Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hafdís Sigurðardóttir sprett- hlaupari og langstökkvari úr Ung- mennafélagi Akureyrar, er íþrótta- maður Akureyrar 2013.    Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi á árinu í spretthlaupum og langstökki. Hún setti þrjú Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla.    Kjörinu var lýst í verðlaunahófi Íþróttabandalags Akureyrar, íþróttaráðs og Afreksjóðs Akureyr- arbæjar í verðlaunahófi í menning- arhúsinu Hofi síðdegis í gær. Hófið var í fyrsta skipti opið öllum bæj- arbúum og var margt um manninn.    Hafdís tvíbætti Íslandsmetið í langstökki í sumar og bætti einnig metið í 60m og 300m hlaupi. Hún varð sexfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum og langstökki innan- og utanhúss á árinu; sigraði í öllum hlaupum sem hún tók þátt í á Fróni.    Hafdís var stigahæsta konan í spretthlaupum á árinu í 100m hlaupi á 11,88 sekúndum, 200m hlaupi á 23,81 sekúndu og 400m hlaupi á 54,03 sekúndum.    Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar varð annar í kjörinu og Ingvar Þór Jónsson frá Skautafélagi Akureyrar varð þriðji.    Einar Kristinn varð Íslands- meistari fullorðinna í svigi og stór- svigi, bikarmeistari í karlaflokki og Íslandsmeistari í bæði svigi og stór- svigi í flokki 18–20 ára. Hann var valinn Skíðamaður ársins af Skíða- sambandi Íslands.    Ingvar Þór Jónsson vann bæði deildarmeistara- og Íslandsmeist- aratitilinn í íshokkí í fyrra í frum- raun sinni sem þjálfari meistara- flokks hjá Skautafélagi Akureyrar. Hann er jafnframt fyrirliði lands- liðsins og var valinn íshokkímaður ársins af Íshokkísambandinu, í fjórða skipti.    Það er aðalstjórn ÍBA sem kýs íþróttamann ársins á Akureyri ásamt fulltrúum fjölmiðla í bænum.    Athyglisvert er að áttunda árið í röð er kona kjörin íþróttamaður Ak- ureyrar. Síðasti karlinn sem hlaut nafnbótina var Guðlaugur Hall- dórsson akstursíþróttamaður 2005.    Frá 2006 hefur Bryndís Rún Hansen sundkona þrisvar orðið fyrir valinu, skíðakonan Dagný Linda Kristjánssdóttir í tvígang og knatt- spyrnukonurnar Rakel Hönnudóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir einu sinni hvor.    Fimm manns fengu í gær heið- ursviðurkenningar íþróttaráðs Ak- ureyrarbæjar, fyrir áratuga farsælt starf í þágu íþrótta á Akureyri. Það voru Bryndís Þorvaldsdóttir, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, Guð- mundur Víðir Gunnlaugsson, Hall- dór Magnús Rafnsson og Sigurður Stefánsson.    Íþróttaráð veitti jafnframt þeim íþróttafélögum sem áttu Íslands- meistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013 viðurkenningar og styrki. Alls eignuðust 12 íþróttafélög á Akureyri 171 Íslandsmeistara og 11 akur- eyrsk íþróttafélög áttu 102 landsliðs- menn á árinu. Skautafélag Akureyr- ar á flesta einstaklinga í báðum þessum hópum, 85 Íslandsmeistara og 36 landsliðsmenn.    Ekki verður byggt þak yfir áhorfendastúku á Þórsvellinum á næstu árum. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur lýst því yfir í kjölfar erindis frá Knattspyrnu- sambandi Íslands.    Þór fékk í fyrra undanþágu frá Leyfisráði KSÍ til þess að leika á Þórsvellinum í Pepsi-deildinni, að gefnu því skilyrði að framkvæmda- áætlun um byggingu fyrrgreinds þaks yfir stúku fyrir keppnis- tímabilið 2014 lægi fyrir. Sú áætlun er ekki til og verður ekki til.    Nú er stóra spurningin: fá Þórs- arar heimild leyfisráðs KSÍ til þess að leika á vellinum í Pepsi-deild karla á komandi sumri? Ef ekki munu heimaleikir liðsins ekki fara fram á Akureyri ...    Á undanförnum árum hefur Akureyrarbær byggt upp mjög góða aðstöðu til knattspyrnuiðkunar, seg- ir í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrar. „Má þar helst nefna Bogann, yfirbyggðan gervigrasvöll í fullri stærð, sem kostaði um 1,3 milljarða, nýr völlur og 1000 manna stúka á Þórsvelli, sem kostaði um 1,1 milljarð, 700 sæta stúka á Akureyr- arvelli var endurbyggð og aðstaða löguð fyrir um 110 [milljónir] kr. Þann 19. júní sl. var svo vígður gervigrasvöllur í fullri stærð á KA- svæðinu fyrir um 260 [milljónir] kr. allt á verðlagi júní 2013.“    Stjórn Fasteigna Akureyrar bendir einnig á að gerðir hafi verið hefðbundnir gervigrasvellir við alla skóla bæjarins á árunum 2004-2009, nema í Hrísey og Grímsey, fyrir um 300 [milljónir] kr. á verðlagi júní 2013. „Það er því ljóst að byggt hef- ur verið upp fyrir knattspyrnuiðkun á undaförnum árum fyrir rúma 3 milljarða á verðlagi júní 2013.“ Formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar er Oddur Helgi Hall- dórsson, bæjarfulltrúi L-lista.    Áætla má að rekstur þessara mannvirkja kosti um 300 milljónir kr. á ári. „Í gildandi framkvæmda- áætlun bæjarins fyrir árin 2014-2017 er gert ráð fyrir að verja um 355 [milljónum] kr. til uppbyggingar æskulýðs- og íþróttamála. Í þeirri áætlun er ekki gert ráð fyrir þaki á Þórsstúkuna,“ segir í fundargerð- inni.    Fyrsta sýning ársins verður opnuð í Sjónlistamiðstöðinni á laug- ardaginn, í Listasafninu á Akureyri. Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda innbyrðis tengsl. Sýninguna kallar hann Tengsl – önnur ferð.    Gjörningur verður á Torfunefs- bryggju kl. 15 á laugardaginn í tengslum við sýningu Halldórs; siglt verður inn Eyjafjörðinn með blakt- andi myndfána sem Karlakór Akur- eyrar–Geysir tekur við og kemur fyrir á þaki Listasafnsins.    Á opnuninni í Listasafninu verða leiklesin brot úr nokkrum ör- leikritum eftir Kjartan Árnason en þau verða lesin í heild á sunnudag- inn kl. 14. Flytjendur: Arnar Jóns- son, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason og Helga E. Jónsdóttir.    Hljómsveitin Grísalappalísa heldur fyrstu tónleika ársins á föstu- dagskvöld og Kaleo stígur á svið á staðnum á laugardagskvöldið.    Frestur til að skila inn tillögum í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir Grímsey og heimskautsbauginn rennur út 31. janúar. Akureyrarbær efndi til samkeppninnar í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Leit- að er að myndrænu tákni fyrir eyj- una sem gæti orðið að aðdráttarafli í sjálfu sér og hægt að nota á ólíka vegu, t.d. við gerð minjagripa.    Á laugardaginn verða sýningar og opnar vinnustofur í Portinu í Listagili. Gallerí Ískápur og Geim- dósin standa að sýningaropnunum og einnig verður samsýning lista- manna vinnustofanna í anddyrinu en í húsnæðinu öllu starfa nú um 20 listamenn. Portið er í Kaupvangs- stræti 12, Listasafnshúsinu, og er gengið inn úr portinu baka til. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þau bestu Skíðamaðurinn Einar Kristinn Kristgeirsson varð í 2. sæti og er lengst til vinstri, Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2013 og til hægri er Ingvar Þór Jónsson íshokkímaður sem varð í 3. sæti í kjörinu. Hafdís kjörin íþróttamaður Akureyrar Heiðursmenn Halldór Magnús Rafnsson, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Dýrleif Skjóldal, Bryndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Stefánsson.  Áttunda árið í röð sem kona hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót Halldór Ásgeirsson Oddur Helgi Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.