Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 48

Morgunblaðið - 17.12.2013, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Bíólistinn 13.-15. desember 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Frozen Hunger Games 2 Homefront Delivery Man Thor: The Dark World Escape Plan Machete Kills Counselor, The Mandela: Long walk to Freedom Gravity Ný 1 Ný 2 3 6 4 7 8 11 1 4 1 3 7 6 2 5 2 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Disney-teiknimyndin Frozen er tekjuhæsta kvikmynd liðinnar helg- ar í bíóhúsum landsins. Alls sáu tæplega 8.500 manns myndina um helgina. Mest sótta myndin er sem fyrr The Hunger Games: Catching Fire en tæplega 34.400 manns hafa séð hana á sl. fjórum vikum. Tæp- lega 30 þúsund manns hafa séð Thor: The Dark World á sl. sjö vik- um. Þriðja mest sótta myndin í ís- lenskum kvikmyndahúsum nú um stundir er Gravity, en tæplega 18 þúsund manns hafa séð hana á sl. níu vikum. Bíóaðsókn helgarinnar Frostið tekur yfir Frozen Byggist að hluta á ævintýri H. C. Andersen, Snædrottningunni. Í hádeginu í dag hefst miðasala á tónleika hins heimskunna banda- ríska tónskálds og píanóleikara, Philips Glass, og píanóleikaranna Víkings Heiðars Ólafssonar og Maki Namekawa í Eldborgarsal Hörpu 28. janúar næstkomandi. Á tónleikunum verða fluttar allar 20 píanóetýður Glass og verður um Evrópufrumflutning á þeim nýjustu að ræða. Glass, sem er 76 ára, leik- ur þær sjálfur en hann er mikið til hættur að koma fram á tónleikum. Virtur Glass hefur starfað með fólki á borð við Bowie og Woody Allen. Miðasala hefst á tónleika Glass Þýsku djasstónlistarmennirnir Markus Burger og Jan von Klewitz halda jólatónleika á föstudaginn kl. 19.30 í Hallgrímskirkju. Þýska sendiráðið á Íslandi kemur að skipulagningu tónleikanna. Þekktir sálmar og kirkju- og jólalög frá Þýskalandi verða á efnisskrá tón- leikanna auk verka eftir Martin Luther. Burger hefur hlotið Grammy-tilnefningu fyrir píanóleik sinn og von Klewitz er virtur saxó- fónleikari. Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum sem renna til Landsbjargar og Rauða kross Íslands. Tvíeyki Markus Burger og Jan von Klewitz halda tónleika 20. des. Þýsk verk í Hallgrímskirkju Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er íslenskur þjóðháttur að lifa með grátstafinn í kverkunum. Por- cupine, Echo and the Bunnymen, kom út í febrúar. Níels gerði sér ferð suður til að sækja hana, sneri aftur með hatt af flóamarkaði og nýjan borðtennisspaða, auk plöt- unnar, sem var töluverður hvalreki fyrir okkur. Let’s Dance í apríl, hún kom hingað í plötubúðina þar sem ísbjörninn auglýsti sig upp- stoppaður síðar og fuglarnir sem Hannibal átti eftir að skjóta löngu síðar sem leiðsögumaður um djúp- ið, það var hans framlag til eilífð- arinnar … Hér er gripið niður í nýja skáld- sögu Eiríks Guðmundssonar, 1983, sem tilnefnd hefur verið til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Í fjörlegri frásögn af lífi ungs manns á Vestfjörðum er víða komið við og velta fram sögur af fólki í bland við mis-óreiðukenndar hugsanir; tón- list kemur við sögu, bækur og alls kyns brot út sögu staðarins. Eru þetta endurminingar höfundarins? „Ég nýti mér þennan tíma á ní- unda áratugnum, staðhætti fyrir vestan, og