Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR. SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR. Mazda6 sameinar glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkummálmum sem létta bílinn. Eldsneytisnotkun SKYACTIV bensínvélarinnar með sjálfskiptingu er einungis 6,0 lítrar í blönduðum akstri. Fæst einnig með dísilvél. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. zo om - z oo m Mazda6 kynntu þérskyactiv spartækni mazda KOMDU Í REYNSLUAKSTUR sér og öðrum þangað til þau hafa náð aldri og þroska til að hugsa þetta rétt,“ segir hann. Krakkar sem hafi farið frá Ham- arskoti og haldið áfram neyslu eftir það, hafi hringt í hann mörgum árum seinna og sagt að í dag séu þau edrú og þakki það dvölinni í Hamarskoti fyrir löngu síðan. Oft haldast tengslin svo árum skipti og gamlir vistmenn kíkja stundum í mat um helgar. Hann segir lykilatriði að vistheim- ilið sé í sveit því barátta við fíkn og óreglu sé mun erfiðari í þéttbýli. Þeg- ar Hamarskot var opnað hafi ung- menni gjarnan sótt nám eða vinnu inn á Selfoss. Nú eru þau hætt því og vinna aðallega heima í Hamarskoti. „Nálægðin við margmenni og sam- félagið er oft erfið. Ef þig langar að detta í það og þú ert einhvers staðar fastur uppi í sveit, þá er kannski hægt að tala þig til. En ef þig langar að detta í það og ert kominn í fíkniefni fjórum mínútum seinna, þá er erfiðara að eiga við það,“ segir hann. Sigurður leggur mikla áherslu á að í Hamarskoti sé ekki meðferðarheimili heldur vistheimili og enginn sé neydd- ur til að vera þar. „Ef þeir vilja ekki vera hérna þá koma þeir bara til mín og segja: „Siggi, ég get þetta ekki, ég er farinn.“ Og þá stend ég ekki í dyr- unum og slæst við þá. Ég reyni auðvit- að að tala um fyrir þeim og í níutíu og eitthvað prósentum tilfella virkar það.“ Stundum virkar það ekki. Stærstu áföllin verða í kringum jól og páska, þegar ungmennin fara í frí og koma oft tætt til baka. Verslunar- mannahelgin er líka erfið. „Það er stanslaust hamrað á því í útvarpinu hvar þú eigir að vera og hversu ölv- aður.“ Þessi „upphitun“ byrji mánuði fyrir sjálfa helgina og um leið aukist spenna á heimilinu. „Þá er dálítið mik- ið um strok og oft eru börnin ekki jafn geðgóð, við skulum orða það þannig.“ Dapurt dómskerfi Sigurður segir barnavernda- rkerfið virka ágætlega, í flestum til- fellum. Það sé helst ef fíkniefna- neysla bætist ofan á geðraskanir sem málin flækist. Einnig sé þörf á einhvers konar úrræðum fyrir krakka sem eru með greiningar, séu t.d. einhverfir. Þá vanti peninga inn í kerfið en það er gömul saga og ný. Dómskerfið sé hins vegar voða- lega dapurt. Dómsmál taki of langan tíma. „Það er erfitt að brjóta af sér 16 ára en þurfa ekki að taka ábyrgð á því fyrr en þú ert orðinn 18 ára,“ segir hann. Þá mætti taka krakka sem byrja ungir í afbrotum fyrr úr umferð. „Ég sé ekki stórkostlegan mun á því hvort 17 ára eða 18 ára drengur stelur bílnum mínum.“ Þessi aldursmunur skipti dóms- kerfið hins vegar miklu máli. Neyðarvistunin á Stuðlum sé gagnleg en hún geti í mesta lagi staðið í 14 daga. Það þurfi að bæta við einhvers konar unglingameðferð, sem sé lokuð að einhverju leyti, sem standi lengur. „Ef krakki er búinn að fara inn á mörg meðferðarheimili og ekkert gengur, öll leyfi eru notuð til neyslu og innbrota, þá þarf að hjálpa þeim einstaklingi að ná því að verða 20 ára án þess að eyðilagt líf sitt og rústað öllu í kringum sig.“ Hér kemur Gerður inn í samtalið og bætir við að það vanti meðferðar- úrræði fyrir krakka sem eru í neyslu. Þau geti reyndar fengið pláss á Vogi, þegar aðstæður séu þannig, en þau geti líka gengið þaðan út þegar þeim hentar, jafnvel samdægurs. Þá sé ekkert endilega hringt í foreldra, jafnvel þótt börnin séu ekki orðin 18 ára, og foreldrarnir haldi jafnvel að þau séu enn á Vogi. Rekstur Hamarskots er greiddur af Barnaverndarstofu og sveitarfélögum sem senda ungmenni þangað. Auk Gerðar og Sigurðar eru þar tveir starfsmenn. Sigurður drýgir tekjurnar með því að aka skólabíl í sveitinni. Vinnutíminn er langur, unnið flest- ar helgar og í raun alltaf verið á bak- vakt. Launin eru ekki há og starfið erfitt. Hvers vegna stendur hann í þessu? „Ætli maður sé ekki bara að borga fyrir gamlar syndir,“ segir Sigurður og lítur í átt til himins. „Ég var samt aldrei á þessum stað sem krakkarnir eru á,“ bætir hann við. Og hversu lengi ætlar hann að halda áfram? „Þangað til ég fæ skilaboð um að allt sé orðið í lagi,“ segir hann og lítur til himins og brosir. „Annars er ég Jósepstrúarmaður. Ég trúi á Jósep, fósturföður Jesú. Hitt verður allt svo flókið.“ Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Húsakostur Sigurður segir að þótt mörgum þyki gott að leita í trúna þegar tekist er á við fíkn séu engin trúarbrögð boðuð í Hamarskoti. Hann reyni að nota húmorinn og vera skemmtilegur. Þess má geta að Sigurður var valinn skemmtilegasti maður Suðurlands 2011. Myndin er af Hamarskoti. Sigurður segir að það sé eins og samfélagið sé far- ið að samþykkja ákveðna fíkniefnaneyslu, eins og að reykja kannabisefni. „Krakkarnir koma hingað og segja kannski: „Vinkona mín, hún er edrú.“ Og ég spyr hvort hún drekki ekki. „Jú, jú, hún drekkur og reykir gras.“ Og þetta flokkast undir að vera edrú! Þetta hefur verið að breytast,“ segir hann. „Við tökumst á við eftirköstin af grasreyking- unum; kvíða, og ótta við allt. Þau þora ekki í skóla. Lenda rosalega oft inni á geðdeild. Þau sjá djöfla og púka og þá er ver- öldin öll í steik.“ Eftir hrun hafi neyslan breyst, m.a. þannig að meira beri á lyfseðils- skyldum lyfjum sem auðvelt sé að nálgast. Veröldin fer öll í steik BREYTT VIÐHORF Vistheimili Gerður Hreiðarsdóttir og Sigurður Ingi Sig- urðsson í Hamarskoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.