Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Guðrún JónaGísladóttir fæddist í Suðureyr- arhreppi 12. ágúst 1957. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 2. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Gísli Jóns- son skipstjóri, f. 21. september 1911, d. 3. janúar 1995, og Þuríður Jónasdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1922, d. 4. apríl 1967. Kynforeldrar Guðrúnar voru Gunnþór Pétursson, f. 20. febr- úar 1938, d. 24. apríl 2005, og Rannveig Hansína Jónasdóttir, f. 26. september 1935. Systkini Guðrúnar eru: Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir, f. 1963, Hrafn- hildur Þorleifsdóttir, f. 1955, Hallgrímur Þór Gunnþórsson, f. 1960, Inga Jóna Gunnþórsdóttir, f. 1966, Jónas Sigurður Gunn- soninn Bjarna Berg. 3) Gunnar Örn, f. 31. október 1984, maki Pilar Olivares Villalonga, f. 22. febrúar 1989. 4) Kolbrún Klara, f. 13. maí 1992. Fyrir átti Gunn- ar soninn Guðjón Leif, f. 28. júní 1973, maki Hulda Birna Eiríks- dóttir, f. 12. október 1975. Börn þeirra eru Linda Regína, Atli Björn, Laufey María og Dagur Þór. Guðrún og Gunnar gengu í hjónaband 27. desember 1980. Þau bjuggu lengst af sinni sam- búð í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Guðrún stundaði nám við Alþýðuskólann að Eið- um og minntist hún ætíð náms- áranna þar af miklum hlýhug og virðingu, enda hélt hún tryggð við skólann og gömlu skóla- félaganna á Eiðum alla tíð. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu vann Guðrún við ýmis störf, lengst af hjá Ríkisend- urskoðun, leikskólanum Lauga- borg og Kaupási, en seinast starfaði hún hjá ÁTVR. Hún söng í tæp 20 ár í Léttsveit Reykjavíkur Útför Guðrúnar fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. febrúar 2014, kl. 13. þórsson, f. 1969, Torfi Gunnþórsson, f. 1958, Soffía Gunnþórsdóttir, f. 1961. Árið 1977 kynn- ist Guðrún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Gunnari Guðjónssyni tónlist- armanni og prent- smiði, f. 22. október 1950 á Nesvegi í Reykjavík. Foreldrar hans eru Dagrún Gunnarsdóttir, f. 29 maí 1923, og Guðjón Emilsson, f. 4. nóvember 1917, d. 27. október 1995. Saman eignuðust Guðrún og Gunnar fjögur börn, þau eru: 1) Þuríður Dagrún, f. 10. októ- ber 1980, börn hennar eru Sól- rún Ása og Hákon Fannar, maki Eyjólfur Magnús Kristinsson, f. 1976. 2) Gísli Rúnar, f. 6. apríl 1983, maki Helga Bjarnadóttir, f. 25. október 1987, þau eiga Því fylgir mikil sorg og sökn- uður að kveðja Guðrúnu mína, kæra mágkonu, bestu vinkonu og eiginlega systur. Þar sem við tengdumst svo sterkum böndum var hún eins og systirin sem ég eignaðist aldrei og vorum við oft spurðar hvort svo væri. Tengsl okkar Guðrúnar urðu alltaf sterkari eftir því sem við urðum eldri og það leið nánast ekki sá dagur að við hefðum ekki sam- band, minnst einu sinni á dag. Fyrir átján árum dró Guðrún mig með sér í kór, Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur. Eftir það varð ekki aftur snúið. Þar sungum við saman og urðum nær alltaf samferða á kóræfingar. Saman fórum við í fjölmörg ferðalög með kórnum bæði inn- anlands og utan. Þegar erfið lög voru í æfingu hittumst við stundum tvær og æfðum okkur saman til þess að ná þessu nú alveg. Guðrún var metnaðarfull og tók ekki annað í mál en að ná hlutunum fullkom- lega. Í kórnum áttum við margar góðar vinkonur, en Guðrúnar verður sárt saknað þar og í litla spilaklúbbnum okkar innan