Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Birtist á heimasíðu FÍ
fimmtudaginn 12. desember
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Ferðaáætlun
Ferðafélags Íslands 2014
www.fi.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Um 5.600 einstaklingar hafa leitað
til VIRK starfsendurhæfingar-
sjóðsins frá því að farið var að veita
þessa þjónustu haustið 2009. Að-
sóknin fer vaxandi og hefur aukist
um 66% nú á haustmánuðum miðað
við sama tíma í fyrra, skv. upplýs-
ingum Vigdísar Jónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra VIRK.
Markmið VIRK er að draga
markvisst úr líkum á því að launa-
fólk hverfi af vinnumarkaði vegna
langvarandi veikinda og bjóða upp
á úrræði í starfsendurhæfingu.
Meirihluti efnahags- og við-
skiptanefndar bendir á í nýju
nefndaráliti um forsendur fjárlaga-
frumvarpsins að miklir fjármunir
hafi safnast upp hjá VIRK án þess
að þeir nýtist og var eigið fé sjóðs-
ins 1,5 milljarðar um seinustu ára-
mót.
Spurð um þetta segir Vigdís í
skriflegu svari til blaðamanns að
samið hafi verið um stofnun VIRK
– starfsendurhæfingarsjóðs í kjara-
samningum á árinu 2008 og það ár
hófu atvinnurekendur að greiða
0,13% gjald í sjóðinn. „Tekjur inn í
sjóðinn komu því strax af fullum
þunga en það tekur hins vegar tíma
að byggja svona starfsemi upp. Ég
var t.d. eini starfsmaður VIRK í
ágúst 2008 en í dag starfa 20 manns
á skrifstofu VIRK og 43 ráðgjafar
eru á vegum VIRK hjá stéttar-
félögum um allt land auk þess sem
við kaupum þjónustu af þverfagleg-
um matsteymum og fjölda mismun-
andi sérfræðinga og úrræðaaðila
um allt land,“ segir Vigdís
„Á meðan sjóðurinn hefur verið í
uppbyggingu hefur því safnast upp
ákveðinn varasjóður – sem er líka
nauðsynlegt því sjóðurinn er ekki
með ríkisábyrgð og það eru tals-
verðar sveiflur í starfseminni sem
við þurfum að geta mætt og við
þurfum að geta staðið við fjölda
samninga sem oft eru gerðir til
lengri tíma. Stjórn VIRK hefur
metið það svo að fyrir hendi þurfi
að vera varasjóður sem nemur 6-12
mánaða rekstri. Lífeyrissjóðirnir
hófu síðan að greiða til VIRK í lok
síðasta árs og starfsemin hefur
áfram verið í mjög mikilli uppbygg-
ingu á þessu ári og sú uppbygging
mun halda áfram á næstu árum,“
bætir hún við.
70% með vinnugetu eftir að
hafa notið þjónustu VIRK
Í dag eru um 1.800 einstaklingar
í þjónustu á vegum VIRK. Eins og
fyrr segir er aðsóknin mjög mikil.
„Til okkar leita líka sífellt fleiri ein-
staklingar sem hafa verið frá vinnu-
markaði í langan tíma og eru að
glíma við mjög flókin vandamál,“
segir Vigdís.
„Árangur af starfsendurhæfingu
hér á landi er mjög góður og um
70% þeirra einstaklinga sem ljúka
þjónustu á vegum VIRK eru með
vinnugetu og fara annaðhvort í
launað starf, í virka atvinnuleit eða
í lánshæft nám. Það er til mikils að
vinna í þessu starfi þar sem tugir
og upp í hundruð milljóna sparast í
bótagreiðslur fyrir hvern einstak-
ling sem fer í vinnu í stað þess að
vera á lífeyri og er þá ekki reikn-
aður með sá ávinningur sem fæst
með auknum lífsgæðum einstak-
linga og minni þörf fyrir heilbrigð-
isþjónustu til framtíðar. Hér er því
um að ræða mikla fjárfestingu í
fólki til framtíðar,“ segir Vigdís.
Hún bendir líka á að þrátt fyrir
að Íslendingar hafi gengið í gegn-
um eina mestu efnahagslægð síðari
tíma á undanförnum árum hafi ekki
fjölgað mikið nýjum einstaklingum
inn á endurhæfingar- og örorkulíf-
eyri.
„Þeir sem fengu í fyrsta sinn úr-
skurðað 75% örorkumat hjá TR
voru t.d. heldur færri á árinu 2012
en árið 2008. Það er líklegt að aukin
starfsendurhæfing hafi þarna haft
eitthvað að segja auk ýmissa ann-
arra þátta,“ segir hún.
Aðsókn til VIRK
jókst um 66% í haust
Framkvæmdastjóri VIRK segir að þörf hafi verið á að
byggja upp varasjóð sem nemur um 6-12 mánaða rekstri
Úrræði Sífellt fleiri einstaklingar sem hafa verið frá vinnumarkaði í langan
tíma og glíma við flókin vandamál hafa leitað til VIRK að undanförnu.
Morgunblaðið/Ómar
Framlag til starfsendurhæfingar-
sjóða er þrískipt og kemur frá at-
vinnurekendum, lífeyrissjóðum og
ríkinu. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir
árið 2014 er gert ráð fyrir 298 millj-
ónum til VIRK – starfsendurhæfing-
arsjóðs en að þreföldun greiðsln-
anna, sem lög og samkomulag
stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar-
ins gerir ráð fyrir, verði frestað um
eitt ár.
Framlag ríkisins er tiltekinn hluti
af gjaldstofni tryggingagjalds og
hefði að óbreyttu leitt til 629 millj-
óna króna hækkunar á næsta ári.
Í nýju nefndaráliti meirihluta
efnahags- og viðskiptanefndar með
frumvarpi um forsendur fjárlaga-
frumvarpsins er um þetta fjallað og
segir þar að komið hafi fram gagn-
rýni á fundum nefndarinnar á að
með því að fresta hækkun framlags-
ins sé farið gegn samkomulagi
stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar-
ins.
„Þá var bent á að starf VIRK –
starfsendurhæfingarsjóðs hafi ekki
þróast eins og vænst var vegna þess
að enn hefur ekki verið horfið frá
löngu úreltu örorkumati og starfs-
getumat tekið upp þess í stað. Fram
kom að starfsgetumat og forsendur
þess séu til umfjöllunar í nefnd sem
velferðarráðherra hefur skipað,“
segir í nefndarálitinu.
„Miklir fjármunir hafa safnast
upp hjá VIRK – starfsendurhæfing-
arsjóði án þess að þeir nýtist. Að
mati meirihlutans er slíkt ekki skyn-
samlegt þegar tekið er tillit til fjár-
hagsstöðu ríkissjóðs. Um síðustu
áramót nam eigið fé VIRK – starfs-
endurhæfingarsjóðs um 1.500 millj-
ónum króna og hafði vaxið um 400
milljónir á árinu 2012. Meirihlutinn
gerir sér þó grein fyrir að þegar
grundvöllur starfsgetumats verður
treystur með lögum frá Alþingi og
starfsendurhæfingarsjóðir fá eðli-
lega virkni mun þörf fyrir fjármagn
úr ríkissjóði verða knýjandi,“ segir
þar ennfremur.
„Miklir fjármunir
hafa safnast upp“