Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Page 23
Omega fitusýrur fyrirbyggja meðal annars ýmsa bólgu- og hjarta- sjúkdóma ásamt því að efla bæði sjón og taugaboð til heila. Þær eru einnig taldar góðar við þunglyndi, geðhvarfasýki, ADHD og jafnvel lesblindu. Að auki viðhalda þær raka í húðinni og gera hana mjúka. Hollar fyrir alla 12.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ánægjuleg tíðindi bárust frá embætti landlæknis í vikunni ergreint var frá upplýsingum um fæðuframboð á Íslandi fyrirárið 2012. Þar kom fram að framboð ávaxta og grænmetis jókst umtalsvert á árinu. Það vakti einnig sérstaka athygli mína að framboð á grænmeti hefur aldrei verið meira en nú, ekki einu sinni á útrásarárinu mikla 2007. Alls jókst framboð á fersku grænmeti úr 47,2 kg/íbúa árið 2011 í 50,9 kg/íbúa árið 2012. Framboð á ferskum ávöxtum jókst einnig á milli ára úr 61 kg/íbúa í 64,4 kg/íbúa. Heildargrænmetisframboð er nú orðið meira en það var 2007 þegar það var mest en ávaxtaframboðið er ennþá minna en það var þá. Þessi grænmetisvísitala virðist fylgja efnahagsástandinu ágætlega því framboð á þessum vörum dróst verulega saman árin 2008 og 2009 en hefur vaxið allar götur síð- an. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun telja sérfræðingar að enn megi gera betur. Við eigum enn langt í land með að ná takmark- inu um 5 skammta, eða 500 grömm, af grænmeti og ávöxtum á dag en við erum greinilega að þokast í rétta átt. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að sykurframboð eykst á milli ára. Neyslan var 47,7 kg/íbúa árið 2012 en það eru um 920 g á hvern íbúa á viku. Gosdrykkir eiga drjúgan þátt í hinni miklu sykurneyslu, en gosdrykkjaneysla (gos- og vatnsdrykkir með bæði sætu- og bragðefnum) er óhóflega mikil hér á landi eða um 146 lítrar/íbúa árið 2012. Sykurneysla á Íslandi er mikil í samanburði við önnur norræn ríki. Minnst er hún í Noregi og Finnlandi, um 30 kg/íbúa árið 2012. Þetta er að sjálfsögðu slæm þróun enda vita flestir að mikil drykkja á sykruðum drykkjum eykur líkurnar á ofþyngd og offitu. Auk þess sem slíkir drykkir geta valdið tannskemmdum og gler- ungseyðingu. Best væri að sleppa þeim alfarið eða a.m.k. tak- marka neyslu á þeim. Mælt er með því að drekka vatn, sem er eins og allir vita besti svaladrykkinn. Framboð grænmetis á Íslandi 70 60 50 40 30 20 10 Kíló á mann árlega (án tillits til rýrnunar) Grænmeti alls Þar af ferskt grænmeti 56-60 61-65 66-70 71-75 76-80 81-85 86-90 91-95 96-00 01-05 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 heimild: Embætti Landlæknis Ár GÓÐÆRI Í GRÆNMETI Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Kempa dagsins er Valdís Þóra Jónsdóttir golfari. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og leggur stund á háskólanám í Texas þar sem hún spilar einnig með golfliði skólans. Hún er mjög íþróttalega sinnuð og lagði stund á fótbolta, karate og sund hjá ÍA áður en hún valdi golfíþróttina fram yfir annað. Gælunafn: Valde. Hversu oft æfir þú á viku? 5-6 sinnum líkamsrækt og 5-7 sinnum golf á undirbúningstímabili eins og núna. Hvernig æfir þú? Í golfinu er ég aðallega að spá í tækni varðandi sveifluna á þessu tímabili, halda putt- strokunni í lagi og 20-100 m höggum varðandi tilfinn- ingu fyrir lengdinni. Í líkmsræktinni geri ég allskonar styrktaræfingar fyrir bæði stóru og litlu vöðvana, þol- æfingar og sprengikraft, og legg mikla áherslu á teygj- ur. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Nei, það er rosalega misjafnt hvað hentar einstaklingum. Sumir leggja meiri áherslu á líkamsræktina en aðrir leggja meiri stund á golfið. Ég reyni að hafa þetta svolítið blandað. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Byrja hægt, ekki sprengja sig á fyrstu vikunni. Hver er lykillinn að góðum árangri? Þolinmæði og þrautseigja. Ekki gefast upp þegar á móti blæs því lík- urnar eru að það muni blása oftar á móti. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Þegar ég var í fótboltanum gat ég hlupið ansi mikið og hljóp einu sinni nánast allan hringinn í kringum Akrafjallið góða. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Bara byrja. Fyrsta skrefið er alltaf erfiðast og það er gott að hafa einhvern með sér til að hvetja mann áfram. En um leið og maður byrjar þá er þetta bara gaman! Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfiþörfina? Já, ég get orðið mjög pirruð í skapinu ef ég fæ ekki góða útrás reglulega. Enda er það fyrsta sem ég geri ef það fýkur í mig að fara í ræktina. Manni líður bara betur þegar maður fær 45-60 mín. af smá útrás. Hvernig væri líf án æfinga? Leiðinlegt. Hvað á mað- ur eiginlega að gera þá? Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ætli það sé ekki núna um jólin. Var í fríi frá 18. des og núna til 4. jan. Enda finn ég fyrir því núna! Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Bara misjafnt, fer út að hlaupa, út að hjóla, labba á fjöll stundum þegar frændi minn dregur mig með sér. Bara allskonar, mikilvægt að hafa fjölbreytni í þessu. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, ég er það nú en ég er forfallinn pepsi max-sjúklingur! Er komin í nammibann núna og stefni á að hætta í gosinu líka. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Jógúrt, fisk, kjúkling, grænmeti og brún hrísgrjón er svona það helsta en ég þarf aðeins að taka mig á. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Pepsi maxi, blandi í poka og brauði! Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Bara betri líðan. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orð- ið fyrir? Hér er hörð samkeppni! Ég hoppaði einu sinni í sundlaug og braut á mer löppina, hoppaði vitlausum megin við 4 feta skiltið og á pall sem var aðeins 1 fet á dýpt, mjög vandræðaleg og heimskuleg meiðsli. Meidd- ist einnig í úlnliðinum einu sinni þegar ég var að sveifla fjarstýringunni á meðan ég horfði á sjónvarpið. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Vant- ar fjölbreytnina. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Michael Jor- dan, Lebron James, Christiano Ronaldo, Messi, Tiger Woods. Það eru svo margir sem maður getur talið upp í mismunandi íþróttum. Hvað var hátindur ferilsins? Ætli það sé ekki þegar ég fékk boð um að taka þátt í móti á Evróputúrnum eftir að hafa verið með besta skor stelpna í Faldo-móti í Brasilíu. Mestu vonbrigðin? 18. holan á Íslandsmótinu 2013. Skemmtileg saga frá ferlinum? Ég keyrði út á Seltjarnarnes í sumar til að fara á æfingu hjá Nökkva Gunnarssyni og áttaði mig á því þegar ég var komin út á nes að ég hefði gleymt golf- settinu mínu inni bílskúr heima á Akranesi! Skilaboð að lokum? Ef þig dreymir um það, ekki gefa það upp á bátinn! Veist aldrei hversu langt þú nærð nema með því að reyna. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Slasaði sig á sjónvarps- fjarstýringu Morgunblaðið/Árni Sæberg Valdís Þóra Jónsdóttir golfari * „Sigurvegarar eru ekki skapaðir í ræktinni. Það semskapar þá er eitthvert afl sem býr innra með þeim.Slíkt afl getur verið þrá, draumur eða framtíðarsýn.“ -Muhammad Ali Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.