Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 VINNINGASKRÁ 41. útdráttur 6. febrúar 2014 182 10519 21068 30891 42110 50612 62613 73989 559 10997 21280 31482 42683 50919 62828 74067 899 12173 21321 31781 42939 51548 63063 74171 915 12403 21335 31826 43138 51755 63614 74261 918 12592 21383 31940 43468 52181 63784 74327 1039 12853 22733 32466 43859 52522 63844 74632 1214 13526 22858 32721 44197 52645 64355 74980 1638 13869 22874 33456 44805 53217 64833 75852 1872 14055 22897 33787 45264 53248 65255 76889 2081 14209 23195 33791 45379 53965 65730 77241 2207 14226 23344 34019 45713 54053 65861 77458 2351 14470 23398 34932 45719 54177 65904 77487 2596 14624 23810 34982 46021 55397 65999 77499 2974 14772 24068 35117 46326 55931 66564 77518 3475 14909 24162 35468 46475 56280 66746 77578 4265 15144 24651 35600 46537 56365 67206 77958 5246 15593 24696 36691 46808 57458 67427 77963 5948 16308 25275 37043 47173 58128 67976 78395 6409 16516 27865 37297 47535 58524 68649 78447 6946 16640 27954 37349 47738 58745 68926 78490 7580 17112 27968 37352 47818 58891 69044 78979 7821 17518 28069 37380 47900 59126 69162 79490 7934 17621 28125 37598 48004 59588 69203 79676 8241 17796 28353 38036 48443 59789 70104 79711 8335 18308 28703 38588 48917 60182 70636 79833 8558 18435 28826 38593 49203 60390 70760 79871 9144 18491 29250 38624 49227 60427 70924 9327 18578 29697 39094 49311 60785 71164 9621 18637 29732 39234 49688 61553 71514 10143 18755 29889 39416 50043 61563 72049 10205 20152 30113 40170 50170 61626 72480 10479 20744 30209 41488 50300 61996 73552 469 5585 16429 27224 38476 48561 60827 71417 2237 5663 18170 27365 39169 49070 60885 72442 2570 7376 18450 27395 39224 49194 61676 72986 2780 7472 18572 28414 39403 49232 62415 74780 4004 9271 19303 29989 39907 49478 63172 75088 4104 9948 19604 30133 40369 50265 64600 75702 4161 10439 21734 30846 43579 50547 66579 76183 4195 10505 24226 31471 43876 51475 67234 76409 4264 10854 24315 32674 45408 52505 67561 76624 4914 13531 24390 33078 45728 53822 69131 5025 14676 25211 35392 46979 54019 69887 5035 15393 25342 36270 47478 58480 70525 5482 15551 25356 36761 48039 59795 71269 Næstu útdrættir fara fram 13. feb, 20. feb & 27. feb 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10758 25146 41745 72685 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3981 16376 27423 32234 50639 63227 7879 23165 27784 35474 60542 66747 9603 24676 28193 44140 61185 67664 13421 26506 28663 50005 61405 74943 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 4 2 Fyrir fjórum árum var Ármann Kr. Ólafs- son kjörinn til að leiða lista sjálfstæðismanna í Kópavogi til bæj- arstjórnarkosninga. Úrslit kosninga urðu þau að flokkurinn fékk rúmlega 30% fylgi, missti einn bæjarfull- trúa og meirihluti hans og Framsókn- arflokks til fjölda ára féll. Þessi úrslit voru í samræmi við gengi flokksins í heild og komu engum á óvart. Á miðju yfirstandandi kjör- tímabili slitnaði upp úr samstarfi þeirra sem myndað höfðu meirihluta og Ármann verður bæj- arstjóri í nýjum. Á tveimur árum, sem liðn eru, hefur ágætur árangur náðst, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og mótbyr úr ýmsum áttum. Skuldir bæj- arfélagsins hafa lækk- að og fasteignagjöld hafa verið lækkuð án þess að þjónusta eða velferð hafi verið skert. Nýleg skoðanakönnun sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi er yfir 40% í komandi bæjar- stjórnarkosningum. Þá sýnir könn- unin einnig að mikill meirihluti er ánægður með störf bæjarstjóra. Í prófkjöri, sem fram fer á morg- un, laugardag, skulum við, gott sjálfstæðisfólk í Kópavogi, flykkjast að baki Ármanni og kjósa hann áfram til forystu, flokknum og Kópavogsbæ til heilla. Kjósum Ármann áfram til forystu í Kópavogi Eftir Hallgrím Ólafsson » Skuldir bæjarfélags- ins hafa lækkað og fasteignagjöld hafa ver- ið lækkuð án þess að þjónusta eða velferð hafi verið skert. Hallgrímur Ólafsson Höfundur er félagi í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi. Ung kona bankar á þínar dyr, hún heldur á ungu barni og við hlið hennar stendur ungur drengur. Getur þú hjálpað mér? Maðurinn hefur misþyrmt okkur og hótar að drepa okkur. Ég kom við í húsi hér neðar í götunni, sem heitir Noregur, þeir vildu ekki hjálpa mér, jafnvel þótt barnið fæddist í þeirra húsi, þar sem ég var í barnsnauð þegar ég barði þar að dyrum. Við skulum sjá, svarar þú, ég ætla að líta í blaðið okkar frá Dublin, já, nei, því miður þú verð- ur að fara aftur þarna til fólksins neðar í götunni, það á að hjálpa þér. Ekki ég. Svona farðu nú, þú ert að tefja okkur frá kvöldmatn- um. Góði Íslendingur, þetta er ekki saga utan úr heimi, heldur er kaldur raunveruleikinn á Íslandi í dag. Við hendum ósjálfbjarga konu með börn aftur til Noregs, þar sem hún er þegar búin að fá synjun og þar er henni vísað á miskunnsemi rússneskra stjórn- valda sem eru þekkt fyrir að beita hennar þjóðarbrot órétti. Við, undirrituð, biðjum innanrík- isráðherra að miskunna Svetlönu Sergejevna Shkulepa, sem hún hefur svo sannarlega heimild til að gera samkvæmt íslenskum lögum. Svetlana er frá Dagestan í Kák- asus í Rússlandi og þurfti að flýja heimili sitt vegna alvarlegs ofbeld- is eiginmanns. Hún faldi sig fyrst í Rússlandi en í mars 2011 þá brast hana andlegt þrek vegna ótta við að maður hennar fyndi hana og hún flúði til Noregs. Hún var þá barnshafandi og fæddist yngri sonur hennar í Noregi. Þar var henni synjað um hæli og hún send aftur til Rússlands. Maður hennar fann hana og fór aftur með hana í heimabæ þeirra. Hann barði eldri son þeirra og hana, tók af þeim vegabréf og ferðaskilríki og hótaði að berja hana og drepa ef hún snerist ekki til íslamstrúar. Hún fékk heilahristing vegna höfuð- högga sem maðurinn greiddi henni. Í júlí 2012 tekst henni aftur að flýja til Noregs, sækir um hæli, en umsókn hennar er hafnað án efnismeðferðar, þrátt fyrir að hún er að flýja nýjar ofsóknir, ofbeldi og þvinganir. Hún kærði þann úr- skurð til æðra stjórnvalds en fékk strax synjun án þess að mál henn- ar væri rannsakað. Nú segja íslensk stjórnvöld Svetlönu að hún muni fá réttláta meðferð í Noregi. Þegar ég las málskjöl Útlend- ingastofnunar og innanríkisráðu- neytis í máli Svetlönu, þá voru fyrstu viðbrögð mín reiði og síðan skömm yfir því að þetta er verið að gera í mínu nafni sem Íslend- ings. Hvar er nú mannréttinda- sjónarmiðið, sem við Íslendingar stærum okkur af? Hér er kona sem er ofsótt, svívirt og barin í sínu heimalandi, vegna trúar sinn- ar, faðir hennar barinn til bana af rússneskri lögreglu, hún knýr dyra hjá þér, Íslendingur góður, og þú hefur ekki pláss. Ég biðla til innanríkisráðherra, þingmanna og