Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 14
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Sérnámslæknar í heimilislækning-
um horfa fæstir til þess sem mögu-
leika að starfa í Reykjavík að námi
loknu. Þetta er meðal þess sem
kom fram í könnun sem var gerð í
haust á meðal þeirra fjörutíu lækna
sem eru nú í sérnámi í heimilis-
lækningum.
Ástæðan er aðallega launin en
laun lækna hafa dregist aftur úr
launum annarra stéttum hin síðari
ár, segir í ályktun sem læknarnir
sendu frá sér. Einnig er óánægja
með starfsaðstæður, ósveigjanleika
yfirmanna varðandi fjölskylduað-
stæður lækna með ung börn, óá-
þreifanlega yfirmenn í stjórnsýslu,
skipulagsleysi við framkvæmdir,
skort á samvinnu milli stétta og
milli sérfræðinga. Læknarnir gera
kröfu á úrbætur á þessu án tafar.
Yfirbygging og miðstýring
Margrét Ólafía Tómasdóttir, um-
sjónardeildarlæknir sérnámslækna
í heimilislækningum, segir vaxandi
óánægju með þróun mála og
ástandið í heilsugæslunni sem og
heilbrigðiskerfinu í heild, það hafi
komið skýrt fram á fundi sem lækn-
arnir héldu í október um framtíð-
armál heilsugæslunnar og kjaramál.
„Samkvæmt starfsánægjukönn-
uninni eru mjög fáir í hópnum sem
geta hugsað sér að vinna eingöngu
hjá heilsugæslunni í Reykjavík í
framtíðinni. Þess vegna ákváðum
við að koma fram með hugmyndir
um hvernig væri hægt að endur-
bæta heilsugæsluna til þess að gera
hana að fýsilegri vinnustað,“ segir
Margrét.
Flestir sérnámslæknarnir eru
ánægðir með eðli vinnunnar og
samstarfsfólk sitt. „Hinsvegar er
greinilegt að fjárframlög til heilsu-
gæslunnar hafa verið lítil og tækja-
kosturinn er orðinn mjög lélegur.
Auk þess er mikil yfirbygging og
stærð Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins gefur mjög lítið svigrúm
til að hafa áhrif á starfið sitt. Það er
þessi yfirbygging og miðstýring
sem læknarnir hafa mestar áhyggj-
ur af að þurfa að starfa í í framtíð-
inni.“
Þá segir Margrét launin fæla
unga lækna frá Íslandi yfir höfuð.
„Laun almennra lækna eru algjör-
lega hræðileg. Grunnlaun nýút-
skrifaðs læknis eru vel undir fjög-
ur hundruð þúsund krónum og
eftir þrjú ár í skipulögðu sérnámi
er maður kominn í 410.000 kr. Inn-
an heilsugæslunnar er minna um
vaktir heldur en inni á spítalanum
þannig að það eru minni mögu-
leikar á að hífa upp launin. Eftir
sex ára háskólanám eru launin
engan veginn samanburðarhæf við
aðrar stéttir með sambærilegt
nám að baki. Auk þess er skamm-
arlegt og erfitt að standa undir
fjölskyldu með þessi laun,“ segir
Margrét og bætir við að margir
sérnámslæknar í heimilislækning-
um taki reglulega vaktir á heilsu-
gæslustöðvum úti á landi til að
hífa launin upp.
Þykir ekki
fýsilegur
vinnustaður
Þá hafa sérnámslæknarnir mikl-
ar áhyggjur af lítilli endurnýjun í
stétt heimilislækna. Sérnámslækn-
ar í heimilislækningum séu um
fjörutíu talsins og sérnámið taki um
fjögur og hálft ár. Nýliðunin hafi
ekki dugað til að fylla í skarð þeirra
sem hverfa úr stéttinni fyrir aldurs
sakir eða vegna brottflutnings.
„Árið 2009 voru starfandi sér-
fræðingar undir 50 ára aldri um 93
talsins en eru í dag 47, það gerir
fækkun upp á 50%. Á sama tíma
hefur starfandi sérfræðingum
yngri en 40 ára fækkað um 71%.
