Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall Reykvíkinga af íbúafjölda landsins hefur minnkað stöðugt frá aldamótum. Það fór úr 39,4% árið 2000 í 37,2% í fyrra. Á sama tímabili hækkaði hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins af íbúafjöldanum úr 61,5% í 63,8%. Lætur því nærri að tveir af hverjum þremur landsmönnum búi orðið á höfuðborgarsvæðinu. Tekið skal fram að tölurnar eiga við íbúa- fjöldann 1. janúar í fyrra. Nýjar tölur Hagstofu Íslands yfir bú- ferlaflutninga sýna að tæplega 2.100 fleiri hafa flutt frá Reykjavík en til borgarinnar frá aldamótum, þrátt fyrir að aðfluttir um- fram brottflutta hafi verið 620 í fyrra. Fjöldi aðfluttra umfram brottflutta í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu frá aldamótum er sýndur á myndrænan hátt hér til hliðar. Aðfluttir umfram brott- flutta eru flestir í Kópavogi eða 5.224 en næst kemur Hafnarfjörður, þar eru að- fluttir umfram brottflutta 4.572. Alls eru aðfluttir umfram brottflutta í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ 12.383 á árunum 2000 til 2013. Hafði Álftanes þá sameinast Garðabæ, hinn 1. janúar 2013. Til samanburðar eru aðfluttir umfram brottflutta á landinu öllu 11.101 þessi ár. Sé rýnt nánar í íbúafjölgunina í Reykja- vík frá aldamótum kemur í ljós að borgar- búum hefur fjölgað úr 109.887 í 119.764, eða Íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu 8,99% 39,81% -7,35%39,93% 74,73% 52,97% 68,10%Fjölgun 2000-2013 Þróunin frá aldamótum 2013 2000 3. 93 5 13 .2 95 57 0 2. 50 7 Re yk ja ví k Kó pa vo gu r Se ltj ar na rn es 13 9 26 4 G ar ða bæ r* 20 2 54 7 H af na rf jö rð ur 45 7 2. 40 2 M os fe lls bæ r 12 9 45 8 Innflytjendur, fyrsta og önnur kynslóð. Miðast við mannfjöldann 1. janúar. * Miðað við skipan sveitarfélaga í byrjun árs 2013. Þróunin 2000-2013 Reykjavík Seltjarnarnes 120,000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 109.887 22.693 19.158 7.939 5.869 4.665 1.439 Fjöldi árið 2000 119.764 31.726 26.808 13.872 8.978 4.322 2.419* Fjöldi árið 2013 * Álftanes sameinaðist Garðabæ 1.1.2013. Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Fjölgun innflytjenda eftir sveitarfélögum Heimild: Hagstofa Íslands 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 -2.000 -3.000 -2 .0 86 -6 0 9 5. 22 4 3. 41 2 4. 57 2 1. 87 0 Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Álftanes Kópavogur Aðfluttir umfram brottflutta um 9.877, sem er 9% fjölgun íbúanna. At- hygli vekur að íbúunum hefur aðeins fjölgað um 217 frá ársbyrjun 2009. Eins og ráða má af grein hér til hliðar hafa innflytjendur því borið uppi íbúafjölgun í borginni á öldinni. Þeim fjölgaði þannig um 9.360 á tímabilinu. Um 40% fjölgun í Kópavogi Til samanburðar fjölgaði Kópavogsbúum úr 22.693 í 31.726 eða um 9.033 sem er 39,8% fjölgun. Hefur Kópavogsbúum fjölg- að um 1.750 frá ársbyrjun 2009 og þar af um ríflega 500 í fyrra. Seltirningum hefur hins vegar fækkað um 343 frá aldamótum og jafngildir það 7,35% fækkun íbúa. Garðbæingum hefur fjölgað úr 7.939 árið 2000 í 13.872 og eru þá íbúar Álftaness með- taldir en þeir voru 2.419 á nýársdag 2012. Hafnfirðingum hefur fjölgað hlutfallslega mest af stóru sveitarfélögunum. Þar fór íbúafjöldinn úr 19.158 hinn 1. janúar 2000 í 26.808 hinn 1. janúar 2013. Hafnfirðingum fjölgaði því um 7.650 íbúa sem er 39,93% fjölgun. Mosfellingum fjölgaði úr 5.869 um aldamótin í 8.978 í fyrra og er það fjölgun um 3.109 íbúa sem er 53% fjölgun. Álftnes- ingum fjölgaði jafnt og þétt á árunum 2000 til 2010 en fækkaði lítillega 2011 og 2012 í aðdraganda sameiningar við Garðabæ. Samandregið fjölgaði íbúum höfuð- borgarsvæðisins úr 171.650 árið 2000 í 205.470 árið 2013, eða um 33.820, og er það 19,7% íbúafjölgun. Landsmönnum fjölgaði hins vegar úr 279.049 um aldamótin í 321.857 í fyrra og er það 15,3% íbúafjölgun. Má geta þess að samanlagt bjuggu 41.851 í Kópavogi og Hafnarfirði árið 2000 en 58.534 árið 2013 og fór samanlagður íbúa- fjöldi sem hlutfall af íbúafjölda landsins þá úr 15% í 18,2%. Má ætla að sú þróun hafi haldið áfram í fyrra en íbúatölur sveitar- félaganna hinn 1. janúar sl. liggja ekki fyrir. Landsmenn voru 325.620 um áramótin og fjölgaði því um 3.763 milli ára. Reykvíkingum fjölgar lítið  Innflytjendur hafa borið uppi íbúafjölgun í borginni frá aldamótum  Brottfluttir frá Reykjavík eru fleiri en aðfluttir  Reykvíkingum fjölgaði um 9.877 árin 2000-2013 en innflytjendum um 9.360 Morgunblaðið/Ómar Grafarvogur Reykjavík er langfjölmennasta sveitarfélag landsins. