Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 35
maður viðskipta- og neytenda- nefndar flokksins 1985-86 og í flokksráði, var stjórnarformaður Hvíta hússins hf. auglýsingastofu 1991-92 og 1994-2002; Athygli hf., almenningstengsla 1991-92 og Verksmiðjunnar hf., kvikmynda- gerðar 1991-92 og sat í sóknarnefnd Hallgrímskirkju 1992-2001. 30 þúsund skákir á netinu En hver eru áhugamálin? „Ég tefldi mikið á unglingsárunum og tók þátt í mótum hjá TR, hætti síð- an í áratugi en byrjaði að tefla á netinu fyrir 12 árum og hef síðan teflt þar um 30 þúsund at- og hrað- skákir. Ég spila brids við skóla- bræður og vini frá því úr mennta- skóla og ég les reiðinnar býsn, les hratt og er nærri því alæta á bæk- ur. Þegar barnauppeldinu lauk rækt- uðum við hjónin Bichon Frisé- hunda og héldum fjóra slíka um langt árabil. Loks var ég ætíð vinnumaður hjá eiginkonunni í hennar umfangsmiklu blómarækt og garðyrkju. Hin síðari ár skemmtum við okkur á golfvellinum í góðu veðri.“ Fjölskylda Eiginkona Páls Braga er Stefanía Ingibjörg Pétursdóttir, f. 3.12. 1941, snyrtifræðingur og fyrrv. fulltrúi hjá HÍ. Hún er dóttir Péturs Jóns- sonar, f. 19.9. 1895, d. 24.9. 1973, bifreiðarstjóra, og Jórunnar Björnsdóttur, f. 14.12. 1904, d. 2.2. 1966, húsfreyju. Stefanía og Páll Bragi bjuggu lengst af í Litla- Skerjafirði en í Garðabæ frá 2001. Börn Páls Braga og Stefaníu eru Jórunn Pálsdóttir, f. 3.3. 1964, kennari í Reykjavík, sambýlismaður Þórarinn Stefánsson verkfræðingur og á hún þrjú börn; Þórður Pálsson, f. 8.1. 1968, hagfræðingur búsettur á Seltjarnarnesi, forstöðumaður hjá vátryggingafélaginu Sjóvá, maki Kristín Markúsdóttir þjónustu- fulltrúi og eiga þau þrjú börn; Rak- el Pálsdóttir, f. 4.6. 1970, þjóð- og mannauðsfræðingur í Reykjavík, forstöðumaður hjá Samtökum iðn- aðarins, maki Óskar Sigurðsson landfræðingur og eiga þau þrjú börn; Kristján L. Loðmfjörð Páls- son, f. 9.12. 1977, myndlistarmaður á Seyðisfirði, sambýliskona Tinna Guðmundsdóttir menningarstýra og eiga þau þrjú börn. Dóttir Páls Braga og Guðrúnar Erlu Sigurðardóttur, f. 27.3. 1944, hársnyrtis, er Ynja Sigrún Ísey Pálsdóttir, f. 13.8. 1967, hársnyrtir í Reykjavík og á hún fjögur börn með Inga Pétri Ingimundarsyni. Hálfbræður Páls Braga, sam- mæðra, eru Stefán Þórðarson, f. 31.1. 1953, búsettur í Reykjavík og Ágúst Þórðarson, f. 29.12. 1954, rekstrarhagfræðingur í Garðabæ. Hálfsystkini Páls Braga, sam- feðra, eru Siguralda Kristín Krist- jónsdóttir, f. 7.9. 1930, d. 2005, var búsett í Bandaríkjunum; Steina Kristín Kristjónsdóttir, f. 30.1. 1955, hársnyrtir í Reykjavík; Erla Danfríður Kristjónsdóttir, f. 19.6. 1957, hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir, búsett í Reykjavík og Krist- ján Brynjólfur Kristjónsson, f. 31.5. 1962, d. 14.1. 1981. Foreldrar Páls Braga voru Krist- jón Ingiberg Kristjánsson, f. 25.9. 1908, d. 18.10. 1981, forsetabílstjóri, og Ólína Þórey Stefánsdóttir, f. 10.9. 