Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Enn dregur úr daglegum sígarettu- reykingum landsmanna. Árið 2012 reyktu 13,8% landsmanna daglega en samkvæmt nýrri skýrslu embætt- is landlæknis um tíðni reykinga árið 2013 hefur hlutfallið lækkað nokkuð á milli ára. Skýrslan er ekki birt. Árið 2003 reyktu 22,3% og hefur hlutfallið farið hratt lækkandi síð- ustu ár. Viðar Jensson, verkefna- stjóri tóbaksvarna hjá embætti land- læknis, segir það ánægjulegt að enn dragi úr daglegum reykingum en á móti komi að það aukist aðeins fjöldi þeirra sem segjast reykja öðru hverju. Það sé í rauninni ekki óeðli- legt þegar minnki svo í hópi þeirra sem reykja daglega. Sértækari aðgerðir Þrátt fyrir góðan árangur er ekki slegið slöku við. Embætti landlæknis vinnur nú að stefnumótun í tóbaks- vörnum ásamt velferðarráðuneytinu og fleiri aðilum. Í framhaldi af þeirri stefnumótun verður farið í aðgerð- aráætlun. „Það þarf sértækari aðgerðir þeg- ar við erum komin svona langt niður í tíðni þeirra sem neyta tóbaks og það þarf greinilega að fjölga meðferðar- úrræðum. Við þurfum að vinna að því að það verði ekki nýliðun með áfram- haldandi forvarnastarfi og svo þurf- um við markvisst að fara að hjálpa fólki við að hætta að nota tóbak. Það gætu verið einstaklingsmiðuð viðtöl og meðferð, auk þess sem ein- staklingurinn er greindur og athugað hvort það hentar honum að nota nikó- tínlyf.“ Spurður hvort það komi til greina að niðurgreiða nikótínlyf svarar Við- ar að það gæti vel komið til greina. Norðurlandaráð stefnir að því að öll Norðurlöndin verði tóbakslaus ár- ið 2040. „Norðurlöndin vinna nú meira saman að tóbaksvörnum og eru fulltrúar frá þeim búnir að funda tvisvar vegna þess síðasta eina og hálfa árið. Þá höfum við samþykkt rammasamning Alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunarinnar um tób- aksvarnir og skuldbundið okkur til að vinna samkvæmt honum. Það er mikið rætt víða um heim hvernig á að ráða niðurlögum þessa faraldar,“ segir Viðar. Munur eftir menntun og tekjum Mikill munur er á neyslu tóbaks eftir menntun og tekjum. Í samantekt sem embætti landlæknis vann 2012 um umfang reykinga kom í ljós að um 23% þeirra sem eru með grunnskóla- próf reykja daglega en um 8% þeirra sem er með háskólapróf. Sömu sögu er að segja víðar um heim en sam- kvæmt nýrri sænskri rannsókn sem velferðarráðuneytið þar í landi vann kemur fram að þeir sem eru með litla menntun eru í meiri hættu á að deyja fyrir áttrætt en þeir sem eru há- menntaðir. Ein ástæðan fyrir því er talin vera reykingarvenjur. Dánar- tíðni kvenna á aldrinum 35 til 64 ára með litla menntun lækkaði aðeins um 6% frá 1991 til 2012 en um 33% hjá konum í sama aldurshópi með há- skólamenntun. Stærsta ástæðan fyrir þessu eru taldar reykingarnar sem ekki hefur dregið nóg úr meðal minna menntaðra kvenna. Deyja fyrir aldur fram Tóbak veldur flestum ótímabær- um dauðsföllum í Evrópu. Um það bil 50% reykingamanna deyr fyrir aldur fram og munar þar 14 árum að með- altali. Samkvæmt áætlun Hjarta- verndar látast nú um 200 íslendingar árlega af völdum reykinga. „Þeir sem deyja af völdum reyk- inga hér á landi fá yfirleitt lungna- krabbamein og hjartasjúkdóma, þá er langvinn lungnateppa líka algeng. Ef ég horfi á sjúklingana sem ég er með inni á deild eru margir með sjúk- dóma sem má rekja beint til reyk- inga,“ segir Karl Andersen hjarta- læknir á Landspítalanum en hann situr m.a í fagráði um tóbaksvarnir. „Dánartíðni vegna kransæðastíflu á Íslandi hefur lækkað gríðarlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. Ef við brjótum niður hvað skýrir þessa lækkun þá eru reykingarnar einn stærsti þátturinn. Þá sáum við strax að hjartaáföllum snarfækkaði eftir að bannað var að reykja á opinberum stöðum árið 2007.