Morgunblaðið - 23.01.2014, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Hafdís Sigurðardóttir sprett-
hlaupari og langstökkvari úr Ung-
mennafélagi Akureyrar, er íþrótta-
maður Akureyrar 2013.
Hafdís bar höfuð og herðar yfir
keppinauta sína hér á landi á árinu í
spretthlaupum og langstökki. Hún
setti þrjú Íslandsmet og vann fjölda
Íslandsmeistaratitla.
Kjörinu var lýst í verðlaunahófi
Íþróttabandalags Akureyrar,
íþróttaráðs og Afreksjóðs Akureyr-
arbæjar í verðlaunahófi í menning-
arhúsinu Hofi síðdegis í gær. Hófið
var í fyrsta skipti opið öllum bæj-
arbúum og var margt um manninn.
Hafdís tvíbætti Íslandsmetið í
langstökki í sumar og bætti einnig
metið í 60m og 300m hlaupi. Hún
varð sexfaldur Íslandsmeistari í
spretthlaupum og langstökki innan-
og utanhúss á árinu; sigraði í öllum
hlaupum sem hún tók þátt í á Fróni.
Hafdís var stigahæsta konan í
spretthlaupum á árinu í 100m hlaupi
á 11,88 sekúndum, 200m hlaupi á
23,81 sekúndu og 400m hlaupi á
54,03 sekúndum.
Einar Kristinn Kristgeirsson úr
Skíðafélagi Akureyrar varð annar í
kjörinu og Ingvar Þór Jónsson frá
Skautafélagi Akureyrar varð þriðji.
Einar Kristinn varð Íslands-
meistari fullorðinna í svigi og stór-
svigi, bikarmeistari í karlaflokki og
Íslandsmeistari í bæði svigi og stór-
svigi í flokki 18–20 ára. Hann var
valinn Skíðamaður ársins af Skíða-
sambandi Íslands.
Ingvar Þór Jónsson vann bæði
deildarmeistara- og Íslandsmeist-
aratitilinn í íshokkí í fyrra í frum-
raun sinni sem þjálfari meistara-
flokks hjá Skautafélagi Akureyrar.
Hann er jafnframt fyrirliði lands-
liðsins og var valinn íshokkímaður
ársins af Íshokkísambandinu, í
fjórða skipti.
Það er aðalstjórn ÍBA sem kýs
íþróttamann ársins á Akureyri
ásamt fulltrúum fjölmiðla í bænum.
Athyglisvert er að áttunda árið í
röð er kona kjörin íþróttamaður Ak-
ureyrar. Síðasti karlinn sem hlaut
nafnbótina var Guðlaugur Hall-
dórsson akstursíþróttamaður 2005.
Frá 2006 hefur Bryndís Rún
Hansen sundkona þrisvar orðið fyrir
valinu, skíðakonan Dagný Linda
Kristjánssdóttir í tvígang og knatt-
spyrnukonurnar Rakel Hönnudóttir
og Arna Sif Ásgrímsdóttir einu sinni
hvor.
Fimm manns fengu í gær heið-
ursviðurkenningar íþróttaráðs Ak-
ureyrarbæjar, fyrir áratuga farsælt
starf í þágu íþrótta á Akureyri. Það
voru Bryndís Þorvaldsdóttir, Dýrleif
Skjóldal Ingimarsdóttir, Guð-
mundur Víðir Gunnlaugsson, Hall-
dór Magnús Rafnsson og Sigurður
Stefánsson.
Íþróttaráð veitti jafnframt þeim
íþróttafélögum sem áttu Íslands-
meistara og/eða landsliðsfólk á árinu
2013 viðurkenningar og styrki. Alls
eignuðust 12 íþróttafélög á Akureyri
171 Íslandsmeistara og 11 akur-
eyrsk íþróttafélög áttu 102 landsliðs-
menn á árinu. Skautafélag Akureyr-
ar á flesta einstaklinga í báðum
þessum hópum, 85 Íslandsmeistara
og 36 landsliðsmenn.
Ekki verður byggt þak yfir
áhorfendastúku á Þórsvellinum á
næstu árum. Stjórn Fasteigna
Akureyrarbæjar hefur lýst því yfir í
kjölfar erindis frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands.
Þór fékk í fyrra undanþágu frá
Leyfisráði KSÍ til þess að leika á
Þórsvellinum í Pepsi-deildinni, að
gefnu því skilyrði að framkvæmda-
áætlun um byggingu fyrrgreinds
þaks yfir stúku fyrir keppnis-
tímabilið 2014 lægi fyrir. Sú áætlun
er ekki til og verður ekki til.