1927, húsfreyja. Seinni maður Ólínu: Þórður Ágústsson frá Hvammi í Landsveit, og seinni kona Kristjóns: Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Vestmannaeyjum. Úr frændgarði Páls Braga Kristjónssonar Páll Bragi Kristjónsson Soffía Pálsdóttir húsfr. á Helgafelli Sigurður Guðmundsson b. á Helgafelli í Svarfaðardal Stefán Loðmfjörð Jónsson verslunarm, langafi Thelmu Tómasson fréttam. á Stöð 2 Ólína Þórey Stefánsdóttir húsfr. í Rvík Anna Katrín Sveinsdóttir húsfr. á Bárðarstöðum Jón Ögmundsson eldri b. á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði Guðríður Þorsteinsdóttir húsfr. í Gröf Brynjólfur Daníelsson hreppstj. í Gröf í Breiðuvík Danfríður Brynjólfsdóttir húsfr. í Hólslandi Kristján Pálsson b. á Hólslandi í Eyjahreppi Kristjón I. Kristjánsson forsetabílstj. í Rvík Kristín Hannesdóttir húsfr. í Ólafsvík Páll Kristjánsson kennari í Ólafsvík Ingólfur Kristjánsson rithöfundur Danfríður Skarphéðinsdóttir kennari og fyrrv. alþm. Kristján Skarphéðinsson hagfræðingur Skarphéðinn Kristjánsson verslunarm. í Rvík Fanney Unnur Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Kristján J. Valdimarsson forstöðum. Árni Gunnarsson verkfræðingur og framkvæmdastj. Rannveig Gunnarsdóttir forstj. Lyfjastofnunar Lovísa Hafberg Björnsson húsfr. í Rvík Halldóra Sigurðardóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Ragnar í Smára fæddist íMundakoti á Eyrarbakka7.2. 1904. Hann var sonur Jóns Einarssonar hreppstjóra þar og Guðrúnar Jóhannsdóttur. Jón var sonur Einars Bjarnason- ar, bónda á Heiði á Síðu, og Ragn- hildar Jónsdóttur, systur Jóns, lang- afa Jóns Helgasonar, fyrrv. ráð- herra. Systir Ragnhildar var Guð- laug, amma Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Guðrún var dóttir Jóhanns Þor- kelssonar, verslunarmanns í Munda- koti, bróður Guðmundar, afa Guðna Jónssonar prófessors. Móðir Guð- rúnar var Elín Símonardóttir. Ragnar flutti sextán ára til Reykjavíkur, lauk verslunarprófi 1922, stundaði afurðasölu fyrir bændur um skeið, varð forstjóri og, ásamt Þorvaldi Thoroddsen, annar aðaleigenda smjörlíkisgerðarinnar Smára, Austurbæjarbíós og sápu- gerðarinnar Mána (síðar Frigg). Hann var stór eignaraðili í smjörlík- isgerðinni Sól og starfrækti Víkings- prent og Helgafell, sem varð eitt stærsta bókaforlag landsins. Ævistarf Ragnars fólst í því að styrkja og hvetja unga rithöfunda og listamenn. Hann kynntist Þórbergi Þórðarsyni og Halldóri Laxness hjá Erlendi í Unuhúsi og gaf út verk þeirra, auk verka Gunnars Gunn- arssonar, Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinarr og Davíðs Stef- ánssonar. Þá var hann fyrsti útgef- andi flestra þekktustu skálda af næstu kynslóð, styrkti fjölda ís- lenskra myndlistarmanna, var hvatamaður að stofnun Tónlistar- skólans og stofnaði, ásamt Þorvaldi Thoroddsen, Ólafi Þorgrímssyni og fleirum, Tónlistarfélagið, sem fékk fjölda heimsþekktra tónlistarmanna til að halda tónleika hér á landi. Ragnar var upphaflega vinstri- sinnaður en umpólaðist og var sjálf- stæðismaður upp frá því. Hann beitti sér gegn bandaríska herstöðv- arsjónvarpinu og fyrir forsetakjöri Kristjáns Eldjárns 1968. Bókin Mynd af Ragnari í Smára, eftir Jón Karl Helgason, kom út 2009. Ragnar lést 11.7. 