Morgunblaðið - 11.12.2013, Page 28

Morgunblaðið - 11.12.2013, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Jólahlaðborðið okkar er vinsælt og rómað fyrir fjölbreytni og gæði. Hjá okkur fá gestirnir jólahlaðborðið beint á borðið til sín og geta notið kvöldsins. Fyrir notalegt kvöld á aðventunni er Veitingahúsið Einar Ben tilvalið fyrir vandláta. Hlýlegt umhverfi, notalegir litlir veitingasalir og einkastofur fyrir smærri hópa. 25% AFSLÁTTUR AF JÓLAHLAÐBORÐI OG GJAFABRÉFUM Á VEITINGAHÚSINU EINAR BEN VIÐ INGÓLFSTORG Almennt verð: 7.900 kr. Moggaklúbbsverð: 5.900 kr. Veltusundi 1, við Ingólfstorg. Sími 511 5090 www.einarben.is Opið öll kvöld frá 18:00 Tilboðið gildir fimmtudaga og sunnudaga Borðapantanir í síma 511 5090 Jólahlaðborðstilboðið gildir til 22. des. en hægt er að kaupa gjafabréfin með afslætti til áramóta. Raforka til stóriðju er „seld undir kostn- aðarverði“ – „nið- urgreidd“ – „gefins“. Um orkusölu úr Kárahnjúkavirkjun til Fjarðaáls var meðal annars sagt í skrifum á netmiðli nýlega, að þar hafi stjórnmálamenn þröngvað í gegn samningi um sölu á miklu magni af orku „á skítaverði“ til nokkurra áratuga. Vissulega var Kárahnjúkavirkjun umdeild framkvæmd. Fjárhagsleg áhrif hennar á rekstur Landsvirkjunar koma hins vegar fram í ársreikn- ingum fyrirtækisins með skýrum hætti: Virkjunin var gangsett haustið 2007 en komin í fullan rekstur ár- ið 2008. Árið 2006 var eiginfjár- hlutfall Landsvirkjunar 26,7% en er í árslok 2012 komið í 38%.Vaxtaberandi skuldir fyr- irtækisins ári eftir að virkjunin komst í full- an rekstur voru 2.824 milljónir bandaríkja- dollara. Í árslok í fyrra hafði fyrirtækið greitt þessar skuldir hratt niður um tæpar 400 milljónir dollara og námu þær þá 2.436 milljónum dollara. Landsvirkjun hefur því á þessu tímabili greitt niður skuldir um tæpa 50 milljarða króna. Hversu mörg íslensk stórfyr- irtæki hafa skilað viðlíka rekstrar- afkomu? Hvernig fer þessi góða afkoma fyrirtækisins saman við þær fullyrðingar að verið sé að selja álfyrirtækjunum, sem kaupa um 75% af allri orku fyrirtækisins, raforku á hrakvirði? Svarið er augljóst. Þeir samningar sem Landsvirkjun hefur gert við álver- in eru fyrirtækinu hagfelldir og skila því góðri afkomu. Þeir sem halda öðru fram þurfa að rök- styðja mál sitt. „Skítaverðið“ skil- ar nefnilega góðum hagnaði. Útflutningstekjur af áli á síð- asta ári námu 226 milljörðum króna eða um 23% af útflutnings- verðmæti okkar. Hreinn vöru- skiptajöfnuður af álframleiðslu nam 120 milljörðum króna. Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hafa um 5.000 manns framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti. Þá greiðir atvinnu- greinin há laun miðað við íslensk- an vinnumarkað og störf innan hennar eru eftirsótt. Styrkleikar okkar sem sam- félags til aukinnar atvinnusóknar og uppbyggingar liggja einkum á fjórum sviðum. Matvælafram- leiðslu, aðallega í sjávarútvegi, ferðamennsku, þekkingariðnaði og sölu á samkeppnishæfri grænni orku. Uppbygging í hverjum þess- ara þátta getur og á að fara sam- an. Við þurfum að nýta öll okkar tækifæri til að auka fjárfestingu og efla hagvöxt. Leggjast á eitt um að skapa verðmæti innanlands hverju sinni. Einungis þannig sköpum við ný störf, aukum kaup- mátt og vinnum okkur út úr efna- hagsvandanum. Eftir Gunnar Þórarinsson Gunnar Þórarinsson » Þeir samningar sem Landsvirkjun hefur gert við álverin eru fyr- irtækinu hagfelldir og skila því góðri afkomu. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Er raforka seld á „skítaverði“ til stóriðju? Af mikilhæfum forvígismönnum og öðrum Ég hringdi í núver- andi ritstjóra Morg- unblaðsins og spurði hvort ég mætti fjalla um fjöldauppsagnir á RÚV á minn hátt. Föstudeginum var varið í að ræða við starfsmenn RÚV sím- leiðis og í trúnaði – tíu manns af öllum deild- um og stigum og hæð- um sem ég þekki til tuga ára – suma svo langt aftur sem ég man. Vandi minn felst í því að gera hömlulausa gagnrýni uppbyggilega. Reyni það. Til þess er hún – gagnrýni. Ekki satt? Hér á eftir fara nokkrar sund- urlausar sögur úr fortíð og nútíð, sem varpa ljósi á góða forystumenn og illa. Að vera lausbeislaður Þáverandi ritstjóri sagði við mig 1972: „Þú ert alveg lausbeislaður Guðmundur minn – en verður jafn- framt að taka afleiðingum skrifa þinna. Við stöndum með þér að vissu marki en ekki út yfir öll landa- mæri.