Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR 25ÁRA 1988-2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samkvæmt Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) mun fjöldi sýrlenskra flóttamanna í Mið-Aust- urlöndum tvöfaldast á næsta ári og fara yfir 4 milljónir. Aðrar 9,3 millj- ónir munu þurfa á neyðaraðstoð að halda innan landamæra Sýrlands í árslok 2014 en milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum frá því að átök brutust út í landinu fyrir nærri þremur árum. OCHA auglýstu í gær eftir fjár- hagslegum stuðningi við neyðarað- stoð vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og annarra átaka. Sam- kvæmt skrifstofunni munu Samein- uðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar hjálparstofnanir og -samtök þurfa um 12,9 milljarða Bandaríkjadollara til að aðstoða 52 milljónir manna vegna 17 meiriháttar átaka árið 2014. Um metupphæð er að ræða en helmingur hennar mun renna til hjálparstarfs í Sýrlandi og í aðstoð við sýrlenska flóttamenn og til sam- félaganna þar sem þeir dvelja. Alþjóðleg hjálparsamtök segja verð á brauði hafa hækkað um 500% frá því að átökin milli uppreisnar- manna og stjórnarhers forsetans Bashar al-Assad brutust út fyrir 33 mánuðum. Víða er mikill skortur á nauðsynjavörum og lyfjum á borð við sýklalyf og verkjalyf. Bandarísk yfirvöld sökuðu í gær bæði Sýrlandsstjórn og róttæka uppreisnarmenn um að hefta flutn- inga neyðargagna í landinu. Þau sögðu stjórnina sýnu verri hvað þetta varðaði en hvöttu einnig and- spyrnuhópa til að hamla ekki alþjóð- legu hjálparstarfi. Samkvæmt Matvælaaðstoð Sam- einuðu þjóðanna býr um helmingur sýrlensku þjóðarinnar ekki við fæðu- öryggi og 6,3 milljónir þurfa á um- svifalausri og lífsnauðsynlegri mat- vælaaðstoð að halda. AFP Flýja Aðgerðasinnar sögðu í gær að stjórnarherinn hefði varpað sprengjuhlöðnum tunnum á Aleppo á sunnudag. Biðja um metupphæð í neyðaraðstoð 2014  Fjöldi flóttamanna mun tvöfaldast  Brauð hækkað um 500% Enginn endir í sjónmáli » Í árslok 2014 áætlar OCHA að 660.000 sýrlenskir flótta- menn muni búa í flóttamanna- búðum en 3,44 milljónir í einkahúsnæði. » Samkvæmt SÞ er einn af hverjum fimm íbúum Líbanons sýrlenskur flóttamaður. Michelle Bache- let, sem sigraði í forsetakosn- ingum í Síle á sunnudag, segir að sigurinn sé sögulegur vegna þess að þjóðin hafi með kosn- ingu hennar tekið ákvörðun um að ráðast í viðamiklar og víðtækar um- bætur, s.s. ókeypis framhalds- menntun, hærri skatta og nútíma- legri stjórnarskrá. Bachelet, sem er sósíalisti, vann yfirburðasigur, hlaut 62% atkvæða á móti 38% mótframbjóðandans Eve- lyn Matthei. Þetta voru fyrstu for- setakosningarnar í Suður-Ameríku þar sem tvær konur kepptust um forsetastólinn. Bachelet var forseti Síle á árunum 2006-2010. Í kosningabaráttunni lagði hún áherslu á félagslegan jöfn- uð en hún hefur m.a. talað fyrir því að fóstureyðingar verði gerðar lög- legar og að opnað verði á umræðuna um hjónabönd samkynhneigðra. Sérfræðingar spá því að það reyn- ist Bachelet erfitt að standa undir væntingum en dregið hefur úr hag- vexti og úr eftirspurn eftir kopar, einni helstu útflutningsvöru Síle. SÍLE Boðar víðtækar umbætur eftir sigurinn Michelle Bachelet Uppljóstrarinn Edward Snowden stal „lyklunum að kon- ungsveldinu“ þegar hann komst yfir 1,5 milljónir leyni- skjala í starfi sínu hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna, NSA. Þetta sagði Rich Ledgett, sem fer fyrir aðgerðahópi innan NSA, sem hefur verið falið að meta áhrif stuldarins, í samtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur. Ledgett sagði að stofnunin hefði sérstakar áhyggjur af 31.000 skjölum sem gæfu vísbendingar um hvaða upp- lýsingar það væru sem NSA væri á höttunum eftir, getu stofnunarinnar og veika bletti. Upplýsingarnar gætu mögulega upplýst óvinveitt ríki um hvað bandarísk stjórnvöld vita og hvað þau vita ekki og gera þeim kleift að vernda sig fyrir njósnum bandarískra njósnastofnana. Hann kallaði skjölin lykilinn að konungsveldinu. Ledgett sagðist telja þann kost fýsilegan að skoða það að veita Snowden sakaruppgjöf, gegn því að hann hætti að leka þeim gögnum sem hann hefði komist yfir, en framkvæmdastjóri NSA, Keith Alexander, sagði það ekki koma til greina. BANDARÍKIN Snowden stal lyklunum að konungsveldinu Edward Snowden

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.