Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 ÚTSALA N í fullum gangi Vorum að taka upp nýjar vörur Guðrún Nína Petersen er nýr veður- fræðingur í fréttum hjá Sjónvarp- inu. Hún kom fyrst fram á skjánum í fyrrakvöld og verður næst með veð- urfréttirnar annað kvöld. „Einhvern tíma verður allt fyrst,“ segir Guðrún Nína, sem útskrifaðist með doktorspróf í veðurfræði 2004 og hefur verið í fullu starfi hjá Veð- urstofunni síðan 2008. Hún segist hafa áhuga á veðri og veðurfræði, hafa lengi miðlað þekkingu um fræðin í fyrirlestrum og öðru og veð- urfréttamennskan sé af sama meiði. „Þetta er vinna eins og hvað annað,“ segir hún. Guðrún Nína vinnur einkum við veðurfræðirannsóknir. Hún er önn- ur konan sem bætist í hóp veður- fréttamanna hjá Rúv á skömmum tíma, en hún bendir á að tveir veð- urfræðingar hafi dottið út úr veð- urfréttunum að undanförnu og fylla hafi þurft í skörðin til að veita áfram sömu þjónustu. „Þetta er samvinna margra,“ segir hún en sex veður- fræðingar sjá nú um veðurfréttirnar hjá Rúv. steinthor@mbl.is Guðrún Nína nýtt andlit í veðurfréttum  Segir starfið samvinnu margra Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjónvarp Guðrún Nína er byrjuð í veðurfréttum Sjónvarpsins. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Menn mæta með reynda keppn- ishesta og nýjar stjörnur. Knapar eru að prófa nýja hesta fyrir mót og sýningar komandi tímabils, ekki síst á landsmótsári,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, úr stjórn Meist- aradeildar í hestaíþróttum. Móta- röðin hefst í kvöld í endurbættri að- stöðu í Ölfushöllinni í Íslenska hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi. Átta fjögurra manna lið keppa í meistaradeildinni, þau sömu og á síðasta ári. Hins vegar hafa orðið talsverðar mannabreytingar. Nefna má að ungar og efnilegar konur koma nýjar inn í tvö lið, þær Að- alheiður Anna Guðjónsdóttir í lið Ganghesta / Málningar og Eyrún Ýr Pálsdóttir í lið Hrímnis / Export hesta. Aldursforseti deildarinnar í ár verður Erling Ó. Sigurðsson, 71 árs gamall skeiðmeistari, sem kemur nýr inn í lið Gangmyllunnar. Lengi langað að taka þátt Meistaradeildin er liða- og ein- staklingskeppni. Lið Top Reiter / Ármóta sigraði í fyrra og liðsstjór- inn, Guðmundur Björgvinsson, vann einstaklingskeppnina. Liðið keppir nú undir merkjum Top Reiter / Sóln- ingar og kemur sigurstranglegt til leiks. Verðugir áskorendur eru í öðr- um liðum auk þess sem þrír öflugir knapar hafa gengið til liðs við Spón- .is / Heimahaga. Það eru Guðmar Þór Pétursson sem lengi hefur starf- að í Ameríku, Ísólfur Líndal Þór- isson og Leó Geir Arnarson. „Mig hefur langað til þess í mörg ár að taka þátt. Nú er ég kominn með fleiri góða hesta og er með fína hesta í öllum greinum,“ segir Ísólfur Líndal sem tekur nú í fyrsta skipti þátt í meistaradeildinni. Hann hefur tekið þátt í KS-deildinni fyrir norðan frá upphafi. „Mér finnst áhugavert að kynnast nýju fólki og skemmtileg tilbreyt- ing,“ segir Ísólfur. Hann rekur hestabúgarð á Lækjarmóti í Víðidal með fjölskyldu sinni og þarf því að aka suður með hestana. „Ég er með stóran vagn og tek marga hesta með mér og þjálfa hérna fyrir sunnan. Það þarf margt að koma til svo dæm- ið gangi upp. Guðmar staðarhaldari lánar mér pláss og konan mín þjálfar hestana sem eftir eru heima.“ Keppnin verður með svipuðu fyr- irkomulagi og áður. Keppt verður á fimmtudagskvöldum með hálfs mán- aðar millibili, nema hvað skeið- keppnin fer fram á laugardegi og lokakvöldið á föstudegi. Bein út- sending verður frá allri keppninni á Stöð 2 sport og á Netinu. Liðin verða kynnt til leiks klukkan hálf sjö í kvöld og keppni í fjórgangi hefst klukkan sjö. Reyndir hestar og nýjar stjörnur  Mótaröðin Meistaradeild í hestaíþróttum hefst í kvöld í hestagarðinum Fákaseli  Sjötugur skeið- meistari og ungar konur bætast í hópinn  Þrír öflugir knapar ganga til liðs við Spón.is / Heimahaga Ljósmynd/Magni Æfing Miklar breytingar hafa verið gerðar á Ölfushöllinni í Íslenska hestagarðinum Fákabóli, ekki síst veitinga- staðnum. Þar er verið að setja upp mikla sýningu, hestaleikhús, sem draga á ferðafólk á staðinn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurvegari Guðmundur Friðrik Björgvinsson sigraði í meistaradeildinni í fyrra og þá lagði Hrímnir frá Ósi sitt af mörkum. „Þetta er skap- andi og um leið gefandi verk- efni sem skemmtilegt hefur verið að takast á við,“ segir Guðmar Þór Pétursson, höfundur og leikstjóri hestasýningarinnar sem verið er að undirbúa í Ís- lenska hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi. Fyrsta sýningin verður í byrjun næsta mánaðar og er stefnt að fimm sýningum í viku. Aðstaðan á Ingólfshvoli hefur verið að taka breytingum frá því nýir eigendur tóku þar við. Með- al annars hefur veitingastaður- inn verið tekinn í gegn og stækkaður og eldhúsið jafn- framt endurnýjað. Þá er Kron- Kron að setja þar upp minja- gripaverslun. Risaskjá hefur verið komið fyrir á vegg reið- hallarinnar, á móti áhorfenda- svæðinu, og sett upp betri lýs- ing og aðstaða til að stýra tækninni. Guðmar hefur notið aðstoðar leikhúsfólks og kvikmyndagerð- arfólks til að setja upp hesta- sýninguna enda segist hann vera að búa til fyrsta hestaleik- húsið á Íslandi. „Íslenski hest- urinn verður í aðalhlutverki og er markmiðið að draga fram sem flestar hliðar hans.“ Guðmar Þór er jafnframt að- stoðarframkvæmdastjóri Ís- lenska hestagarðsins. Hann vonast til að Fákasel verði góð- ur áningarstaður fyrir ferðafólk, jafnt innlent sem erlent. Hestaleikhús sett á fót BREYTINGAR Í ÖLFUSHÖLL Guðmar Þór Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.