kórs- ins. Fyrir nokkrum árum byrjuð- um við Guðrún að spila golf og fórum eins oft og við gátum út á völl að spila, bæði innanlands og erlendis. Sérstaklega er mér of- arlega í minningunni ferð okkar austur á ættarmót á Seyðisfjörð en þá spiluðum við golf á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum á leiðinni. Það var ynd- isleg ferð. Guðrún var metnaðar- fullur og góður golffélagi og við höfðum mikla ánægju af samver- unni á vellinum. Með okkur Guð- rúnu voru nokkrar vinkonur sem spiluðu með okkur golf og var fastur liður árlega að fara saman í bústað í Skorradal. Þessar ferð- ir voru okkur öllum afar kær- komnar og nutum við þess að vera saman og skemmta hver annarri. Guðrúnar verður sárt saknað í þeim vinkvennahópi. Undanfarið ár reyndist Guð- rúnu afar erfitt. Það var óend- anlega þungbært fyrir okkur sem stöndum Guðrúnu næst að horfa á þessa fallegu, dásamlegu og duglegu konu berjast auð- mjúk við sinn sjúkdóm. Sjúkdóm sem hún átti aldrei möguleika á að sigra. Þrátt fyrir vanmátt okkar var okkur kært að geta verið henni til halds og trausts á því tímabili. Ég kveð Guðrúnu mína með djúpum söknuði en þakklæti fyr- ir að hafa átt hana og tryggan vinskap hennar að. Ljós og friður til ykkar elsku Gunni, Þuríður, Gísli, Gunni, Kolla og fjölskyldur, hugurinn er hjá ykkur. Kveðja Anna Guðný. Mín vina kær, ég kveð þig nú í anda, með klökkum huga þakka ást og tryggð. Þú horfin ert til sælli sólarstranda og sérð ei framar þjáning eða hryggð. (GSÞ) Nú er hinni löngu þrauta- göngu elsku Guðrúnar okkar lokið. Hún barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Með æðruleysi og dugnaði tókst henni að kom- ast í gegnum erfiða daga. Hún sagði svo oft: „Svona er þetta bara.“ Margar góðar minningar koma í hugann á svona stundum. Við minnumst allra þeirra gæða- stunda sem við áttum með Guð- rúnu og Gunnari bæði innan- lands og erlendis. Við munum sakna svo margs. Elsku Gunnar, Þuríður, Gísli, Gunni, Kolla og fjölskyldur. Sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð vinarþel. Með hlýrri vinarhendi mér hjálpaðir svo vel. (GSÞ) Guðríður og Emil Theodór. Það er erfitt að tjá með orðum sáran söknuð og daprar tilfinn- ingar þegar ástkær mágkona og svilkona okkar, Guðrún Jóna Gísladóttir, hefur nú kvatt þenn- an heim eftir erfið veikindi. Hún barðist hetjulegri baráttu við ill- vígan sjúkdóm, sem gefur engan grið, og varð að lokum að lúta í lægra haldi, langt um aldur fram. Eftir sitjum við, ástvinir hennar, og drúpum höfði. Við getum þó huggað okkur við ljúf- ar minningar um yndislega manneskju, sem hafði svo mikið að gefa og lýsti upp tilveruna með glaðværð sinni og hjálp- semi. Guðrún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og hún hélt skopskyninu allt fram í andlátið og mætti örlögum sín- um með reisn. Það er vissulega höggvið stórt skarð í fjölskyldu okkar og erfitt að þurfa að sætta sig við napran veruleikann. En eigi má sköpum renna. Minning- in um allar skemmtilegu sam- verustundirnar munu þó ylja okkur um ókomin ár og hjálpa okkur að sætta okkur við það sem orðið er. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Guðrúnu hinstu kveðju í þeirri fullvissu, að við munum hitta hana aftur á öðru tilverusviði. Hugurinn er hjá Gunna og börnunum og við biðj- um almættið um að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Guðrúnar Jónu Gísladóttur. Björg og Sveinn. Þegar ég var barn og svo eftir að ég varð eldri þótti mér alltaf ákaflega þægilegt að vera nálægt Guðrúnu. Hún gaf frá sér ein- hverja hlýju og móðurlega til- finningu sem ég fann ávallt fyrir. Ég fann væntumþykju streyma frá henni í minn garð. Þetta er svona tilfinning sem maður talar ekkert um því maður áttar sig ekki á henni fyrr en maður sest niður og hugsar til baka. Það voru forréttindi að fá að verða hluti af lífi hennar Guðrúnar og fá að hafa hana í sínu lífi. Ég man þegar ég var yngri, svona í kringum 7-10 ára, þá fannst mér Guðrún vera alveg eins og mamma mín. Þær töluðu eins, höguðu sér eins og litu líka svipað út, fallegar, traustar og lífsglaðar. Enn þann dag í dag finnst mér þær svo líkar að svo mörgu leyti. Það kannski skýrir þá gífurlegu væntumþykju sem ég bar til Guðrúnar og þá sorg sem nú hvílir á hjarta mínu. Því miður segir maður ekki nægilega oft sínum nánustu hvað manni þykir vænt um þá en Guð- rún, mér þótti óskaplega vænt um þig og ég á eftir að sakna þín. Lífið er stundum svo ósann- gjarnt og þú fékkst aldeilis að finna fyrir því seinasta árið. Þú varðst þó þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa ástríkan og sterkan hóp í kringum þig sem hjálpaði þér að takast á við óvættinn af hugrekki og æðruleysi. Hóp af góðu fólki, vinum og vandamönn- um, sem stóð þétt með þér í gegnum þennan erfiða tíma og þar ber auðvitað fyrst að nefna þinn trausta og yndislega eigin- mann. Hann hefur misst mikið en þú, eins hugulsöm og þú ert, skildir hann ekki eftir einan held- ur gafst honum fjögur falleg og vönduð börn, þau Þuríði, Gísla, Gunna og Kollu. Allt frændsystk- in sem mér þykir svo vænt um og stoltur af að vera tengdur þeim blóð- og vinaböndum. Elsku Gunni, Þurí, Gísli, Gunni og Kolla, ég sendi ykkur öllum og ykkar fjölskyldum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og vona að þið finnið styrk hvert hjá öðru á þessum erfiðu tímum. Haukur Jóhann Hálfdánarson. Elsku Guðrún okkar, við sitj- um hér Sagaklass-vinkonur og rifjum upp skemmtilegar stundir sem við höfum átt saman, útileg- ur, utanlandsferðir og tölum nú ekki um öll böllin sem við fórum á með hljómsveitinni og ekki má gleyma dekurdögunum okkar á Hótel Sögu. Þar var mikið hlegið og ýmsar óvæntar uppákomur og alltaf skálað í rauðu og hvítu. Þessi litli hópur var frábær og náði mjög vel saman. Við þrjár söknum þín og elsku Svanhvítar okkar sem lést í maí 2009. Við er- um afskaplega þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur og vera ykkur samferða. Við vitum að Svanhvít hefur tekið á móti þér með opnum örmum. Elsku vinkona, þú varst falleg að utan sem innan, alltaf jákvæð, einnig í veikindum þínum. Minn- ing þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Við viljum kveðja þig með ljóð- inu Vinkona kvödd, úr ljóðabók- inni Bleikt eins og kærleikurinn. Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta en hjarta mitt grætur og hugurinn saknar því hönd þín er köld og mín sál fyllist ótta. Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta. Ég brosi gegnum tárin, brátt mun sorgin dvína og bjartar nætur vorsins lýsa myrkrið svarta. Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður en sálir okkar mætast í ljósi nú eins og fyrrum. Tíminn sem við áttum var tær og hreinn og góður. Tryggðarböndin ofin á ljúfum stundum kyrrum. (Rut Gunnarsdóttir) Elsku Gunni og fjölskylda, við systur þrjár sendum ykkur okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og vernda. Bryndís, Edda og Sigrún. Það eru þung skref að þurfa að kveðja skólafélaga okkar og vin, Guðrúnu Jónu Gísladóttur, þessa fallegu, ljúfu, hjartahlýju og blíðu konu. Guðrúnu Jónu kynntist ég haustið 1974 er ég hóf nám við Alþýðuskólann á Eiðum. Okkur varð strax vel til vina, hún var hjálpleg og ráðagóð við ýmislegt er viðkom félagslífinu og alltaf tilbúin að taka til hendinni við skipulag á hinum ýmsu uppá- komum. Hún naut þeirra forrétt- inda að þurfa ekki að búa á skóla- vistinni eins og aðrir heldur bjó hún hjá ættingjum sínum í End- urvarpinu eins og það var kallað. Hún tók þátt í flestu sem í boði var á Eiðum, hvort heldur það voru íþróttir, söngur eða leiklist. Á Marsinum, árshátíð Eiðanema, lék hún húsfrúna á Stað í leikrit- inu Maður og kona með miklum ágætum. Einlægur áhugi Guð- rúnar Jónu á Eiðaskóla og skóla- félögum sínum var mikill. Alltaf var hún tilbúin til að finna upp á tilefni til að hittast, finna tilefni til að ná saman vinum sínum frá Eiðum eða aðstoða skólafélagana er þeir komu í höfuðstaðinn. Guð- rún Jóna hafði marga góða kosti, einn hennar stærsti kostur var einlægni hennar, aldrei gerði hún mannamun og sýndi öllum sama viðmót. Hún var hvers mann hugljúfi og með hennar góðu lund laðaðist fólk að henni sem naut þess að umgangast hana, það var bæði gott og gaman að vera í návist Guðrúnar Jónu. Guðrún Jóna var sérlega fé- lagslynd og átti ýmis áhugamál. Hún hafði mikinn áhuga á tón- list og söng, hún starfaði og söng með Léttsveit Reykjavíkur um árabil. Hún hóf að stunda golf fyrir fáum árum, fór í golfferðir til Spánar og var áhugasöm um íþróttina sem hún stundaði með sínum góða eiginmanni. Árið 2010 kom hún að máli við mig og fannst vera kominn tími til að við myndum hefja undirbúning að endurfundum þeirra sem voru með okkur á Eiðum veturinn ’74- ’75. Kraftur hennar og áhugi smitaðist til okkar allra sem að undirbúningnum stóðu og rúm- lega 70 Eiðanemar og -kennarar hittust í Reykjavík vorið 2011 og kom meir en helmingur að aust- an um langan veg. Við Guðrún Jóna ætluðum sl. vor að fara austur á Egilsstaði með mynd- band af þessum endurfundi okk- ar til að sýna skólafélögum okkar fyrir austan og hefja undirbún- ing að næsta endurfundi sem ráðgerður er 2015. En örlögin tóku fram fyrir hendur okkar og í upphafi síðasta árs greindist Guðrún Jóna með illvígan sjúk- dóm sem nú hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Þessi fallega kona, jafnt að utan sem innan, sýndi einstaka hetjulund og æðruleysi í baráttu sinni við sjúkdóminn en með Gunnar Guð- jónsson, eiginmann sinn, sér við hlið tókst hún á við baráttuna af einurð og festu. Ég vil fyrir hönd okkar sem urðum samferða Guð- rúnu Jónu á Eiðum senda eig- inmanni hennar, Gunnari, börn- unum þeirra, Þuríði, Gísla, Gunnari og Kolbrúnu, og fjöl- skyldum þeirra, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og von um að Guð styrki ykkur og blessi í ykkar miklu sorg um leið og við biðjum góðan Guð að blessa og varðveita minninguna um Guð- rúnu Jónu Gísladóttur. F.h. Eiðanema 1974-1975, Pétur Georg Guðmundsson. Kær frænka er látin langt fyr- ir aldur fram. Guðrún Jóna varð ung heimilisvinur hjá okkur á Eiðum, þegar hún og pabbi henn- ar komu til Birnu frænku og fjöl- skyldu um stórhátíðir og í sól og sumarblíðu á Héraði. Tengslin styrktust síðan enn meir