Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 35

Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 ✝ Jakob Alberts-son fæddist í Vestmannaeyjum 4. maí 1931. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. desember 2013. Foreldrar hans voru Sigríður Jak- obsdóttir sauma- kona, f. 7.6. 1893, d. 21.1. 1989, og Val- entínus Albert Jónsson, bóndi í Skaftholti, Gnúpverjahreppi, f. 4.11. 1904, d. 14.5. 1988. Jakob kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guð- mundsdóttur, 1959. Foreldrar Elínar voru Guðmundur Guð- jónsson skipstjóri, f. 21.6. 1891, d. 8.12. 1973, og Elín Hafliða- 1993. 4) Stefán Jökull, húsa- smiður, f. 21.7. 1971, giftur Lindu Björgu Helgadóttur. Dæt- ur þeirra eru Sara Ósk, f. 1.10. 2002, og Heba Sól, f. 12.5. 2004. Jakob ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldrum á Lindargötu í Reykjavík. Hann lærði bifvélavirkjun og síðar rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann vann um tíma hjá Vegagerð ríkisins og frá 1973 hjá Flugmálastjórn Ís- lands. Hann var einn af stofnendum Skíðaskólans í Kerlingarfjöll- um. Þá byggði hann með nokkr- um félögum sínum fjallaskála í Tindfjöllum, Miðdal. Í kjölfar björgunar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatna- jökli 1950 var grunnurinn að Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík lagður með 29 ein- staklingum og var Jakob á með- al þeirra. Útför Jakobs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. desember 2013, kl. 15. dóttir húsmóðir, f. 22.3. 1898, d. 28.12. 1949. Börn Jakobs og Elínar eru: 1) Guðmundur, stoð- tækjasmiður, f. 4.2. 1959, giftur Önnu Lilju Guðmunds- dóttur. Börn þeirra eru Brynjar Jökull, f. 10.3. 1989, og Sandra Mjöll, f. 27.11. 1993. 2) Al- bert, tölvufræðingur, f. 1.3. 1962, giftur Sigurborgu Jó- hannsdóttur. Synir þeirra eru Sigsteinn Snær, f. 28.11. 1999, og Hákon Máni, f. 19.7. 2001. 3) Sigríður, lyfjatæknir, f. 21.10. 1963, hennar sambýlismaður er Einar Marinó Jóhannsson. Son- ur þeirra er Jakob Ýmir, f. 7.9. Elsku pabbi. Takk fyrir öll árin. Þú hefur ætíð verið þessi sterki en ég lærði með árunum að þú varst bara mannlegur eins og við hin. En ekkert stoppaði þig og aldrei nein vandræði, ef eitthvað var að var það bara leyst. Mikið ferðuð- umst við saman og alltaf var farið yfir nöfnin á hverju fjalli og hverj- um hól. Mikið kenndir þú mér einnig um ferðamennsku og ljós- myndun. Mörgum bjargaðir þú og einnig mér eitt sinn á leið í Tind- fjöll. Gaman var að öllum sögun- um þínum og snöggum svörum. Nú er komið að leiðarlokum, þetta var of stór steinn sem settur var í götu okkar. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Sigríður. Nú er klakinn bráðnaður, pabbi er dáinn, þetta var símtalið sem ég fékk þegar ég var staddur í Nor- egi með Brynjari Jökli við æfingar og keppni nú í desember. Við vor- um búin að búast við þessu í nokk- urn tíma. Hann var þekktur undir nafninu Kobbi klaki og var útivist- armaður og skíðafrömuður. Öll mín æskuár eru uppfull af minn- ingum frá Kerlingarfjöllum, Hamragili, Hveradölum og þegar farið var fyrstu ferðir í Bláfjöll til að skoða hvort þar gæti orðið framtíðarskíðasvæði. Hann kenndi mér á skíði, sem hefur alltaf gefið okkur mikla ánægju, allar