Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú er í tísku,einkumhjá nýrri gerð stjórnmála- manna og stjórn- málaflokka sem segjast ekki berj- ast fyrir neinni ákveðinni stefnu, að þykjast ekki heldur reka pólitík með þeim hætti sem gert hefur verið um lang- an aldur. Besti flokkurinn í Reykjavík er dæmi um þetta. Oddviti hans hreykir sér af því að borgarfulltrúar flokksins hafi eftir kosningar þurft að setjast niður og taka afstöðu til þess hvað þeim fyndist um skatta og önnur helstu mál. Markmiðið var með öðrum orðum aðeins að komast í valdastólana en minna máli skipti hvað gera skyldi þegar þangað var komið. Vinnubrögðin áttu líka að breytast og vera ólík þeim sem gömlu flokkarnir höfðu ástundað. Samvinnu var heitið jafnt við aðra flokka sem borg- arbúa en engin breyting hefur þó orðið í þá átt nema síður sé. Meirihlutinn í borgarstjórn hlustar ekki á borgarbúa og rekur sína stefnu óháð vilja íbúa einstakra hverfa eða borgarbúa í heild sinni. Björt framtíð, sem ætlar að reyna að verða einhvers konar framlenging Besta flokksins í Reykjavík, talar með svip- uðum hætti. Þar á bæ segjast menn ekki vera í stjórnarand- stöðu á þingi heldur í minni- hluta, enda séu þeir ekki endi- lega á móti öllu því sem frá ríkisstjórninni komi. Þetta áréttaði formaður þingflokks Bjartrar framtíðar í útvarps- viðtali í gær þegar hann „leið- rétti“ útvarpsmann sem leyfði sér að segja flokkinn í stjórnarandstöðu. En hver er veruleikinn um starf Bjartrar framtíðar í „minnihluta“ á Alþingi? Á síð- asta kjörtímabili voru tveir þingmenn Bjartrar framtíðar í minnihluta á þingi en þá vildi svo til að þeir stóðu í raun með ríkisstjórninni í því sem máli skipti. Nú standa þeir áfram með sömu flokkum en segjast áfram vera í minnihluta en ekki stjórnarandstöðu. Framganga þingmanna Bjartrar framtíðar er þó óneitanlega með allt öðrum hætti en þingmenn flokksins láta í veðri vaka eins og þeir vita sem fylgjast með um- ræðum á þingi og fréttum af störfum þingmanna. Þetta byrjaði snemma. For- maður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, var fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók við farinn að gagn- rýna hana fyrir að- gerðaleysi, sagði hana vera að renna út á tíma og krafð- ist skýrra svara um áform stjórn- arinnar. Sami maður fór hart gegn fjárlagafrumvarpinu þegar við framlagningu þess, fann því flest til foráttu og sagði það „stöðnunarfrumvarp“. Í því var að hans mati allt ómögu- legt, jafnvel skattalækk- anirnar sem boðaðar voru svo litlar að þær voru verri en ekki neitt. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra dró Guð- mundur ekki heldur af sér í gagnrýninni þrátt fyrir að vera aðeins í minnihluta en ekki í stjórnarandstöðu. Þegar nóvember nálgaðist og styttist í að ríkisstjórnin kynnti áform sín um skulda- mál heimilanna spáði formað- ur Bjartrar framtíðar því að ríkisstjórnin næði ekki saman um þau mál og var að auki fyr- irfram andvígur málinu allt þar til það var kynnt. Strax að kynningu lokinni var formað- urinn svo áfram eindregið á móti málinu, þó svo að hann viðurkenndi að honum hefði ekki gefist tími til að kynna sér það. Þeim málflutningi hefur hann svo haldið áfram eins og hefðbundinn stjórn- arandstöðuþingmaður, en auð- vitað allt undir merkjum þing- manns í minnihluta en alls ekki í stjórnarandstöðu. Ekkert er við það að athuga að Björt framtíð reki harða stjórnarandstöðu á Alþingi og bendi eindregið og ákveðið á það sem hún telur vera veik- leika í málflutningi stjórnar- flokkanna. Þetta er beinlínis hennar hlutverk og skylda gagnvart kjósendum. (Flokk- urinn getur jafnvel leyft sér að gagnrýna óframkomin mál, þó að sú gagnrýni sé ekki endi- lega