Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Malín Brand malin@mbl.is Þær Alexía Björg Jóhann-esdóttir, María Pálsdóttirog Sólveig Guðmunds-dóttir eru leikkonur sem farið hafa ótroðnar slóðir í leiklist. Þær hafa farið í gervi pilta þar sem þeim leyfist eitt og annað. Þær kalla sig Pörupilta og ætla nú í samstarfi við Borgarleikhúsið að bjóða 10. bekkingum í Reykjavík á uppistand þar sem viðfangsefnið er kynfræðsla. Leikhúsið til kennslu Árið 2006 prófuðu leikkonurnar þrjár að leika karlmenn, fóru í drag og skrifuðu sketsa. Þær skemmtu víða og í framhaldi af því voru þær með uppistandið Homo Erectus í Þjóðleikhúskjallaranum. „Það fjallaði um samskipti kynjanna og samskiptaleysi kynjanna, hvernig strákar líta á stelpur og stelpur á stráka. Það gekk glimrandi vel og við fórum með sýninguna til Finn- lands og í Hof á Akureyri,“ segir leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir. Í Hof komu nokkrir hópar ung- linga í kynjafræðinámskeiðum á sýninguna og líkaði vel. Það varð kveikjan að því að nota leikhúsið meira til kennslu og úr varð uppi- stand um kynlíf sem sýningar hefj- ast á hinn tólfta þessa mánaðar. „Okkur var bent á að nem- endur í fyrsta bekk í menntaskóla væru of gamlir fyrir þetta svo við fengum styrk til að bjóða öllum nemendum tíunda bekkjar í 10. bekkur lærir um kynlíf með Pörupiltum Sennilega þykir mörgum unglingum það óbærileg tilhugsun að fara í kynfræðslu með foreldrum sínum en leikkonurnar þrjár sem skipa Pörupilta ætla sér að brjóta ísinn í þeim málum. Þær verða með uppistand í Borgarleikhúsinu næstu vikurnar þar sem kynlíf og kynfræðsla verður í forgrunni. Verkið er hugsað fyrir nemendur tíunda bekkjar grunnskóla en á þó erindi við þá fullorðnu líka. Pörupiltar Vel meinandi en svolítið ólukkulegar týpur. Þroski þessara pilta er kannski örlítið minni en sjálfur lífaldur þeirra gefur til kynna. Viðburðurinn Milljarður rís 2014 hef- ur verið stofnaður á Fésbókinni og er full ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í honum í dag kl. 12 í Hörpu. Þar á að koma saman og dansa gegn ofbeldi á konum um allan heim, dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Þennan sama dag í fyrra kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði í tilefni af Millj- arður rís. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja og 2.100 karlar, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál. Ís- lendingar tóku þátt í femínískri flóð- bylgju og létu jörðina hristast með samtakamætti sínum. Í ár ætlar UN Women í samstarfi við Lunch Beat og tónlistarhátíðina Sónar að endurtaka leikinn og er markmiðið að fá 3.000 manns um allt land til þess að mæta. Yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert. Helsta dánarorsök evr- ópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára er heimilisofbeldi. Konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður-Afríku. Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Mætum og látum að okkur kveða. Sýnum samstöðu, dönsum fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Hægt verður að leggja frítt í Hörpu á með- an viðburðurinn stendur yfir. Vefsíðan Milljarður rís á facebook Morgunblaðið/Styrmir Kári Samstaða Í fyrra mættu rúmlega tvö þúsund manns í Hörpu til að dansa. Allir með í femínískri flóðbylgju Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.