/Ómar
Á uppleið Talsvert hefur bætt í snjóinn í Bláfjöllum síðustu vikuna og verður opið þar í dag fyrir almenning.