Nú er stóra spurningin: fá Þórs-
arar heimild leyfisráðs KSÍ til þess
að leika á vellinum í Pepsi-deild
karla á komandi sumri? Ef ekki
munu heimaleikir liðsins ekki fara
fram á Akureyri ...
Á undanförnum árum hefur
Akureyrarbær byggt upp mjög góða
aðstöðu til knattspyrnuiðkunar, seg-
ir í fundargerð stjórnar Fasteigna
Akureyrar. „Má þar helst nefna
Bogann, yfirbyggðan gervigrasvöll í
fullri stærð, sem kostaði um 1,3
milljarða, nýr völlur og 1000 manna
stúka á Þórsvelli, sem kostaði um 1,1
milljarð, 700 sæta stúka á Akureyr-
arvelli var endurbyggð og aðstaða
löguð fyrir um 110 [milljónir] kr.
Þann 19. júní sl. var svo vígður
gervigrasvöllur í fullri stærð á KA-
svæðinu fyrir um 260 [milljónir] kr.
allt á verðlagi júní 2013.“
Stjórn Fasteigna Akureyrar
bendir einnig á að gerðir hafi verið
hefðbundnir gervigrasvellir við alla
skóla bæjarins á árunum 2004-2009,
nema í Hrísey og Grímsey, fyrir um
300 [milljónir] kr. á verðlagi júní
2013. „Það er því ljóst að byggt hef-
ur verið upp fyrir knattspyrnuiðkun
á undaförnum árum fyrir rúma 3
milljarða á verðlagi júní 2013.“
Formaður stjórnar Fasteigna
Akureyrar er Oddur Helgi Hall-
dórsson, bæjarfulltrúi L-lista.
Áætla má að rekstur þessara
mannvirkja kosti um 300 milljónir
kr. á ári. „Í gildandi framkvæmda-
áætlun bæjarins fyrir árin 2014-2017
er gert ráð fyrir að verja um 355
[milljónum] kr. til uppbyggingar
æskulýðs- og íþróttamála. Í þeirri
áætlun er ekki gert ráð fyrir þaki á
Þórsstúkuna,“ segir í fundargerð-
inni.
Fyrsta sýning ársins verður
opnuð í Sjónlistamiðstöðinni á laug-
ardaginn, í Listasafninu á Akureyri.
Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og
eldri verk sem kallast á og mynda
innbyrðis tengsl. Sýninguna kallar
hann Tengsl – önnur ferð.
Gjörningur verður á Torfunefs-
bryggju kl. 15 á laugardaginn í
tengslum við sýningu Halldórs; siglt
verður inn Eyjafjörðinn með blakt-
andi myndfána sem Karlakór Akur-
eyrar–Geysir tekur við og kemur
fyrir á þaki Listasafnsins.
Á opnuninni í Listasafninu
verða leiklesin brot úr nokkrum ör-
leikritum eftir Kjartan Árnason en
þau verða lesin í heild á sunnudag-
inn kl. 14. Flytjendur: Arnar Jóns-
son, Randver Þorláksson, Sigurður
Skúlason og Helga E. Jónsdóttir.
Hljómsveitin Grísalappalísa
heldur fyrstu tónleika ársins á föstu-
dagskvöld og Kaleo stígur á svið á
staðnum á laugardagskvöldið.
Frestur til að skila inn tillögum í
samkeppni um nýtt kennileiti fyrir
Grímsey og heimskautsbauginn
rennur út 31. janúar. Akureyrarbær
efndi til samkeppninnar í samvinnu
við Hönnunarmiðstöð Íslands. Leit-
að er að myndrænu tákni fyrir eyj-
una sem gæti orðið að aðdráttarafli í
sjálfu sér og hægt að nota á ólíka
vegu, t.d. við gerð minjagripa.
Á laugardaginn verða sýningar
og opnar vinnustofur í Portinu í
Listagili. Gallerí Ískápur og Geim-
dósin standa að sýningaropnunum
og einnig verður samsýning lista-
manna vinnustofanna í anddyrinu en
í húsnæðinu öllu starfa nú um 20
listamenn. Portið er í Kaupvangs-
stræti 12, Listasafnshúsinu, og er
gengið inn úr portinu baka til.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þau bestu Skíðamaðurinn Einar Kristinn Kristgeirsson varð í 2. sæti og er lengst til vinstri, Hafdís Sigurðardóttir
er íþróttamaður Akureyrar 2013 og til hægri er Ingvar Þór Jónsson íshokkímaður sem varð í 3. sæti í kjörinu.
Hafdís kjörin
íþróttamaður
Akureyrar
Heiðursmenn Halldór Magnús Rafnsson, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson,
Dýrleif Skjóldal, Bryndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Stefánsson.
Áttunda árið í röð sem kona
hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót
Halldór
Ásgeirsson
Oddur Helgi
Halldórsson