ferðir upp í Hamra- gil, Hveradali á veturna og í Kerl- ingarfjöll á vorin hvort sem farið var á gamla Rússajeppanum eða gömlum hertrukk eða jafnvel á traktor á beltum. Tindfjöll skiptu pabba miklu máli, þar fékk hann frið og ró, því í Kerlingarfjöllum var hann alltaf að vinna, þrátt fyrir að vera í sum- arfríi. Það var mikil vinna að halda við lyftum, bílum og rafstöðinni sem reist var af miklum myndar- brag í þá daga. Þegar farið var á skíði í Hamragil og Hveradali fór oft mikill tími hjá pabba í viðhald á lyftunum. Það var gott að hafa mann eins og pabba sem gat gert við allt. Ég smitaðist fljótt af ljós- myndaáhuga pabba enda er myndavélin magnað apparat sem geymir minningar vel. Það er ekki sjálfgefið að taka góðar myndir en pabbi var ljósmyndari góður og hafði mjög næmt ljósmyndaauga. Í ljósmyndasafni pabba eru myndir af ýmsum íþróttaviðburð- um eins og skíðamótum í Hamra- gili við Kolviðarhól og í Hveradöl- um og frjálsíþróttamótum á Melavellinum sem eru ómetanleg- ar heimildir. Einnig liggur eftir hann mikið safn af landslags- myndum. Fyrir mér var pabbi ísjaki sem ekkert beit á, að lokum bráðnaði klakinn en minningin lifir að eilífu. Guðmundur Jakobsson. Mín fyrstu kynni af honum Kobba klaka voru þegar ég kynnt- ist Siggu dóttur hans fyrir 25 ár- um og strax þá urðum við bestu vinir og ferðafélagar. Við erum búnir að þvælast vítt og breitt um landið. Hálendið heillaði, Kerlingarfjöll, Tindfjöll, Lónsöræfi, Gæsavatnaleið, Askja, Snæfell og ekki má gleyma Fjalla- baksleiðunum og Þórsmörk og öllu hinu sem ég tel ekki upp hér. Það var sama hvar við ferðuð- umst; hann þekkti hverja þúfu, hæð, fjöll, ár og fossa. Það var sama hvað manni datt í hug að spyrja um í sambandi við staðinn sem við vorum á, hann gat alltaf veit fræðslu hvort sem var um staðhætti, örnefni eða jafnvel jarðfræði staðarins. Það er verst að ég er ekki með límheila til að geta munað þetta allt sem hann upplýsti mig um í þessum ferðum okkar. Við eigum eftir að minnast þín um ókomin ár í ferðum okkar um landið og rifja upp öll örnefni sem þú sagðir okkur frá. Þinn tengdasonur, Einar Marinó Jóhannsson. „Ég er frændi Alberts“ var fyrsta ávarpið og með því fyrsta brosið frá ykkur hjónunum. Þú hafðir lag á að létta andrúmsloftið. Komst eins og vindurinn inn á 5. hæðina á Meistaravöllunum og með þér Elín í desember 1993. Mikið sómafólk þið reyndust vera. Alltaf til staðar, boðin og búin að aðstoða. Gönguferðir með strák- ana. Það var dýrmætt að búa svo nálægt ykkur, við síðar á Lyng- haganum og þið á Öldugötunni. Og eilífur ófriður um helgar. Ung- ir menn vakna snemma og hvað er þá betra en að fara til afa og ömmu í pönnukökur í morgunsár- ið. Ungu „vinnumennirnir“ urðu að unglingum sem héldu áfram að koma í morgunkaffi og nú í seinni tíð á Aflagrandann. Tindfjallaferðirnar með ykkur voru kærkomnar. Það er ekki lengra síðan en sumarið 2011 sem þú keyrðir sjálfur þinn fjallabíl uppeftir. Þú hafðir nú farið nokkr- ar ferðirnar áratugina á undan. Sögumaður varstu, sögur af því þegar farið var á hestum í Tind- fjöll sem fengnir voru að láni hjá bændum í Fljótshlíðinni til að koma vistum upp fjallið við erfiðar aðstæður, sögur af skíðamennsku, sögur af uppbyggingu, af vega- lagningu og sögur