Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessi fundur er upphafið að sam- ráðsferli, nokkurskonar ferðalagi sem bærinn fer í með íbúum. Mikil- vægt er að fá fram skoðanir bæjar- búa, þetta er dýrmætt svæði sem flestir hafa skoðanir á,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akra- nesi. Bærinn efndi til íbúafundar um nýtingu Sementsreitsins sem verður endurskipulagður í kjölfar þess að bærinn hefur eignast meginhluta mannvirkja verksmiðjunnar. Kanon arkitektar voru fengnir til að setja fram ýmsar hugmyndir til að koma af stað umræðum meðal bæjarbúa. Þar á meðal voru hug- myndir um að nýta mannvirkin sem þarna eru. Ein þeirra var að innrétta sementstankana sem íbúðir og koma upp útsýnisveitingastað ofan á þeim. Verðmæti í mannvirkjum „Þetta var hugsað sem kveikja að nýjum hugmyndum og umræðum en ekki útfærðar tillögur,“ segir Hall- dóra Bragadóttir, arkitekt hjá Kan- on arkitektum. Hún segir að Sementsreiturinn sé mikilvægt svæði sem liggi á milli gamla bæjarins, hafnarinnar og Langasands. „Möguleikarnir felast meðal annars í því, hann er hlekkur sem tengir svæðin saman.“ Halldóra segir hægt að fara marg- ar leiðir við skipulag og uppbygg- ingu. Hún nefndi í kynningu sinni að ein nálgunin væri að nýta þau miklu mannvirki sem eru á Sements- reitnum og sýndi dæmi frá öðrum löndum hvernig verksmiðjuhús og tankar hafi verið endurnýtt. „Við er- um að hvetja fólk til þess að velta fyrir sér hvaða verðmæti felast í þessum mannvirkjum, ekki endilega steypunni heldur verðmætum í víð- um skilningi svo sem umhverfi, byggðamynstri og atvinnusögu. Fara verður í gegn um þá hugsun áður en ákveðið er að rífa,“ segir Halldóra. Veitingastaður á sementstönkum?  Rætt um möguleika á nýtingu mannvirkja Sementsverksmiðjunnar í umræðum um framtíðarskipulag Sementsreitsins á Akranesi  Leitað eftir skoðunum bæjarbúa á íbúaþingi Tölvumyndir/Kanon arkitektar Mannvirki Hugmynd um hvernig nýta megi sementstankana fyrir íbúðir og útsýnisveitingahús vakti athygli á íbúa- fundi á Akranesi. Gamalkunnugt tákn Akraness, strompur Sementsverksmiðjunnar, er látinn halda sér. Göngugata Dæmi um nýtingu eldri mannvirkja. Svæðið á milli ofnhúss og kvarnarhúss Sementsverksmiðjunnar gæti orðið að göngugötu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri tel- ur að niðurstöður íbúaþingsins muni nýtast vel við undirbúning að vinnu við skipulag svæðisins. Um 160 íbúar sóttu þingið. Þátttakendum var skipt niður í tíu vinnuhópa sem skil- uðu niðurstöðum. „Mér fannst vera samhljómur með niðurstöðum hópanna. Hann er að við flýtum okkur hægt, vöndum vinnuna og skoðum notagildi þeirra mannvirkja sem fyrir eru,“ segir Regína. Hún bætir því við að einhverjir af þeim sem komið hafi á fundinn með ákveðnar skoðanir um að öll mann- virki yrðu að víkja svo hægt yrði að skipuleggja frá grunni hafi séð möguleika á að kannski yrði hægt að nýta eitthvað af verksmiðjunni. Hún segir að áfram verði unnið í samstarfi við íbúana. Sett verður upp sérstakt svæði á vefnum um Sementsreitinn. Þar verða birtar hugmyndir um nýtingu svæðisins og íbúar munu geta sent inn hugmyndir og fyrirspurnir. Þá segir Regína að reynt verði að virkja fleiri til sam- starfs, til dæmis skólana á Akranesi og háskólana á Vesturlandi. Fundað Hugmyndirnar voru ræddar í hópum á íbúafundi. Skilaboð um að við flýtum okkur hægt  Bæjarstjóri ánægður með íbúaþing Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að skipulagningu Sementsreitsins. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri segir að farið verði yfir niðurstöður íbúaþingsins sem haldið var um helgina og hug- myndirnar flokkaðar og greind- ar. Eftir það verði næst skref ákveðin. Regína segir ekki ákveðið hvort farið verði í almenna sam- keppni um skipulag svæðisins eða hvort leitað verði til ákveð- inna arkitekta um að skipu- leggja svæðið. Þá er verið að skoða hvaða form henti best til að stýra verkefninu, hvort stofnað verði þróunarfélag eða unnið að því eingöngu á vegum bæjarins. Rætt um næstu skref SKIPULAG UNDIRBÚIÐ Við sjóinn Fiskmarkaður gæti komið á svæðið sem liggur frá Sementsverk- smiðjunni að Faxabraut. Þetta er tenging við gamla atvinnuhætti staðarins. Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is KÓNGABORGARI (120 g safaríkt nautakjöt) með osti, iceberg, sósu, frönskum og kokkteilsósu Árin segja sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.