Morgunblaðið - 17.12.2013, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.12.2013, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það er víða komið við í tónlistinni á annarri breiðskífu Jöru, Pale Blue Dot, sem kom út í byrjun nóvember. Jara, réttu nafni Jarþrúður Karls- dóttir, daðrar á henni við ýmsa stíla, m.a. rokk, rafpopp og flamencodub. Hún semur lög og texta sjálf auk þess að útsetja, syngja og leika á nær öll hljóðfæri sem koma við sögu. Platan var í vinnslu í nokkur ár, að sögn Jöru, og tekin upp hér og þar, m.a. í Reykjavík og Hvalfirði og lokafrágangur fór fram í Hljóð- rita í Hafn- arfirði. Þar naut Jara aðstoðar Sigurðar Guð- mundssonar sem jafnan er kenndur við hljómsveit sína Hjálma. „Þetta byrjaði þannig að ég var að taka hana upp sjálf, var að flakka um með tölvuna mína og upptökutæki og taka upp í þeim stúdíóum sem ég komst inn í. Ég tók líka upp heima hjá mér, uppi í sveit og víðar,“ segir Jara um upptökuferli Pale Blue Dot. – Þú leikur á flestöll hljóðfærin sem koma við sögu á plötunni. Hversu mörg hljóðfæri leikur þú á? „Ég veit það ekki, ég spila á það sem þarf að spila á. Ef það er ekki nógu gott fæ ég einhvern til þess að hjálpa mér. Ég var í píanónámi í mörg ár og kenndi sjálfri mér á gítar þannig að ég spila á gítar, bassa og ýmis önnur hljóðfæri,“ segir Jara. Agnarsmá í alheimi – Þessi titill, Pale Blue Dot, hvað- an kemur hann? „Ég var að leita að einhverju sem væri stórt og pínulítið í senn, eitt- hvað sem nær utan um manneskj- urnar í stóra samhenginu,“ segir Jara. Þá hafi henni dottið í hug ljós- myndin sem geimfarið Voyager I tók af jörðinni árið 1990 og nefnd er þessu nafni, Pale Blue Dot, eða Óljós blár punktur, og ræðan sem stjörnu- fræðingurinn Carl Sagan samdi um hana. Hópur vísindamanna undir forystu Sagan fékk það verkefni að safna upplýsingum um jörðina og setja á mynd- og hljóðdiska sem komið var fyrir í Voyager I og syst- urfarinu Voyager II. Hugmyndin var sú að fræða geimverur um jörð- ina, ef ske kynni að þær fyndu förin. „Þegar Voyager I var að fara út úr sólkerfinu bað Sagan fólkið hjá NASA sem var að stjórna þessu að snúa flauginni við þegar hún væri að fara út úr sólkerfinu og taka mynd í átt að jörðinni. Á henni er jörðin bara pínulítil ljósblá doppa,“ segir Jara. Það er því ekki furða að stjörn- ur, sól, tungl og frumöflin hafi komið við sögu í útlitshönnun plötunnar og lagatextarnir um allt milli himins og jarðar. Útgáfutónleikar Jöru fara fram í janúar en dag- og staðsetning verður kynnt síðar. Frekari upplýsingar um Jöru má finna á vefsíðu hennar, jarakarlsdottir.com. Stórt og pínulítið í senn  Pale Blue Dot nefnist önnur breiðskífa tónlistarkonunnar Jöru  Nefnd eftir ljósmynd sem Voyager I tók af jörðinni Ljósmynd/María Guðrún Rúnarsdóttir Jara Pale Blue Dot, önnur breiðskífa Jöru, var mörg ár í vinnslu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 21/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Mary Poppins – ★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 19/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 20/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 28/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Takk hreinlæti ehf – Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is Er fjáröflun á næstunni? Takk hreinlæti er með fjölbreytt vöruúrval fyrir fjáraflanir Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.