Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 18
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum sl. föstudag umsókn Haga um lóð við Korngarða 1 við Sundahöfn og Skarfabakka. Stjórn Haga samþykkti síðan fjárfestingar- áætlun í gær upp á 1,3 milljarða króna vegna verkefnisins. Hyggst félagið byggja nýtt vöru- hús undir starfsemi Banana ehf. Lóðin er samkvæmt gildandi deili- skipulagi um 16 þúsund fermetrar en leyfilegt byggingarmagn er upp á 8 þúsund fermetra. Í óhentugu húsnæði Í tilkynningu Haga til Kauphall- arinnar síðdegis í gær kemur fram að áætlanir eru um að reisa allt að 4.500 fermetra húsnæði í fyrsta áfanga. Starfsemi Banana er í álíka stóru húsnæði við Súðarvog 2e, sem komið er til ára sinna. Segja forsvarsmenn Haga það óhentugt fyrir núverandi starfsemi sem og vaxtarmöguleika fyrirtækisins. „Auk þess sem skipulagsmál Reykjavíkurborgar hafa áhrif á framtíðarmöguleika á núverandi lóð. Gangi áætlanir félagsins eftir er gert ráð fyrir að rekstur Banana flytji í nýtt húsnæði á sumarmánuðum 2015,“ segir einnig í tilkynningu Haga. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Lóð Starfsemi Banana ehf., dótturfélags Haga, mun flytjast að Korngörðum 1 við Skarfabakka. Áform eru um að reisa 4.500 fermetra vöruhús í fyrsta áfanga en lóðin leyfir annað eins byggingarmagn til viðbótar. Bananar fá vöruhús á lóð við Korngarða  Stjórn Haga samþykkir 1,3 milljarða króna í verkefnið „Við erum mjög ánægð með að Hagar hafi stigið þetta skref, starfsemin þarna styrkir innvið- ina í Sundahöfn,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna, um umsókn Haga. „Þetta er framtíðarlóð sem mun vafalítið nýtast þeim mjög vel,“ segir Gísli en önnur 16 þúsund fermetra lóð er enn á lausu við Skarfabakka. Styrkir Sundahöfn FAXAFLÓAHAFNIR Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is Hurðapumpur fyrir hurðir og glugga Opið virka daga 12:30-18:00 Laugardag 21/12 12:00-16:00 Sunnudag 22/12 13:00-16:00 Þorláksmessu 11:00-19:00 Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201 S. 517 7727 | nora.is | facebook.com/noraisland Borðlampi verð kr. 14.550 Burleigh sveitastellið Skálar verð kr. 3.590 Sjófuglar verð kr. 3.850

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.