hluti af starfsskyldum stjórnarandstöðu.) Það er hins vegar aðfinnsluvert þegar flokkar og stjórnmálamenn koma ekki hreint fram og þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki. Þetta gildir um Besta flokkinn við stjórn Reykjavíkur og þetta gildir einnig um Bjarta framtíð í stjórnarandstöðu á þingi. Lýðræðið hefur gott af því ef stjórnarandstöðuflokkar eru í stjórnarandstöðu, líkt og Björt framtíð er nú, en því er enginn greiði gerður þegar flokkar segja ósatt um sjálfa sig og þykjast vera annað en þeir eru. Flokkurinn ætti að hætta feluleiknum og játa að vera í stjórnarandstöðu} Hörð stjórnarandstaða Bjartrar framtíðar D agbækur manna eru jafnan tald- ar meðal mikilvægustu frum- heimilda í sagnfræði. Þær geta til dæmis varpað ljósi á atvik sem opinberar heimildir eru fá- orðar um. Menn hafa í tímans rás trúað dag- bókum sínum fyrir margs konar upplýsingum sem aldrei væru ella gerðar opinberar. Lengi vel höfðu sagnfræðingar mestan áhuga á slík- um gögnum úr búum merkismanna eða valda- manna, en á seinni árum hafa dagbækur al- þýðufólks ekki vakið minni áhuga fræðimanna. Meðal jólabókanna er Ár drekans eftir Öss- ur Skarphéðinsson alþingismann sem kynnt er sem dagbók utanríkisráðherra frá árinu 2012. Hún er því úr fyrrnefnda flokknum. Össur er pennafær og bersögull og hefur bók- in að vonum vakið athygli. Ekki síður hnjóta menn um þau óvenjulegu vinnubrögð að birta persónulegar dag- bækur um stjórnmál með trúnaðarupplýsingum úr innsta hring valdakerfisins aðeins ári eftir að þær eru skráðar. Er þetta löglegt? Er þetta sæmandi? Þannig hef ég heyrt menn spyrja. En vafalaust er það svo að al- menningur fagnar þeirri nýstárlegu sýn á stjórnmálin sem þarna er veitt. Spurningar hafa á hinn bóginn vaknað um það hvers eðlis þessi skrif Össurar eru sem heimildir. Hvort þau séu réttnefndar dagbækur. Eru þær skráðar jafnóðum eins og látið er í veðri vaka? Eða er formið aðeins notað fyrir frásagnir sem eru að meira eða minna leyti skrifaðar í aðdraganda útgáfunnar? Ég veit ekki svarið við þessu, en mér finnst at- hyglisvert að lesa í þessu sambandi athuga- semdir sem tveir flokksbræður Össurar hafa birt á netinu. Annar þeirra, Kjartan Val- garðsson, bendir á að í færslu 19. maí 2012 sé Össur í flugvél á leið á leiðtogafund Nato í Bandaríkjunum. Þeir taka tal saman, Össur og utanríkisráðherra Lúxemborgar sem er um borð. „Við gerum báðir ráð fyrir því að í Frakklandi vinni François Hollande góðan sigur,“ skrifar Össur. Kjartan bætir við: „François Hollande var kjörinn forseti 6. maí. Það er útilokað að Össur hafi skrifað þetta í dagbók sína þennan dag.“ Önnur athugasemd lýtur að fundi 6. des- ember 2012. Þar segir Össur frá fundaferð Árna Páls Árnasonar þegar hann var að undirbúa for- mannsframboð sitt í Samfylkingunni. Össur segir að á fund í Árborg hafi komið „tveir riddarar að sunnan, Mörður Árnason og Kjartan Valgarðsson“. Kjartan: „Ég kom ekki á neinn af fundum Árna Páls.“ Mörður stað- festir síðan að hann hafi ekki komið á neinn slíkan fund. Ef „dagbókarfærslurnar“ í Ári drekans eru fleiri af þessu tagi, gagnstætt því sem auglýst er, missir bókin auðvitað gildi sitt sem trúverðug söguleg frumheimild. Þetta þarf að upplýsa. Bókin hefur aftur á móti gildi sem vitnisburður um stjórnmálamanninn Össur Skarphéð- insson og sýn hans á stjórnmálin. gudmundur@mbl.is Guðmundur Magnússon Pistill Réttnefndar dagbækur? