Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BROT ÚR BYGGÐARSÖGU! www.holabok.is/holar@holabok.is Mannlíf í Grýtubakka- hreppi í 150 ár. Fjallað er um atvinnu- mál, félagsmál og framfarir á mörgum sviðum. Við sögu koma ómagar og alþingismenn og allt þar á milli. Yfir 100 milljarða sala  Eignasafn Seðlabankans hyggst selja skuldabréf að verðmæti 103 milljarðar  Hagfræðingur segir söluna draga úr þrýstingi á vaxtahækkanir á næstunni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hyggst innan sex mánaða hefja sölu á verðtryggðum skuldabréf- um. Heildarverðmæti bréfanna er 103 milljarðar króna og verða þau seld í áföngum á fimm árum, að óbreyttu fimmtungur á hverju ári. Um er að ræða svonefnd sértryggð skuldabréf sem voru gefin út af Kaupþingi og lögð að veði gegn láni hjá Seðlabank- anum. Þegar Kaupþing fór í þrot við efnahagshrun- ið haustið 2008 tók Seðlabankinn yfir þessi skulda- bréf. Þau runnu svo inn í ESÍ. Á bak við skuldabréfin eru fasteignalán og innlán sem voru upphaflega í eigu Kaupþings. Að sögn Hauks C. Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra ESÍ, er sala bréfanna liður í því markmiði að selja allar eignir ESÍ og leggja það á endanum niður. Hvenær það verður sé ótímabært að segja til um. Bókfært virði eigna ESÍ var 326 milljarðar króna um síðustu áramót og sagði Hauk- ur að sala sértryggðu skuldabréfanna hefði þau áhrif á efnahagsreikning Seðlabankans að krafa bankans á ESÍ minnkaði sem næmi söluvirði bréf- anna. Haukur horfir til fagfjárfesta, þ.m.t. lífeyris- sjóða, sem hugsanlegra kaupenda. Bréfin seld í gegnum Kauphöllina ESÍ hyggist stofna félög sem gefi út skráð skuldabréf í Kauphöll. Fram kom í tilkynningu frá SÍ að ákvarðanir um selt magn bréfanna verði teknar í samráði við seðla- bankastjóra og peningastefnunefnd SÍ. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir söluna draga úr magni peninga í umferð þegar áætlunin komi til fram- kvæmda. Seðlabankinn muni selja bréfið fyrir lausafé en á móti falli niður krafa SÍ á ESÍ. Minna peningamagn minnki líkur á vaxtahækkun. „Með því að selja bréfin er Seðlabankinn að gera öfugt við það sem aðrir seðlabankar hafa gert á undanförnum misserum sem er að kaupa skulda- bréf til að þrýsta ávöxtunarkröfu niður. Seðlabank- inn er með þessari aðgerð að búa sig undir að draga úr peningamagni í umferð og nýta sér sölu þessara skuldabréfa ESÍ til að styrkja peningastefnuna enn frekar. Einnig verður að líta til þess að miðlun pen- ingastefnunnar er orðin mun öflugri eftir að fjár- mögnun íbúðalána breyttist í meira mæli úr verð- tryggðum í óverðtryggð lán, sum hver með breyti- lega vexti. Því gætu frekari vaxtahækkanir Seðla- bankans haft veruleg áhrif á fjárhag heimila og fyrirtækja,“ segir Magnús Árni. Hann bendir á að þetta auki fjölbreytileika fjár- festingarkosta á Íslandi í núverandi haftaumhverfi. Seðlabankinn er með þessari aðgerð að draga úr peninga- magni í umferð. Magnús Árni Skúlason Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hjörtu safnara tóku kipp þegar þeir uppgötvuðu tíu þúsund króna seðil sem var merktur með bók- stafnum Z. Almennt eru 10.000 króna seðlarnir merktir með bók- stafnum H á undan raðnúmeri þeirra. Söfnurum er því ekki til setunnar boðið að þefa z-seðlana uppi. Að sögn Sigurðar Pálmasonar, eiganda Safnaramiðstöðvarinnar, uppgötvaðist z-merkti seðillinn fyrir tilviljun. Það geri seðilinn að- eins meira spennandi fyrir safnara en það er margt sem þeir leita eft- ir. „Þetta er náttúrlega nördismi alla leið. Menn safna bæði eftir númerum, undirskriftum og undir- skriftum með ákveðnum núm- erum,“ segir Sigurður. Það sem gerir z-seðlana enn meira spenn- andi er að þeir hafa lág raðnúmer en þau eru eftirsóknarverðust í augum safnara. Hagkvæmari kostur Z-merktu seðlarnir eru notaðir í staðinn fyrir gallaða seðla. Nær allir seðlarnir sem prentaðir eru fá h-merkingu en örlítið magn af z-merktum seðlum er einnig prentað standist h-merktur seðill ekki kröfur. Honum er þá kippt út og eytt og z-seðill settur í staðinn. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi aðferð er notuð við peninga- prentun á Íslandi að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, upplýsinga- fulltrúa Seðlabankans. „Það er hagkvæmara að gera þetta svona en að prenta sérstaklega nýjan seðil ef það kemur í ljós að hann uppyllir ekki alla staðla,“ segir hann. Nú eru um 370 þúsund 10.000 króna seðlar í umferð en þeir voru fyrst gefnir út 24. október. Alls eru því um 3,7 milljarðar króna í 10.000 króna seðlum í umferð. Safnarar sækja í zetu-seðla  Sumir 10.000 króna seðlar merktir með Z í stað H Fágætur 10.000 kr. seðill merktur með Z á undan raðnúmerinu. Strákar eru líklegri en stelpur til að hitta ókunnuga sem þeir kynnast á netinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun frá Samfélagi fjölskyldu og tækni (SAFT) sem birt var í gær. Þetta er fjórða könn- un samtakanna en hún birtist fyrst árið 2003. „Þróunin er jákvæð og börnum í hag,“ segir Guðberg Kon- ráð Jónsson, verkefnisstjóri hjá SAFT. Í því samhengi bendir hann á að börn virðast skoða það sem kemur fyrir sjónir þeirra á netinu með gagnrýnni huga en áður. „Í þeim tilvikum þar sem þau hafa farið að hitta einhvern, þá hefur það í flest- um tilvikum verið jákvæð upplifun. Þó það sé tölfræðilega ólíklegt að þau lendi í einhverju, þá á það við um 1-2% þeirra sem hitta ókunnuga,“ segir Guðberg. 18% hitt einhvern Fram kemur að ríflega 52,7%, barna og unglinga höfðu einhvern tímann á sl. tólf mánuðum leitað að nýjum vinum á netinu. Rúm 18% höfðu einhvern tíma hitt einhvern sem þau höfðu fyrst kynnst á net- inu. Hlutfallið var 21% árið 2009. Tæplega 23% stráka sögðust hafa hitt einhvern sem þeir kynntust á netinu á móti 14% stelpna. Í ljós kom að foreldrar stúlkna eru líklegri til að setja reglur um samskipti við ókunnuga á netinu. Rúm 6% barna höfðu orðið fyrir því að einhver sem kynnti sig sem barn á netinu reyndist vera fullorðinn einstaklingur. Það gerir innan við 1% af heildarfjölda allra barna og unglinga sem tóku þátt í könn- uninni. vidar@mbl.is Strákar hitta frekar einhvern sem þeir kynnast á netinu  Ný könnun SAFT „jákvæð fyrir börn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Samfélagsmiðlar Margir nota samskiptavefinn Facebook til þess að kynnast ókunnugu fólki. Það var hart tekist á í Laugardalslauginni í gærkvöldi er félagar í Ægi og Sundfélagi Hafnarfjarðar kepptu í hreinum úrslitaleik í bikarkeppninni í sundknattleik. Ægismenn báru sigur úr býtum, 7:3, og reyndist þriðji leikhlutinn af fjórum Hafnfirðingum erfiður. Félögin eru þau einu sem iðka þessa fornfrægu íþrótt hér á landi um þessar mundir, en Íslendingar kepptu m.a. í sundknattleik á Ólympíuleikunum árið 1936. Hart tekist á í lauginni Morgunblaðið/Golli Ægir bar sigurorð af Hafnfirðingum í bikarkeppni í sundknattleik Leit að skipverja sem saknað er af flutningaskipinu Alexia, sem kom til Reyðarfjarðar í fyrrakvöld, bar ekki árangur í gær og var frestað síðdegis þegar myrkur var skollið á. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun í dag taka þátt í leit að manninum. Í gær var farið var yfir allt það leitarsvæði sem skipulagt var í gærmorgun úti fyrir Reyðarfirði. Níu bátar tóku þátt í leitinni; tvö björgunarskip, fimm harðbotna björgunarbátar, dráttarbátur og Sómabátur. Fjörur voru gengnar í gærmorg- un, en fljótlega var því hætt þar sem aðstæður voru hættulegar, snjór yfir ís á klöppum auk þess sem litlar líkur voru taldar á ár- angri af slíkri leit. Þá höfðu borist nýjar upplýsingar frá flutninga- skipinu og var leitarsvæðið fært ut- ar. Þyrla tekur þátt í leitinni fyrir austan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.