Morgunblaðið - 11.12.2013, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Bústaðakór held-
ur jólatónleika
sína í kvöld kl. 20,
en innkoman
rennur til söfn-
unar á línuhraðli
Landspítalans.
„Stjarna
kvöldsins verður
Anna Sigríður
Helgadóttir söng-
kona sem mun
fara í skjóðu Mahaliu Jackson og
jólastef kvöldsins verður mestmegn-
is í hennar anda,“ segir í tilkynn-
ingu. Aðrir einsöngvarar úr kórnum
eru Gréta Hergils, Edda Austmann,
Jóhann Friðgeir, Rósalind Gísladótt-
ir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og
Sæberg Sigurðsson. Stjórnandi er
Jónas Þórir, en Bjarni Sveinbjörns-
son leikur á kontrabassa og Stefán
S. Stefánsson á saxófón og flautu.
Styrktartónleikar
Bústaðakórs
Anna Sigríður
Helgadóttir
Kór Neskirkju og
Stúlknakór Nes-
kirkju halda jóla-
tónleika í Nes-
kirkju í kvöld kl.
20. Auk þeirra
koma fram bás-
únuleikararnir
David Bobroff,
Einar Jónsson,
Ingibjörg Azima
Guðlaugsdóttir
og Sigurður Þorbergsson. Stjórn-
andi tónleikanna er Steingrímur
Þórhallsson.
„Fjölmörg lög eru á efnisskránni,
öll til þess fallin að koma tónleika-
gestum í gott jólaskap,“ segir m.a. í
tilkynningu. Þar kemur fram að tón-
leikunum ljúki með samsöng kórs og
tónleikagesta, en boðið verði upp á
kaffi og piparkökur í hléi. Miðar eru
seldir hjá 12 Tónum og í Neskirkju.
Jólatónleikar í
Neskirkju í kvöld
Steingrímur
Þórhallsson
Ljóðin í sjöttu ljóðabók AraTrausta Guðmundssonar,Bæjarleið, hverfast öll umlíf fullorðins trillusjó-
manns í afskekktu þorpi. Í byrjun
bókar er birtur stuttur texti, „Upp-
haf“, þar sem tónninn er sleginn.
Ljóðmælandi segir frá miðaldra
náunga sem hann kynntist í þessum
bæ og í síðari heimsóknum hittast
þeir aftur, náunginn á gamlan bát,
býr í útjaðri bæjarins, á engin skyld-
menni á staðnum og er barnlaus.
„Við komu til bæjarins fyrir
skömmu frétti ég að hann væri lát-
inn. Hefði fundist andvana á stól í
eldhúsinu heima fyrir.
Ég gerði mér ferð í kirkjugarðinn
til að kveðja hann.“
Þar hefst síðan bálkur 55 ljóða
sem skipt er í fjóra hluta eftir árstíð-
unum. Einsemd og kyrrð móta hóf-
stilltan ljóðheiminn þar sem lífi sjó-
mannsins er lýst, og dregnar eru
upp myndir þar sem náttúran end-
urspeglar iðulega líðan og tilfinn-
ingar, eins og í ónefndu vorljóði:
fullt læðir tunglið
enn einu sinni
silfraðri og langri ljósár
í gáraðan fjörðinn
rær hægt og virðulega vestur á bóginn
líkt og það verði aldrei leitt á
að vekja aðdáun
eitt sinn hafði ég sömu tækifæri
og það
svo bjartur
Í upphafi verksins situr ljóðmæl-
andinn í eldhúsinu, „tíufréttir hálfn-
aðar / dauðinn víða að verki // dautt í
pípunni …“ Bálknum lýkur á sama
stað, þar sem maðurinn hyggst drífa
sig af stað eftir bolla af kaffi og
hvíld. En í millitíðinni eru dregnar
upp meitlaðar og hófstilltar myndir
af einsemdarlegu lífi milli fjalla, í
þessu þorpi þar sem auð húsin eru
sögð „umkomulaus // jafn gömul
mér / eða eldri // eiga sér ekki við-
reisnar von / en mér líður bærilega“:
veit þó að lífið
getur verið drjúg bæjarleið
Ljóðmælandinn skynjar náttúr-
una, sér „vindinn best með augun
lokuð. Heyri hann spinna iðandi ský
fram af fjöllunum“. Fyrir kemur að
hann er ekki einn undir sænginni,
þá er þar ylur sem dugir báðum og í
vetrinum, í launköldu norðanbáli,
þar sem „húsið líkt og svífur á úfn-
um stormskýjum“ gætu þau tvö,
svona nakin, „þóst vera englabörn“.