“ Að láta reka sig Dagskrár- og fréttastjóra sjón- varps var skipað fyrir margt löngu að segja Ómari Ragnarssyni upp störfum. „Er hann ekki bara spé- fugl?“ Presturinn sagði: „Rekið mig fyrst og svo getið þér rekið Ómar sjálfir.“ Annar útvarpsstjóri skipaði mér síðar að reka starfsmann af tónlistardeild því faðir viðkomandi væri í kolvitlausum stjórn- málaflokki. Þá hrökk upp úr mér: „Rektu mig fyrst og gerðu það svo sjálfur.“ Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Nú vill svo undarlega til að þessi dagskrárgerðarmaður er annar tveggja (!) starfsmanna tón- listardeildar sem ekki fengu upp- sagnarbréf. Aðrir horfnir á braut. Sá vægir Ég gekk víst út yfir öll landamæri „háttvísi“ 1978. Þá skrifaði „menn- ingarforkálfur“ heilu opnurnar mér til höfuðs í Morgunblaðið – þótt ég væri bara að segja satt. Þá var ég kallaður til ritstjóra. En það var ekki eins og þeir væru að skamma mig – blessað barnið – þeir sögðu kannski: „Láttu hann eiga síðasta orðið, Guðmundur minn.“ Og svo var sagt: „Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Í framhaldinu var stofnuð íslensk ópera – sem er í sjálfu sér alveg fáránlegt, enda óperuformið rándýrasta form allra listforma. Garðar Cortes hlaut fyrir það bjart- sýnisverðlaun frá útlöndum. Það er stutt á milli bjartsýni og fífldirfsku. Söngvarar gerðu þetta í nauðvörn og í sjálfboðavinnu. Talsmenn listalífs Og hvað sögðu tíu traustir og góð- ir starfskraftar RÚV við mig í dag? Það var ekki fallegt. Mér þykir það allt mjög dapurlegt, enda hafa þeir unnið á sig gat í áratugi á lágkúru- launum – en haldið listalífinu fram af alefli. Undirlægjuháttur er ljótt orð Og hvað meira var sagt? Útvarps- stjóri skilur ekki ljóð. Hann hlustar ekki á músík. Hann sækir ekki tónleika. Hefur aldrei tekið sér „menn- ingu“ í munn það best fólk veit. Hann er ekki hæfur heldur van- hæfur. Þannig menn eiga ekki að stjórna menningargjallarhorni þjóðarinnar til fram- tíðar. Þannig menn rífa niður en byggja ekki upp. Hann getur ekki einu sinni var- ið vígið. Hann hefði átt að segja – eða segja nú: „Fyrst rekið þið mig og svo getið þið sjálfir rekið alla mína góðu starfsmenn.“ Þetta, að sitja sem fastast, heitir heiguls- háttur í besta falli og er útvarps- stjóra til vansa. Ekki prenthæft Og hvað var mér sagt af starfs- mönnum RÚV í dag? Það var svo ljótt að ég treysti mér ekki til að hafa það eftir – orðrétt. Það er ekki prenthæft. „Seg mér það í trúnaði,“ segir fyrrverandi ritstjóri. „Nei, ekki þér og ekki nokkrum manni. Hitt veit ég að þú talaðir aldrei svona til samverkafólks á Morg- unblaðinu.“ „Og hvað skal þá gera, Guðmundur minn?“ „Segja mann- inum upp!“ „Og hvað svo, Guð- mundur minn?“ „Segja yfirboðara hans upp!“ Gleðileg jól „Er eitthvað annað í stöðunni, Guðmundur minn?“ Já, gera vopna- hlé. Afturkalla uppsagnir. Halda gleðileg jól með menningardýrð í Efstaleiti. Fá svo óvilhallt fólk til að semja varanlegan frið eftir áramót. Þetta sagði starfsfólk RÚV við mig. Forsætisráðherra Hringt er eftir sjónvarpsfréttir – ég svara. Þetta er Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra (hann var vinur minn enda ég þá þings- veinn). Við strákarnir í Sogamýri þekktum líka Bjarna að góðu einu. Hann gekk hitaveitustokkinn á sumarkvöldum djúpt hugsi. En hann staldraði alltaf við og sagði eitthvað vinsamlegt við okkur. „Jæja, svo þið eruð enn í fótbolta, strákar!“ Áfram með söguna „Gott kvöld, er sr. Emil við?“ Ég lá í símanum uppi á lofti en prest- urinn í eldhúsinu að sjúga ýsubein. Bjarni: „Sr. Emil, ef fréttastofan hættir ekki þessum linnulausu árás- um á minn flokk mun ég reka yður.“ Emil: „Þá gerið þér það, herra for- sætisráðherra.“ Bjarni (hugsi um hríð). „Nei, ég læt Gylfa gera það!“ Ég sagði fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins þessa sögu síðar og í trúnaði. Hann segir: „Bjarni minn gat látið svona. Svo var það búið.“ Þeir þrír voru perluvinir alla tíð – en héldu uppi vörnum fyrir sitt fólk dag og nótt. Það er mórallinn í þess- ari sögu! Ekki annar. Eftir Guðmund Emilsson »Dagskrár- og frétta- stjóra sjónvarps var skipað fyrir margt löngu að segja Ómari Ragnarssyni upp störf- um. „Er hann ekki bara spéfugl?“ Presturinn sagði: „Rekið mig fyrst og svo getið þér rekið Ómar sjálfir.“ Höfundur er hljómsveitarstjóri og fv. tónlistarstjóri Útvarpsins. ge224@simnet.is Guðmundur Emilsson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.