Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 66
66 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Sjöfn Gunnarsdóttir er 35 ára í dag og ætlar af því tilefni að haldaskvísupartí fyrir vinkonurnar á laugardaginn. Partíið verður„gefandi gleði“, eins og Sjöfn orðar það, en hún hefur verið
dugleg við að fagna heils- og hálfstugar afmælum. Á öðrum, aðeins
minna merkilegum, afmælisdögum er nánustu boðið í kaffi.
„Ég á tvö börn og mann, sem er að vísu mikið erlendis,“ segir Sjöfn
um fjölskylduhagi sína, en maðurinn, Björn Vigfús Metúsalemsson, er
smiður og starfar um þessar mundir í Nuuk á Grænlandi. Fjölskyldan
flutti í nýtt og stærra húsnæði í október síðastliðnum og síðan hefur
verið nóg að gera við að taka upp úr kössum og gera klárt. „Kallinn
var bara heima í tíu daga þegar við vorum að flytja og ég var ein eftir
með krakka og fullt af kössum,“ segir Sjöfn. „En to-do listinn bíður
þegar hann kemur heim,“ segir hún og hlær.
Sjöfn segist hafa öðlast ákveðið sjálfstæði sem grasekkja og að hún
sé orðin bara hreint býsna laghent. Hún starfar við skrifstofustörf hjá
Heilsuborg í Faxafeni og segist sjálf stunda líkamsrækt þegar hún
getur. „Ég reyni að fara þrisvar í viku; reyni að vera góð fyrirmynd,“
segir hún en utan hreyfingarinnar nýtur hún þess að verja frístund-
unum með fjölskyldu og vinum. Hún segir huggulega stemningu bíða
gestanna á laugardag. „Ég er ennþá með jólaseríu úti á runna. Það er
fínt að hafa ljósin þegar maður heldur upp á afmælið,“ segir hún.
holmfridur@mbl.is
Sjöfn Gunnarsdóttir er 35 ára í dag
Ljósmynd/larus.is
Falleg fjölskylda Sjöfn og Björn Vigfús og börnin Dagur Örn og
Sunna á brúðkaupsdeginum 13. október 2012.
Býður vinkonunum
í „gefandi gleði“
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Ólöf Yrja fæddist 21. apríl
kl. 9.05. Hún vó 3.390 g og var 50,5
cm löng. Foreldrar hennar eru Lísa
Kjartansdóttir og Einar Baldvin Ara-
son.
Nýir borgarar
Kópavogur Kristjana Malen fæddist
18. apríl kl. 2.34. Hún vó 4.145 g og var
53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þóra
Marý Arnórsdóttir og Páll Janus
Þórðarson.
Þ
óra fæddist í Reykjavík
23.1. 1939 og ólst þar upp
í foreldrahúsum, fyrst
við Laufásveginn og síð-
an við Sóleyjargötuna:
„Afi og amma áttu upphaflega húsið á
Sóleyjargötu 3.
Ég man að pabbi og mamma fóru
ferð til Bandaríkjanna á stríðs-
árunum en ég var þá hjá afa og ömmu
á meðan. Mér er það minnisstætt að
þegar þau komu aftur heim og gengu
upp að húsinu, var ég svo feimin að ég
ætlaði varla að þora að heilsa.“
Þóra var í Ísaksskóla og síðan í
glænýjum Melaskólanum: „Melaskól-
inn þótti afar glæsileg skólabygging
sem var nú reyndar ekki alveg tilbúin
þegar við hófum þar nám. Í næsta ná-
grenni voru svo stór braggahverfi
sem stungu óneitanlega í stúf við
þennan fallega skóla og nýleg íbúðar-
húsin á Melunum.“
Þóra lauk stúdentsprófi frá MR
1959, Fil.kand.-prófi í lista- og menn-
ingarsögu frá Stokkhólmsháskóla
1971 og MA-prófi í sagnfræði við HÍ
1999.
Þóra var starfsmaður Listasafns
Íslands 1965-67, fréttamaður RÚV
1968-74, listráðunautur Norræna
hússins 1974-79, listráðunautur Kjar-
valsstaða 1979-86 og sérfræðingur
hjá Þjóðminjasafni Íslands um árabil
Þóra Kristjánsdóttir, sagnfræðingur og listráðunautur – 75 ára
Morgunblaðið/Ómar
Menningar- og leikhúsfólk Þóra og Sveinn á frumsýningu á Þingkonunum, ásamt Agli Ólafssyni, leikara og söngv-
ara, og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra. En Sveinn var einmitt Þjóðleikhússtjóri á árunum 1972-83.
Íslensk list á fyrri tímum
Nöfnurnar Afmælisbarnið með nöfnu sína og fyrsta barnabarnið.
Guðmundur Elías Knudsen
ballettdansari og leikari er 40
ára í dag, 23. janúar. Amma
hans, Guðmunda Elíasdóttir
söngkona, á einnig afmæli í dag
og er 94 ára.
Þau halda upp á afmælið saman
með því að fara út að borða með
allri fjölskyldunni.
Árnað heilla
AfmæliMAURICE LACROIX
EITT FREMSTA ÚRAMERKI Í HEIMINUM Í DAG
Frá stofnun árið 1976 hafa vinsældir
Maurice Lacroix aukist hraðar en nokkurs
annars svissnesks úramerkis og fæst það
nú hjá yfir 4.000 úrsmíðameisturum
í 45 löndum.
Maurice Lacroix úrin eru
heimsfræg fyrir fágaða hönnun,
fullkomna tækni og gæði í gegn.
Maurice Lacroix fæst hjá Jóni og Óskari.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind