Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 ✝ Birgir Guðna-son fæddist í Reykjavík 4. júní 1955. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. desem- ber 2013. Foreldrar hans eru hjónin Bára Þorsteinsdóttir, f. 1. október 1924, og Guðni Magnússon, f. 26. desember 1920. Systkini Birgis eru Bryn- dís, f. 1. apríl 1953, og Guðni, tvíburabróðir, f. 4. júní 1955. Birgir kvæntist 5. ágúst 1989 Guðfinnu Rúnarsdóttur leikara frá Akranesi. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Rúnar Örn, f. 5. júní 1990, nemi í stjórn- málafræði við HÍ. 2) Guðný Sara, f. 24. júní 1993, stúdent. Unnusti hennar er Friðrik Björn Árnason. Unnusta Birgis er Hrund Jónsdóttir, f. 30. desember 1966. Birgir fæddist og ólst upp í Mið- túni í Reykjavík en fjölskyldan flutti í Helluland í Foss- vogi 1968. Birgir lauk námi í raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði hjá Olíu- verslun Íslands hf. (Olís), Johan Rönning hf., Marel hf., Raf- vörumarkaðinum ehf. og síðast Olíudreifingu ehf. Útför Birgis fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 17. des- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Biggi minn, nú er mér orða vant. Ég er ekki enn búin að meðtaka þennan nýja veru- leika. Undanfarnir dagar hafa farið í að hugsa til bernskunnar um ýmis prakkarastrik ykkar bræðra og okkar tveggja. Eins og þegar manna og pabbi voru með gesti og við lágum við stofudyrnar og njósnuðum. Í eitt skiptið þegar pabbi var við það að grípa okkur glóðvolg flýttum við okkur svo að henda okkur í rúmin að ég skóf allt skinn af öðru hnénu. Miðtúnið var sannkölluð paradís að alast upp í. Ármannsvöllurinn gamli hinum megin við götuna þar sem við krakkarnir gátum leikið okkur alla daga allan daginn í fótbolta, handbolta, langstökki og hlaupum. Þar eignuðumst við marga góða vini sem sumir eru okkar bestu vinir enn þann dag í dag. Við áttum sannarlega hamingjuríkja æsku og betri foreldra hefðu engin börn getað átt. Við vorum alltaf miklir trún- aðarvinir og studdum hvort annað þegar öðru leið illa. Fyrir nokkrum árum upplifðir þú mikla sorg þegar hjónabandinu lauk en þú varst svo lánsamur að finna hamingjuna aftur í Hrund. Þið voruð eins og gerð hvort fyrir annað. Það var ynd- islegt að fylgjast með þér lifna við og blómstra aftur. Gamli góði Biggi með sinn sérstaka húmor kominn aftur. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og þið fenguð alltof stuttan tíma sam- an. Elsku Biggi minn. Þú faðm- aðir mig alltaf svo innilega og af svo mikilli væntumþykju að það er næstum óbærilegt að hugsa að það verði aldrei aftur. Elsku Rúnar, Guðný Sara, mamma, pabbi, Guðni bróðir og Hrund. Hugur minn er hjá ykkur og þið eruð í hjarta mínu. Bryndís. Þegar sími náinna ættingja hringir að næturlagi gera lík- lega margir ráð fyrir að nú sé ekki góðra tíðinda að vænta. Því miður varð það líka raunin að- faranótt mánudagsins 9. des. sl. þegar mágur minn, Guðni Guðnason, hringdi til að til- kynnta lát Birgis tvíburabróður síns fyrr um kvöldið eftir fyr- irvaralaust veikindaáfall. Á ýmsu átti maður von en kannski síst að Biggi, eins og flestir kölluðu hann, yrði sá næsti í fjölskyldunni sem fengi brott- kvaðningu enda á ágætum aldri, vel á sig kominn og virtist heilsuhraustur. Ég kynntist Bigga fyrir rétt tæpum 35 árum þegar ég kvæntist systur hans Bryndísi. Hann mætti mér strax með ljúfu og elskulegu viðmóti sem einkenndi hans framkomu alla tíð. Biggi