Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 40

Morgunblaðið - 11.12.2013, Side 40
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Þessi upplýsandi, veglega ogfallega hannaða sýnisbóker gefin út í tilefni þess að350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Markmiðið er að kynna lesendum þau fjölskrúðugu og ólíku verk sem Árni bjargaði frá glötun á sínum tíma en alls munu vera í safni hans, hér í Reykjavík og í Kaupmanna- höfn, um 3.000 handrit frá mið- öldum og síðari tímum. Bókin hefst á líflegri og upplýs- andi grein Svan- hildar Óskarsdóttur, „Með handrit á heilanum – Safnarinn Árni Magn- ússon“. Er þar dregin upp skýr mynd af manninum og söfnunar- ástríðu hans, auk þess sem for- vitnileg dæmi um aðdáunarvert kappið og eftirfylgnina við söfnunina má lesa um í brotum úr sendibréfum sem hann hefur ritað. Bókin endar síðan á umfjöllun Soffíu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Laufeyjar Guðnadóttur um handverkið sem beitt var við bókagerðina á miðöld- um. Er það ekki síður upplýsandi kafli. Meginhluti bókarinnar er umfjöll- un um 66 handrit úr safni Árna og miðast talan við að hann lifði í jafn mörg ár. Einnig er sagt frá nokkrum þeirra fjölda fornbréfa sem varðveitt eru í safninu. Jafn mörg handrit, eða 33 úr hvoru safni, eru kynnt, og hafa margir fræðimenn skrifað textana. Við hönnun og frágang bók- arinnar hefur verið haft að leið- arljósi að hafa hana sem fallegasta og gleðja þannig lesandann með því að færa honum þennan fyrirmynd- arprentgrip. Oftast takmarkast um- fjöllun um hvert handrit við eina textasíðu og er ljósmynd af því á síð- unni á móti. Þá fylgir hverri kynn- ingu staðreyndaborði neðst á síð- unni, þar sem fram koma upplýsingar á borð við síðufjölda hvers handrits, efni þess, innihald, varðveislustað, upprunastað og skrifara – ef þær liggja fyrir. Allt myndefni skilar sér vel, hvort sem um er að ræða myndir af máð- um og klipptum blöðum Reykja- fjarðarbókar, glæsilegum síðum Stjórnar, upprúllað Tröllkonurímið eða myndlýsingarnar sem skreyta síður bókarinnar. Lengi er hægt að rýna í þessar síður og dást að þeim – og er um að gera að nota tækifærið hér, því ekki er unnt að ganga inn á safn að skoða handritin sjálf. Sem er vitaskuld óboðlegt. Allur textinn er læsilegur og upp- lýsandi, eins og vera ber í sýnisbók sem þessari. Hér er ljósi varpað á þennan stórkostlega arf, sem stofn- anirnar tvær varðveita fyrir heiminn – og lesendur geta nú fræðst um á aðgengilegan hátt. Morgunblaðið/Ómar Upplýsandi Svanhildur Óskarsdóttir sá um útgáfu þessarar vönduðu sýn- isbókar, þar sem ljósi er varpað á þann stórkostlega arf sem Árnastofn- anirnar í Reykjavík og Kaupmannahöfn varðveita. Fjársjóðurinn sem Árni bjargaði frá glötun Sýnisbók 66 handrit úr fórum Árna Magn- ússonar bbbbm Svanhildur Óskarsdóttir sá um útgáf- una. Hönnun og umbrot: Líbía Ásgeirs- dóttir, Næst. Prentvinnsla: Prent- smiðjan Oddi. Útgefendur: Den Arnamagnæanske Samling, Nordisk forskningsinstitut; Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum; bókaútgáfan Opna. Reykjavík 2013. 232 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriggja mínútna hljóðlaus kafli úr kvikmyndaverki breska listamann- inn Isaac Julien, Playtime, er nú sýndur á hverju kvöldi á risaskjáum Times-torgs í New York, fram til 30. desember. Sýningin er hluti af verkefninu Midnight Mo- ment sem hóf göngu sína í maí í fyrra og hafa verk fjölda þekktra lista- manna verið sýnd á skjáum torgsins á vegum þess, m.a. myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, „Mu- tual Core“. Kvikmynd Juliens var að hluta til tekin hér á landi og Ingvar E. Sigurðsson og Hollywood- stjarnan James Franco meðal leik- ara í henni. Myndinni er skipt í þrjá hluta sem gerast í jafnmörgum borgum: Lundúnum, Reykjavík og Dubai og segir á vef Midnight Mo- ment að í henni kanni Julien tengsl fjármagns, listheimsins og ein- staklingsins. Sá hluti sem snýr að Reykjavík snýst um lífið eftir efn- hagshrunið árið 2008. Í galleríinu Metro Pictures í New York má nú finna innsetningu eftir Julien þar sem Playtime er sýnd tvískipt og önnur mynd henni tengd, Kapital, á einum skjá auk ljósmynda. Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson kom að tökum Playtime, bæði á Íslandi og í Lundúnum. „Þessi bútur sem er á Times Square er úr „single screen“ kvikmyndainn- setningu sem ég kom að,“ segir Há- kon og er sú innsetning á sýningunni í Metro Pictures. Sýningin í Lund- únum muni fara fram á sex skjáum og þar af einum sem sé „super wide“, þ.e. sérstaklega breiður þannig að tvo myndvarpa þurfi til að varpa á hann. „Hann er það sem maður myndi kalla kvikmyndainn- setningalistamann. Hann notar kvikmyndatækni og í rauninni var þetta stórt skref hjá honum því þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur upp stafrænt í stað þess að nota filmu,“ segir Hákon um Julien og Playtime. Meðal íslenskra tökustaða í verkinu eru Mývatn og yfirgefið hús í Mosfellsbæ. Í húsinu fóru fram tökur með Ingvari en hann leikur listamann sem fengið hefur að kenna á kreppunni, að sögn Hákonar. Juli- en hafi lýst því svo fyrir honum að hann vildi gera húmaníska mynd um fjármagn. „Fjármagn sem einhvers konar afl, nánast eins og þyngdarafl og hvernig það hefur áhrif á þig. Hvernig við flæðum öll með því,“ út- skýrir Hákon. „Íslenski hlutinn fjallar um það hvað gerist þegar þetta flæði stöðvast allt í einu.“ Frekari upplýsingar má finna á vef Julien: isaacjulien.com. Ísland eftir hrun á risa- skjáum Tímatorgs  Íslenskur kvikmyndatökumaður vann með Isaac Julien Ljósmynd/Ka-Man Tse Tímatorg Verk Julien er sýnt á risaskjáum Times Square á kvöldin, þriggja mínútna útgáfa sem var útbúin sérstaklega til sýninga þar. Hákon Pálsson Tölvuleikjaheyrnatól Þráðlaust heimabíó Snertiskjár Verð: 79.990 kr. Verð: 29.877 kr. Verð: 154.900 kr. Heyrnartól á hærra plani • Fyrir leikina og snjallsímann. • Hljóðmixer fylgir. Hefur þú heyrt af nýjasta barnum? • Mikill hljómur fyrir lítið pláss. • Aðeins einn hátalari og þráðlaust bassabox. Yoga er teygjanlegt hugtak • Fartölva og spjaldtölva í einni græju. • i3 örgjörvi og 11,6“ skjár. Allt sem þú óskar þér Nýherji / Sími 569 7700 / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / netverslun.is Kláraðu kaupin í verslunum okkar eða á netverslun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.