Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 22
Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur
samtals tapað um 10 milljörðum
Bandaríkjadala við tilraunir banda-
rískra stjórnvalda til að bjarga GM
(General Motors). Þetta er jafn-
virði um 1.180 milljarða íslenskra
króna.
Í frétt á fréttavef Breska rík-
isútvarpsins, BBC, í gær kemur
fram að bandarísk stjórnvöld hafa
nú selt síðasta hlutann af hluta-
bréfum sínum í General Motors,
sem þau hafa haldið eftir frá því að
björgunaraðgerðir þeirra hófust á
árunum 2008 og 2009, en á þeim
árum eyddi bandaríski ríkissjóður-
inn 49,5 milljörðum Bandaríkjadala
í bandaríska bílaframleiðandann
General Motors og eignaðist við
það 61% hlut í fyrirtækinu.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Jack Lew, sagði þegar salan
var kynnt að björgunaraðgerðirnar
á sínum tíma hefðu komið í veg
fyrir hrun bílaiðnaðarins í Banda-
ríkjunum og bjargað milljón störf-
um.
„Með þessari lokasölu á hluta-
bréfum ríkisins í General Motors
er þessum þýðingarmikla kafla í
bandarískri sögu lokið,“ sagði Lew.
Ríkið eignaðist 61% við fjár-
hagslega endurskipulagningu
GM óskaði eftir greiðslustöðvun
samkvæmt gjaldþrotalögum í júní
2009 og það varð þar með stærsta
iðnaðargjaldþrot bandarískrar
sögu.
Við fjárhagslega endurskipu-
lagningu fyrirtækisins, eftir að rík-
issjóður Bandaríkjanna var orðinn
meirihlutaeigandi General Motors,
var 13 bifreiðaverksmiðjum fyrir-
tækisins lokað og 27 þúsund manns
misstu atvinnu sína.
Frá því að fjárhagslegri endur-
skipulagningu og endurfjármögnun
var lokið, hefur GM skilað hagnaði
15 ársfjórðunga í röð. Fyrirtækið
hefur nú yfir 27 milljörðum Banda-
ríkjadala að ráða í reiðufé, sem
nemur tæplega 3.200 milljörðum
króna og íhugar nú að verðlauna
hluthafa sína með arðgreiðslum.
Bandaríkjastjórn byrjaði að selja
hlutabréf sín í General Motors í
nóvember 2010 og í nóvembermán-
uði sl. var greint frá því, að stefnt
væri að því að ljúka sölu á öllum
eignarhlut ríkisins fyrir áramót.
Tilraunir bandarískra stjórn-
valda til þess að bjarga bandaríska
bílaiðnaðiðnum hófust í forsetatíð
George W. Bush 2008. Barack
Obama Bandaríkjaforseti jók við
björgunaraðgerðirnar með því að
taka yfir meirihlutann í General
Motors og keppinautinum Chrys-
ler. Kanadísk stjórnvöld tóku einn-
ig þátt í aðgerðunum. agnes@mbl.is
GM hefur skilað hagn-
aði í 15 ársfjórðunga
Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur selt allan sinn hlut í GM
AFP
Höfuðstöðvar General Motors er með höfuðstöðvar sínar í Detroit í Michig-
an. Fyrirtækinu hefur tekist að umbylta rekstri sínum og hefur skilað hagn-
aði í 15 ársfjórðunga. Bandarísk stjórnvöld hafa nú selt allan sinn hlut í GM.
Umsnúningur
» Björgunaðraðgerðir banda-
rískra stjórnvalda vegna Gene-
ral Motors koma til með að
kosta bandaríska skattgreið-
endur um 10 milljarða Banda-
ríkjadala, eða sem nemur 1.180
milljörðum íslenskra króna.
» Frá því að agerðirnar hófust
sumarið 2008 hefur orðið mik-
ill umsnúningur í rekstri GM og
hefur fyrirtækið skilað hagnaði
15 ársfjórðunga í röð.
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
idex.is - sími 412 1700
framl.- sölu- og þjónustuaðili
Schüco á Íslandi
- merkt framleiðsla
• Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex
álgluggum ehf.
• Hágæða álprófílkerfi frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi
tegundum bygginga
ÁLGLUGGAR
- þegar gæðin skipta máli
www.schueco.is
Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja
fyrir afskriftir, fjármagnskostnað
og tekjuskatt sem hlutfall af heild-
artekjum sjávarútvegs minnkaði
milli áranna 2011 og 2012. Í fisk-
veiðum og -vinnslu lækkaði hlut-
fallið (án milliviðskipta) úr 30,3% í
30%, lækkaði í fiskveiðum úr
26,4% árið 2011 í 25% af tekjum
árið 2012 og lækkaði í fiskvinnslu
úr 19,1% í 17,2%. Þetta kemur
fram í frétt Hagstofunnar.
Hreinn hagnaður í sjávarútvegi,
samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam
21,5% árið 2012 samanborið við
22,6% árið áður. Í fjárhæðum nam
hagnaðurinn 57,2 milljörðum
króna eftir að gjaldfærð hefur
verið árgreiðsla að fjárhæð 22,6
milljarðar. Sé miðað við hefð-
bundna uppgjörsaðferð er nið-
urstaðan 17,5% hagnaður 2012
eða 46,6 milljarðar, samanborið
við 17,1% hagnað árið 2011, enda
gætti ekki beinna áhrifa af breyt-
ingum á gengi við mat á fjár-
magnskostnaði sé árgreiðsluað-
ferðin notuð. Árgreiðsla í veiðum
hækkaði hinsvegar árið 2012 frá
árinu áður, meðal annars vegna
aukins fjölda smábáta sem voru að
veiðum.
Samkvæmt efnahagsreikningi
voru heildareignir sjávarútvegs í
árslok 2012 rúmir 535 milljarðar
króna, heildarskuldir rúmir 429
milljarðar og eigið fé tæpir 106
milljarðar.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í Hagtíðindum um hag veiða
og vinnslu sem gefin hafa verið
út.
Minni hagnaður
í sjávarútvegi
Heildareignir 2012 rúmir 535 ma.
Sjávarfang Sjómenn gleðjast skilj-
anlega þegar vel aflast.