Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 17.12.2013, Síða 28
FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sóun matvæla hefur veriðtöluvert í umræðunni und-anfarið hér á landi sem ogerlendis. Betri nýting mat- væla ætti að verða að veruleika þeg- ar ný reglugerð Evrópusambands- ins um merkingu matvæla tekur gildi í desember 2014. Skylt er að merkja flestar mat- vörur með geymsluþoli. Nú eru í gildi þær reglur að skylt er að merkja kælivörur sem eru með fimm daga geymluþol eða minna með síð- asta neysludegi. Ekki er ráðlagt að neyta slíkra vara eftir þann dag. Aðrar vörur eru merktar með stimplinum best fyrir. Sá stimpill þýðir að gæði vörunnar minnka eftir tilgreinda dagsetningu en hún er samt örugg til neyslu, samkvæmt til- kynningu frá framkvæmdastjórn neytendamála ESB. Framleiðend- um er einnig skylt í sumum tilfellum að merkja vöruna með pökk- unardegi. Merktar með síðasta notkunardegi í stað neysludags Í nýju reglugerðinni verða breytingar á þessu. Hugsanlegt er að pökkunardagurinn detti út á vör- unum. Þá má halda áfram að dreifa þeim vörum sem eru merktar með best fyrir eftir þann dag. Þó á eftir útfæra það með hvaða hætti neyt- andanum yrði gerð grein fyrir því. „Breytingarnar ættu að stuðla að betri nýtingu matvæla þar sem hægt verður að dreifa áfram þessum vörum,“ segir Jónína Þ. Stefáns- dóttir, matvælafræðingur hjá Mat- vælastofnun. Hinar vörurnar, t.d. kælivörur sem eru taldar viðkvæmar og miða við fimm daga regluna, skulu merkt- ar með síðasta notkunardegi en ekki síðasta neysludegi. Bannað yrði að dreifa þeim eftir það. Munurinn á milli þessara tveggja hugtaka er ekki ýkja mikill. Hugtakið er víkkað þar sem fimm daga viðmiðið dettur út í nýju reglugerðinni. Fyrirtæki ákveða geymsluþol vörunnar. MAST er ekki með reglulegar prófanir á því. Spurð hvort hún telji að styttri stimpill t.d. á mjólkurvörum ýti undir frekari só- un á matvælum segir hún slíkt ekki ólíklegt. „Stimpillinn „best fyrir“ þýðir að varan á að halda fullum gæðum sínum þangað til þann dag. Það þýð- ir alls ekki að eftir það sé varan ónýt, heldur að eftir það megi búast við að gæðin fari að rýrna. T.d. mjólkurvörur endast oft mun lengur en dagsetningin segir til um,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðu- maður matvælasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Hún bendir á að óþarfi sé að henda mjólkurvörum sem eru komn- ar fram yfir „best fyrir“ dagsetn- inguna. Ef slík vara hefur verið geymd í kæli alveg frá því að hún var keypt inn sé oftast öruggt að neyta hennar eftir dagsetninguna. Yfirleitt segir heilbrigð skynsemi manni hvort óhætt sé að neyta vörunnar. Ef maður finnur skrýtna lykt eða bragð hendir maður henni en annars er hún í lagi. Hendir eftir stimpli „Fólk er orðið betur meðvitað í dag um muninn á stimplunun; síðasta neysludegi og best fyr- ir. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem fara eftir stimpli og henda jafnvel matvörum sem enn eru í góðu lagi,“ segir Marína Sigurgeirsdóttir, mat- reiðslukennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Stuðlar að betri nýtingu matvæla Morgunblaðið/Kristinn Merkingar á matvælum „[M]jólkurvörur endast yfirleitt mun lengur en dagsetningin segir til um,“ segir matvælafræðingur. 