1984. Merkir Íslendingar Ragnar í Smára 90 ára Guðrún Jónasdóttir 85 ára Björn E. Pétursson Jónína Ásgrímsdóttir Liesel Sigríður Malmquist Sigurbjörg Sigurðardóttir 80 ára Gunnar Ingvarsson Unnur Stefánsdóttir Þórunn Melsteð 75 ára Ásbjörg Forberg Birna Ólafsdóttir Björn Jónsson Björn Magnús Egilsson Gunnar Þór Gunnarsson Ingibjörg Sigurðardóttir Sigrún Elíasdóttir 70 ára Margrét Guðlaugsdóttir Óskar M. Alfreðsson Óskar Ólafsson 60 ára Egill Ómar Grettisson Einar Þorsteinn Loftsson Guðjón Ólafur Magnússon Guðjón Sigurðsson Guðmundur Heimisson Gyða Þórðardóttir Jenný Ásmundsdóttir Jónbjörg Kjartansdóttir Jón Þór Einarsson Kristján S. Guðmundsson Sigríður Brynja Sigurðardóttir Sigurbjörn Árnason Sæmundur Auðunsson Þórarinn Benedikz 50 ára Björgvin Þ. Kristmundsson Helgi Bogason Lucinda Maria dos Santos Gomes Ríkharður Mýrdal Harðarson Rúnar Garðarsson Valmundur S. Gíslason 40 ára Anders Möller Nielsen Anna H. Ragnarsdóttir Árni Árnason Brynhildur Bjarnadóttir Greta Kristín Hilmarsdóttir Guðmundur Þengill Vilhelmsson Hildur Kjartansdóttir Ingvaldur Þór Einarsson Kristín Björk Jónsdóttir Kristín Sigurjónsdóttir María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir Pálmi Reyr Þorsteinsson Sylwia Matusiak Henrysson Sylwia Szalasek 30 ára Aron Arnbjörnsson Ágúst Þór Weaber Benedikt Hreinn Einarsson Berglind Eva Björgvinsdóttir Bylgja Árnadóttir Edgars Feldmans Eðvarð Jón Sveinsson Ellen Kristjánsdóttir Emir Cogic Eyjólfur Kári Friðþjófsson Fjóla María Helgadóttir Kristján Helgi Jónsson Lilja Ósk Kristbjarnardóttir Margrét Þorgeirsdóttir Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir Sigurbjörn M. Valdimarsson Zhilin Huang Til hamingju með daginn 30 ára Tinna býr í Hafn- arfirði, lauk prófi í við- skiptafræði og stundar MS-nám í skattarétti og reikningsskilum við HÍ. Maki: Jóhann Fannar Sig- urðsson, f. 1981, lögfræð- ingur. Börn: Gunnar Mikael Jó- hannsson, f. 2003, og Andrea Gyða Jóhanns- dóttir, f. 2011. Foreldrar: Gunnar Svav- arsson, f. 1962, og Gyða D. Tryggvadóttir, f. 1963. Tinna Gunnarsdóttir 30 ára Reynir ólst upp á Akureyri, lauk sveinsprófi í húsasmíði og er véla- maður hjá Ístaki í Noregi. Maki: Signa Hrönn Stef- ánsdóttir, f. 1987, versl- unarmaður. Dóttir: Rakel Sara Reyn- isdóttir, f. 2011. Foreldrar: Sveinbjörn Hjörleifsson, f. 1956, hrosabóndi á Dalvík, og Eva Jónína Ásmunds- dóttir, f. 1961, starfs- maður við FSA. Reynir Svan Sveinbjörnsson 30 ára Telma er búsett í Reykjavík og er að ljúka MS-prófi í matvælafræði. Börn: Brynhildur Hafdís, f. 2006, og Jökull Jóhann, f. 2010. Foreldrar: Kristinn Jó- hann Níelsson, f. 1960, MA-nemi í hagnýtri menn- ingarmiðlun við HÍ, og Guðrún Auður Skúladótt- ir, f. 1959, fótaaðgerð- arfræðingur. Stjúpmóðir: Harpa Jónsdóttir, f. 1965, rithöfundur og listakona. Telma Björg Kristinsdóttir 15% kynningar afsláttur Verð aðeins kr. 49.467 m. vsk. Fullt verð kr. 58.197 Framleiðir 15kg. á sólarhring Stuttur framleiðslutími á klökum Alvöru klakavél fyrir heimilið Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.