Morgunblaðið - 11.12.2013, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Nú þegar rétt tæpt ár er liðið frá því
að 23 ára gamalli konu var nauðgað
af fimm mönnum í strætisvagni í
Nýju-Delí á Indlandi með þeim af-
leiðingum að hún lést af sárum sínum
skömmu seinna virðist lítið hafa
breyst til batnaðar hvað varðar kyn-
ferðisofbeldi í landinu.
Mikil reiðialda gekk yfir Indland
og heimsbyggðina alla í kjölfar
nauðgunarinnar hrottalegu. Í kjöl-
farið virðast fleiri konur vera reiðu-
búnar til að segja frá því að þeim hafi
verið nauðgað og fjölmiðlar gefa slík-
um málum meiri gaum en áður. Ind-
versk stjórnvöld breyttu einnig lög-
um um kynferðisglæpi eftir
atburðinn.
Tvöfalt fleiri stíga fram
Engu að síður er mál stúlkunnar
sem var nauðgað af hópi manna það
eina af 706 nauðgunarmálum sem
komu inn á borð lögreglunnar í Nýju-
Delí sem endaði með sakfellingu árið
2012. Frá 16. desember 2012, þegar
nauðgunin alræmda átti sér stað, til
4. janúar var lögð fram 501 kæra
vegna kynferðislegrar áreitni og 64
vegna nauðgana en aðeins fjögur mál
voru rannsökuð að því er segir í frétt
breska blaðsins The Guardian.
Á fyrstu níu mánuðum þessa árs
hafa tæplega helmingi fleiri fórnar-
lömb nauðgana stigið fram en á öllu
síðasta ári.
Könnun sem dagblaðið DNA gerði
á meðal kvenna í Mumbai leiddi í ljós
að aðeins 15% þeirra fannst þær
öruggar þegar þær ferðuðust með al-
menningssamgöngum í borginni.
Meðvitaðri um ofbeldið
Aukin fjölmiðlaumfjöllun hefur þó
hjálpað til við að svipta hulunni af
djúpstæðum kynferðisofbeldisvanda
á Indlandi og fjölmiðlar hafa haldið
athygli sinni á slíkum málum frá því
að umræðan komst í hámæli í fyrra.
„Fjölmiðlar hafa aukið vitund um
að Indland á við kynbundið vandamál
að stríða. Fólk á loksins í samræðum
sem hefði annars verið sópað undir
teppið. Þeir eru ennþá ekki að gera
nóg til að fræða lýðinn um ofbeldi
gegn konum en fjölmiðlaumræðan er
loksins að þokast í rétta átt,“ segir
Krishna Khunti, góðgerðarstarfs-
maður í Mumbai.
Fyrir utan að hvetja stjórnmála-
menn og lögreglu til aðgerða gegn of-
beldinu hefur umræðan unnið gegn
því að konur sem hafa orðið fyrir
kynferðisofbeldi séu smánaðar. Sum
fórnarlömb nauðgana hafa jafnvel
komið fram undir nafni í sjónvarpi til
að stuðla að vitundarvakningu um
fjölgun kynferðisárása.
Aðeins ein sakfelling í
kynferðisbrotamálum
Lítið hefur breyst á Indlandi eftir nauðgunarmálið í fyrra
AFP
Minning Indverskar stúlkur minnast fórnarlambs nauðgunarinnar í Nýju-
Delí. Fjórir nauðgaranna voru dæmdir til dauða fyrr á þessu ári.
Tveir franskir fallhlífarhermenn
féllu í skærum í Bangui, höfuðborg
Mið-Afríkulýðveldisins, í gær. Þetta
er fyrsta mannfallið sem franskar
hersveitir verða fyrir í landinu frá
því að Frakkar bættu við hermönn-
um þar á föstudag til að bregðast við
óöldinni sem ríkt hefur frá því að
Michel Djotodia steypti Francois
Bozize forseta af stóli í mars.
François Hollande, forseti Frakk-
lands, var væntanlegur til Bangui í
gær til að ræða við Djotodia.
Frönsk stjórnvöld höfðu á mánu-
dag lýst því yfir að búið væri að reka
vopnaðar sveitir að mestu leyti út úr
höfuðborginni.
Hátt í fjögur hundruð manns
höfðu áður fallið í átökum á milli
trúarhópa í borginni á þriggja daga
tímabili eftir því sem Rauði krossinn
komst næst. Margir þeirra voru
börn. Á sumum stöðum svífur enn
líklykt yfir vötnum að því er frétta-
veitan AFP greinir frá.
Þurfa meiri mannskap
Enn ríkir mikil spenna í landinu
og ætlar Afríkubandalagið að bæta
við friðargæsluliðið þar úr 2.500 í
6.000 hermenn. Chuck Hagel, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, hef-
ur þegar fyrirskipað bandarískum
hersveitum að hjálpa til við að flytja
afríska friðargæsluliða frá Búrúndí
til Mið-Afríkulýðveldisins að beiðni
Frakka. Ban Ki-moon, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, telur að allt að
9.000 friðargæsluliða þurfi til að
stilla til friðar í landinu.
AFP
Gæsla Fólk gengur hjá eftirlitsstöð Frakka í norðurhluta Bangui í gær.
Friðargæsluliðar
féllu í Bangui
Áfram spenna í Mið-Afríkulýðveldinu