var heilsteyptur, traustur og tilfinninganæmur maður þótt hann bæri tilfinn- ingar sínar ógjarna á torg. Hann var ekki alltaf margmáll en lagði sitt til málanna þegar honum fannst tími til kominn. Birgir hafði næmt eyra fyrir hverskonar tónlist og helsta áhugamál hans eftir að hann náði fullorðinsaldri var að hlusta á og fylgjast með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönn- um sem voru í uppáhaldi hjá honum. Síðustu árin átti blúsinn stærstan hlut hvað þetta varð- ar. Birgir var áhugasamur um lax- og skotveiðar þótt nokkuð hefði dregið úr möguleikum hans til að sinna slíku síðustu árin. Birgir hafði gaman af börn- um og fjórir synir systkina hans nutu þess að eiga hann sem að- alfrænda og átrúnaðargoð með- an þeir voru litlir. Það var fátt sem Biggi frændi gat ekki gert á þeim árum að þeirra mati. Síðar varð hann svo lánsamur að eignast sjálfur tvö myndar- börn sem nú syrgja föður sinn rétt orðin fullorðin. Að leiðarlokum vil ég þakka vináttuna og samfylgdina við Bigga mág minn um leið og ég votta börnum hans, unnustu, foreldrum og bróður dýpstu samúð vegna fráfalls hans. Minning hans verður okkur öll- um kær um ókomin ár. Þorsteinn Marinósson. Kæri vinur. Við eignuðumst góðan vin í þér í gegnum börnin okkar. Það er ekki sjálfgefið að slík vinátta verði til á fullorðins- árum eða þá að hún haldist eftir að börnin eru vaxin úr grasi. Áhugamál okkar sköruðust víða en upp úr standa ferðalög um landið, veiði og blúsinn. Tónlistin skipti þig miklu máli í lífinu og þú hafðir þann hæfi- leika að geta hreinsað ryk hversdagsins úr sálinni með tónlistinni. Skipti þá ekki máli hvort þú spilaðir sjálfur á gít- arinn þinn eða lést meistara KK eða Led Zeppelin um það. Á þessari endanlegu og óvæntu kveðjustund viljum við þakka þér samveruna og sam- fylgdina síðustu tuttugu árin. Hugur okkar er hjá börn- unum þínum, þeim Guðnýju Söru og Rúnari Erni, og óskum við þeim gæfu og velfarnaðar á sinni vegferð. Við minnumst þín í þeim. Ljósið fylgi þér. Heiðar Jón og Dóra (Halldóra). Þegar Guðni hringdi í mig og tilkynnti mér að Birgir, æsku- vinur minn, hefði fengið hjarta- slag og látist þá um nóttina opnuðust flóðgáttir tilfinninga og ósjálfrátt fór ég að hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman í lífinu. Þegar ég fæddist, fyrir tæp- um 60 árum, flutti ég í Miðtún 42. Tæpu ári seinna fæddust tvíburabræðurnir Birgir og Guðni og fluttu í húsið við hlið- ina, Miðtún 44. Við ræddum það oft að við munum ekkert eftir því hvenær við kynntumst, en það hefur líklega verið nokkuð snemma á lífsleiðinni, því ég man eftir þeim bræðrum frá því að ég fer að muna eftir mér. Í Túnunum ólumst við upp í miklu frjálsræði og lékum við krakkarnir okkur úti alla daga og öll kvöld. Við bjuggum svo vel að vera með Ármannsvöllinn fyrir framan húsið og svo var gatan óspart notuð til leikja og íþróttaiðkana, enda fáir íbúar sem áttu bíla á þessum tíma, ekkert sjónvarp og engar tölvur trufluðu okkur. Á þessum tíma voru Biggi og Guðni bróðir hans leiðtogarnir í prakkarastrikum okkar krakkanna. Árin liðu og við vinirnir urðum fyrirferðar- meiri, stríðnari og hrekkjóttari og þekktum alla króka og kima í hverfinu. Við vissum hverjir ræktuðu bestu jarðarberin og stærstu gulræturnar og nýttum okkur það óspart, oft við litla hrifningu nágrannanna. Vin- skapurinn var mikill þótt oft væri slegist og tekist á, í skylm- ingum og bófahasar, því tvíbur- arnir