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Landlæknisembættið hefurundanfarið unnið að þvíað samtengja sjúkra-skrár landsmanna sem eru á opinberum heilbrigðisstofn- unum. Verkefnið er á tilraunastigi en er þó komið það langt að sjúkra- skrár á heilbrigðisstofnunum á Vesturlandi og Reykjanesi eru orðnar samtengdar og nokkrir starfsmenn með aðgang til prufu Vonir standa til að kerfið verði kom- ið í gagnið að hluta til eftir áramót. Fyrst verða tengdar saman allar sjúkraskrár opinberra heilbrigð- isstofnana. Samtenging rafrænna sjúkra- skrárkerfa er að finna í lögum um sjúkraskrár sem tóku gildi 1. maí árið 2009. Um öryggi persónu- upplýsinga við slíka samtengingu gilda lög um persónuvernd, meðferð persónuupplýsinga og reglur Per- sónuverndar. Þar er einnig kveðið á um rétt sjúklings til að takmarka aðgang að sjúkraskrárupplýsingum um sig í sameiginlegu sjúkraskrár- kerfi. Meiri samfella í kerfinu Þegar sjúkraskrárkerfi verða orðin samtengd mun umönnunar- aðili sjúklingsins geta séð sjúkra- sögu hans. Ef einstaklingur sem búsettur er í Reykjavík veikist á Akureyri getur læknir flett honum upp í raf- rænni sjúkraskrá, séð sjúkrasögu hans og veitt honum þjónustu byggða á þeim upplýsingum. „Meiri samfella verður í þjón- ustunni. Þetta verður betra fyrir sjúklinginn sem þarf ekki að end- urtaka sjúkrasögu sína fyrir lækni. Þá getur læknirinn veitt markviss- ari þjónustu. Einnig felur þetta í sér sparnað fyrir samfélagið þar sem ekki þarf að endurtaka sömu prófin eins og t.d. blóðrannsóknir,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Þá bendir hann á að með þess- um hætti sé betur hægt að hjálpa einstaklingum sem leita til margra lækna með vandamál sín þar sem læknirinn fengi aðgang að upplýs- ingum um meðferð þeirra hjá öðr- um og um lyfjanotkun þeirra. Þar með verður hægt að koma í veg fyr- ir óæskileg samverkandi áhrif lyfja og í sumum tilvikum misnotkun. „Það er enginn möguleiki að sjá upplýsingar um sjúkraskrárnar í gegnum netið. Öll samskiptin eru dulkóðuð. Þessi miðlunaraðferð er eins örugg og hægt er,“ segir Ingi Steinar Ingason, verkefnisstjóri raf- rænnar sjúkraskrár hjá Landlækn- isembættinu. Aðgangur að sjúkraskránum er er mismunandi eftir notendahópum sem sinnir sjúklingnum og það eru eingöngu ákveðnir notendahópar sem hafa aðgang að samtenging- unum. Þá eru tilteknar upplýsingar flokkaðar sem viðkvæmar, það eru t.d. upplýsingar um heimsóknir til geðlækna eða hvort einstaklingur hefur farið í fóstureyðingu. „Ekki er hægt að fletta slíkum gögnum þarna upp. Þetta er umræða sem á eftir að fara í. Það sem einn sjúklingur telur viðkvæmt telur annar ekki svo vera,“ segir Ingi Steinn. Víðtækt eftirlit er með uppflett- ingum í rafrænar sjúkraskrár, t.d eru sérstakar eftirlitsnefndir starf- andi innan heilbrigðisstofnana sem fylgjast með hverjir skoða sjúkra- gögn um einstaklinginn. „Í þessu samtengda kerfi verður hægt að rekja hverjir skoða sjúkraskrána. Þegar fram líða stundir getur einstaklingurinn sjálfur séð hver flettir honum upp.“ Samtengja sjúkra- skrár landsmanna Morgunblaðið/Þorkell Sjúkraskrár „Öll samskiptin eru dulkóðuð,“ segir verkefnisstjóri rafrænn- ar sjúkraskrár um öryggi sjúkraskráa sem teknar verða brátt í gagnið. „Því að veita sameiginlegan að- gang að viðkvæmum persónu- upplýsingum fylgir alltaf mikil áhætta. En við sýnum því skiln- ing að slíkt getur haft í för með sér ákveðinn ávinning,“ segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar. Hann áréttar að allar heil- brigðisupplýsingar teljast við- kvæmar persónuupplýsingar. Þá bendir hann á að í lög- unum sé skýrt kveðið á um að ábyrgðaraðilum sé skylt að gera áhættumat sem og tryggja öryggi slíkra upplýsinga. „Það er aldrei hægt að tryggja 100% öryggi en um- ræðan er oft á þá leið. Þess vegna er mik- ilvægt að fólk átti sig á því í um- ræðunni.“ Alltaf ákveðin áhætta PERSÓNUUPPLÝSINGAR Hörður Helgi Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.