28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískur al-ríkisdómari kvað í gær upp þann dóm að sú kerfisbundna söfn- un símaupplýsinga sem Þjóðarörygg- isstofnunin, NSA, stendur fyr- ir brjóti að öllum líkindum gegn stjórnarskránni. Hann mælti fyrir um að gögnum um tiltekinn einstakling sem hafði kært gagnasöfnunina yrði eytt og söfnun upplýsinga um hann stöðvuð. Vegna verulegra þjóð- arhagsmuna og þess að banda- rísk stjórnvöld myndu nær örugglega fara lengra með málið var gildistöku dómsins þó frestað. Dómarinn, Rich- ard J. Leon, skip- aður af Bush for- seta árið 2002, kallaði eftirlit Bandaríkja- stjórnar „nánast orwellískt“ og gat sér þess til að James Madison stjórnar- skrárhöfund hefði hryllt við hefði hann fengið vitneskju um að ríkisvaldið gengi svo nærri réttindum einstaklingsins. Þó að hæpið sé að álykta um skoðanir löngu látinna manna á atburðum líðandi stundar er þetta ekki fráleit ágiskun. Og að tengja eftirlitið við skrif Or- wells er því miður ekki heldur fjarstæðukennt. Bandaríkjastjórn tapaði í hlerunar- máli fyrir alríkis- dómstóli } Of umfangsmikið eftirlit Aðventan lað-ar fram þaðbesta í mörgum og ýmsir verða þá útbærari á vörur og aura til líknarfélaga og annarra þeirra sem vitað er að hafa stutt þá sem höllum fæti standa, um lengri eða skemmri hríð. Það er prýðilegt og mjög í anda þessarar tíðar og árviss atburðar sem beðið er í eft- irvæntingu. Það er einnig ánægjulegt að sjá hvernig margir bregðast við þegar þeir telja að Ríkis- útvarpið sé í mótbyr. Til er vinafélag um útvarp ríkisins, haldinn var myndarlegur fund- ur í Háskólabíói, sem „RÚV“ sagði myndarlega frá, enda er stofnunin áhugasöm um allt sem að henni snýr, eins og þekkt er. Í fréttum „RÚV“ og á textavarpi þess sagði mynd- arlega frá „fjölmennum“ hundrað manna fundi á Aust- urvelli, þar sem mótmælt var í þágu stofnunarinnar. Yfirmenn Ríkisútvarpsins virðast hafa gefið allsherjar- fyrirmæli um að sérhver starfsmaður þessarar ríkis- stofnunar taki sér aldrei lög- boðið heiti hennar í munn. Annað verður ekki ætlað, því enginn þeirra starfsmanna, sem fá að umgangast hljóð- nema, brýtur þá reglu. „RÚV“ segja þeir jafnan, hver og einn. Nú vill þannig til að Ríkis- útvarpið er ein af allra fjár- frekustu stofnunum ríkisins og um hana eina af þeim öllum er tekið fram í nýjum lögum að sú starfi í þjóðarþágu. Virðist mega gagnálykta að Landspít- alinn, Vegagerðin, Háskólinn, Landhelgisgæslan, Veð- urstofan og landbúnaðarhá- skólar, svo dæmi séu tekin, séu ekki endilega talin gera það. Mun freklegar var þrengt að öllum þessum stofnunum og tugum annarra en að „RÚV“ á síð- asta kjörtímabili hinnar fyrstu hreinu vinstristjórnar án þess að vinir þeirra blésu til bar- áttufunda. Eða eiga þær enga vini? Ríkisútvarpið fær tæpa 5 milljarða króna á ári, sem snýttir eru út úr nefi almenn- ings með skatti sem við það nef er kenndur. Mörg aðþrengd stofnunin fær aðeins brot af slíkri fjárhæð. Með hliðsjón af því hlutfalli mætti því halda „fjölmennan“ baráttufund, eins og 4-5 fundarmanna fyrir aðrar aðþrengdar stofnanir og ekki er vafi á að „RÚV“ myndi segja jafn vel frá þeim og öllum fund- unum um það sjálft. Því eins og Rithöfundasambandið benti á í nýlegri ályktun þá hefur „RÚV“ umfram aðra í þessu landi staðið „vörð um hlutlæga og faglega upplýsingagjöf“. Öflugt ímyndunarafl og hömlulaus skáldagáfa eru helstu tromp góðs rithöfundar og eðlilegt að samtök þeirra taki mið af því. Það gladdi gamlan höfund, þegar Rík- isútvarpið sagði í frétt 6. maí 1976: „Í dag hækkaði verð á steypu án sements.