Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Smáauglýsingar
Antík
Úrval af borðstofuhúsgögnum,
stólum, skápum, borðum.
Gjafavörur, postulín, kristall, silfur,
styttur, kertastjakar o.fl.
Opið frá kl. 10 til 18.
Laugardaga frá kl. 11 til 16.
Skúlatúni 6.
Sími 553 0755 – antiksalan.is
Hljóðfæri
Tómstundir
Borðtennisborð frá Adidas
Ti.200 roller-borðtennisborð.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Frábært fótboltaspil
Svo fer ekkert fyrir því eftir notkun.
FFT13-4LN
Verð: 39.900 kr. m/vsk.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Til sölu
Kristalsljósakrónur, glös, skart-
gripir. Glæsilegar kristalsljósakrón-
ur, veggljós, matarstell og kaffistell,
kristalsglös, styttur og skartgripir til
sölu.
BOHEMIA KRISTALL,
Grensásvegi 8.
S. 571 2300.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Teg. KENZA Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Góður sóli. Stærðir:
37–40. Verð: 21.850.
Teg. 06023 Þægilegir og vandaðir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
37–40. Verð: 17.900.
Teg. 0191 Flottir dömuskór úr leðri,
fóðraðir. Vetrarsóli. Stærðir: 37–40.
Teg. 0327 502 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Góður sóli. Stærðir:
37–40. Verð: 18.885.
Teg. 01327 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Góður sóli. Stærðir:
37–40. Verð:16.985.
Teg. 0327 504 Vandaðir dömuskór úr
leðri, fóðraðir. Góður sóli. Stærðir:
36 –40. Verð: 18.885.
Bílar
Skoda Octavia 1,9 Diesel 5/2010
Ekinn 96 þús. km. Eyðsla 5,1 L í
blönduðum akstri. Skynsamlegur bíll
á lægra verði en flestir meira eknir
2008 Skodar.
Verð: 2.225.000.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
BílaþjónustaHúsviðhald
Tek að mér ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Glerjun og gluggaviðgerðir
Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum
smíðaverkefnum.
Kortaaðgangskerfi fyrir húsfélög/
sameignir - engir lyklar.
Glugga- og hurðaþjónustan,
s. 895 5511, smidi.is
Daewoo Nubira árg. 2004 til sölu
Ek. 83.000 km. Sjálfsk. Leður inn-
réttingar. Topplúga. Rafmagn í öllu.
DVD spilari m/magasíni.
Verð 850 þús. Tilboð 590 þús.
Upplýsingar í síma 866 0784.
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
urferðina og allar þær yndislegu
stundir sem við áttum á fallega
heimili þeirra Andrésar, ömmu
okkar eða foreldra minna.
Elsku Andrés, Andrés yngri,
Íris, Bergþór og fjölskyldur, hug-
ur okkar er hjá ykkur. Megi Guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Guð varðveiti þig, elsku frænka.
Kjartan, Berglind
og Jóhanna Lóa.
Elsku Dóra vinkona mín er dá-
in. Við höfum þekkst frá því við
vorum í 7 ára bekk í Miðbæjar-
skóla þar sem við vorum saman í
leikfimi. Við fluttum báðar inn í
Voga þegar við vorum 10 ára og
fórum í Langholtsskóla. Við vor-
um oft samferða í strætó og
kynntumst betur. „Bestu bestu
vinkonur“ urðum við í Vogaskóla
er við lentum saman í „öðrum
bekk í Gaggó“. Þegar skóla lauk
og við tók vinna, vann ég inni í
Vogum en Dóra í miðbænum, ég
var svo heppin að hafa bíl til um-
ráða á vinnutíma og gátum við hist
og borðað saman í hádeginu nán-
ast alla daga í miðbænum, svo á
kvöldin hafði Dóra bíl til umráða
og fórum við saman allflest kvöld á
„rúntinn“ og svo í Glaumbæ um
helgar eins og unglingar gerðu í
þá daga. Við fórum saman í ferðir
til Akureyrar, í Borgarnes,
Skorradal, Þórsmörk og til Lond-
on, svona mætti lengi telja. Þetta
voru yndisleg ár. Ef við ekki gerð-
um eitthvað saman, töluðum við
saman í síma. Þegar við svo hittum
maka okkar og stofnuðum heimili
flutti ég út á land, þá urðu sam-
verustundirnar færri eins og
gengur, en við héldum samt góðu
sambandi. Við fórum saman í úti-
legur með börnin og ég fór yfirleitt
í heimsókn til Dóru og Andrésar
eins oft og ég gat. Eftir að börnin
fluttu að heiman, og við komin á
jeppa, fórum við í bíltúra, skoðuð-
um gosið á Fimmvörðuhálsi,
Landeyjahöfn í byggingu, Veiði-
vötn og fleiri staði, slógum svo upp
sameiginlegri matarveislu þegar
heim var komið. Dóra og Andrés
fóru mjög oft í sumarbústað í
Þjórsárdalinn, alltaf létu þau mig
vita og fór ég þangað ýmist ein eða
við hjónin og nutum við yndislegr-
ar samveru Dóru, Andrésar og
barnanna og ekki má gleyma elda-
mennsku Andrésar, sem er algjör
listakokkur. Það er erfiðara en
tárum taki að missa bestu vinkonu
sína á besta aldri, en minningarn-
ar lifa. Við Dóra töluðum mjög oft
saman í síma og rifjuðum upp ung-
lingsárin, mikið gátum við hlegið
og skemmt okkur við það. Við gát-
um líka talað saman um allt og
treyst hvor annarri. Andrés hefur
ekki bara misst eiginkonu sína,
heldur einnig allra besta vin sinn.
