Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
20% afsláttur
af öllu garni dagana
23.janúar - 1.febrúar
Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is
AFMÆLISDAGAR
AFSLÁTTARDAGAR
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Í tilefni 4 ára afmælis okkar
þann 30.janúar verður...
Þórður A. Þórðarson
thordur@mbl.is
Helgi Rafnsson, flugvirki og spilmað-
ur hjá Landhelgisgæslunni, hefur
unnið að því undanfarið að gera upp
gamla flugvél. Nefnist flugvélin TF-
MEY og er af gerðinni Piper PA-28-
180 Cherokee.
Alls hafa 37 Piper PA-28 verið
skráðar á Íslandi og kom sú fyrsta ár-
ið 1964. TF-MEY var fyrst smíðuð ár-
ið 1966, en hún kom til landsins árið
1974. Henni var flogið mikið í kennslu-
flugi fram til ársins 1988, er henni
hlekktist á í flugtaki við Dagverðará,
þar sem hún rann fram af flugbraut-
inni.
Helgi segir að það hafi tekið hann
um fjögur ár í hjáverkum að gera
flugvélina upp. Meðal annars var skipt
um botn á vélinni og annar vængur-
inn smíðaður frá grunni auk flapsa og
hallastýris. Einnig var mótorinn
gerður upp, en hann er 180 hestöfl.
Ný innrétting og mælaborð voru svo
sett í vélina.
Helgi hefur flogið flugvélinni í
um klukkutíma eftir að endursmíð-
inni lauk en nú taka við flugprófanir í
25 tíma áður en að vélin fær fullt leyfi.
Fyrstu fimm tímana verður Helgi að
fljúga vélinni einn, en næstu 20 tíma
má flugréttindamaður koma með.
Eftir það má hver sem er þiggja far.
Flugvélin er skráð sem „experi-
mental“ sem mætti þýða sem heima-
smíði. Til þess að flugvél fái slíka
flokkun þarf að endursmíða 51% af
henni eða meira. Er þetta í fyrsta
skipti á Íslandi að vél sem er hálf
skellaga og úr áli, er smíðuð upp að
svo miklu leyti. Algengara er að vélar
með svonefndri turnlaga byggingu
séu gerðar upp. Það eru dúklagðar
flugvélar og er sú algengasta Piper
Cub sem margir þekkja.
Helgi var mjög ánægður með
fyrsta flugið eftir endursmíðina og
sagði hann að það kæmi á óvart
hversu hratt vélin gæti flogið.
Nærri fimmtug flugvél
orðin eins og ný
Morgunblaðið/Þórður
Nýuppgerð vél Helgi Rafnsson, flugvirki, við flugvélina TF-MEY, sem hefur verið endurbyggð.
Viðgerðin tók fjögur ár Fer nú í 25 stunda flugprófun
Nýtt Innrétting og mælaborð eru ný.
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Það má alltaf gera betur í nefndum
Alþingis en þeim er ætlað ákveðið
sjálfstæði og það er ekki hlutverk for-
seta þingsins að segja fyrir um með
hvaða hætti ein-
staka þingnefndir
nálgast viðfangs-
efni sín. Þetta
segir Einar K.
Guðfinnsson, for-
seti Alþingis, að-
spurður um
vinnubrögð efna-
hags- og við-
skiptanefndar,
þegar nefndin
fjallaði um svokallaðan bankaskatt á
fjármálafyrirtæki. Enn liggur ekki
fyrir hver átti hugmyndina að því að
miðað yrði við 50 milljarða króna frí-
skuldamark né hvernig sú tala var
rökstudd af viðkomandi aðila eða að-
ilum.
„Ég hef litið á að það sé orðin nið-
urstaðan af allri þessari umræðu að
þessi tala eigi uppruna sinn í efna-
hags- og viðskiptanefnd og það er
auðvitað hún sem ber ábyrgð á mál-
inu eftir að það er komið inn í þingið,“
segir Einar. „Þannig að ég hef gert
ráð fyrir því að það séu ákveðnar for-
sendur sem liggja þar að baki, sem
nefndin hefur metið þannig að væru
efnislegar,“ segir hann.