En tíminn líður, bókaskápurinn á
í hljóðu tali við vin sinn ljóðmæland-
ann, sem þrífur seltu af rúðum, en
endalokin nálgast.
Lífið sem
drjúg bæjarleið
Ljóð
Bæjarleið bbbmn
Eftir Ara Trausta Guðmundsson.
Uppheimar, 2013. 70 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ari Trausti
Guðmundsson
„Með gleðiraust
og helgum
hljóm“ er yf-
irskrift aðventu-
tónleika Kórs
Kópavogskirkju
sem fram fara í
safnaðarheim-
ilinu Borgum í
kvöld kl. 20.
„Flutt verða
aðventu- og jóla-
lög frá ýmsum löndum. Einsöngv-
arar koma úr röðum kórfélaga,
þar sem kórinn hefur á að skipa
mjög fjölhæfu tónlistarfólki,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Stjórnandi er Lenka Mátéová,
en Peter Máté leikur með á píanó.
Eftir tónleikana er boðið upp á
heitt súkkulaði og piparkökur. Að-
gangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Með gleðiraust
og helgum hljóm
Lenka
Mátéová
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
MACHETEKILLS KL.5:40-8-10:20
MACHETEKILLSVIP KL.5:40-8-10:20
DELIVERYMAN KL.5:40-8-10:20
THOR-DARKWORLD3DKL.5:30-8-10:30
THEFIFTHESTATE KL.8
ENDERSGAME KL.5:30
ESCAPEPLAN KL.10:40
BADGRANDPA KL.8
GRAVITY2D KL.10:20
PRISONERSSÍÐUSTUSÝNINGAR 2S KL.5
KRINGLUNNI
MACHETE KILLS KL. 5:40 - 8 - 10:20
DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20
ESCAPE PLAN KL. 10:30
THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8
MACHETE KILLS KL. 5:40 - 8 - 10:20
DELIVERYMAN KL. 8 - 10:20
ENDERS GAME KL. 5:30
ESCAPE PLAN KL. 8 - 10:30
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
GRAVITY 3D KL. 5:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
MACHETEKILLS KL.8-10:20
DELIVERYMAN KL.8
HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:20
AKUREYRI
MACHETE KILLS KL. 8 - 10:20
DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8
ESCAPE PLAN KL. 10:20
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ERTU BÚINN AÐ SJÁ EINA AF
BESTU MYNDUM ÁRSINS?
EMPIRE
TOTAL FILM
VAR BARA BYRJUNIN
CHRIS
HEMSWORTH
TOM
HIDDLESTON NATALIEPORTMAN
JOBLO.COM
ELDFIM OG ÖGRANDI
FYRSTA FLOKKS ÞRILLER
ROLLING STONE
GQ
MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI
EMPIRE
NON-STOPACTION
M.S. WVAI RADIO SMARTANDFUN
J.B – WDR RADIO
FRÁBÆR
GAMANMYND
MACHETE ER MÆTTUR AFTUR Í
GEGGJUÐUSTU MYND ÁRSINS!
DANNYTREJO - LADYGAGA -AMBERHEARD -
MICHELLERODRIGUEZ-SOFÍAVERGARA-MELGIBSON-
CHARLIESHEEN-ANTONIOBANDERAS-CUBAGOODINGJR.
VARIETY
FAÐIR 533 BARNA.
BARA VESEN!
S.B. Fréttablaðið
★★★★★
T.V. Bíóvefurinn/Vikan
„ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ
FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA“
S.B. Fréttablaðið
12
12
12
L
FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA
THE QUEEN
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 5 - 7 - 8 - 10
MANDELA Sýnd kl. 7 - 10
PHILOMENA Sýnd kl. 5
FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 5
BLÁTT Spírulína
gefur jafna
orku
sem endist
Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið.
Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi.
Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi.
Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og
50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það
eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega
þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur
virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO.
Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000.
Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan,
Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa.
Hrein orka og einbeiting
BETRI FRAMMISTAÐA,
LENGRA ÚTHALD