Elsku Andrés, Andrés jr., Íris,
Bergþór, Jón Þór og fjölskyldur,
elsku Lóa, Olli, Nanna og fjöl-
skylda, við Garðar og börnin okkar
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð, megi góður Guð styrkja
ykkur í sorginni. Elsku Dóra, hvíl
þú í friði, þakka þér trausta og frá-
bæra vináttu sl. 50 ár. Þín vinkona,
Erla.
Lífið er dans á þyrnum en ein-
staka sinnum rekst maður á rós.
Svo segir í dönsku máltæki. Þetta
átti svo sannarlega við þegar ég
kynntist sómakonunni Halldóru
Bergþórsdóttur fyrir um það bil 13
árum. Leiðir okkar lágu saman á
sameiginlegum vinnustað hér í
borg. Með okkur tókst fljótt sönn
vinátta sem hélst alla tíð upp frá
því.
Halldóra var trú og trygg vin-
kona sem vildi ávallt vel. Hún var
jákvæð, glaðlynd, viðræðugóð og
átti gott með að setja sig í spor
annarra. Hún dæmdi aldrei, heldur
lagði gott til málanna. Við gátum
oft rætt um alla heima og geima.
Það brást ekki að maður fylltist
betri líðan eftir samtöl við Hall-
dóru.
Halldóra var falleg kona, mikil
reisn yfir henni og brosið ósvikið.
Hún var stolt af fjölskyldu sinni,
eiginmanni, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum. Full þakk-
lætis fyrir þau öll og þreyttist aldr-
ei á að segja frá þeim sem voru
henni svo kær.
Það er erfitt að sætta sig við að
Halldóra sé nú horfin á braut svo
snemma en enginn veit sinn næt-
urstað.
Að endingu vil ég þakka fyrir
það lán að hafa fengið að kynnast
Halldóru. Fjölskyldu hennar bið ég
guðs blessunar.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Blessuð sé minning Halldóru
Bergþórsdóttur.
Elín Davíðsdóttir
Aðventan er að byrja og jólin,
hátíð ljóss og friðar, eru að nálg-
ast þegar við fáum þá harma-
fregn að Dóra vinkona okkar sé
látin. Hrifin brott frá eiginmanni,
börnum, barnabörnum og allri
fjölskyldunni sem hún unni svo
mjög.
Á lífsleiðinni kynnumst við
fjölda fólks sem kemur og fer en
á milli annarra myndast bönd
sem ekki slitna. Slík vinátta er
svo óendanlega mikilvæg þar
sem vinir fylgjast að og taka þátt
í gleði og sorgum hver annars.
Þótt tími líði á milli samfunda
skiptir það ekki meginmáli en
ánægjan verður því meiri þegar
fólk hittist. Því er það svo á tíma-
mótum sem þessum að söknuður-
inn brýst fram og við þráum fleiri
samverustundir.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
á Kanaríeyjum árið 1977 þar sem
Dóra og Andrés voru ásamt
frumburðinum Andrési yngri.
Þar hófst vinátta sem hefur hald-
ist síðan. Minnisstæðar eru sum-
arbústaðaferðir í Þjórsárdalinn
og norður í land ásamt nokkrum
ferðum í Grafninginn en þá höfðu
Íris og Bergþór bæst í hópinn.
Samvera á tímamótum í lífi okkar
allra var líka fastur liður í tilver-
unni.
