Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Amerískir með klakavél Kynningarverð án klakavélar kr. 299.900 með klakavél kr. 399.900 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Siglufirði eru hafnar framkvæmdir við byggingu nýs 68 herbergja hótels sem stefnt er að að taka í notkun á næsta ári. Að grunnfleti verður húsið um 3.400 fermetrar og er bygging- arkostnaður áætlaður um 1,2 millj- arðar króna. Það er Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og at- hafnamaður, sem stendur að þessu verkefni. Á hans vegum voru á sínum tíma undir merkjum Rauðku hf. end- urgerðar byggingar á hafnarsvæðinu á Siglufirði þar sem í dag eru veit- inga- og matsölustaðirnir Hannes boy, Kaffi Rauðka og Bláa húsið. Ferðamönnum sem koma til Siglu- fjarðar hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Það helst í hendur við betri samgöngur um Héðinsfjarðargöng og svo almenna uppbyggingu í ferða- þjónustu. „Nú vantar tilfinnanlega meira gistirými svo ferðaþjónusta hér í bænum nái að dafna á þann hátt sem forsendur eru fyrir. Menn skjóta á að hingað komi um 40-50 þúsund ferða- menn yfir árið og vetrargestum fjölg- ar mjög, til dæmis í tengslum við skíðasport,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku. Gistihúsið nýja, Hótel Sunna eins og það á að heita, verður tveggja hæða bygging og hvert herbergjanna 68 tekur tvo til þrjá gesti. „Þetta er mjög spennandi verkefni og fram- kvæmdir hafa farið vel af stað. „Vel hefur viðrað frá áramótum og nú er búið að steypa sökkla. Svona tökum við hvern áfangann á fætur öðrum. Ætlum við okkur að opna í maí á næsta ári, það er 2015,“ segir Finnur. Það er Selvík, systurfélag Rauðku, sem stendur að byggingu hótelsins en iðnaðarmenn úr Fjallabyggð eru í eldlínu framkvæmdanna. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Smíði Björn Jónsson með sögina. Fyrir miðri mynd er Hólshyrna, fjallið sem setur mjög sterkan svip á bæinn.  Fjárfesting fyrir 1,2 milljarða króna  Opnað vorið 2015 Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Bæjarmynd Við höfnina, þar sem áður stóð brakki sem kallaður var Sunna. Eftir honum verður hótelið nefnt og hér sést hvar það verður staðsett. Glæsihús Eftir þessari tölvumynd arkitekta verður hótelið byggt, en það verður 3.400 fermetrar og herbergin verða 68, tveggja til þriggja manna. Stórt Sunnuhótel í byggingu á Siglufirði Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íþróttafélögum voru á síðasta ári send bréf þar sem þau voru hvött til þess huga að því að standa rétt að skattskilum. Deildar meiningar eru um það á milli Ríkisskattstjóra og sumra íþróttafélaga hvort félögum sé leyfilegt að greiða starfsfólki verktakagreiðslur, sérstaklega þeg- ar kemur að leikmönnum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkis- skattstjóri, telur að ákvæði séu skýr í lögum og að greiða beri starfsfólki í samræmi við lög um launþega. Þá eru einnig deildar meiningar um það hvort sala á auglýsingaskiltum sé styrkur til íþróttafélaga eða tekjur sem beri að greiða virðisaukaskatt af. „Þó að menn séu ekki sammála Ríkisskattstjóra þá þýðir það ekki að menn geti ákveðið hvað sé rétt og rangt í þessum málum,“ segir Skúli Spurður hvort grunur hafi verið um að ekki sé rétt staðið að skatt- skilum hjá íþróttafélögunum segir Skúli: „Við sendum ekki svona bréf til allra landsmanna, heldur til þessa hóps í þessu tilfelli.