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við vissum að reksturinn var orðinn þungur sakir þess hve íþyngjandi veiðigjöldin eru. Uppsagnirnar komu því ekki alveg á óvart en vissulega er þetta áfall fyrir okkur,“ segir Páll Rúnarsson skip- stjóri á togar- anum Brimnesi RE 5. Guð- mundur Krist- jánsson fram- kvæmdastjóri Brims afhenti Brimnessmönnum uppsagnarbréf þegar þeir komu í land sl. mánudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verður reynt að fá verkefni fyrir skipið í Afríku en þó fremur á Grænlandi. Brim hefur fjár- fest í útgerð og fiskvinnslu þar í landi og því er ákveðin kjölfesta til staðar þar. Skipverjar á togaranum hafa yf- irleitt þriggja til sex mánaða upp- sagnafrest. Verður skipið því gert út fram á sumar en óvissa ríkir um fram- haldið. Segja má að síðustu mánuði hafi í raun verið ákveðin undiralda í togaraútgerðinni. Álögur á hana hafa aukist og vinnslan er í auknum mæli að færast í land. Þar fjölgar fólki en sjómenn missa sín pláss. Á djúpslóð í karfa og gulllaxi „Útgerð Brimnessins hefur gengið ákaflega vel frá því það kom til lands- ins fyrir sjö árum. Þetta eru tvær áhafnir og 20 í hvorri og mannskap- urinn hefur verið nánast hinn sami frá upphafi. Þetta er fínt sjóskip sem hentar vel til dæmis á djúpslóð þang- að sem við höfum mikið sótt til dæmis eftir karfa og gulllax hér djúpt suður af landinu og í aðrar tegundir eftir at- vikum. Yfirleitt er hver veiðiferð í kringum einn mánuður, þrjátíu dagar eru mjög algengir,“ segir Páll. Verðmæti þeirra 11 þúsunda tonna sem skipið kom með að landi í fyrra voru 2,7 milljarðar kr. Laun og launa- tengd gjöld vegna útgerðarinnar voru í kringum einn milljarður kr. „Bara í gegnum beinu skattana gæti áhöfnin á Brimnesi verið að skila ríkissjóði 300-400 millj. kr. í beinum sköttum. Vegna þessara að- stæðna neyðast útgerðarmenn til þess að leggja togurunum og þar með missir ríkið bæði veiðigjöldin og launaskatta. Í mínum huga er þetta orðinn vítahringur. Ef menn vilja halda í auðlindagjöldin er lágmark að þar ríki jafnræði milli útgerð- arflokka,“ segir skipstjórinn Páll Rúnarsson. Hann telur mannskapinn alveg op- inn fyrir því að fylgja skipinu til út- gerðar á nýjum slóðum svo sem á Grænlandi. Eðlilega vilji þó flestir halda sig við Íslandsmið og útgerð héðan. Sé því líklegt að einhverjir í áhöfn Brimnessins fari að horfa í kringum sig og reyna að komast í nýtt skiprúm. Veiðigjöldin eru orðin vítahringur  Brimnesmenn reyna að komast í annað skiprúm  Laun áhafnarinnar í fyrra um milljarður kr. Morgunblaðið/Sverrir Togari Brimnesið er gott skip og hefur sótt á djúpslóð karfa og gulllax. Páll Rúnarsson Innflytjendum hefur fjölgað mun hraðar í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld, eða úr 3.935 árið 2000 í 13.295 árið 2013, eða um 9.360. Til samanburðar fjölgaði innflytjendum úr 570 í 2.507 í Kópavogi, úr 139 í 264 á Seltjarnarnesi, úr 202 í 547 í Garðabæ, úr 457 í 2.402 í Hafnarfirði og úr 129 í 458 í Mosfellsbæ. Hlutfall innflytjenda var hæst í Reykjavík eða 11,1%. Næst kom Hafnarfjörður, þar var hlutfallið 8,96%, og Kópavogur var í þriðja sæti með 7,9%. Hlutfallið var 6,1% á Seltjarnarnesi, 5,1% í Mosfellsbæ og 3,9% í Garðabæ. Hröð fjölgun innflytjenda í Reykjavík kemur fram í hækkandi hlutfalli þeirra af íbúafjölda einstakra hverfa í borginni. Hagstofan flokkar Reykjavík í 31 borgar- hluta. Af þeim hefur hlutfall innflytjenda hækkað mest á Kjalarnesi, eða úr 4,9% árið 2000 í 34,2% árið 2013. Næst kemur Efra-Breiðholt, en þar fór hlutfallið úr 4,7% árið 2000 í 24,6% árið 2013. Ber hér að hafa í huga að miklu fleiri einstaklingar eru að baki hlutfallinu í Breiðholti. Þar voru um 2.134 innflytjendur af 8.679 íbúum í ársbyrjun 2013. Á Kjalar- nesi voru hins vegar 103 innflytjendur af alls 301 íbúa. Austurbær er í þriðja sæti hvað þetta varðar en þar fór hlutfall innflytjenda úr 6,6% árið 2000 í 19,1% árið 2013. Aðfluttir innflytjendur umfram brottflutta á höfuðborgarsvæðinu í fyrra voru 1.018 en 40 fleiri ís- lenskir ríkisborgarar fluttu þá til svæðisins en frá því. Flestir innflytjendur búa í höfuðborginni ÞRÓUNIN FRÁ ALDAMÓTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.