Dóra var einstaklega hlý
manneskja, líka mikill húmoristi
og með létta lund. Hún var við-
kvæm en að sama skapi sterk
sem kom best fram í veikindum
hennar á yngri árum. Fjölskyld-
an var henni allt og var sérlega
fallegt samband milli þeirra
Andrésar og barnanna.
Móður sinni reyndist hún af-
skaplega vel og er sorg hennar
mikil. Við sendum henni okkar
bestu kveðjur.
Dóru þökkum við hlýju í okkar
garð og umhyggju, en í fjölda-
mörgum samtölum okkar í gegn-
um tíðina sýndi hún alltaf einlæg-
an áhuga á velferð okkar og
barnanna okkar.
Við sendum Andrési, börnun-
um og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Góð
kona er gengin. Hennar verður
sárt saknað.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Sigrún og Ævar.
Halldóra
Bergþórsdóttir
✝ Elín Magn-úsdóttir fædd-
ist 21. maí 1933 í
Reykjavík og lést
29. nóvember 2013
á Elliheimilinu
Grund. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Guðsteinn
Snorrason Weld-
ing, f. 4.10. 1906, d.
8.8. 1966 og Guðný
Theodóra Guðna-
dóttir, f. 3.5. 1908, d. 8.3. 1999.
Elín óst upp hjá föður sínum og
eiginkonu hans, Maríu Amalíu
Antonsen Theodórsdóttur, f.
7.11. 1908, d. 18.11. 1962. Systk-
ini Elínar eru: Snorri, f. 15.4.
1932, lést á öðru ári, sammæðra
eru Sjöfn, f. 22.8. 1935 og Gunn-
ar, f. 8.8. 1953. Systkini Elínar
samfeðra eru Snorri, f. 17.2.
1934, Theodór, f. 3.5. 1940, d.
15.10. 1961, Auður, f. 16.7. 1942,
d. 2.2. 1998, Karen, f. 24.9. 1945,
Unnur, f. 26.9.
1948, María, f. 9.8.
1951. Elín giftist
Jóhannesi Jós-
efssyni þann 6.11
1953. Jóhannes var
fæddur 15.2. 1930,
d. 30.4. 2008. Þau
eignuðust fimm
börn og þau eru:
Sjöfn, f. 9.3. 1954,
Gunnar Jósef, f.
14.3. 1956, Elín
Theodóra, f. 17.9. 1957, Jóhann
Snorri, f. 5.2. 1961, Jóhannes
Örn, f. 5.2. 1968. Fyrir átti Elín
soninn Magnús Welding Jóns-
son, f. 28.1. 1950, d. 31.1. 2013.
Barnabörnin eru 12 og lang-
ömmubörnin 15. Elín starfaði
hjá Sælgætisgerðinni Völu, JL
húsinu og svo á Elliheimilinu
Grund. Elín verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag, 11.
desember 2013, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar ég
hugsa til baka. Brúðkaupsferðin
okkar til Kanarí árið 2000 og
tengdapabbi sjötugur. Ferðin til
Benedorm um vorið 2003 þegar
þú varst sjötug og við dönsuðum
gömlu dansana niðri á strönd við
undirleik tveggja harmonikku-
leikara sem komu þar óvænt að.
Og svo síðasta ferðin okkar sam-
an til Tenerife í júní 2010 þegar
við öll börnin þín vorum saman
með þér í ógleymanlegri ferð. Þú
varst svo jákvæð og dugleg að
ganga með göngugrindina þína,
lestarferðin um bæinn, saltkjöts-
veislan og svo gaman hvað allir
voru samhentir og svo góðir vin-
ir. Þegar ég sat hjá þér nokkrum
vikum fyrir andlát þitt og við
hlustuðum á jólalögin sendir þú
mig út í Melabúð eftir sviðasultu
og rófustöppu og við héldum
partí í fallega herberginu þínu á
Grund. Ótrúlegt en satt var það
síðasta máltíðin okkar saman.
Þú varst svo hress og kát. Þann
27. nóvember sat ég við rúmið
þitt og þú varst svo veik, eitt-
hvað svo fjarlæg, en á smá tíma-
punkti hresstist þú við, opnaðir
augum og baðst mig um að gefa
þér að drekka .Við spjölluðum
um jólin og sokkaprjón. Þú ætl-
aðir að rífa þig upp úr þessum
veikindum og koma til okkar um
jólin. Elsku Ella mín, takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar
saman. Ég veit að þú ert komin
á betri stað og laus við þjáningar
þínar. Þú verður í hjarta okkar
allra um jólin.
Guð blessi minningu þína. Þín
tengdadóttir,
Anna Guðrún Kristinsdóttir.
Elín Magnúsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Halldóru Bergþórs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.