þegar Guðrún Jóna ákvað að fara í Al- þýðuskólann á Eiðum og var þá langdvölum á heimilinu. Hélt hún alltaf nánu sambandi við Birnu frænku sína á meðan hún lifði. Við geymum góðar minningar um allar samverustundirnar með Guðrúnu Jónu í huga okkar og sendum Gunna, börnum og barnabörnum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd fjöl- skyldunnar frá Endurvarpsstöð- inni á Eiðum, Magnfríður Júlíusdóttir (Fríða). Guðrún Jóna Gísladóttir HINSTA KVEÐJA Með trega og sorg kveð ég ljúfa og mæta konu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Gunni, Þuríður, Gísli, Gunni og Kolla, ég veit þið syrgið sárt og ég sendi ykkur hugheilar sam- úðarkveðjur. Dagrún Hálfdánardóttir. „Pabbi er dáinn, hann varð bráð- kvaddur í gær.“ Þetta eru ein erfið- ustu orð og setning sem ég hef þurft að segja á minni lífstíð. Pabbi var tekinn frá okkur alltof snemma. En þetta er víst það eina sem við vitum með vissu í þessu lífi og þó svo við vitum að þessi dagur muni einhvern tím- ann koma hjá okkur öllum þá kemur hann alltaf of snemma. Sorgin í hjarta mínu er mikil. En þessi sorg fer hratt til hliðar og minnkar þegar ég minnist allra þeirra samverustunda sem ég átti með pabba mínum. Mér hlýnar öllum þegar ég hugsa til veiðiferð- ar okkar í sumar þar sem við fengum báðir maríulaxinn okkar. Þó svo pabbi hafi verið til sjós í Ólafur Gunnarsson ✝ Ólafur Gunn-arsson fæddist 6. desember 1945. Hann lést 2. janúar 2013. Útför Ólafs fór fram 15. janúar 2014. mörg ár á einum þekktasta veiðidalli Íslandssögunar, gömlu Guggunni, þá var hann ekki mikill veiðimaður og þeg- ar ég hugsa til baka og sé hann fyrir mér landa laxinum með öllum þeim tilþrif- um sem einn klaufa- bárður getur gert í allt of stórum láns- vöðlum þá get ég ekki annað en brosað og hlegið. Pabbi einhvern veginn var allt og gat allt. Hann var í senn mikill smiður, handverksmaður og klaufabárður, grínisti og grafal- varlegur. Pabbi og mamma byggðu sér sælukot í landi fyrir austan og þótti pabba hvergi betra að vera en þar. Þar dundaði hann sér við að negla, líma og skrúfa allar fjalir, rissa upp teikn- ingar af skúrum, leiðslum, lögn- um og geymslum. Mottóið hans var: annaðhvort gerir maður þetta almennilega eða sleppir þessu. Pabbi átti mjög auðvelt með að hlæja og fannst ekkert skemmti- legra en að horfa á þætti um fald- ar myndavélar, Charlie Chaplin og Laurel og Hardy og segja svo í lokin: „Þetta er nú meiri vitleys- an!“ Einnig átti pabbi mjög auð- velt með að tala við alla og gat tal- að vel og lengi við alla sem urðu á vegi hans. Ég man í eitt skipti þegar hann ætlaði að hringja í Kristínu systur og talaði í símann í rúman hálftíma. Svo þegar hann lagði á þá spurði ég hvað væri að frétta af systur minni, svar hans var: „Ég veit það ekki, ég hringdi í rangt númer.“ Þetta eru bara nokkrar af þeim minningum sem ég á um hann pabba minn og geymi í hjarta mínu og gríp í þeg- ar sorgin er og virðist mikil. Ég er mjög stoltur af pabba mínum og því sem hann áorkaði í þessu lífi. Hann gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég hef reynt að fylgja þeim lífsreglum sem hann lagði fyrir mig og mun gera áfram. Ég sakna pabba mjög mikið en ég veit að hann er ekki langt undan standandi þétt við öxl mína að leiðbeina mér í þeirri veg- ferð sem ég á eftir ófarna eins og hann hefur alltaf gert. Árni Baldvin Ólafsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.