“ Hann bendir á að umhverfi íþróttahreyfingarinnar hafi breyst á undanförnum árum og að atvinnu- mennska hafi færst í vöxt. Slíkt kalli á að skerpa þurfi á því hvernig standa beri að skattheimtu. Málið fyrir skattanefnd Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að deildin sé ein fjögurra knattspyrnu- deilda sem beðnar voru um afrit af upplýsingum úr bókhaldi á síðasta ári. Að þremur mánuðum liðnum var þeim tilkynnt um að skatturinn hygðist ekki aðhafast sérstaklega. Að sögn Jóns Rúnars eru enn deild- ar meiningar Ríkisskattstjóra og fé- laganna um það hvort greiða megi leikmönnum verktakagreiðslur í stað þess að þeir séu launþegar. Komist aðilar ekki að sam- komulagi á Jón Rúnar von á því að málinu verði skotið til skattanefndar sem úrskurðar um slík álitamál. „Leikmaður er í nánast öllum til- vikum í annarri vinnu eða námi. Maður gerir aldrei langtímasamning við leikmenn. Okkur finnst vanta skilning á hlutverki leikmanna innan félaganna,“ segir Jón. Hann er hins vegar sammála þeim sjónarmiðum að þjálfarar og aðrir starfsmenn fé- laganna í fullri vinnu séu launþegar. „FH er t.a.m. með um 100 manns í vinnu hjá félaginu. Langflestir eru verktakar. Gera má ráð fyrir því að kostnaður aukist um 30% ef sjón- armið skattsins verða ofan á að fullu,“ segir Jón Rúnar. Deildar meining- ar um skattskil  Ríkisskattstjóri telur óheimilt að greiða leikmönnum verktakagreiðslur Morgunblaðið/Ómar Launagreiðslur Deilt er um hvort heimilt sé að greiða launuðum leik- mönnum verktakagreiðslur. Erlendum leikmönnum, sem fá greidd laun frá íþróttafélögum, ber að greiða 18% skatt af tekjum sínum auk þess að standa við greiðslur til sveitarfé- laga. Að sögn Jóns Rúnars hefur borið á því að ekki hafi verið greiddur skattur af slíkum verktaka- greiðslum. Telur hann að í þeim tilfellum þurfi félög- in að halda eftir hlut opinberra aðila af greiðslum til leikmannanna. Skúli Eggert bendir á að einn angi skattskila snúi að samkeppnismálum. „Sum félög eru með þetta al- veg í lagi á meðan önnur eru það ekki. Það er samkeppni um íþrótta- menn. Því er mikilvægt að félögin greiði sömu skatta og sömu skyld- ur,“ segir Skúli. Jöfn samkeppni um leikmenn BORIÐ Á ÞVÍ AÐ ERLENDIR LEIKMENN GREIÐI EKKI SKATT Jón Rúnar Halldórsson Starfsmenn Veðurstofunnar stað- festu í gær að Skaftárhlaupið um síðustu helgi kom úr vestari Skaftár- katlinum í Vatnajökli. Þá sáu þeir að Eystri-Skaftárketillinn er fullur af vatni og löngu kominn tími á að hlaup verði úr honum. Að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, prófessors í jarðeðlis- fræði hjá raunvísindastofnun HÍ, er óvenjulangt um liðið frá síðasta hlaupi úr eystri sigkatlinum. Það varð í júní 2010. Hléið sé jafnlangt því lengsta sem komið hafi undan- farin fjörutíu ár. Yrði stærra hlaup „Það getur ekki verið langt í að hann hlaupi. Það eru kannski auknar líkur á að hann hlaupi beint í kjölfar- ið af þessu hlaupi en annars hlýtur hann að koma á næstu mánuðum,“ segir hann. Þá væri um að ræða tals- vert stærra hlaup en það sem hófst á dögunum og er nú í rénun. Atburð- irnir nú eru eftirtektarverðir en ekki stóratburðir að sögn Magnúsar Tuma. „Það er ekki þess að vænta að venjulegt Skaftárhlaup, þó stórt sé, valdi einhverjum stórkostlegum truflunum. Sé fylgst þokkalega með þessu og það umgengist af hæfilegri virðingu á enginn að vera í hættu.“ Eystri ketill kominn á tíma  Óvenjulangt um liðið frá síðasta hlaupi úr sigkatlinum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rennsli Um 50 Skaftárhlaup hafa orðið síðustu 60 ár. Mynd úr safni. Ofmetið rennsli » Veðurstofumenn telja að rennsli Skaftár við Sveins- tind sé líklega ofmetið vegna íss í árfarveginum. Hlaupið muni sjatna áfram á næstu dögum. » Þeir greina engin sjáanleg merki um að hlaup sé að hefjast úr eystri katlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.