íslensku þjóðar- innar að miskunna Svetlönu og leyfa henni að eiga heimili á Ís- landi. Hún er þegar orðin hluti af fjöl- skyldu okkar í Hvítasunnukirkj- unni í Keflavík og við viljum ekki missa hana frá okkur. KRISTINN ÁSGRÍMSSON, ÞÓRDÍS KARLSDÓTTIR , Háaleiti 23, Keflavík. Bannar Dyflinnarsáttmálinn okkur að miskunna fólki í neyð? Frá Kristni Ásgrímssyni og Þórdísi Karlsdóttur Kristinn Ásgrímsson og Þórdís Karlsdóttir. Ferðaþjónusta fyrir fatlaða er okkur í Sjálfsbjörg mjög skyld enda áttu samtökin beina aðild að stofnun hennar hér í Reykjavík. Þann 9. janúar 1979 hófst ferða- þjónusta fatlaðra sem samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar og Sjálfsbjargar. Áður hafði Sjálfs- björg rekið ferðaþjónustu fatlaðra frá því í febrúar 1977 með bifreið er Kiwanis-hreyfingin á Íslandi færði samtökunum að gjöf. Slík þjónusta hafði fram til þessa ekki verið í boði fyrir fatlað fólk. Ekki leið á löngu þar til fleiri sveit- arfélög tóku þessa þjónustu til sín og hafa verið með hana síðan. Í millitíðinni var þetta lögbundið verkefni sveitarfélaganna og ekki að sjá að það breytist. En hvernig fer þessi þjónusta fram í dag? Jú, sveitarfélögin hafa mörg hver ráðið til sín verktaka til að sinna henni. Mikilvægt er að notendur þjónustunnar séu tilbúnir á hár- réttum tíma þegar bílstjórinn kemur því mikið álag er á við- komandi og brýnt að allar tíma- setningar standist vel. Oftast eru tveir einstaklingar sóttir í hverri ferð og stundum fleiri. Ef það kemur fyrir að notandi þjón- ustunnar er ekki tilbúinn á réttum tíma þarf hann oft á tíðum að upplifa mjög neikvætt viðhorf frá bílstjóra sem orðinn er yfirmáta stress- aður við það að láta tímaáætlanir ganga upp. Oft má litlu muna og setur aukin umferð eða smá snjó- koma gjarnan strik í reikninginn. En hvernig eru bíl- arnir? Þeir eru mismunandi og misjafnlega smart. Flestir mættu vera þvegnir áður en ferðir hefj- ast á morgnana bæði að innan og utan. Einnig mætti skipta um brotin hurðarspjöld, ryðbæta þá og annað „smálegt“. Miðað við ástand bifreiðanna má þakka fyrir að þær komist yf- irleitt á áfangastað án þess að bila á miðri leið og örygg- isbúnaði í þeim er mjög ábótavant, þriggja punkta belti og hnakkapúðar þekkjast ekki þrátt fyrir að reglur segi að svo skuli vera. Þrátt fyrir allt stressið er farið með þann sem kom annar inn í bílinn á áfanga- stað og þriðja mann- eskja kemur inn í bílinn í staðinn. Á meðan fólkið er flutt inn og út á dísilolíumökkur greiða leið inn og það í skiptum fyrir hitann sem þó var í bílnum. Þessi bílferð, eða flutningar, tekur því manneskj- una sem kom fyrst inn í bifreiðina 40 mínútur þar til áfangastað hennar er náð. Það er litlu við þetta að bæta, en þar sem ég er úr sveit og þessi saga er skrifuð af eigin reynslu þá er titill greinarinnar sjálfgef- inn. Ég vona að í komandi sveit- arstjórnarkosningum sjái sveit- arfélögin að sér og bæti ferða- þjónustu fyrir fatlaða. Heimildir: Ársrit Sjálfsbjargar lsf. 1977 og 1980. Eftir Berg Þorra Benjamínsson » Það er litlu við þetta að bæta, en þar sem ég er úr sveit og þessi saga er skrifuð af eigin reynslu þá er titill greinarinnar sjálfgef- inn. Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er málefnafulltrúi Sjálfs- bjargar lsf. Gripaflutningar á fötluðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.