af fólki. Ratvís varstu, áttavitinn stað- albúnaður. Fyrsta gps-tækið í bílnum eins og ferðasjónvarp að stærð. Þessar minningar ylja. Brasið í alls konar veðrum, að komast á fjöll. Vetrarferð í Kerlingafjöll, í skafbyl og lithimnubólgan þig lif- andi að drepa, strákarnir héldu að þú værir orðinn blindur eða farinn að linast. Aðrir töldu að það væri nú bara nokkuð gott hjá manni á áttræðisaldri að fara með sína konu í vetrarferðir upp á hálendið. Hafðu þökk fyrir allt Kobbi minn og hvíl í friði. Sigurborg. Afi minn. Þú varst besti afi í heimi. Þegar ég vissi að þú værir að deyja grét ég. Ég hef þrjár teg- undir af gráti; það er þessi sem kemur þegar ég meiði mig, svo er það þessi sem kemur þegar ég sakna einhvers og svo þessi inni í mér. Ég ætlaði að safna tárunum í litla flösku og setja hjá þér í kistuna. En afi minn, nú er bara gráturinn inni í mér. Ég sakna þín. Hákon. Elsku afi Kobbi. Þú kenndir mér allt sem ég kann í sambandi við myndavélar og margt sem tengist því sviði. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér við allt, sér- staklega lærdóminn og skíðin. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Þinn Jakob Ýmir. Afi minn, eins og þú veist er ég ekki maður setninganna þannig að ég sendi þér hér rödd fyrir mig. Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. (Þorsteinn Erlingsson) Sigsteinn. Jakob Albertsson Elsku besti afi, nú hefur þú fengið þína hinstu hvíld og ég efast ekki um að þú sért ánægður með að fá að hitta bernskuvini og ættingja sem falln- ir eru frá fyrir löngu. Þrátt fyrir það er þetta mjög svo óraunveru- legt fyrir okkur hin sem eftir stöndum, þú varst svo mikilvægur maður í lífi okkar allra. Það er mér alveg ómetanlegt að hafa fengið að alast upp með svona yndislegum afa eins og þér. Þegar Mikael Þórarinsson ✝ Mikael Þór-arinsson fædd- ist í Siglufirði 4. september 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 18. nóvember 2013. Útför Mikaels fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju 30. nóvember 2013. ég hugsa til baka þá er ekki neitt í sam- verustundum okkar sem ég hefði viljað að væri á annan veg. Þú varst hreint út sagt einstakur, því- líkt jafnaðargeð og umhyggju hef ég ekki séð eins og allir fengu frá þér. Í göngutúrum okkar um bæinn þegar ég var yngri voru allir vinir þínir, þú varst mikill öðlingur og vildu þér allir vel. Mér er sagt að strax frá fæð- ingu höfum við einfaldlega smollið saman, verið bestu vinir í raun og það er satt. Ég man nánast ekki eftir mér öðruvísi en að vera að bralla eitthvað með þér, hvort sem það var að teikna og bardúsa eitt- hvað innan dyra eða úti að stússa eitthvað, enda ekki að ástæðu- lausu að maður neitaði að fara á leikskólann. Það var einfaldlega miklu betra að vera hjá ykkur ömmu. Mér detta margar sögur í hug en það er ein sem mér finnst vera mjög skondin og skemmtileg. Ég átti afmæli. Ég veit ekki hvað ég var gömul, líklega tveggja ára eða svo. Allir afmælisgestirnir voru löngu komnir en við létum ekkert sjá okkur. Ekki fyrr en farið var að athuga með okkur, þá höfðum við bara tekið okkur göngutúr um bæinn og gleymt hvað tímanum leið. Hver man svo ekki eftir að- fangadag, maður mátti aldrei byrja að opna pakkana fyrr en þú, elsku