Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Írland varð í fyrradag fyrsta evru-
ríkið til að útskrifast frá björgunar-
áætlun á vegum Evrópusambands-
ins (ESB) en þrjú ár eru síðan
þríeykið svonefnda – ESB, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn og Evrópski
seðlabankinn – veittu Írlandi 67,5
milljarða evra neyðarlán.
Þrátt fyrir miklar opinberar
skuldir og halla á rekstri ríkisins eru
írskir stefnusmiðir þess fullvissir að
Írar geti á ný staðið á eigin fótum og
fjármagnað skuldir sínar á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum. Til
marks um það þá höfnuðu stjórnvöld
10 milljarða evra lánalínu sem þeim
stóð til boða frá ESB og AGS.
Fjárfestar virðast sömu skoðunar
og írskir ráðamenn. Ávöxtunarkraf-
an á tíu ára ríkisskuldabréf Írlands
hefur lækkað hratt síðustu misseri
og nemur nú um 3,5%. Fyrir tveim-
ur árum voru vextirnir hins vegar
yfir 14%. Þar skiptir ekki síst máli
sú staðreynd að Írum hefur tekist að
efla samkeppnishæfni sína á al-
þjóðamörkuðum. Á síðasta ári nam
viðskiptaafgangur Írlands ríflega 8
milljörðum evra og jókst um fjórfalt
á milli ára. Spár sýna ennfremur að
hagvöxtur sé að taka við sér og muni
mælast um 1,7% á næsta ári.
Margir greinendur benda þó á að
það sé of snemmt fyrir Íra að hrósa
happi – staðan sé augljóslega enn
mjög viðkvæm. Í umfjöllun Finanici-
al Times er haft eftir ónafngreind-
um embættismönnum hjá AGS,
ESB og Evrópska Seðlabankanum
að þeir hafi áhyggjur af því að verið
sé að draga upp of bjartsýnislega
mynd af stöðu mála í pólitískum til-
gangi á vettvangi Evrópusambands-
ins.
Enn virðist langt í land þangað til
efnahagslífið komist á réttan kjöl.
Skuldir ríkisins nema 124% sem
hlutfall af landsframleiðslu og sam-
kvæmt spám munu þær hækka í
140%. Hagvaxtarspár sem voru sett-
ar fram fyrir um ári og gerðu ráð
fyrir tæplega 2% í vexti í ár munu
ekki ganga eftir – en nú lítur út fyrir
að hagvöxtur verði lítill sem enginn.
Fjárlagahalli írska ríkisins er 7,4%
af landsframleiðslu en aðeins Grikk-
land og Kýpur standa þar verr að
vígi. Atvinnuleysi hefur sömuleiðis
lítið minnkað og mælist um 13%.
Ljóst þykir að hefði ekki komið til
gríðarlegur brottflutningur Íra til
annarra enskumælandi landa í leit
að vinnu þá væri atvinnuleysi yfir
20% um þessar mundir. Samkvæmt
frétt The Economist hefur um þriðj-
ungur ungs fólks flust á brott frá því
að fjármálakreppan skall á.
Vanskil fara enn hækkandi
Írska bankakerfið stendur sömu-
leiðis enn höllum fæti eftir að því var
forðað frá greiðsluþroti 2010. Þrátt
fyrir að írsk stjórnvöld hafi sett um
64 milljarða evra til að endurfjár-
magna bankakerfið þá eru stærstu
bankar landsins – Bank of Ireland
og Allied Irish Banks – enn reknir
með tapi og mikið verk óunnið við að
styrkja eiginfjárstöðu þeirra.
Að sögn sérfræðinga á markaði
gætu bankarnir þurft að sækja sér
meira fjármagn á næsta ári. Það
gæti reynst þrautin þyngri. Seðla-
banki Írlands hefur varað Bank of
Ireland við því að eiginfjárhlutfall
bankans gæti lækkað verulega ef til
þess kæmi að auka þyrfti framlög í
afskriftasjóð vegna vaxandi vanskila
útlána.Vanskil í írska bankakerfinu
héldu áfram að aukast á þessu ári og
námu tæplega 12% sem hlutfall af
heildarútlánum.
Á meðan bankakerfið glímir enn
við djúpstæða erfiðleika verður at-
vinnulífið að óbreyttu áfram í
spennitreyju; bankarnir geta ekki
aukið útlán til raunhagkerfisins og á
meðan ríkir stöðnun í efnahagslíf-
inu. Þótt Írum hafi tekist að stíga út
fyrir björgunarhring Evrópusam-
bandsins fyrr en margir áttu von á
þá bendir því fátt til þess að í vænd-
um sé öflugur efnahagsbati. AGS
spáir því að næsta áratuginn muni
árleg þjóðarframleiðsla aukast í
mesta lagi aðeins um 2% á ári.