öðrum þræði er þetta tíðarandalýsing, en ég kvitta ekki upp á að þetta séu endurminningar heldur skáldsaga á einhverjum dul- arfullum mörkum,“ segir Eiríkur. Hvaða mörk eru það? „Ég nýti mér margt úr því um- hverfi sem ég þekkti þegar ég var að alast upp, ég þekkti þennan þorpsheim býsna vel,“ svarar hann. Eiríkur ólst upp í Bolungarvík. „En ég myndi ekki segja að þetta væri hefðbundin þorpssaga. Í mínum huga gerist hún á mörkum veru- leikans, draums og óskarinnar. Þetta er engin viðleitni til að kort- leggja íslenska þorpið á neinn hátt. Þessi bók er huglægari en flestar þorpssögur sem skrifaðar hafa ver- ið hér, jafnvel þær módernísku.“ Þegar Eiríkur er spurður hvort 1983 sé ein af svokölluðum stráka- sögum þá skellir hann upp úr. „Nei. Í forgrunni er engin saga um óknytti. Auðvitað kemur eitthvað slíkt við sögu, sagt er frá ungling- um sem eru aðeins til hliðar við meginstrauminn. Bókin er í raun um þá mynd sem sögumaðurinn dregur upp af tilverunni og lífi sínu. Hér áður fyrr var stundum talað um óáreiðanlegan sögumann, ég held að þessi sverji sig í þá ætt. Hann sér hlutina í kringum sig en áttar sig engu að síður ekki alveg á því hvernig heimurinn lítur út.“ Varðandi það hvernig heims- mynd persónanna er undirbyggð með vísunum í dægurmenningu, og þá ekki síst í bækur og tónlist, seg- ir Eiríkur að sér hafi þótt það mjög mikilvægt. „Bókin er öðrum þræði tíðarandalýsing og allt frá því á sjö- unda áratugnum hafa unglingar skilgreint sig gegnum tónlist, ekki það sem þau læra í skólanum eða sagt er heima hjá þeim. Músíkin er það fyrsta sem þú velur sjálfur, tengir þig við og uppgötvar til að skilgreina þig. Þess vegna nota ég mikið af músík í þessari bók. Allir glaðir úti á landi? Það var líka gaman að búa til þessa fjarlægð við sögutímann, annars vegar þorp á hjara veraldar, nálægt síðustu stoppistöð, og hins vegar dægurmenninguna sem þyrl- ast upp. Það má brúa ákveðna fjar- lægð með því að koma þessari allt- umlykjandi dægurmeningu fyrir þarna undir þessum háu fjöllum.“ Í stað þess að lýsa þekkjanlegum heimi er áherslan á textann sjálfan, textaflæðið er mjög mikilvægt. „Það vona ég,“ segir Eiríkur. „Og kannski stundum á kostnað hins kunnuglega heims. Það er mér eiginlegt að skrifa þannig, að leggja áherslu á flæði, takt og tónlist, og ekki síst myndmál. Einhvern tím- ann sagði Thor Vilhjálmsson að hann vildi ekki tala um laust mál og bundið, því prósinn væri líka bund- inn, bara með öðrum böndum, og þannig vil ég hugsa um minn prósa. Hann er á einhverjum mörkum. Í bókinni kemur flug talsvert við sögu en segja má að það sé tákn- mynd og draumurinn um að komast burt. Núna höfum við Landann í sjónvarpinu og þar virðast allir vera svo glaðir úti á landi, hvort sem þeir eru að sauma slátur eða smíða orgel. En það er líka til þorpsdeyfð sem ég kannast ágæt- lega við. Ég er ekkert feiminn við að lýsa henni.“ „Þorp á hjara veraldar, nálægt síðustu stoppistöð“ Morgunblaðið/Einar Falur Sögumaðurinn „Ég kvitta ekki upp á að þetta séu endurminningar heldur skáldsaga á einhverjum dularfullum mörkum,“ segir Eiríkur Guðmundsson rithöfundur um fjórðu skáldsögu sína, 1983.  Í 1983 segir Eiríkur Guðmunds- son frá unglingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.