afi, varst búinn að borða. Mikið svakalega gat sú bið verið löng þegar maður var krakki, en svo endaði það bara með því að ég fór að læra inn á þetta og gaf mér þá bara jafnlangan tíma í að borða jólamatinn og þú. Því jólabarnið þú vildir njóta jólanna. Ég hef fjölmargar sögur til við- bótar, þar á meðal um hjólat- úrana, sögurnar þínar og þegar loks fór að snjóa, en það er víst ekki endalaust pláss hér. Þó svo ég hafi kvatt þig í hinsta sinn á minni göngu hér á jörð veit ég að við munum einn daginn sjást aftur. Ég minnist þín alfarið með hlýjum hug og bros á vör yfir því að hafa fengið að kynnast þér og alast upp í kringum þig, elsku afi. Það skarð sem nú hefur myndast verður aldrei fyllt en minning þín lifir í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi, þín er sárt saknað. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir. ✝ Erna Hreins-dóttir fæddist 8. júlí 1928 á Eski- firði. Hún lést á Droplaug- arstöðum 30. nóv- ember 2013. Hún var dóttir hjónanna Hreins Pálssonar, f. 1901, d. 1976, og Lenu Figved, f. 1903, d. 1996. Systkini Ernu eru Hreinn, María og Eva. Erna giftist Svan Friðgeirs- syni, húsasmíðameistara og stöðvarstjóra, f. 1927, d. 2012, þann 21. maí 1949. Þau eign- uðust tvö börn; Guðrúnu líf- fræðing, forstöðumann við Blóðbankann, f. 1952, og Geir bókmenntafræðing, f. 1957. Guðrún er gift Sigurði Svav- arssyni bókaútgefanda. Þau eiga tvö börn; Svavar, f. 1975, sambýliskona hans er Virginie Cano og þau eiga synina Maël og Raphaël Svan, og Ernu, f. 1977, hennar maður er Joseph Johns og þau eiga Viktoríu Guðrúnu og Magnús James. Geir er kvæntur Irmu Er- lingsdóttur, lektor í frönskum samtímabókmenntum og for- stöðumanni við HÍ. Þeirra dætur eru Gríma, f. 1996, og Svan- hildur, f. 2002. Erna fluttist á barnsaldri til Hríseyjar og ólst þar upp, en flutt- ist á unglingsárum til Akureyrar, þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hún vann um skeið hjá Land- símanum. Erna nam við Hús- mæðraskólann í Reykjavík veturinn 1947-1948. Þau Svan hófu búskap við Hrísateig en reistu sér fljótlega hús í Langagerði, og síðar annað í Grundarlandi. Tvítug að aldri veiktist Erna af lömunarveiki og var alla tíð síðan bundin hjólastól. Hún var víkingur til allra verka, snjöll og nýjungagjörn í eldhúsinu og mikil hann- yrðakona. Hún hafði yndi af garðrækt og bóklestri. Hún var afar fróðleiksfús og sótti af og til námskeið í kvöld- skólum. Hún naut þess alla tíð að ferðast, jafnt innan lands sem utan. Erna var jörðuð í kyrrþey þann 6. desember að eigin ósk. Stundum finnst manni að fólk sem verður fyrir áföllum í lífinu fái í sárabætur einhvern ólýsanlegan kraft og seiglu, sem gerir því kleift að öðlast sinn sjálfsagða skerf af lífsins gæðum, þrátt fyrir hömlurnar. Þannig var því farið með tengdamóður mína, Ernu Hreinsdóttur, sem nýlega kvaddi, södd lífdaga, 85 ára að aldri. Um tvítugt veiktist Erna af lömunarveiki, í veikindahrinu sem kennd hefur verið við Ak- ureyri. Hún lamaðist alveg upp í háls, en hélt þó mætti í öðrum handleggnum. Sem betur fer komst hún í úrvalsgóða end- urhæfingu, fyrst í Danmörku og síðar Bandaríkjunum, og heimti aftur mátt í efri hluta líkamans, en var eftir þetta bundin við hjólastól. Hún var heitbundin