Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Verndaðu frumurnar þínar ! Í Cognicore Daily eru áhrifaríkustu efnin úr brokkolí safnað saman eina í töflu. Það inniheldur sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum að viðbættu túrmeric og selenium. Cognicore er afrakstur rannsókna um einstök áhrif sulforaprhane úr brokkolí til verndar frumum líkamans – það getur haft stórkostleg heilsufarsleg áhrif og verndað gegn ótímabærri öldrun og hrukkumyndun. Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily fást nú í Fræinu Fjarðarkaupum. Sérstakt kynningartilboð – 15% afsláttur. Aðeins kr. 3.869 – fram til 28. janúar. brokkoli.is TILBOÐ í FJARÐARKAUP Kr. 3.869 VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þrátt fyrir einstaka uppákomur hefur sambúðin við ungmennin sem koma til dvalar á vistheimilinu Hamarskoti í Flóahreppi gengið mjög vel. Þau hafa aldrei veist að starfsfólki með of- beldi. Einu sinni hefur drengur af heimilinu brotist inn hjá nágranna og einu sinni hefur komið til slagmála á milli tveggja pilta sem þar dvöldu. „Og það var í miðjum Manchester- leik! Það var skelfilegt,“ segir Sig- urður Ingi Sigurðsson, annar eigandi Hamarskots. Sigurður styður nefnilega Eng- landsmeistarana í Manchester Unit- ed af heilum hug, eins og stór fé- lagsmerki í gluggum og á veggjum Hamarskots bera vitni um. Tímasetn- ingin á slagsmálunum hefði sem sagt getað verið betri. Búa þar með fjögur börn Sigurður og Gerður Hreiðars- dóttir, eiginkona hans, hafa rekið vistheimilið frá árinu 2006. Morgun- blaðið tók hús á þeim í vikunni og ræddi við Sigurð en Gerður var upp- tekin við annað. Ungmennin sem koma til dvalar í Hamarskoti hafa öll glímt við eitur- lyfjafíkn, kvíða eða geðraskanir en ástand þeirra og lífsreynsla er væg- ast sagt misjöfn. Þau sem eru í verstu málunum hafa verið í mikilli fíkni- efnaneyslu. „Og í miklu meiri neyslu en samfélagið gerir sér grein fyrir,“ segir Sigurður. Þessi ungmenni hafi reynt flestöll efni sem hægt sé að láta sér detta í hug. „Þau hafa sprautað sig með fíkniefnum og selt sig eða brotist inn til að eiga fyrir efnunum. Í mörgum tilfellum hafa þau verið heimilislaus.“ Sigurður og Gerður byrjuðu fyrir ellefu árum að taka við börnum, sem höfðu lent út af sporinu, í tímabundið fóstur, 2-3 börnum í senn. Þau fundu fljótt að þörfin væri mun meiri og árið 2006 reistu þau Hamarskot á jarðar- skika sem þau höfðu keypt. Vistheim- ilið var fyrir börn á aldrinum 16-18 ára. Þegar þau sáu að lítið var í boði fyr- ir ungmenni sem höfðu náð árangri í meðferð en voru að nálgast 18 ára aldurinn, var tveimur smáhýsum bætt við, hvoru með tveimur 35 fer- metra íbúðum. Þau eru ætluð ung- mennum á aldrinum 18-20 ára. Hamarskot getur nú tekið við allt að sex ungmennum og sum hafa dval- ið þar í hátt í þrjú ár. Einnig tekur Hamarskot við ófrískum konum í neyslu og þá er ekkert aldurstak- mark. Þrjár konur í þessari stöðu hafa komið í Hamarskot. Þetta eru þó ekki einu ungmennin í Hamarskoti því börn Sigurðar og Gerðar búa þar líka, átta ára tvíbu- rastrákar og tvær dætur þeirra; 11 ára og 19 ára. Fyrstu fimm árin var Hamarskot nær eingöngu fyrir stúlkur en síðan hefur heimilið verið fyrir bæði kyn. Áður en þau hófu þessa