Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð Hagnaður Marels dróst saman um 42 prósent milli ára. Í fyrra nam hann 20,6 milljónum evra, jafnvirði um 3,2 milljarða króna, en árið 2012 nam hann 35,6 milljónum evra, sem jafngildir 5,6 milljörðum króna. Fyrirtækið birti uppgjör sitt í fyrradag. Þar kemur fram að tekjur þess hafi dregist sam- an um 7,3% milli ára og nemi nú 661,5 milljónum evra, jafnvirði um 104 milljarða króna. Í tilkynn- ingu frá Marel segir að tekjur af stórum verkefn- um hafi verið lág- ar en tekjur af varahlutum og þjónustu hafi haldið áfram að vaxa. Rekstrarhagnaður (EBIT) fyrir- tækisins var 42,9 milljónir evra en í tilkynningunni segir að fyrirtækið geri ráð fyrir að leiðréttur rekstr- arhagnaður á þessu ári verði 55 milljónir evra. Langtímahorfur séu góðar og fyr- irtækið stefni á að vaxa hraðar en markaðurinn. Pantanabókin stóð í 132,4 millj- ónum evra í árslok 2013 en hún stóð í 125,4 milljónum evra í árslok 2012. Staðan sterk í öllum heimsálfum Árni Oddur Þórðarson, sem var skipaður forstjóri Marels í byrjun nóvembermánaðar í fyrra, segir að staða Marels, sem leiðtoga í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi, sé sterk í öllum heims- álfum. „Marel hefur vaxið að meðaltali um 4% á ári undanfarin fimm ár á sama tíma og hagvöxtur á heims- vísu hefur verið í sögulegu lág- marki. Undanfarin ár hafa verið erf- ið fyrir matvælaframleiðendur sem hafa gengið í gegnum miklar hækk- anir á bæði korn- og orkuverði. Markaðsaðstæður fara batnandi og á síðasta ári högnuðust matvæla- framleiðendur og fjárhagssaða þeirra styrktist. Þörf framleiðenda er að aukast eftir endurnýjun og stækkun,“ er haft eftir Árna Oddi í í fréttatilkynningu. Ekki í samræmi við getu félagsins Hann segir að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári hafi ekki verið í samræmi við samkepppn- isstöðu og getu félagsins. „Stefnan er skýr, verkefnið fram- undan er að aðlaga rekstur að stefnu félagsins. Einfaldara skipu- lag Marels mun gera okkur kleift að auka þjónustu við viðskiptavini okk- ar. Við munum taka varfærin skref í þá átt að samþætta einingar sem þjóna sömu þörfum viðskiptavina og byggja á samskonar grunntækni,“ segir hann jafnframt. Markmiðið sé að ná yfir 100 millj- ónum evra í rekstrarhagnað árið 2017. Hagnaður Marels dróst saman um 42%  Marel hefur vaxið að meðaltali um 4% á ári sl. fimm ár Marel Fyrirtækið stefnir að því að ná 100 milljóna evra hagnaði árið 2017. Verkefnið framundan sé að aðlaga rekstur Marels að stefnu félagsins. Marel setur markið hátt » Hagnaður Marels nam 20,6 milljónum evra, jafnvirði um 3,2 milljarða króna í fyrra, en árið 2012 nam hann 35,6 millj- ónum evra, sem jafngildir 5,6 milljörðum króna. » Árni Oddur segir að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári hafi ekki verið í samræmi við samkepppn- isstöðu og getu félagsins. » Fyrirtækið stefnir að 100 milljóna evra hagnaði á árinu 2017. Árni Oddur Þórðarson Alls ferðuðust 125 þúsund far- þegar með Icelandair í milli- landaflugi í janúar og fjölgaði þeim um 15% miðað við janúar á síðasta ári. Framboð í millilanda- fluginu var aukið um 15%. Sæta- nýtingin var 70,5% og jókst um 1,6 prósentustig í mánuðinum á milli ára. Í tilkynningu kemur fram að fjöldi farþega í innanlands- og Grænlandsflugi var 20 þúsund í janúar og fækkaði um 5%. Framboð í janúar var 7% minna en í janúar á síðasta ári og sætanýting var 68,2% samanborið við 66,1% í janúar 2012. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 8% færri en í janúar á síð- asta ári. Herbergjanýting var 51,4% Fragtflutningar jukust um 7% á milli ára. Seldar gistinætur hjá Flugleiðahótelunum jukust um 10% á milli ára. Herbergjanýting var 51,4%, eða 4,8 prósentustig- um hærri en í janúar 2013. Morgunblaðið/Kristinn Icelandair Alls ferðuðust 125 þúsund farþegar með Icelandair í millilanda- flugi í janúar og fjölgaði þeim um 15% miðað við janúar á síðasta ári. Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% í janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.