Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við eigum tvö fullkomin heimili en getum á hvorugum staðnum átt lögheimili,“ sagði Heiðar P. Breið- fjörð. Hann býr ásamt Svein- björgu Gunnarsdóttur, konu sinni, í íbúð sem er á rishæð hesthúss þeirra hjóna í Almannadal ofan við Reykjavík. Hitt heimilið er frí- stundahús með gestahúsi austur í sveit. Sú eign er á svæði sem er skipulagt fyrir frístundabyggð og þar má ekki heldur skrá lögheimili. Félag hesthúsaeigenda í Almanna- dal hefur óskað eftir því að skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík heimili lögheimilisskráningu á efri hæð hesthúsa í Almannadal. Heiðar og Sveinbjörg keyptu fokhelt hesthús með rishæð í Al- mannadal. Það er byggt samkvæmt nýjustu kröfum. Hjónin fluttu inn í íbúðina um áramótin 2012 og 2013. Íbúðin mælist vera um 70 fermetr- ar en gólfflöturinn er um 90 fer- metrar. Á húsinu framanverðu er sérinngangur inn í íbúðina og er gengið upp stiga á efri hæðina. Þar hafa hjónin komið sér vel fyrir. Vilja eiga lög- heimili í hesthúsi  Hjón eiga tvö heimili en mega á hvorugu þeirra skrá lög- heimili  Húsbóndinn telur núgildandi reglur vera út í hött Morgunblaðið/RAX Hesthús með íbúð Þrír eignarhlutar eru í húsinu sem Sveinbjörg og Heið- ar búa í. Húsið er vandað og líkist fremur raðhúsi en hesthúsi. Gengið er inn í hesthúsið bakatil og þar er einnig gerði fyrir hest- ana. Hestarnir komu í húsið í apríl og maí í fyrra. Þar er rúm fyrir tíu hesta. Hesthúsið er mjög snyrtilegt og hestarnir una sér vel í rúmgóð- um stíum. Innstu stíunni hefur ver- ið breytt í kaffikrók. Taðið fer í safnstíu eða gám. Ekki vottaði fyr- ir lykt úr hesthúsinu í íbúðinni, enda er lokað þar á milli. En hvers vegna ákváðu þau að flytja í hesthúsið? „Við erum dýrafólk,“ sagði Sveinbjörg. Auk hesta eiga þau lassie-tík sem heitir Búska og áttu lengi kött. „Ég gæti ekki hugsað mér betra umhverfi. Það er bæði rólegt og svo er svo mikið líf hérna. Fólk að ríða út alla daga.“ Heiðar sagði að Sveinbjörg þekkti nú orðið flesta hestana í hverfinu með nafni og einnig reiðmennina. Þau hafa útsýni yfir Rauðhólana og Heiðmörkina til suðurs. Hjónin segja það vera mjög þægilegt hvað stutt er í hesthúsið. Gegningarnar útheimta ekki neina bensíneyðslu. Þau bentu á að þetta væri mjög umhverfisvænt samanborið við að margir ækju tugi kílómetra tvisvar á dag til að fara í hesthús. Hestum á fóðrum er gefið tvisvar á dag og eins þarf að hleypa þeim út, kemba og hreyfa svo þeir hlaupi ekki í spik. Vilja fá lögheimilisrétt Heiðar og Sveinbjörg hafa bar- ist fyrir því að geta skráð lög- heimili sitt á efri hæð hesthússins. Þau sáu möguleika á að sameina tómstundaiðjuna og heimili þegar þau skoðuðu kaup á húsinu í Al- mannadal. Hjónin ræddu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík haustið 2012 og fengu þau svör að þetta gæti verið sniðug lausn, en fengu ekki nein fyrirheit um að fá að skrá lögheimilið þarna. Um- sókn þess efnis er nú til með- ferðar í borgarkerfinu. Hjónin fá póstinn sinn í pósthólf og segjast ekki gera kröfur um meiri þjón- ustu en veitt er nú þegar í hverf- inu fái þau lögheimili þar. Heiðar kvaðst telja að núgildandi reglur um skráningu lögheimila væru út í hött. Fólk ætti að geta átt lög- heimili þar sem það svæfi! Hann benti á að allt í kring byggi fólk í húsum sem voru byggð sem sum- arbústaðir. Svæðið væri ekki skipulagt sem frístundabyggð og því væri hægt að skrá lögheimili í þeim húsum. SKJARINN.IS | 595 6000 SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNA OG VIÐ OPNUM STRAX! ARNFINNUR DANÍELSSON 44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi. #AframFinni AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR 43 ára þroskaþjálfi og grunn- skólakennari úr Garðabæ. #AframAdalheidur ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR 28 ára hjúkrunarfræðingur úr Kópavogi. #AframAnnaLisa INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR 31 árs félagsfræðinemi frá Akranesi. #AframIngaLara ÓÐINN RAFNSSON 37 ára sölumaður frá Hafnarfirði. #AframOdinn SIGURÐUR JAKOBSSON 19 ára nemi við Mennta- skólann á Egilsstöðum. #AframSiggi BARÁTTAN HEFST Í KVÖLD KL.20.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.