starfsemi hafði Sigurður unnið í um 1½ ár í Götusmiðjunni sem tók á móti ung- mennum sem höfðu lokið meðferð, líkt og Hamarskot gerir nú. „Þá átt- aði ég mig á því hvað þörfin væri mik- il fyrir krakka sem eru að koma úr meðferð. En það var mikið grín gert að okkur þegar við byggðum Ham- arskot því fólk hélt að þetta myndi aldrei fyllast. En við fluttum inn 16. desember 2006 og 21. desember var allt orðið fullt. Og ég held að nýtingin sé búin að vera 91 eða 92 prósent síð- an. Sigurður lifir enn svolítið á hug- myndafræði Götusmiðjunnar; að líta á baráttuna við eiturlyfjaneyslu ung- menna sem „rosalegt“ langtímaverk- efni. Nokkrir mánuðir í meðferð eða á vistheimili hafi oft lítið að segja. Árangur um tvítugt Á þessum tíma hefur Sigurður séð mörg kraftaverk gerast. Margir krakkar hafi náð sér á strik – aðrir ekki. Hann segir erfitt að mæla ár- angur af dvölinni í Hamarskoti eða annars staðar. Sjaldnast sjáist raun- verulegur árangur fyrr en eftir að tví- tugsaldri er náð, þá sé eins og heilinn hafi loks náð nægum þroska til að ungmennin geti snúið af þessari ógæfubraut. „Okkar starf felst mikið til í því að vernda þau fyrir sjálfum Neyslan er harðari en flestir vita  Sáu þörfina og opnuðu vistheimili  Skelfilegt að slást í Man-Utd. leik Í Hamarskoti geta ungmennin unn- ið við að hreinsa timbur sem er síðan bútað niður og selt sem eldi- viður. Einnig eru þar ræktaðar landnámshænur og eggin seld í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði undir vöruheitinu Geggjun. Sigurður segir að eggjasala úr landnámshænum sé „mínusrekstur dauðans“ enda verpi þær bara annan hvern dag – kannski. Þegar hann var að því kominn að gefast upp á rekstrinum fréttu eigendur Fjarðarkaupa af stöðunni. „Þeir voru svo hrifnir af þessu að þeir sögðu bara: Siggi, hvað þarftu mikið til að gera þetta almenni- legt. Og ég krassaði bara eitthvað niður á blað og þeir lögðu fram peningana.“ Sigurður og Gerður hafa áhuga á að reisa skemmu við húsið til að hægt sé að bjóða ungmennunum fleiri möguleika á atvinnu. Þar mætti vera með 2-3 hesta og koma fyrir gömlum bílum og gera þá upp. Þar fengist líka betri aðstaða fyrir timburvinnsluna. Sigurður áætlar að skemman kosti 15 millj- ónir. Byggingin er búin að fá 200.000 krónur í styrk úr minning- arsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannes- dóttur, sem lést af völdum fíkni- efna 3. júní 2010, aðeins 17 ára gömul. Óhapp sem varð í fyrra þrengir aðeins að atvinnurekstrinum. Þá brann allt innvolsið í bílskúrnum. Bruninn varð með þeim hætti að unglingspilti sem var þar í vist var falið að hreinsa litlar járnstyttur af verndarenglum sem til stóð að selja í fjáröflunarskyni. Nota þurfti þynni til að hreinsa stytturnar og var piltinum ítrekað gert ljóst að alls ekki mætti reykja við þessa vinnu. Reykingabannið gleymdist, glóð datt ofan í þynninn og mikill eldur varð af. Gerður segist fegn- ust því að pilturinn hafi ekki meiðst illa. „Svona fer þetta stund- um,“ segir hún. Morgunblaðið/Golli Ung Bóka- og kvikmyndakosturinn segir sína sögu um þá sem þangað koma til dvalar. AA-bókin við hlið bókar eftir Þorgrím Þráinsson; Svalasta 7an. Hreinsa timbur og selja geggjuð egg Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.