“ Sígarettupakkinn á 4000 kr. Í baráttunni gegn reykingum vill Karl sjá verulega verðhækkun á síg- arettupakkanum. „Krakkar sem eru að byrja að reykja hefðu ekki efni á því að kaupa sígarettupakka á 3000 eða 4000 krónur en það er það sem pakkinn kostar í raun og veru. Neyt- andinn kaupir pakkann á 1000 kr. og ríkið borgar um 3000 kr. með honum í afleiddum kostnaði ef öll sjúkdóms- byrði er tekin inn í, jafnvel þó við tök- um inn í það sem sjúklingurinn borg- ar úr eigin vasa og það sem ríkið hirðir í skatt. Mín skoðun er sú að við eigum að láta neytendurna borga það sem þetta kostar.“ Dregur úr daglegum reykingum  Hlutfall dagreykingamanna dregst saman milli 2012 og 2013  Embætti landlæknis vinnur nú að stefnumótun í tóbaksvörnum ásamt velferðarráðuneytinu  50% reykingamanna deyr fyrir aldur fram AFP Reykingar Ný bandarísk rannsókn sýnir að neikvæðum aukaverkunum og sjúkdómum af völdum reykinga fjölgar. Það er barist víðar gegn reykingum en á Íslandi. Í nýrri skýrslu bandaríska landslæknisembættisins, sem fréttavefur NBC News sagði frá í vikunni, kemur fram að vísindamenn eru enn að bæta við þann langa lista sjúkdóma sem reykingar geta valdið. Ekki er aðeins um lungnakrabbamein að ræða því reykingar geta líka stuðlað að; sykursýki, liðagigt, ristruflunum, krabbameini í lifur og endaþarmi, hrörnun í augnbotnum sem getur leitt til blindu og aukið líkurnar á að börn reykingakvenna fæðist með klofinn góm. Í dag reykja um 18% fullorðinna Bandaríkjamanna en þeir voru 42% árið 1964. Stefnt er að því að hlutfallið verði komið niður í 12% árið 2020. Hvatt er til þess að bætt verði í baráttuna gegn reykingum í Bandaríkjunum, t.d. með verðhækkunum og auknu alhliða banni á reykingum innanhús. Þá er hvatt til þess að athugað verði hvort það að draga úr magni nikótíns í sígarettum geti hjálpað fólki við að hætta að reykja. Langur sjúkdómalisti BANDARÍSKA LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Verið er að leggja lokahönd á sam- komulag milli Vegagerðarinnar og Eimskips annars vegar og hins veg- ar Vegagerðarinnar og Viking Tours um siglingar á farþegabátnum Vik- ingi til Landeyjahafnar. Siglingarnar eru alfarið á ábyrgð Viking Tours en öll sala og upplýs- ingagjöf vegna þessa á hendi Eim- skips, segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Um er að ræða tilraunaverkefni innanríkisráðuneytisins og Vega- gerðarinnar til u.þ.b. tveggja mán- aða þar til Landeyjahöfn opnast fyr- ir Herjólf að nýju. Eigendur Vikings eru nú að gera skipið klárt í verk- efnið m.a. með uppsetningu björg- unarbáts og ætti þeirri vinnu að ljúka á allra næstu dögum. Skipið er bundið svipuðum takmörkunum og Herjólfur hvað ölduhæð varðar en ristir mun minna en Herjólfur og mun því geta siglt til Landeyja- hafnar þegar dýpi hamlar siglingum Herjólfs þangað. Áætlun Vikings verður samþætt við áætlun Strætó á Suðurlandi og er gert ráð fyrir því að farnar verði tvær ferðir á dag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víkingur Unnið að því að gera bátinn kláran til siglinga milli lands og Eyja. Siglt í Landeyjahöfn  Víkingur VE byrjar siglingar á næstu dögum  Fer tvær ferðir á dag VINTAGE FLÍSAR Nýkomnar Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.