æskuástinni sinni, Svan Friðgeirssyni, þegar hún veiktist – og þau létu ekki áfall- ið raska fyrirheitum sínum og gengu í hjónaband liðlega ári síðar. Saman eignuðust þau tvö börn, sem ólust upp við ástríki móður sem gat allt og virtist kunna allt. Hið sama upplifðu barnabörn og barnabarnabörn síðar. Hún var hugumstór kona, hún Erna, og vílaði fátt fyrir sér. Hún uppskar líka virðingu þeirra sem henni kynntust. Mér er minnisstætt fyrsta skiptið sem ég hitti hana eina. Ég kom þá að galopnum útidyrum í Grundarlandinu, enda hafði Erna „skellt sér í gólfið“ og var að pússa parketið – og þurfti því að lofta út. Oft síðar sá ég hana „skella sér í grasið“ og gera blómjurtunum í risavöxn- um garðinum til góða. Hún var svo sterk að það virtist lítið mál að vega sig aftur upp í stólinn, þótt fæturnir hlýddu ekki. Erna var góðum gáfum gædd og það var gaman að spjalla við hana. Hún hafði afbragðsgóð tök á dönsku og ensku og las mikið, bæði skáldverk og tíma- rit. Hún sótti sér innblástur í listilegar hannyrðir og dýrlega matargerð til útlanda. Hún var afskaplega nýjunga- gjörn og naut þess að gera til- raunir í eldhúsinu, sem við hin nutum góðs af. Hið sama gilti um ferðalög þeirra hjóna; Erna vissi fátt skemmtilegra en að kanna óþekktar slóðir og var opin fyrir því sem hún sá og kynntist. Hún unni líka tónlist, hafði fagra söngrödd, eins og hún átti kyn til, og lék á píanó – djass og stórbönd hélt hún í há- vegum. Erna var gestrisin og veitul, hafði gaman af því að undirbúa stórar veislur á hátíðarstundum. Eina minningu frá slíkri stund mun ég varðveita að ei- lífu; þar rennir tengdamóðir mín sér í hjólastólnum um stof- urnar í Grundarlandinu rétt áð- ur en gestanna var vænst, pú- andi stærðar vindil. Konan sem aldrei neytti tóbaks taldi vindla- lyktina ómissandi hluta af stemningunni og fyrst enginn reykingamaður var innan seil- ingar bjargaði hún sér bara sjálf – eins og jafnan. Ég veit að tengdamóðir mín kunni því illa að láta mæra sig. Hins vegar hlýt ég að þakka fyrir langa og lærdómsríka samfylgd. Vertu nú kært kvödd, Erna mín elskuleg. Sigurður Svavarsson. Erna Hreinsdóttir, móður- amma mín og nafna, hefur kvatt jarðvistina. Hún passaði okkur systkinin mikið þegar við vorum lítil og okkur fannst við eiga næstum jafn mikið í heimili þeirra afa og okkar eigin. Mér fannst hún geta allt og hún var alltaf að, féll aldrei verk úr hendi. Hún kenndi mér handavinnu og kúnstir í eldhúsinu þar sem ég fékk alltaf að skarta einni af svuntum hennar. Hún var alltaf að gera eitt- hvað fyrir okkur og þegar við urðum eldri og hún var komin með bílasíma fórum við mjög oft í ævintýraferðir með ömmu. Þá útbjó hún sokkakakó og smurði gómsætt nesti, gjarnan hveiti- kökur og parta. Við keyrðum oft á Þingvelli, austur fyrir fjall, í Borgarfjörðinn, og einu sinni ók hún með okkur Kaldadalinn. Margar af mínum bestu minningum tengjast ömmu. Við nöfnurnar náðum vel saman og gátum talað endalaust, báðar hraðmæltar og lágmæltar, svo erfitt var fyrir aðra að fylgjast með spjalli okkar. Hún var ein af bestu vinkon- um mínum og ég mun alltaf sakna hennar. Amma Erna var hugrökk, sterk, sjálfstæð – ein- stök. Erna Sigurðardóttir. Erna Hreinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.