voru ærslafullir orkubolt- ar sem víluðu ekkert fyrir sér. Saman gengum við í gegnum unglingsárin, stundum var vina- hópurinn stór, nýir vinir komu og aðrir fóru, en oftast vorum við fjórir saman, Biggi, Guðni, Gvendur og ég. Við virkilega nutum unglingsáranna, gengum um hverfið í kögurjökkum með hár niður á bak og hlustuðum á „Led Zeppelin“. Við fórum á útihátíðir í Saltvík, Húsafelli og Þjórsárdal og það var stans- laust fjör hjá okkur félögunum. Lalli og Tommi gengu síðar til liðs við hópinn og lífið var æð- islegt. Svo kom að því að við þurftum að hætta þessum fífla- látum og slarki því sumir okkar voru farnir að búa og börnin byrjuð að fæðast eitt af öðru. Á tímabili minnkaði því sam- bandið, en fljótlega ákváðum við að viðhalda vinskapnum og úr varð að við hittumst alltaf nokkrum sinnum á ári, fórum saman í útilegur, veiðiferðir, sumarbústaðaferðir, skemmti- ferðir til útlanda, í leikhús og bíó og reglulega voru haldin matarboð. Í nokkur ár unnum við líka saman í Rafvörumark- aðnum. Oft var mikið hlegið þegar uppátæki unglingsáranna voru rifjuð upp, enda af nógu að taka. Það sem einkenndi sam- band okkar félaganna öll þessi ár var þessi einlæga vinátta okkar á milli og það sem ein- kenndi Bigga umfram aðra í hópnum var hans rólega og ljúfa fas. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur, Biggi minn, og kveð ég þig með söknuði, kæri vinur, við sjáumst síðar. Ættingjum Bigga sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Óskar Rafnsson. Birgir Guðnason ✝ Bergþór Reyn-ir Böðvarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 15.5. 1934. Hann lést á Kanaríeyjum 19.11. 2013. Foreldrar hans voru hjónin Böðvar Ingvarsson og Ólafía Halldórs- dóttir frá Ásum í Vestmannaeyjum. Reynir var yngstur níu systk- ina, þau voru Ásdís, Ólafía Dóra, Ásta, Marta Sigríður, Guðmundur Ármann, Ásdís, Að- alheiður Dóra og Hilmar, sem nú er einn eftirlifandi systk- inanna frá Ásum. Ólafía, f. 19.5. 1961. Sonur hennar er Arnar, f. 1993. 4) Vildís, f. 29.9. 1966. Maki Birgir Tómas Arnar. Þeirra börn eru Hinrik, f. 2002, Agnes, f. 2006, og Hannes, f. 1993. Barna- barnabörnin eru átta. Reynir var aðeins níu ára þegar hann var sendur í sveit í Fljótshlíð og vann þar almenn sveitastörf og við vegavinnu. Fimmtán ára byrjaði hann til sjós í Vestmannaeyjum og var háseti á ýmsum fiskibátum, m.a. á Gullborginni, Stíganda, Bergi, Blátindi og Vest- mannaey. Árið 1976 hóf hann störf á Herjólfi og starfaði þar óslitið næstu 26 árin sem báts- maður uns hann lét af störfum vegna aldurs 68 ára gamall. Reynir sinnti einnig trún- aðarstörfum fyrir sjómanna- félagið Jötun. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey frá Landakirkju 7. desem- ber 2013 að ósk hins látna. Eiginkona Reyn- is er Sigurlaug Vil- mundardóttir, f. 1.6. 1935, frá Norð- firði. Foreldrar hennar voru Vil- mundur Sigurðsson og Stefanía Marta Bjarnadóttir. Börn Reynis og Laugu eru: 1) Marta, f. 1.3. 1956. Maki Ás- geir Sverrisson og eru börn þeirra Kitty, f. 1978, og Sandra, f. 1988. 2) Böðvar Vignir, f. 23.5. 1958. Maki Bryndís Guðjónsdóttir og þeirra börn eru Sigurlaug Björk, f. 1980, Bergþór Reynir, f. 1983, og Hrefna, f. 1975. 