Málið hefur vakið spurningar um
vinnulag nefnda og afgreiðslu mála í
þinginu. Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, vakti máls á því í
Kastljósi á mánudag að fjárlagafrum-
varp hefði verið lagt afar seint fram
og gagnrýndi að skattlagningin hefði
verið aukin um tíu milljarða milli ann-
arrar og þriðju umræðu, degi fyrir
þinglok. Einar segir að til að koma í
veg fyrir að mál séu afgreidd í flýti, sé
fyrst og fremst mikilvægt að þau séu
lögð tímanlega fram.
„Það væri mjög fljótlegt að finna til
dæmi þar sem stórar tölur eru af-
greiddar í gegnum þingið á skömm-
um tíma. Ég er ekki að mæla því bót,
ég hef þvert á móti kallað eftir því að
mál séu lögð nægilega snemma fram
þannig að hægt sé að vinna þau
gaumgæfilega,“ segir Einar. „Hins
vegar vil ég segja að það gefur ekki
rétta mynd af störfum þingsins að
fjölmörg mál eru afgreidd á stuttum
tíma fyrir jól og að vori. Mörg þess-
ara mála hafa verið unnin mánuðum
saman í þingnefndum en lokapunkt-
urinn er síðan settur á afgreiðslu
málsins áður en haustþinginu eða
vorþinginu lýkur,“ segir hann.
Einar segir að síðustu tvö þing hafi
komið fram um 160-170 þingmál frá
ríkisstjórn á hvoru þingi, en þeim sé
ekki öllum lokið. Það gefi augaleið að
hversu klárir eða snjallir sem þing-
menn séu, muni engir þeirra verða í
færum til að þekkja hvert einasta mál
til hlítar. „Þess vegna er þessi verka-
skipting í þinginu, þess vegna eru
flokkarnir með fulltrúa sína í ein-
stökum nefndum, og það er eðlilegt
við slíkar aðstæður að menn reiði sig
á þær upplýsingar og þær forsendur
sem félagar þeirra hafa unnið eftir,“
segir hann.
Jón Þór Ólafsson, formaður Pírata,
hefur lagt til að fundir þingnefnda
verði teknir upp til að tryggja gegn-
sæi og að upptökurnar verði aðgengi-
legar almenningi en Einar kveðst
hafa um það efasemdir, þar sem það
gæti haft áhrif á að þar fari fram
nægjanlega opinskáar umræður.
Hann tekur undir það að æskilegt
hefði verið ef talan 50 milljarðar hefði
komið fram í formlegu erindi efna-
hags- og viðskiptanefndar til fjár-
málaráðuneytisins en segir aðalatriði
það að tillaga nefndarinnar liggi fyrir
í þingskjölum, þ.e. sú niðurstaða að
þessi tiltekna tala hafi verið það frí-
skuldamark sem nefndarmenn vildu
miða við.
Einar segir ráðuneytin hafa ríka
upplýsingaskyldu gagnvart þing-
mönnum og að þeir geti kallað eftir
þeim upplýsingum sem þeir telja sig
vanta. „Það er síðan verkefni þing-
nefndanna að fara yfir þær upplýs-
ingar sem koma frá ráðuneytunum,“
segir Einar. „Og leita eftir sérfræði-
legu áliti úr öðrum áttum ef þeir telja
það nauðsynlegt.“
Ábyrgðin á höndum nefndarinnar
Forseti Alþingis segir þingnefndir sjálfráðar um vinnulag Fljótlegt að finna dæmi um að stórar
tölur séu afgreiddar á skömmum tíma Upptaka nefndarfunda ekki fýsileg Rík upplýsingaskylda
Morgunblaðið/Ómar
Í eldlínunni Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar,
hefur sagt að talan 50 milljarðar hafi komið frá meirihluta nefndarinnar.
Frískuldamarkið
» „Háttvirtur formaður
nefndarinnar hefur svarað
hvernig þessi tala varð til, held
ég. Hún varð til í samtali milli
fjármálaráðuneytisins og hátt-
virts formanns nefndarinnar,“
sagði Vilhjálmur Bjarnason,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og fulltrúi í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis, á
þinginu í gær.
» Var hann að svara fyrirspurn
frá Kristjáni L. Möller, þing-
manni Samfylkingarinnar.
Einar K.
Guðfinnsson