Útskrifast frá ESB en bank-
arnir standa enn höllum fæti
Írland varð fyrsta evruríkið til að ljúka björgunaráætlun á vegum ESB
Standa á eigin fótum Fáni ESB við styttu af írska verkalýðsleiðtoganum
James Larkin í Dublin. Írar hafa útskrifast frá björgunaráætlun ESB.
AFP
Staðan enn viðkvæm
» Írar töldu sig ekki þurfa á að
halda 10 milljarða evra lánalínu
frá ESB og AGS.
» Lækkandi ávöxtunarkrafa á
ríkisskuldabréfum er til marks
um að Írar geti fjármagnað sig
á alþjóðamörkuðum.
» Hagvöxtur mælist þó lítill
sem enginn og atvinnuleysi er
enn í hæstu hæðum. Frekara
fjármagn gæti þurft til að
styrkja eiginfjárstöðu stærstu
banka landsins.
Ekki sloppnir
fyrir horn
Heimild: Financial Times.
Vanskilahlutföll í bankakerfinu
(% af heildarútlánum)
Bankar í taprekstri
(í milljörðum evra)
Permanent TSB
Bank of Ireland
Allied Irish Banks
2
0
-2
-4
-6
-8
-10
12
10
8
6
4
2
0
2007 2010 2012
2007 2009 2011 2013
Spá
STUTTAR FRÉTTIR
● Nýjustu tölur yfir greiðslukorta-
veltu benda til þess að þónokkur
vöxtur hafi verið í einkaneyslu í nóv-
ember síðastliðnum frá fyrra ári. Líkt
og að undanförnu var sá vöxtur að
miklu leyti drifinn áfram af aukinni
veltu innlendra korta erlendis, sam-
kvæmt því sem fram kemur í Morg-
unkorni Greiningar Íslandsbanka í
gær
Þá megi lesa út úr tölunum að
mikil aukning var á notkun erlendra
korta hérlendis í nóvember á milli
ára. Samkvæmt tölum Seðlabankans,
sem birtar voru á föstudag, jókst
kortavelta Íslendinga innanlands að
raungildi um 0,9% í nóvembermán-
uði frá sama mánuði í fyrra, en
kortavelta þeirra erlendis jókst hins
vegar um 15,6% á sama mælikvarða.
Samanlagt jókst kortavelta ein-
staklinga um 2,5% að raunvirði á
milli ára í nóvember.
Kortavelta einstaklinga
jókst um 2,5% í nóvember
● Áætlunarflug easyJet á milli Íslands
og Manchester í Englandi verður aukið
frá og með febrúar þegar flogið verður
fjóra daga vikunnar í stað tveggja nú.
Fjölgunin markar ársafmæli Manchest-
er-flugs easyJet en ástæða hennar er
fyrst og fremst miklar vinsældir flug-
leiðarinnar og telja forráðamenn breska
flugfélagsins að eftirspurnin sé ekkert
að minnka.
Í fréttatilkynningu segir að flogið
verði til Manchester allt árið um kring á
þriðjudögum, fimmtudögum, laug-
ardögum og sunnudögum. Ódýrasta
fargjaldið aðra leiðina í febrúar og mars
er þessa stundina um 8.500 kr. Nánar
á mbl.is
EasyJet flýgur til Man-
chester 4 sinnum í viku
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-0,
+21-1,
3+-.14
+0-1,.
+5-5./
+/+-.
+-+31
+51-/,
+,2-.
++,-5+
+12-/3
++2-30
3+-440
+1-23
+5-514
+/+-55
+-+/3/
+51-01
+,2-04
3+3-,/0+
++,-11
+12-50
++2-,
3+-,3+
+1-25,
+5-0.5
+/3-+.
+-+/4,
+02-.3
+,+-/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu
1,2 milljörðum króna í nóvember en
þar af voru 946 milljónir króna vegna
almennra lána. Í sama mánuði í fyrra
lánaði sjóðurinn 1,3 milljarða króna.
Meðal fjárhæð láns er 10,7 milljónir
króna.
Heimilum í vanskilum fækkaði
áfram í nóvember, samkvæmt
skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir nóvem-
ber. Þar kemur fram að það sem af
er ári hefur heimilum í vanskilum
fækkað um 23% eða 1.097 heimili.
Færri eru
í vanskilum
við ÍLS
Íbúðalánasjóður við Borgartún.