3) Elsku pabbi, það er ekki auð- velt að ætla að setjast niður og skrifa um þig minningarorð því þú fórst frá okkur svo snöggt, svo langt í burtu og allt of fljótt en okkur til huggunar kvaddir þú þar sem þér leið best, í sólinni á Kan- aríeyjum. Þangað voruð þið mamma búin að fara einu sinni, jafnvel tvisvar á ári síðustu 25 árin og alltaf sagðir þú að þetta væri besta ferðin þegar þið voruð kom- in heim. Þú talaðir um áður en þið fóruð í þessa ferð að kannski mynduð þið framlengja ferðina fram yfir jól en hættuð svo við en varst svo strax farinn að leggja drög að næstu ferð í febrúar. Já, þið áttuð marga vini á Kanarí og þar leið ykkur vel. Það er erfitt að fara niður á Fífó og sjá þig ekki sitj- andi í stólnum fyrir framan im- bann og spjalla um okkar sameig- inlegu áhugamál, ferðalög og nú seinni ár sumarbústaðinn okkar. Ykkar bústaður, Eyjasel í Skorradalnum, sem þið mamma áttuð með ykkar bestu vinum, Ástþóri og Ester, var bústaður með sál og þar áttuð þið góðar stundir í 30 ár uns þið selduð hann í fyrra. Þá var yndislegt að geta gefið ykkur lykla að Hlíðarhvoli, litla bústaðnum okkar í Fljótshlíð- inni, því þar varstu svo sannarlega á heimavelli. Hafsjór af fróðleik um ættina í Hlíðinni, sveitinni sem þú varst sendur í níu ára gamall og varst þar næstu árin öll sumur. Við erum þakklát fyrir stund- irnar í Fljótshlíðinni, bæði meðan bústaðurinn var í byggingu, nota- legu stundirnar á pallinum þar sem þú naust þín svo vel og bíl- túrana þar sem þú þekktir svo vel til og gast miðlað svo miklu til okkar. En þótt kveðjustundin sé kom- in höfum við mömmu hjá okkur og við munum passa vel upp á hana eins og þú gerðir, fara með hana í bústaðinn og í heimsókn til systr- anna í Reykjavík og hver veit nema við förum með henni til Kanarí því betri leiðsögumann er ekki hægt að fá um staðina sem þið sóttuð, ferðirnar sem þið fóruð í og allt sem þið brölluðuð í ferð- unum ykkar. Elsku pabbi, takk fyrir að vera alltaf svo stoltur af öllu sem við vorum að gera og ánægður ef við léttum þér aðeins lífið. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Böðvar og Bryndís (Baui og Dísa). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku pabbi. Þú kvaddir lífið, þar sem þér leið svo vel, í hitanum og sólinni á Kanarí. Sárt er að kveðja en ég veit að þú ert á góðum stað þar sem sólin eilíft skín og þú ert um- vafinn yl og hlýju. Ég er þakklát fyrir yndislegar samverustundir sem ég hef átt með þér og þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu. Þín dóttir, Marta. Elsku afi. Það stakk mig í hjartað þegar ég fékk fregnir af því að þú værir farinn frá okkur. Ég reyni þó að hugga mig við það að þú varst að njóta lífsins og hafa það gott í sólinni á Kanarí með ömmu. Ég sakna þín mikið en ég á fullt af minningum sem ég tek með mér inn í framtíðina, þangað til ég hitti þig næst. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman að fara með ykkur ömmu upp í bústað, fara að veiða með þér, skreyta tré með vatnsblöðrum og síðast en ekki síst fara í Borgarnes að kaupa ís í boxi með heitri karamellusósu. Mikið höfðum við það oft huggu- legt. Ég er svo glöð að hafa hitt þig í sumar og hafa átt tíma með ykkur ömmu og náð að spjalla við þig um lífið og tilveruna. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig og spjalla og heyra þig kalla mig gibbuna þína. Það er erfitt að hafa ekki fengið að kveðja þig en ég veit að þú ert á góðum stað núna og þótt þú sért farinn frá okkur veit ég að þú munt halda áfram að fylgja mér og hugsa til mín. Elsku afi, við munum passa upp á ömmu og svo sjáumst við síðar meir, þangað til hugsa ég til þín. Þín Sandra. Elsku afi. Þegar ég horfi til baka á þessari erfiðu kveðjustund fara margar og góðar minningar um hugann. Af Fífilgötunni á ég hlýjar minningar um góðar stundir með ykkur ömmu. Ógleymanlegar eru einnig allar ferðirnar sem ég fór með ykkur í sumarbústaðinn ykk- ar í Skorradalnum, þar var alltaf mikil gleði og gaman að vera með ykkur. Eftir að ég flutti frá Eyjum hef ég verið einstaklega þakklát fyrir stundirnar sem við fjölskyldan höfum átt með ykkur ömmu í heimsóknum okkar til Eyja á sumrin. Og mikið þótti mér vænt um það þegar þið amma komuð til Akureyrar á stóra degi okkar fjöl- skyldunnar í fyrra. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. (Vigdís Runólfsdóttir) Það er erfitt að hugsa til þess að samverustundir með þér verði ekki fleiri að þessu sinni. Ég hugsa til þín með söknuði en jafn- framt með gleði í hjarta og þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér. Takk fyrir allt elsku afi. Þín Kittý. Mér brá um daginn þegar sú sorgarfregn barst um eyjuna okk- ar að vinur minn hann Reynir Böðvarsson hefði dáið ytra þá um morguninn. Hann Reynir, vinur minn, var svo glaður þegar hann kom til mín í september og kvaddi og sagðist vera á leið til Kanar- íeyja. Hann ætlaði að dvelja þar fjórar vikur og sagði mér hvað hann var flottur í fyrra þegar hann framlengdi og var að reikna með að gera það einnig þetta árið. Framlengingin nú var með öðrum hætti og hvarflaði það að hvorug- um okkar þá. Hann var kallaður af æðra máttarvaldi og til annarra starfa, annarrar dvalar. Þegar sá lúður hljómar er ekki um annað að fást en gera sjóklárt og hlýða því kalli sem hljóðar uppá sigl- ingu að ströndum eilífðarlands- ins. Það er okkar hinsta för, en uppá trú og von verður nálægðin alger við Drottin og alla þá sem hann hefur áður kallað til hvíldar sinnar. Reynir var sjómaður af Guðs náð. Á sjó var líf hans og það var á þeim vettvangi sem hann vildi starfa. Reynir réri mörg ár með föður mínum og þar kynntist ég honum fyrst. Ég var ekki hár í loftinu þegar vinur minn fór að kenna mér ýmislegt sem sjómenn þurftu að kunna skil á. Þar lærði ég það nauðsynlegasta sem ungir sjómenn þurfa að kunna svo sem að setja í nálar, splæsa, gera að fiski og ekki síst að þekkja hinar ýmsu tegundir fiska. Svo var það síðar á lífsleiðinni að vegir okkar lágu aftur saman er hann réð sig á Vestmannaey sem var togari sem við keyptum frá Japan. Þar var hann bátsmaður með stóru B. Auðvitað sá hann til þess að um- gengnin við allt sem tilheyrði bátsmanni á þeim tíma var til fyr- irmyndar. Það er mér mjög minn- isstætt er hann kom seinna upp á skrifstofu til okkar pabba og hann var mjög hugsi er hann spurði hvort því yrði illa tekið ef hann sækti um starf á nýjum Herjólfi. Hann sagðist vilja minnka vinnu og fara að vera meira heima hjá sér. Þrátt fyrir eftirsjá var þessi lausn frá störfum auðsótt mál en þetta er árið 1976. Hafði hann þá róið á Vestmannaey í þrjú ár. Reynir réð sig á Herjólf og var þar góður starfsmaður og alltaf öruggur. Ég kveð hann með þökk og minnist þess sem stendur hjá Matteusi guðspjallamanni að sá sem er trúr í hverju verki verði settur yfir mikið og fögnuður Drottins er mikill í garð þess sem er trúr yfir sínu og trúr í hjarta. Verði slíkt fagnaðarerindi um von og eilíft líf að huggun ástvina Reynis Böðvarssonar. Guð blessi minningu hans. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður. Bergþór Reynir Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.