Það er grafalvarlegt í ljósi þess að
um 30% af þeim ríflega 180 heim-
ilislæknum sem eru á landinu
hætta störfum á næstu tíu árum
vegna aldurs,“ segir í ályktun
læknanna um ástandið.
Meiri starfsánægja úti á landi
Af fjörutíu sérnámslæknum í
heimilislækningum starfar einn
fjórði úti á landi og eru þeir ánægð-
ari í starfi en þeir sem starfa á höf-
uðborgarsvæðinu. „Staðan úti á
landi er líka erfið, þar er líka skort-
ur á nýliðum en hinsvegar er vinnu-
aðstaðan og frelsið til að hafa áhrif
á vinnuna sína miklu meiri heldur
en í Reykjavík, auk þess að launin
eru betri. Starfsánægja þeirra sem
hafa valið að fara út á land er mun
meiri og það kom mjög skýrt fram í
könnun okkar.“
Í kjölfarið á könnuninni áttu sér-
námslæknar í heimilislækningum
fund með yfirlæknum hjá Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins. Mar-
grét segir að þau finni fyrir miklum
meðbyr frá eldri heimilislæknum.
„Þeir sýna okkur fullan stuðning
enda erum við að benda á sömu
vandamál og þeir hafa talað um í
fjölda ára. Nú verður bara að fara
að gera eitthvað í þessu ef það á
ekki að stofna framtíð heimilis-
lækninga í hættu.“
Sérnámslæknar í heimilislækningum
hafa áhyggjur af framtíð heilsugæsl-
unnar Þykir betra að vinna úti á landi
en í borginni Starfandi sérfræðingum
yngri en 40 ára fækkað um 71% frá 2009
Morgunblaðið/Eggert
Heilsugæsla Sérnámslæknar í heimilislækningum segja í ályktun, sem var send til heilbrigðis- og fjármálaráð-
herra, að stærsti vandi íslenska heilbrigðiskerfisins sé að það sé ekki fýsilegur vinnustaður fyrir lækna.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Russell Hobbs
í jólapakkann
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar um land allt
Verslanir ELKO
Byggt og Búið, Kringlunni
Í ályktun sem sérnámslæknar í
heimilislækningum sendu frá sér
segir:
„Sérnámslæknar í heimilislækn-
ingum vilja minna heilbrigðisyfir-
völd á að núverandi vandi heilbrigð-
iskerfisins var fyrirséður. Eigi ekki
að fara illa fyrir heilsugæslunni þarf
þegar í stað að grípa til aðgerða til
þess að tryggja að heilsugæslan
verði ákjósanlegur vinnustaður fyrir
heimilislækna. Sérnámslæknar
skora á heilbrigðisyfirvöld að grípa til eftirfarandi að-
gerða:
1. Tryggja öllum Íslendingum skráningu hjá heim-
ilislækni, þó þannig að stærð samlags sé faglega
verjandi.
2. Ljúka við samtengingu rafrænnar sjúkraskrár yfir
allt landið svo læknar geti nálgast upplýsingar um
lyf, rannsóknir og heilsufarsvandamál sjúklinga
sinna á rauntíma, fljótlega og auðveldlega.
3. Draga úr miðstýringu heilsugæslunnar.
4. Standa við fyrirheit um fjölbreyttari rekstrarform.
5. Gera starf læknis á heilsugæslu að fjárhagslega fýsi-
legum valkosti og stuðla að því að hún verði sam-
keppnishæfur vinnustaður, bæði innanlands og í
samanburði við nágrannaþjóðirnar.
6. Efla og tryggja sérnám í heimilislækningum.“
Þá segir: „Mikilvægt er að hver heilsugæslustöð fái
tækifæri til að koma með lausnir á sínum vandamálum
og ljóst er að sú miðstýring sem nú er við lýði er óhag-
kvæm og ekki í stakk búin til að leysa fljótt og vel úr
þeim ólíku vandamálum sem heilsugæslustöðvarnar
stríða við.“
ÁLYKTUNARTILLAGA SÉRNÁMSLÆKNA Í HEIMILISLÆKNINGUM
Þarf þegar í stað að grípa til aðgerða svo ekki fari illa
Margrét Ólafía
Tómasdóttir