“ Og það gladdi hann ekki síður þegar stofnunin sagði enn í fréttum sínum að afvopnunartillögur Bush Bandaríkjaforseta sner- ust um „að setja nýtt þak á fjölda skriðdreka“. Það var sjálfsagt löngu tímabært að skriðdrekar fengju þak yfir höfuðið. Það er sérlega ánægjulegt að sjá hvað þeir eru gamansamir í Rithöfunda- sambandinu. Gleðilegt er að sjá að ein öflugasta ríkisstofnun lands- ins fær ekki síðri stuðning en aðrir á aðventunni } Um þjóðar þágufall L ífshlaup Nelsons Mandela verður, þegar fram líða stundir, líklega talið með þeim merkari í sam- tímasögu okkar. Eftir að hafa háð langa baráttu fyrir réttindum blökkumanna í Suður-Afríku með frið- samlegum aðferðum taldi hann sig á endanum nauðbeygðan til þess að beita ofbeldi til þess að ná fram málstað sínum. En líkt og með marga sem ganga leið ofbeldisins reyndist það honum ofviða. Í stað þess að ofbeldið næði nokkrum árangri gaf það suðurafrískum stjórnvöldum loksins færi á því að senda þenn- an afkastamikla og óvenjulega leiðtoga blökkumanna í lífstíðarfangelsi. Hafi hvíti minnihlutinn talið sig óhultan með Mandela innan veggja fangelsis reyndist það tálvon ein. Með hverju árinu sem leið óx vegur Mandela. Hann varð að alþjóðlegu tákni um það óréttlæti sem fólst í því að réttindi 80% Suður-Afríkumanna væru fótum troðin, um fásinnu þess að meirihluti Suður- Afríkumanna væri ekki metinn að verðleikum vegna lit- arháttar. Eins þversagnakennt og það kann að hljóma, var Mandela hættulegri andstæðingur fyrir aðskiln- aðarstefnuna innan veggja fangelsisins en hann hefði ver- ið, hefði hann verið áfram laus að skipuleggja hryðjuverk. Þegar líf Mandela verður metið, má alls ekki líta framhjá þeim ofbeldisverkum sem hann bar ábyrgð á, eða draga úr þeim. Því þegar allt er saman sett í rétt sam- hengi sést í raun enn betur hversu mikið mikilmenni Mandela varð. Það hefði nefnilega verið skilj- anlegt ef árin 27 sem Mandela eyddi við lakar aðstæður í fangelsi hefðu sett varanlegt mark haturs á hjarta hans eða brotið hann að öðru leyti. Hann gekk hins vegar þaðan út óbug- aður maður, sem merki þess að blökkumenn gætu á endanum náð fram rétti sínum, ekki með hatri og ofbeldi heldur með kærleik í hjarta. Mandela hefði vel getað stigið fram sem leiðtogi sem ól á ótta, hatri og hefnd, líkt og Mugabe í Simbabve. Suður-Afríkumenn hefðu auðveldlega getað endað í borgarastyrj- öld. Í staðinn reyndi hann að sameina og sætta suðurafrísku þjóðina. Mandela verður því ekki síst minnst fyrir það sem hann áork- aði á árunum 23 eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Reisn hans og framganga hefur enda orðið mörgum þeim sem búa við órétt- læti innblástur. Nú þegar meira en tveir áratugir eru liðnir frá því að Mandela var látinn laus eru efnahagslegar aðstæður í Suður-Afríku enn óvissar og misskiptingin mikil. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2001 sagði Mandela enda að það gæti tekið heilan mannsaldur eða meira að leiðrétta af- leiðingar aðskilnaðarstefnunnar. Svo vísað sé í heiti sjálfsævisögu hans er leiðin til frelsis löng og ströng og óvíst er hvort menn nái nokkurn tímann á leiðarenda. Það sem Mandela áorkaði ekki síst var að hann gaf öllum íbú- um Suður-Afríku tækifæri til þess að ganga þá leið. sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Mikilmenni fellur frá STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við höfum ekki hag af því að hafa dagstimplana á mjólkur- vörum of stutta. Lengri stimplar myndu til dæmis geta lengt framleiðslulotur og einfaldað dreifingu sem þyrfti ekki að vera eins ör. Hins vegar þarf að gæta að öryggi varanna og stimplarnir eru settir þar sem við treystum því að varan sé 100% örugg,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá MS, spurður hvort dagsetn- ing á mjólkurvörum gæti verið mun lengri. Björn segir að stimplarnir á vörunum hafi ver- ið að lengjast í gegnum tíðina. „Nýverið voru teknar í gagnið umbúðir með skrúfuðum tappa á mjólk og rjóma. Fyrir vikið lengdist dag- setningin á rjóma í 12 daga.“ Betra hráefni og framleiðsluhættir, t.d. við pökkun, stuðli að betri og lengri nýtingu á matvælum. Stimplarnir að lengjast VÖRUSTJÓRI MS Björn S. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.